Tíminn - 10.11.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.11.1976, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 10. nóvember 1976 TÍMINN 9 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason.Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, símar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöal- stræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsinga- simi 19523. Verð I Iausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr. 1.100.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Sama meginstefnan Hiklaust má segja, að núverandi rikisstjórn hafi i megindráttum fylgt svipaðri stefnu og vinstri stjórnin. Hún hefur lagt kapp á að tryggja næga at- vinnu og þróttmikla byggðastefnu. Hins vegar hefur aðstöðumunur þeirra verið mikill. Vinstri stjórnin bjó yfirleitt við batnandi viðskiptakjör, en núver- andi stjórn hefur lengstum búið við versnandi við- skiptakjör. Þetta hefur óhjákvæmilega haft áhrif á lifskjörin, sem ekki er með neinu móti hægt að ásaka núverandi stjórn um. Vegna hinna óhagstæðu viðskiptakjara, hefur hún þurft að beita mun róttækari aðgerðum en vinstri stjórnin til að tryggja rekstur útflutningsframleiðslunnar og at- vinnuöryggið, en úrræði hennar i þeim efnum hafa ekki verið neitt frábrugðin þeim, sem vinstri stjórn- in beitti undir svipuðum kringumstæðum (gengis- lækkun, takmörkun visitölubóta, hækkun sölu- skatts). Hvergi sést það þó skýrar en á sviði landhelgis- málsins að báðar rikisstjórnirnar hafa fylgt sömu meginstefnunni. Vinstri stjórnin hófst handa um út- færslu fiskveiðilögsögunnar eftir langt aðgerðar- leysi viðreisnarstjórnarinnar. Með útfærslunni i 50 milur var stigið stærsta sporið i landhelgisbarátt- unni, þar sem flest mikilvægustu fiskimiðin og upp- eldisstöðvarnar eru innan 50 milna markanna. Þessi útfærsla kostaði nýtt þorskastrið við Breta, sem lauk með þvi, að þeir drógu stórlega úr veiðum sinum. Aðrar þjóðir virtu 50 milna mörkin. Núver- andi rikisstjórn fylgdi þessari einbeittu stefnu fast fram. Þróun hafréttarmála, einkum þó á sviði haf- réttarráðstefnunnar, skapaði möguleika til að færa fiskveiðilögsöguna út i 200 milur. Segja má, að nú- verandi rikisstjórn hafi gripið fyrsta tækifæri, sem gafst til að færa fiskveiðilögsöguna út i 200 milur. Enn kom til þorskastyrjaldar við Breta, en henni lauk með fullum sigri íslendinga. Islendingar hafa ekki aðeins fengið hina nýju fiskveiðilögsögu viður- kennda i reynd, heldur hefur þetta frumkvæði þeirra haft mikil áhrif á allan gang hafréttarmála og flýtti stórlega fyrir almennri viðurkenningu á 200 milna reglunni. Framgöngu þessara tveggja rikisstjóma i land- helgisbaráttunni mun lengi lofsamlega minnzt. Hin hollu óhrif Hjá þvi verður ekki komizt, þegar ræddir eru þessir mikilvægu þættir landhelgisbaráttunnar að minna sérstaklega á þátt Framsóknarflokksins i þeim. Framsóknarflokkurinn var eini flokkurinn, sem átti fulltrúa i báðum þessum rikisstjórnum og i bæði skiptin hvildi mesta starfið á utanrikisráð- herranum, sem stjómaði baráttunni út á við, og dómsmálaráðherranum, sem stjórnaði baráttunni inn á við, þ.e.a.s. i landhelgisgæzlunni. Störf þeirra Einars Ágústssonar og ólafs Jóhannessonar i sam- bandi við þessar útfærslur hafa enn ekki verið metin sem skyldi. Hjá þvi verður heldur ekki komizt, að minna á, að Sjálfstæðisflokkurinn sýndi verulega tregðu i sambandi við útfærsluna i 50 milur, svo ekki sé meira sagt enda var hann þá utan stjórnar. Alþýðubandalagið sýndi svipaða tregðu i sambandi við útfærsluna i 200 milur, enda var flokkurinnþá utan stjómar. Framsóknarflokkurinn stóð hins vegar fast með báðum útfærslunum. Það reið baggamuninn. Landhelgismálið er gott dæmi um holl áhrif Framsóknarflokksins i báðum um- ræddum rikisstjórnum. Þ.Þ. Gleb Spiridonov, APN: Efling landbúnaðar situr í fyrirrúmi Næst kemur aukning orkuframleiðslunnar A þessu ári höfst frani- kvæmdálO. fimmáraáætl- un Sovétrikjanna. Nýlega var lialdinn fundur mið- stjórnar Kommúnista- flokksins, þar sem rætt var um framkvæmd hennar á fyrsta árinu og samþykktar tillögur um vissar breyting- ar á henni, en slikar áætlan- ir eru árlega teknar til endurskoðunar. Hér fer á eftir grein eins frétta- skýrenda APN, þar sem skýrt er frá nokkrum helztu markmiðum áætlunarinn- ar: A StÐASTA reglulegum fundi miðstjórnar Kommún- istaflokks Sovétrikjanna, sem haldinn var i Moskvu var fjall- að um tillögu varðandi fimm ára áætlunina um efnahags- þróun Sovétrikjanna árin 1976- 1980. Verður