Tíminn - 01.12.1976, Page 15

Tíminn - 01.12.1976, Page 15
Miðvikudagur 1. desember 1976 15 Geir Hallgrímsson, forsætisróðherra: Allar viðræður munu fara fram á grundvelli okkar eigin hagsmuna að fullu og öllu Það verður ekki samið um veiðiheimildir annarra þjóöa innan lögsögu okkar, nema þvi aðeins að eitthvað það komi i staðinn, sem við getum sætt okkur við sem fullnægjandi. Að okkur sé ósæmandi aö þiggja veiðiréttindi á Græn- landsmiöum i samningum við Efnahagsbandalagið get ég ekki fallistá. Við værum ekkiað taka neitt frá Grænlendingum sjálfum, þvi þar væri um að ræöa réttindi sem Rússar og aðrar þjóðir hafa i dag. Ég vil láta þá skoðun mlna i ljós að núna, um þessi mánaöa- mót, muni Bretar hverfa af miðunum hér við ísland, sam- kvæmt samkomulaginu sem gert var i Osló. Þar með veröur staðfest viðurkenning þeirra á 200milna lögsögu okkar og allar viðræður sem hér fara fram verða á grundvelli okkar eigin hagsmuna, að fullu og öllu leyti. HV-Reykja- vík. — 1 sam- eiginlegri yfirlýsingu, sem gefin var út eftir siðari fund okkar með fulltrúa EBE hér i Reykjavik, segir að aðilar séu sammála um að efna til viðræðna um hugsan- legt samkomulag um samvinnu i fiskverndarmálum og stjórn fiskveiða. Þetta tel ég svo skýrt orðað að ekki þurfi nánari skýr- ingu þar á. Ég óttast það ekki að við munum i þessum viðræöum afsala okkur sjálfræði um það hvaöa leiðir við viljum til fisk- verndar og hvernig við stjórnum fiskveiðum innan lög- sögu okkar, sagði Geir Hall- gri'msson, forsætjsráðherra, i svari sinu við fyrirspurnum Lúðviks Jósepssonar á alþingi i gær. — Það hygg ég sé öllum ljóst, sagði forsætisráðherra enn- fremur, að engir gera meiri kröfur til fiskverndar en við ís- lendingar og ég hefði álitið að með einfaldri ályktun mætti skilja tilgang viðræðna þessara sem svo að við vildum, með þeim, fá enfahagsbandalags- þjóðirnar til þess að gera sam- svarandi ráðstafanir til verndar innan sinnar lögsögu. f dag er ekki hægt að gefa yfirlýsingar um það hvort aðildarriki efnahagsbandalags- ins fá einhverjar áframhaldandi veiðiheimildir innan lögsögu okkar. Við vitum ekki hvað þeir bjóða i staðinn, þvi stefna bandalagsins I fiskveiðimálum er enn ómótuö. Þó tel ég óhætt að lýsa þvi yfir að ég treysti okkur til að halda svo á málum þessum að hags- muna fslendinga verði gætt. Lúðvík Jósepsson: FÁ ÚTLENDINGAR HLUTDEILD í VEIÐUM OG ÁKVÖRÐUNUM UM FISKVERND í LANDHELGI ÍSLANDS? HV-Reykja- vik. — Lúövik Jósepsson, al- þingismaður, kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á þingi i gær og bar fram fyrirspurnir til forsætisráð- herra, varðandi viöræöurnar sem farið hafa fram við fulltrúa Efnahagsbandalags Evrópu og þær sem fyrirhugaðar eru við sama aðila um landhelgismál, fiskverndarmál og fleira. Kvað Lúðvik ákaflega undar- lega að þessum málum staðið og sagði meðal annars, aö á meðan islenzkir ráðamenn töluðu ein- vörðungu um könnunarviðræð- ur og hugsanlega samninga um samvinnu i fiskverndarmálum, væri greinilegt að fulltrúar EBE væru að fjalla um hugsanlegar veiðiheimildir innan 200 milna lögsögu Islands. Krafði hann forsætisráðherra svara við þvi hvort fyrirhugað væri að veita útlendingum áframhaldandi heimildir til veiða innan landhelgi Islands, hvort ætlunin væri að veita út- lendingum hlutdeild i þvi hvernig Islendingar höguðu fiskverndarmálum sinum og hvort útlendingar ættu að vera i ráðum um það hvernig tslend- ingar stjórna fiskveiðum á mið- unum við landið. Auk þessa lagði Lúðvik að ráöherra að svara til um það hvort honum þætti það sæma að Islendingar tækju við heimild- um til veiða við Grænland, úr hendi Efnahagsbandalags