Tíminn - 19.11.1976, Page 11
10
Föstudagur 19. nóvember 1976
Föstudagur 19. nóvember 1976
11
Áætlanagerð um þjónustustofnanir
á Norðurlandi er senn fullgerð
KS-Akureyri — Efling þjónustu-
stofnana f dreifbýli, hefur veriö
eitt heizta baráttumái Fjórð-
ungssambands Norðlendinga.
Fyrir forgöngu þess hefur áætl-
anadeild Framkvæmdastofnun-
ar rikisins I samvinnu við fjórð-
ungssambandiö gengizt fyrir
könnun á þörf fyrir uppbygg-
ingu þjónustustarfsemi á þétt-
býlisstöðum á Norðurlandi.
Þessari könnun er senn lokið og
á grundvelli hennar er gert ráð
fyrir áætlun um uppbyggingu
þjónustustarfsemi i fjórðungn-
um. Fréttamaður Timans hitti
að máli Áskel Einarsson, fram-
kvæmdastjóra fjóröungssam-
bandsins og innti hann frétta af
máli þessu.
— Eru einhver þéttbýlissvæöi
á Noröurlandi, sem þegar hafa
komið upp þjónustumiðstöðv-
um?
— Nei, ennþá hefur engin slik
miöstöð verið fullbyggð. Hins
vegar hefur bæjarstjórn Dalvfk-
ur beitt sér fyrir uppbyggingu
þjónustumiöstöövar þar I bæ.
Framkvæmdum þar miðar
mjög hægt, vegna þess aö allir
sjóöir neita fyrirgreiöslu viö
framkvæmdina.
1 fyrirhugaöri þjón-
ustumiöstöö á Dalvik er áætlaö
aö tilhúsa verði þar bæjarskrif-
stofa, sparisjóöur. hitaveita,
tryggingaumboð, hafnárskrif-
stofa, sjúkrasamlag, embættis-
skrifstofa bæjarfógeta, Útgerð-
arfélag Dalvikur, verkalýðs-
skrifstofur ásamt ýmsum fé-
lagasamtökum.
Gert er ráð fyrir aö þessir
aöilar sameinist um vissa þjón-
ustuþætti. Einnig er gert ráð
fyrir aö skapa timabundna
þjónustu, sem ella þyrfti aö
sækja annað, með ærnum
tilkostnaöi.
— Hafa ekki staðsetningar
slikra þjónustumiðstöðva mikið
að segja fyrir viðkomandi bæj-
arfélag?
— Alveg tvimælalaust. Sam-
kvæmt upplýsingum Þjóðhags-
stofnunar var þjónustustarf-
semi orðin fjölmennasti at-
vinnuvegurinn 1973, en var i
þriðja sæti 1963. A þessu tima-
bili kom i hlut þjónustugreina
65% af vinnuaflsaukningu og
þar af helmingur i opinbera
þjónustu.
Sé litið á það hvernig mann-
afli dreifist yfir landið, kemur i
ljós, aö 63% mannaflans i þjón-
ustugreinum er i Reykjavik og
þar af um 29% i opinberri þjón-
ustu, sem er 42% af þvi vinnu-
afli, sem er við þjónustustarf-
semi þar. Þegar tilliter tekiö til
þess, aö i Reykjavik er aöeins
tæp 40% Ibúa landsins, er ljóst
aö um mikla tilfærslu fólks til
þjónustustarfsemi hefur veriö
að ræða umfram ibúahlutfall.
Þessi þróun sýnir á ljósan hátt,
aö aukningin i þessum greinum
á Reykjavikursvæöinu hefur
verið einn meginvaldurinn i bú-
seturöskun á siöustu áratugum.
— Hver er æskilegust fjár-
ma gns f y rirgreiös la slikra
þjónustustofnana?
1 þvi tilfelli vil ég visa til
síðasta fjórðungsþings þar sem
réttilega er á þaö bent að
uppbygging þjónustustarfsemi i
dreifbýli sé veigamesta atriöið
til eflingar byggöastefnu, næst á
eftir uppbyggingu undirstööuat-
vinnuveganna. Fjóröungsbingið
lagöi þar til, að sett veröi lög úm
þjónustustofnanir, með sérstök-
um sjóöi, sem veiti styrki til
uppbyggingar þjónustustofnana
i dreifbýli, og starfi með líkum
hætti og félagsheimilasjóöur.
