Tíminn - 01.12.1976, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 1. desember 1976
9
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri:
Steingrímur Gislason.Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu
við Lindargötu, símar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aðal-
stræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsinga-
simi 19523. Verö I lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr.
1.100.00 á mánuði. Blaðaprenth.f.,
Vandinn að gæta
fengins fjór
í dag verður 1. desember merkur dagur i sögu
þjóðarinnar i annað sinn. Hinn 1, desember 1918
var fullveldisyfirlýsingin birt. Hinn 1. desember
1976 fá íslendingar viðurkennd i verki full yfirráð
innan 200 milna fiskveiðilögsögu íslands.
Báðir eru þessir merku áfangar i sjálfstæðis-
baráttu þjóðarinnar árangur langrar og strangr-
ar baráttu, sem ekki er aðstaða til að rekja hér.
Hitt þykir lika meiri ástæða til að minna á, þegar
þessum miklu sigrum er fagnað, að það er ekki
minni vandi að gæta fengins fjár en að afla þess.
Sá vandinn reynist stundum meiri. Þess vegna
hljóta Islendingar að hyggja að þvi i dag, hvemig
þeir ætla að gæta þess sigurs, sem fólginn er i
fullum yfirráðum þeirra yfir 200 milna fiskveiði-
iögsögu.
Það er kunnara en frá þurfi að segja, að fisk>
stofnarnir við Island hafa verið ofveiddir á
undanförnum árum, einkum þó þorskstofninn.
Haldi svo áfram, er afkoma þjóðarinnar i fyllstu
hættu, þvi að á íslandi verður ekki lifað mann-
sæmandi lifi án öflugrar útgerðar og fiskiðnaðar.
Jafnt fiskifræðingar okkar og sjómenn hafa var-
að við hættunni, ef svo heldur áfram sem gert
hefur um skeið. Við siðustu áramót var það spá
islenzkra fiskifræðinga, að þorskaflinn á íslands-
miðum mætti ekki vera meiri en 230-295 þús.
smálestir og færu þessar tölur eftir þvi hve mikil
áherzla væri lögð á hraða uppbyggingu stofnsins.
Brezkir fiskifræðingar töldu, að þorskaflinn á ís-
landsmiðum mætti ekki fara yfir 300 þús. smá-
lestir. Horfur eru nú hins vegar á, að hann fari á
árinu yfir 340 þús. smálestir. Hann verður þvi um
40 þús. smálestum meiri en brezkir fiskifræðing-
ar töldu, að hann mætti verða og 110 þús. meiri en
hann mátti verða samkvæmt ströngustu tillögum
islenzku fiskifræðinganna.
Fyrir nokkru siðan hafa islenzku fiskifræðing-
arnir birt nýja spá um þorskaflann á næsta ári.
Samkvæmt henni má hann ekki fara fram úr 275
þús. smál. á næsta ári. Það er um 20 þús. smál.
minna en þeir töldu hann mega vera á árinu 1977,
ef aflinn hefði ekki farið fram úr 230 þús. smál.
1976. Á þessu ári mun þorskafli íslendinga einna.
verða um 280 þús. smál. Þetta sýnir, að við eigunf
ekkert aflögu, en minni en þetta má þorskafli ís-
lendinga sjálfra ekki verða, ef þjóðin á ekki að
skerða stórlega lifskjör sin.
Islendingar geta vel skilið, að brezkum sjó-
mönnum og útgerðarmönnum falli ekki vel að
halda skipum sinum út úr 200 milna fiskveiðilög-
sögu Islands eftir að hafa stundað þar veiðar um
langa hrið. Vafalaust mun islenzk sjómannastétt
geta skilið vel tilfinningar þessara manna. En ís-
lendingar verða að halda þannig á málum af illri
nauðsyn. Þeir treysta jafnframt á, að engir skilji
betur en fiskimenn og útgerðarmenn nauðsyn
fiskverndar. Þess vegna óska þeir lika brezkum
togaramönnum og útgerðarmönnum til hamingju
með væntanlega 200 milna fiskveiðilögsögu Bret-
lands, sem mun skapa þeim nýjan og traustan
starfsgrundvöll. Þ.Þ.
Spartak Beglof, APN:
Fer nýi vagninn í
gömlu hjólförin?
Hertur áróður um vfgbúnað Sovétríkjanna
1 RÚSSNESKUM fjölmiölum
er nú velt vöngum yfir þvi
hver stefna hins væntanlega
forseta Bandarikjanna,
Jimmy Carters, muni verfta,
einkum i alþjóftamálum og
varnarmálum. Eftirfarandi
grein Beglofs er nokkurt dæmi
um hvernig þessum málflutn-
ingi er hagaft.