Evrópu. ENERGO PROJEKT KRAFIÐ UM 9 MILLJ. KR. SKULD gébé Rvik. — Málið er i athugun, en ekki er ákveðiö hvenær kyrr- setning á tækjum Energo Projekt verður, sagði Jón örn Ingólfsson, á lögmannsskrifstofunni Garða- stræti 3 i gær, þegar Timinn innti hann eftir þvi, hvort tii stæði að kyrrsetja tæki fyrirtækisins vegna skuida þess viö Þórisós h.f. og verkalýðsfélögin I Rangár- vallasýslu. —Krafa okkar, vegna skulda Engergo Projekt er niu milljónir króna, en þetta er upp- hæð, sem við byggjum kröfur okkar á, og þarf þvi ekki að vera endanieg, þó að hún verði þó ekki hærri, sagði Jón örn. Jón örn sagði, að mál Þórisóss væri þegar komiö til dómstóla, en krafa Þórisóss á hendur Energo Projekt, er „þrætureikn- ingur vegna leigu á tækjum”. Mál verkalýösfélaganna fer ’einnig til dómstólanna á næstunni, en verkalýðsfélögin gerðu samning við Energo Projekt um að Energo tæki alla ábyrgð á sinum undir- verktökum, hvað snerti sjúkra- orlofs- og lifeyrissjóðsgreiðslur. Undirverktakarnir hafa ekki staðið i þessum skilum til verka- lýðsfélaganna, sem álita að Energo hafi svikizt um að gefa upp þá undirverktaka, sem fyrir- tækið hefur ráöiö. — Akvörðun um, hvenær kyrrsetning á tækj- unum fer fram, verður tekin á miðviku- eða fimmtudag, sagöi Jón örn Ingólfsson. 1 verksamningum milli Eergo Projekt og Landsvirkjunar, er þess getiö, aö Energo hefur ekki leyfi til að flytja nein tæki i burtu af Sigöldusvæöinu, nema meö leyfi stjórnar Landsvirkjunar. Fundur í Verkakvennafélaginu Framsókn: Innheimta orlofsfjár verði bætt F.I. Rvik — A fundi I Verka- kvennafélaginu Framsókn, sem haldinn var 21. nóv. s.l. var minnt á, aö verkalýöshreyfingin hafi hvað eftir annaö krafizt að- gerða gegn veröbólgu, og marg- lýst yfir þvi i kjarasamningum, að verðlækkanir verði metnar til kjarabóta, en stjórnvöld hafi i engu sinnt þessum tillögum. Varar fundurinn verkafólk við þeim sifellda áróöri, aö kaup- gjald verkafólks sé orsök verð- bólgunnar. Er bent á I þvi sam- bandi, að i öllum nágrannalönd- um okkar sé kaupgjald mun hærra og verðbólga mun minni en hér á landi. Samin var á fundinum tillaga, sem mótmælti frumvarpi um breytingar á lögum um stéttar- félög og vinnudeilur, telur fundurinn frumvarpið fela i sér gerræðislegar þvingunaraö- ferðir gegn Verkalýðshreyfing- unni, og varar félagsmálaráð- herra alvarlega viö að leggja slikt frumvarp fyrir Alþingi. Einnig fordæmir fundurinn setningu bráöabirgðalaga um kjör sjómanna og krefst þess, að lögin veröi þegar felld úr gildi. lályktunum orlofsmál, átelur fundurinn harölega þau vinnu- brögð, sem tiðkazt hafa varð- andi innheimtu Póstgiróstof- unnar á orlofsfé verkafólks, og telur óhjákvæmilegt að fela annarri stofnun innheimtuna, verði ekki breyting á vinnu- brögðum Póstgiróstofunnar hið bráðasta. Loks samþykkti fundurinn, að frá og með næstu áramótum verði tekin upp ný aðferö við ákvörðun og innheimtu félags- gjalda og verði félagsgjaldið hér eftir ákveöinn hundraðs- hluti af dagvinnukaupi og inn- heimt um leið og iðgjald til lif- eyrissjóðs Framsóknar. Upphaflega var óttazt ad langur afgreiðslu- tími ó vélum myndi tefja virkjun ó Kröflu HV—Reykjavik. —- Alþingi fjallaði um þetta mál vorið 1974 og var þá samþykkt einróma stjórnarfrumvarp um Kröflu- virkjun, og það helzta áhyggju- efni, sem menn höfðu þá, var það, að of seint kynni að ganga, að ljúka Kröfluvirkjun, vegna langs afgreiöslutima á vélum, sagði Gunnar Thoroddsen, orkumála- ráöherra, á Alþingi i gær, þegar hann svaraöi fyrirspurn frá Eyjólfi Sigurössyni, þingmanni Alþýöuflokks, um Kröflu virkjun. Gunnar sagöi ennfremur i svari sinu: Fyrirspyrjandi slær þvi