Jafnframt veröi Lánssjóöur
sveitarfélaga og Byggðasjóður
skyldaðir til þess að veita
lánafyrirgreiðslu til slikra
stofnana. ,
— Er ekki hætta á að dreifing
stofnana viðs vegar um landið
veiki viökomandi stofnanir?
— Nei, siður en svo. Ég tel að
þaö muni vera mjög til hags-
bóta, bæöi fyrir almenning svo
Þjónustumiðstöö i byggingu á OalvlK
og stoínamrnar sjálfar. Hins
vegar er þaö ljóst, að slikar
breytingar, sem flutningur
ýmissa þjónustustofnana hefur i
för með sér mætir andstööu
þeirra, sem við þessar stofnanir
starfa i dag, svo og tregöu
hinna, sem telja aö með dreif-
ingu stofnana komi til aukinn
kostnaður og minni árangur en
nú er.
Þess vegna er nauösynlegt að
dreifbýlinu takist að skapa trú á
þvi, að þjónustudreifingin verði
ekki til þess aö sh'ta nauösynlegt
samhengi milli stofnana og
gera almenningi öröugra um
vik að notfæra sér hina dreiföu
þjónustu, heldur til þess fyrst og
fremst aö tryggja hagsmuni
þeirra.
— Að lokum Askell. Hvað er
raunhæf byggöastefna að þinum
dómi?
— Ég álit aö mönnum sé aö
verða i vaxandi mæli ljóst, að
hvorki sjávarútvegsgreinar eða
landbúnaöur, þrátt fyrir stór-
vaxandi framleiöslu geta tekiö
við verulegri atvinnuaflsaukn-
ingu. Það er einnig staöreynd,
að iháþróuöu þjóöfélagi léitar æ
fleira fólk til þjónustugrein-
anna. Ef mönnum eru ekki
þessar staðreyndir ljósar, verð-
ur ekki hægt aö reka raunhæfa
byggðastefnu.
Eins og ég drap á i upphafi
Áskell Einarsson
hafa stofnlánasjóöir ekki fengízt
til þess að láta fé til þjónustu-
stofnana t.d. á Dalvik og viðar.
Þetta er alröng stefna gagnvart
búsetujafnvægi I landinu, og
mun fjórðungssamband Norð-
lendinga undirbúa úttektarráð-
stefnu á þessum málaflokki,
sem vonandi verður upphaf
aukins skilningsá þessummikil-
væga þætti til eflingar dreifbýl-
inu.
Þá hef ég einnig ástæðu til
þess að ætla, að sú áætlanagerð,
sem nú er verið að ljúka við um
uppbyggingu þjónustustofnana
á Norðurlandi, verði það jákvæð
fyrir dreifbýlið, komi hún til
framkvæmda, að það muni
stuðla aðlraunhæfari byggða-
stefnu en rekin hefur verið til
þessa.
■
Siglufjörður
Húsavik
/ BUSKANN
«
Pétur Gunnarsson: PUNKTUR
PUNKTUR KOMMA STRIK.
Skáldsaga. Iðunn. Reykjavík
1976 136. bl.
Þetta er önnur bók höfundar:
hin fyrri var ljóðabókin
Splunkunýr dagur 1973. Ljóð
Péturs báru frisklegri svip en
önnur söfn ungra skálda i háa
herrans tiö. Og bezt að segja
strax að skáldsagan stendur
fyllilega við þau fyrirheit sem
ljóðin gáfu. Hún er bráö-
skemmtilegt verk, fullt af lifi.
Ef til vill er hér loks kominn
höfundur sem hefur listrænt
vald til aö gera upp reikninga
þeirrar kynslóöar sem heilsaði
veröldinni að styrjöld lokinni.
Sagan lýsir i svipmyndum
bernsku drengs i Reykjavik. í
upphafi greinir frá aöstæðum
þegar hann kemur undir og
þjdðfélagsstööu foreldra hans á
þeirri tiö, sem erlent herliö
hreiðrar um sig i landinu. Siðan
fylgist lesandinn með aðlögun
drengsins að þjóðfélaginu:
barnaleikjum, skólagöngu, dvöl
i sveit, likamsþroska, unglinga-
ástum, kynnum af dauðanum.