ER EKKI farið of hratt i að
ýta nýja vagninum ofan i göm-
ul hjólför? — hlýtur maður
ósjálfrátt að spyrja, þegar i
ljós koma sameinaðar tilraun-
iraðila hergagnaiðnaðarins til
að koma i veg fyrir að nýja
stjórnin i Washington vegi og
meti af gaumgæfni framtiðar-
stefnu sinaá sviði vigbúnaðar.
En það er einmitt þessi fram-
tiðarstefna, sem mun ákvarða
að miklu leyti árangur sam-
starfs við Sovétrikin um að
draga úr vigbúnaðarkapp-
hlaupinu.
Atburðirnir hafa gerzt næst-
um samtimis, rétt eins og
byrjað hefði verið á fram-
kvæmd áætlunar, sem hefði
verið timasett i samræmi við
það millibilsástand, sem ríkir
meðan nýja rikisstjórnin er að
taka við af þeirri gömlu.
Mikilvægt atriði i sambandi
við þetta timabil er, að skipu-
lagning fjárframlaga fyrir
1978 verður i höndum gömlu
stjórnarinnar, sem þýðir að
framlög til hermála verða
ákveðin fyrir 20. janúar næsta
árs.
10. nóvember er tilkynnt, að
stofnuð hafi verið i Washing-
ton „hættunefnd”, sem i eiga
sæti nokkrir hershöfðingjar,
fyrrverandi yfirmenn i Penta-
gon og einnig vararáðherrarn-
ir David Packard og Eugene
Rostow. Nefndin tilkynnir, að
hún muni andmæla öllum (að
hinum nýkjörna forseta með-
töldum), sem reyni að skerða
hernaðarfjárlögin fyrir næsta
ár. Sama dag og nefndin var
stofnuð birtist i London yfir-
lætisleg skýrsla um „öryggi
og goðsögnina um frið”, og er
skýrslan samin á vegum
stofnunar, er rannsakar
orsakir hernaðarátaka. Ef
marka má frásögn af skýrslu
þessari, sem birtist i Daily
Telegraph, er tilgangur
skýrslunnar sá, ,,að sýna ný-
kjörnum forseta Bandarikj-
anna fram á nauðsyn þess að
binda endi á þá stefnu, sem
gerir Sovétrikjunum kleift að
heyja sitt einhliða strið”. 14.
nóvember koma svo tveir
bandariskir þingmenn heim
frá Brussel þar sem þeir hafa
verið skólaðir af flínkum goð-
sagnahöfundum úr aðalstöðv-
um NATO, og reka upp rama-
kvein við heimkomuna:
Sovétmenn og aðrir meðlimir
Varsjárbandalagsins eru æst-
ir i að „framkvæma breiða
innrás inn i V-Evrópu með
venjulegu herliði”, segja þeir.
VIÐBRÖGÐ Sovétmanna við
þessum æfingum i dómsdags-
stil eru að sjálfsögðu afar nei-
kvæð i garð þeirra, sem vilja
„fylla upp i tómið” með notuð-
um brögðum úrkalda stríöinu.
1 frétt sinni um stofnun
„hættunefndarinnar” sagði
Mosvkublaðið Pravda, að
nefndarmeðlimir væru „æs-
ingamenn”, og Isvestia kallar
stofnun nefndarinnar „ögr-
un”.
Stutt yfirlit yfir feril nefnd-
armanna talar sinu máli.
Tveir hershöfðingjar, Taylor
og Ridgeway, voru i beinu
sambandi við stigmögnun
livaft gerir Carter:
valdbeitingar i Suður-austur
Asiu og tveir aðrir, Goodpast-
er og Lemnitzer, stóðu fyrir
þvi, að Nató-liðin i Evrópu
yrðu búin kjarnavopnum.
David Packard er maður úr
sæti vararáðherra i varnar-
málaráðuneytinu, fór hann
beint i sæti yfirmanns North-
rop flugvélafyrirtækisins,
sem tekur við mikilvægum
pöntunum frá Pentagon.
Auðvelt er þvi að skilja á-
hyggjur þessara manna. Það
erlika auðvelt að skilja sálar-
ástand stjórnar Rockwell
International, sem biður með
öndina i hálsinum eftir loka-
samþykkt rikisstjórnarinnar i
sambandi við B-1 þoturnar.