föstu, að rannsóknir hafi ekki verið nægar i upphafi, og aö það hafi veriö staöfest aftur og aftur að staðsetning virkjunar hafi verið i meira lagi vafasöm. Ég tel rétt, aðeins I örstuttu máli.aö rifja upp aðdragandann og þær rannsóknir, sem fram höföu farið. I itarlegri skýrslu, sem Orku- stofnun gaf út I ársbyrjun 1975, þá er greint frá niðurstöðum rannsókna á Kröflu á Náma- fjallssvæðinu. I þessari skýrslu er getið um það, að boranir og rannsóknir hafi farið fram á árunum 1970- 1973 og á árinu 1974 voru boraðar rannsóknar- og tilraunaholur, tvær að tölu. Niðurstaða þessara borana og annarra rannsókna, sem þannig höfðu staðið yfir i nokkurárvar sú, að Kröflusvæðiö mundi standa undir 50-60 megavatta gufuvirkjun og hugsanlegri stækkun siðar. 1 þessari skýrslu er einnig tekið fram, að efnainnihald i vatni og gufu í þessum tveimur rannsóknarholum, sem boraðar voru á árinu 1974 i Kröflu, sé svipað og i vinnsluholunum i Námafjalli, og megi þvi styöjast við reynslu þar, hvað varðar tæringu og aðra eiginleika vatnsins. 1 þessari margumræddu skýrslu Orkustofnunar, er einnig rætt um bæöi gos þau, sem áður hafa orðiö á þessum svæðum og hættu af hraungosi, og þar segir svom.a. orðrétt i þessari skýrslu, með leyfi hæstv. forseta: „Krafla og hæöardrögin þar umhverfis standa það hátt, aö þar skapast ekki veruleg hætta, þótt hraungos veröi einhvers staðar i grenndinni. Jafnframt myndar þetta fjalllendi varnargarð umhverfis Hliöardal, en það er i Hliðardal sem stöðvarhúsið er byggt. Innst i Hliðardal eru þrjár gossprungur, sú yngsta u.þ.b. 2000 ára gömul. Lagt er til”, seg- ir Orkustofnun, „að stööin veröi byggð á hrauni, sem hefur runnið frá þeirri gossprungu”, þ.e.a.s. þessari 2000 ára gömlu. „Veruleg hætta skapast varla fyrir stöðvarbygginguna af völdum hraunrennslis, nema ef gos yrði aö nýju innst i Hliðardal”. Við boranir hefur sumt reynst á aðra lund en Orkustofnunin og þeir visindamenn, sem þar starfa og unniö höfðu aö málinu, höfðu gert ráð fyrir. Td. hefur gas- innihald gufunnar reynzt meira enþeirhöfðu gert ráð fyrir og eins og kom fram i þessum orðum úr skýrslunni, sem ég las.er talið, að það megi rekja þetta aukna gasinnihald gufunnar til gosvirkninnar i des.á sl. ári. Það hefur einnig komið fram tæring á fóðurrörum i sumum holum, og það eru taldar likur á þvi, að þaö standieinnig i sambandi við þetta gasmagn. Varðandi tæringuna, þá er hins vegarþað mál ekki fullrannsakað enn, en ekki eru likur til að þar sé neinbráöhætta á ferðum. Ef ekki tækist að koma i veg fyrir þessa tæringu, þá gæti hún með sama áframhaldi eyðilagt fóðurrörin eftir 10-15 ár. Hins vegar er það i Framhald á bls. 19. ( Verzlun & Þjónusta ) 'Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/A, LOFTPRESSUR OG SPRENGINGAR i l Tökum að okkur alla loftpressuvinnu, 2 borun og sprengingar. Fleygun, múr- 5 brot og röralagnir. 5 2 Þórður Sigurðsson — Sími 5-83-71 ár'/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ. I Ingibjartur Þorsteinsson pípulagningameistari Símar 4-40-94 & 2-27-48 * * Nýlagnir — Breytingar Viðgerðir f/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ//y i mmmmMEbwmitMM} fj vJllllQI l-MU-JH cx t-tl-no Jj 4 13\ jMM^mEMM ú ® 4 í. \ Blómaskáli f i MICHELSEN t y y — y Hveragerði - Simi 99-4225 p 4Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/JVr/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/r/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/jd ^/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/4 ^/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/4

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.