tillagan nú stað- fest af Æðsta ráði Sovétrikj- anna. A fundinum gerði Leonid Brésnjéf, aðalritari miðstjórnar flokksins, grein fyrir þvi, að tillögurnar væru i samræmi við stefnumörkun 25. flokksþings KFS i öllum höfuðatriðum efnahagslifsins, m.a. að þvi er varðaði aukn- ingu þjóðarteknanna, iðnaðar- framleiðslu og landbúnaðar- framleiðslu, upphæð fjárfest- inga og bætt lifskjör þjóðarinnar. Lýsa þær glöggt þeim áfanga, sem Sovétrikin munu hafa náð árið 1980. Timabil tiundu fimm ára áætlunarinnar markar nýtt stig i framkvæmd langtima- stefnu Kommúnistaflokksins á sviði þjóðfélags- og efnahags- þróunar, stefnu sem miðar að þvi aö tryggja alhliða fram- farir efnahagslifsins og viðtæka og samræmda þróun þess, svo og aukna velmegun sovézku þjóðarinnar. Helztu greinar sovézka iðnaðarins, einkanlega eldsneytis- og orkuiðnaðarins, munu halda áfram að þróast mjög hratt og örugglega. A siðara helmingi þessa áratugs á vinnsla oliu, jarð- gass og kola að aukast um 149.2 milljónir tonna, 145,7 milljónir rúmmetra og 103.7 milljónir tonna, talið i sömu röð, og raforkuframleiðslan um 341.400 millj. kw/h. Matvælaiðnaðurinn og annar léttur iðnaður veröa endurvæddir tæknilega og endurskipulagðir. Við lok yfir- standandi fimm ára timabils verður framleitt sem svarar 45.100 milljón rúblna virði meira af neysluvörum en við upphaf þess. VARÐANDI pólitiskt mat á tillögunni um tiundu fimm ára áætlunina, lagði Leonid Brézjnéf, aðalritari, mikla áherzlu á stefnu landbúnaðar- þróunar landsins. Hann nefndi, að áætlað væri, að Sovétrikin framleiddu 235 milljón tonn af korni áriö 1980. Að sjálfsögðu er þaö mjög undir veöurfari komið, hvort þvi marki verður náð. Stór- felldar ráðstafanir, sem verið er að gera af Kommúnista- flokknum og sovézku rikis- stjórninni til þess að treysta efna- og tæknilegan grundvöll landbúnaðarins i þvi skyni að auka afköst hans, gerðu rikis- og samyrkjubúunum þó kleift að ná inn kornuppskeru á þessu ári, sem var langt frá þvi að vera veöurfarslega Leonid Brésnjef hagstætt, sem nálgast met- kornuppskeruna 1973, er Sovétrikin framleiddu 222.5 milljón tonn af korni. Aframhaldandi vöxtur kornframleiðslunnar verður tryggður með framkvæmd viðtæks landgræðslustarfs i tengslum við aðrar ráðstafan- ir á þessu sviði. Haldið áfram að vinna að þvi að koma upp stóru belti á Volgusvæðinu, þar sem kornuppskera verður trygg jafnframt þvi sem áveitur verða auknar i Kazakjstan, lýðveldunum i Mið-Asiu, i sunnanverðri Ukrainu og i fleiri héruöum. Stórfellt jarðræktarstarf er unnið i þeim hluta rússneska sambandslýðveldisins, þar sem jörð er lakari til ræktun- ar. Gerir fimm ára áætlunin ráð fyrir, að meira en 40.000 millj. rúblna verði varið i þessu skyni, eða jafnmikið og á timabilum tveggja siðustu fimm ára áætlananna saman- lagt. Þessi stórkostlega áætl- un á sér enga lika i heiminum. Eins og kunnugt er, er korn- rækt lykillinn að þvi að leysa annað þýöingarmikið vanda- mál á sviði landbúnaöar — öfl- uga þróun kvikfjárræktar. Fimm ára áætlunin gerir ráö fyrir aukinni sérhæfingu og samsöfnun innan þessarar greinar landbúnaðarins, og að henni veröi komið yfir á iðn- aðargrundvöll, sem mun tryggja verulega aukningu á framleiðslu kjöts, mjólkur og annarra kvikfjárafurða. ARIÐ 1980 munu rauntekjur þjóðarinnar á mann hafa auk- iztum yfir 20%, svo er fyrir að þakka hækkuöum launum verksmiðju- og skrifstofu- fólks, hærri tekjum samyrkju- bænda og félagslegum neyzlu- sjóðum svo og áframhaldandi stöðugleika smásöluverðs. Þannig er t.d. gert ráð fyrir þvi að hækka laun 31 milljóna manna, er ekki starfa að framleiðslu heldur á sviði menntamála, heilbrigðis- mála, menningar, verzlunar og þjónustu. A timabili tfundu fimm ára áætlunarinnar mun eiga sér stað hækkun á lág- marks-eftirlaunum, og sam- yrkjubændur munu fá aðgang að viðbótareftirlaunum. Eins og fram kemur i ný- birtri tilkynningu stjórnar hagskýrslustofnunar Sovét- rikjanna, þar sem dregin er saman staða iðnaöarins eftir fyrstu niu mánuði þessa árs, hefur sovézkur iðnaður meö góðum árangri náö settum mörkum áætlunarinnar fyrir fyrsta ár tiundu fimm ára áætlunarinnar. Þetta ásamt verulegum umskiptum i þróun sósiallsks landbúnaðar, sem á þessu ári hafa tryggt mikla uppskeru korns og annars jarðargróöurs, staöfestir ótvi- rætt að þrátt fyrir illviljaðar spár vestrænna sovétfræðinga mun settu marki þjóðfélags- og efnahagsþróunar Sovét- rikjanna á yfirstandandi fimm ára timabili verða náö árið 1980.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.