Fyrirtækið þarf að fá samning
i hendurnar ekki siðar en 30.
nóvember til þess að geta haf-
ið framleiðslu á þessum
sprengjuflugvélum, og ef hægt
verðurað brjóta niður viðnám
nýja forsetans, sem áður tók
mark á þeim miklu mótmæl-
um, sem risu vegna þessarar
kostnaðarsömu hugmyndar,
þá mun langtimasamningur
um smiði 244 sprengjuflugvéla
af þessari gerð tryggja fyrir-
tækinu 24.000 milljón dollara
greiðslu úr rikiskassanum. Og
þetta er aöeins eitt litið dæmi
um samtvinnaða hagsmuni
hersins og viðskiptamann-
anna, hagsmuni sem krefjast
stöðugrar útþenslu i hermál-
um.
Þegar þessirmenn reyna að
hræða fólk með „sovézku
hættunni”, ganga þeir út frá
þvi sem visu, að þeir komist
upp með hvaða lygaþvælu sem
er. Eigendur fjölmiðla eru
þegarorðnir vanirþviað meta
sannleiksgildi hverrar nýrrar
sögu ekki eftir staðreyndum
málsins, heldur eftir þvi hvort
hún samrýmist þvi and-
sovézka munstri, sem skapað
hefur verið. Eins og venju-
lega, liggja engar röksemdirá
bak við þessar nýju sögur um
„vaxandi sovézka hættu” svo
ekki sé minnzt á grýlusöguna
um „Óumflýjanlega sovézka
innrás i V-Evrópu”, en þeirri
sögu hefur verið veifað i 30 ár.
Sem dæmi um þetta rök-
semdaleysi má nefna viðtal,
sem NBC útvarpsstöðin hafði
við Donald Rumsfeld varnar-
málaráðherra 11. nóv. s.l.
Rumsfeld var mjög svartsýnn
á „getu Bandarikjanna til að
hrinda hvaða árás sem væri”.
Hann stóöst ekki freistinguna
að notfæra sér söguna um
„varhugaverðar tilhneiging-’
ar” Sovétmanna. En hversu
mjög sem ráðherrann teygði
lopann og reyndi að forðast
kjarna málsins, komst hann
þó ekki hjá þvi að viðurkenna
þennan kjarna málsins a.m.k.
þrisvar sinnum i viðtalinu
með þessum orðum: valda-
jafnvægi er komið á. En þetta
er einmitt sú staðreynd, sem
verður að vera grundvöllur
fyrir öllum viðræðum um
stefnu i vigbúnaðarmálum.
s
HVAÐ VARÐAR raunveru-
legar.og ekki imyndaðai', sov-
ézkar tilhneigingar, hljóta
allir, sem eyru hafa, að hafa
heyrt greinilega merki það-
an. Verður nú gerð nokk-
ur grein fyrir þeim. Á mið-
stjórnarfundi i lok okt.
sl. sagði Leonid Brésnjef:
„Við erum reiðubúnir að
gera afvopnunar ráöstafanir
strax á morgun, annað hvort
miklar og róttækar eða i smá-
um stil til að byrja með, en að
sjálfsögðu á réttlátum grund-
velli og gagnkvæmum. Það
stendur ekki á okkur”. Nokkr-
um dögum siðar samþykkti
æðsta löggjafarstofnun Sovét-
rikjanna ný fjárlög þar sem
framlóg til hermála hafa verið
minnkuð i fimmta skipti á
fimm árum. Þremur dögum
eftir kosningarnar i Banda-
rikjunum, þegar 59 ára af-
mælis Sovétrikjanna var
minnzt, komu boð frá ræðu-
stólnum i Kreml um, að
„Sovétrikin eru reiðubúin til
að draga úr herafla sinum
hvenær sem er, ef aðrir gera
slikt hið sama. Eitt mikilvæg-
asta vandamál mannkynsins
er gerð nýs sovézk-bandarisks
samnings um takmörkun
strategiskra vopna”.
Þannig hafa sovézku til-
hneigingarnar komið greini-
lega i ljós. Merkin hafa verið
send með nægilegum sendi-
styrk til þess að þau heyrðust.
Ýmsar „hræðslunefndir” á
vegum Bandarikjanna og
Nato hafa greinilega komið af
stað hávaðasamri herferð til
þess að drekkja þessum
merkjum i hávaða. En til er
næmt loftnet, sem nefnist heil-
brigð skynsemi, og á hana
verða fylgjendur afvopnunar
að setja allt traust sitt, ekki
aðeins i Bandarikjunum, held-
ur einnig i öbrum heimshlut-
um.
1