Og um það er sögunni lýkur
hefur aðalpersónan að þvl er
virðist lokið ákveðnum þroska-
ferli: grunleysi bernskunnar aö
LÍFÚT
baki.
Nú væri rangt að kalla sögu
þessa þroskasögu i þeim
skilningi að hún einbeiti sér að
bernskureynslu drengsins
Andra Haraldssonar. Höfundi
er augljóslega kappsmál aö lýsa
henni „i þjóöfélagslegu
samhengi”. A velsæld hins
borgaralega samfélags er
jafnan brugðið ljósi af þjáningu
hinna snauðu, þeirra sem hag-
sældarrikin reisa auö sinn á. Og
sjálf þóðfélagsmótunin er
jafnan I fyrirrúmi: henni er lýst
með kritisku viðhorfi sem skop-
skyn höfundar gefur lit og lif.
Inngangur þessarar lýsingar er
svofelldur:
„Dýr fæðast I fasta stærð:
náttúrulögmálin. Rottur til
dæmis verða fullkomnar á
þremur dögum, setja upp
heimili og byrja að púla I
klóakkinu. Börn afturámóti
lenda i þjóðfélagslögmálum
sem sumsstaðarleyfa jafn langt
lif og tekur aö deyjayf^.iungri,
annarsstaöar eú^s^-ir músina,
einn fyrir ös'ó'^ú og is og brabra
á sunnudögum.”
Þetta dæmi, sem reyndar er
engan veginn meðal hinna beztu
i samlikingum höfundar, leiðir
beint að helzta einkenni
sögunnar, huglægni hennar. Að
formi til stendur hún ljóöinu
nærri, en vel að merkja „opnu
ljóði”. Höfundurinn sjálfur er
alls staðar nærstaddur. Hann
ályktar, kemur útlistunum á
framfæri. Þjóðfélagssjónar-
miðum sinum miðlar hann þó
yfirleitt meö þeim hætti aö
söguskoöunin fellur i einn far-
veg með hinum ljóslifandi og
fyndnu frásögnum. Undan-
tekning frá þessu er raunar
annar kafli, pólitisk sviösetning
og timamörkun upphafsins, að
lokinni gerð Keflavlkur-
samnings. Þar gerist þaö meira
að segja aö fjallkonan gengur
inn á skrifstofu Halldórs Lax-
ness og semur hin þungu áfellis-
orð um „þá menn sem svikja
föðurland sitt”. Og sumar stað-
hæfingar höfundar um
auðvaldið verða þungar i skauti
þegar þær blasa viö i svona bók.
En eftir aö höfundurinn hefur
lokið innganginum og tekur að
lýsa bernsku Andra falla þessar
viðjar af textanum. Næmleikur
höfundar og minni er óvenju-
legt. Likingamáliö veröur einatt
svo hnyttið aö lesandanum er
dillað.
Glöggskyggni á smáatriöi litar
söguna: þaö er gaman aö
staldra við i þesari hrööu og
liöugu frásögn: Litli drengurinn
dáist að „slökkuliðsbllum”.
„Hann þráöi eldsvoða, en þvi
miöur, ekkert er ljósfælnara en
stórir atburðir: Skúli og Frikki
biðu heilan dag i Reykjavíkur-
apóteki en aldrei kom neinn aö
kaupa smokk”.
Þaö yröi langt mál og þarf-
laust að tina til dæmi um
skemmtilega kafla I þessari
bók. Lesi menn hana sjálfa!
Ferð Andra I sveitina er til að
mynda sérlega lifandi. Og
heimsókn þingmannsins:
„Hann talaði við bændur eins og
stygg hross, beislið fyrir aftan
bak og brauð i lófanum”. En
bóndinn haföi reyndar búið sig
undir þetta stefnumót:”
...ausið sér yfir beljurnar,
berandi upp á þær að láta alltaf
fyrirgreiðslusjónarmiöið ráða
og jafnvel þiggja mútur erlend-
isfrá”.
Annars nýtur höfundur sín
enn betur i skólasögunni og
lýsingum bæjarlifsins :
Kennslustundir, bióferöir. Þar
kemur upp þessi orðaleikur:
„Trúarbrögð eru bara ópal i
samanburði við ópium kvik-
myndanna”. Slikar setningar
eru dæmigerðar fyrir tilfyndni
höfundar. ^
Nú kynni einhver að spyrja
hvort bókin sé nokkuö annað en
tilfyndni. Vissulega er
Pétur Gunnarsson
húmorinn rikt einkenni á
sögunni. Hann er vopn höfundar
i baráttunni við ágengni timans.
Timinn leikur sér aö
manninum: „Eftir þvi sem
grösin féllu varö hann
unglingur, ungur maöur, fór út I
lifið, gekk i hjónaband og fór i
biltúr á sunnudögum með fjöl-
skylduna, keypti is og sleppti
sér ekki þótt krakkarnir hefðu
hátt og misstu is i sætið. Er ekki
makalaust aö lif manns skuli
vera einhversstaðar úti I busk-
anum þar sem það bíður i
óhagganlegri þolinmæði.
Hvernig sem þú rembist
geturðu ekki fundiö það annars-
staðar en i þér á þessu augna-
bliki, samt er hitt úti i fjarsk-
anum jafn örugglega og það lif
sem hleöst upp fyrir aftan þig.”
I fróölegu blaöaviðtali (Visir
14. nóv.) vikur Pétur
Gunnarsson að áhrifum þeim
sem bækur Stefáns Jónssonar
höfðu á hann i æsku: „Og ég
held aö i minni bók gæti ef ti 1
vill svipaðrar angurværðar
gagnvart bernskunni og greip
mann við lestur bóka Stefáns
Jónssonar”.
Þetta er vafalaust rétt. í
bland við skopið hljómar þessi
angurværi tónn. Saga Péturs
Gunnarssonar er tilfinninga-
söm.og sh'k einkunn felur ekki i
Kjördæmisþing framsóknarmanna
í Norðurlandskjördæmi eystra
KS-Akureyri — 10. kjördæmis-
þing framsóknarm anna i
Norðurlandskjördæmi eystra
var haldið i Félagsheimili
Húsavikur, dagana 30. og 31.
október. Hilmar Danielsson,
formaður sambandsins, setti
þingið og bauð þingfulltrúa vel-
komna og þá sérstaklega gesti
þingsins Einar Agústsson, utan-
rikisráðherra og Halldór As-
grimsson, alþingismann, en
hann flutti ræðu um skattamál á
þinginu.
Til þings voru mættir 60 full-
trúar vlðs vegar að úr kjördæm-
inu. Þingforsetar voru kjörnir:
Guðmundur Bjarnason Húsavlk
og lndriði Ketilsson Vtra-Fjalli
en þingritarar þeir Björn Guð-
mundsson, Lóni, Snorri
Kristjánsson, Krossum og Bald-
vin Baidursson, Rangá.
Að loknu kjöri starfsmanna
flutti formaöur sambandsins
Hilmar Danielsson skýrslu
stjórnar. 1 skýrslunni kom
fram, að starfsemi sambands-
ins hafði verið blómleg á árinu.
Þá skýrði gjaldkeri, Guömund-
ur Magnússon, reikninga sam-
bandsins.
Að því loknu fluttu alþingis-
menn kjördæmisins ræður. Þeir
Ingvar Gislason, Stefán Val-
geirsson og Ingi Tryggvason. 1
ræðum þeirra kom fram að þeir
töldu byggðastefnu fram-
sóknarmanna eiga vaxandi
fylgi að fagna meðal ráða-
manna, og sú fólksfjölgun, sem
átt hefði sér stað viða um land
væri glöggur visir i þá átt. Þing-
menn voru sammála um að
stóriöja væri ekki rétta leiöin til
atvinnuuppbyggingar i dreif-
býlinu, og töldu að varlega ætti
að fara i þeim efnum. Einnig
ræddu þingmennirnir vitt og
breytt um hin ýmsu hagsmuna-
mál kjördæmisins. Halldór As-
grimsson, alþm. flutti siðan
itarlega ræðu um skattamál, og
spunnust miklar umræður um
þau mál.
A sunnudag störfuðu nefndir
og voru samþykktar ályktanir i
skattamálum, kjördæmismál-
um, fjárhags- og skipulagsmál-
um og einnig itarleg stjórn-
málaályktun.
t næstu stjórn kjördæmissam-
bands framsóknarmanna i
Norðurlandskjördæmi eystra
eru: Hilmar Danielsson form.
Baldur Halldórsson varaform.
Guðmundur Magnússon, gjald-
keri og Indriði Ketilsson, ritari.
Auk þeirra eru i stjórn: Guð-
mundur Bjarnason, Aðalbjörn
Gunnlaugsson og Sólveig
Gunnarsdóttir.
Til miðstjórnar Framsóknar-
flokksins hlutu kosningu:
Sigurður Óli Brynjólfsson, Jó-
hann Helgason, Sigurður Jó-
hannesson, Hjörtur E.
Þórarinsson, Valur Arnþórsson,
SóLveig Gunnarsdóttir, Guð-
mundur Bjarnason og Haukur
Halldórsson.
Á laugardagskvöld var haldin
árshátið framsóknarfélaganna i
kjördæminu og var hún mjög
fjölsótt. Ræðu kvöldsins flutti
Einar Agústsson. utanrikisráð-
herra. Þá voru ýmis gamanmál
á dagskrá og að lokum var stig-
inn dans.
bókmenntir
sér neina litilsviröingu. En hún
segiref til vill meira, sé hún rétt
skilin, en langar útlistanir.
Punktur punktur komma strik
er eitt þeirra skáldverka frá
siðustu árum sem vitna um
nýjar formhugmyndir höfunda.
Krafan um samfélagslega hlut-
deild skáldskaparins, gagngera
„virkni”, hefur losað um
hömlur sem margt I ■ bók-
menntum siöustu áratuga er
háð. Reglufesta i skáldskap
reynist aldrei frjóvænleg.
Um leið og skáldið örvast til
aö taka fastar á þeim viðfangs-
efnum sem samfélagið færir af
höndum, slaknar taumhald
fagurkerans. Höfundurinn getur
ekki lengur setið kyrr að baki
verksins. Að þvi er tekur til
skáldsagnahöfundar birtist
þessi ágengni samfélagsins I þvi
að hann hverfur frá margbrotnu
táknsæi módernismans, og
getur heldur ekki tekiö upp
harðvitugt raunsæi eða
„breiðar” þjóðllfs- og mann-
lýsingar. Punktur punktur
komma strik er fráhverf frá
þessu hvorutveggja. Sagan er
ekki samin eftir viðteknum
kokkabókum. En hún er
framar öðru persónuleg og
fersk. Myndir Gylfa Gislasonar
eru vel gerðar og eiga sinn þátt i
ferskleika verksins. Það er sem
sé ekki vanalegt að sjá teikn-
ingar i „alvarlegum”
skáldsögum, einungis barna-
bókum!
Pétur Gunnarsson segir i
fyrrnefndu viötali aö hann telji
sig eiga eftir að skrifa tvær
skáldsögur i óbeinu framhaldi
af þessari til að gera þvi skil
sem hann hafi I farangrinum frá
þessum tima. Það er tii-
hlökkunarefni aö sjá hvaö næst
kemur upp úr töskunum.
Uunnar Stefánsson
Laus staða
Staða fangavarðar i Hegningarhúsinu við
Skólavörðustig er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi rikisins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri
störf sendist skrifstofu Sakadóms Reykja-
vikur, Borgartúni 7 fyrir 15. desember n.k.
Upplýsingar um starfið gefur yfirfanga-
vörður.
Prestkosning í
Laugarnesprestakalli
í Reykjavík
fer fram sunnudaginn 21. nóvember n.k.
Kosið verður i Laugarnesskólanum og
hefst kjörfundur kl. 10 árdegis og lýkur kl.
22. Ennfremur verður kosið i Hátúni 12
fyrir ibúa Hátúns 10,10A, 10B og 12 frá kl.
11 til 17.
Sóknarnefnd Laugarnessóknar