Tíminn - 01.12.1976, Side 19
Miövikudagur 1. desember 1976
19
flokksstarfið
Skipulags-
mál
Reykjavíkur
Fulltrúaráö Framsóknarfélaganna I Reykjavik, gengst fyrir
fundi um skipulagsmál Reykjavikur, aö Hótel Esju, miöviku-
daginn 1. des. kl. 20.30: Framsögumenn Helgi Hjálmarsson og
Guðmundur G. Þórarinsson. Allir velkomnir.
Borgfirðingar
Framsóknarfélag Borgarfjaröarsýslu heldur
fund i Brún i Bæjasveit föstudagskvöldiö 3.
des. kl. 9 Dagskrá: Aðalfundarstörf. Halldór .
E. Sigurðsson ráðherra flyturávarp og svar-
ar fyrirspurnum. — Stjórnin.
Framsóknarfélag Árnessýslu
Þriðja spilakvöld Framsóknarfélags Arnessýslu verður i Arnesi
föstudaginn 3. desember og hefst kl. 21.00. Þá er lokakeppni um
sólarlandaferðina og einnig eru kvöldverðlaun.
Fulltrúi Samvinnuferöa flytur ferðakynningu. Dans. Hljóm-
sveit Gissurar Geirssonar leikur.
Norðurlands-
kjördæmi
eystra
Fundir um landbúnaðarmál veröa haldnir I Félagsheimili
Húsavikurlaugardaginn 11. desember kl. 14:00 og að Hótel KEA
Akureyri sunnudaginn 12. desember kl. 14.30.
Frummælendur: Jónas Jónsson, ritstjóri og Björn Matthias-
son, hagfræðingur.
Allir velkomnir.
Stjórn Kjördæmissambands framsóknarmanna.
Happdrætti
Eftirtalin númer komu upp i happdrættiá basar Félags fram-
sóknarkvenna s.l. laugardag 27. þ.m. Nr. 17 borölampi, nr. 238
kanna, nr. 10 jólaplatti.
Vinninga má vitja á skrifstofu Framsóknarflokksins Rauöarár-
stig 18.
FUF Reykjavik
Hádegisfundur
Almennur félagsfundur veröur haldinn aö Rauöarárstig 18
Reykjavik laugardaginn 4. des. kl. 12.15.
A fundinum sitja fyrir svörum Þórarinn Þórarinsson ritstjóri
Timans og Kristinn Finnbogason framkvæmdastjóri Timans.
Allt Framsóknarfólk velkomið.
Stjórnin.
Kanaríeyjar
Munum geta boðið upp á Kanarieyjaferðir i
vetur. Hafið samband við skrifstofuna Rauðar-
árstig 18. Reykjavik simi 24480.
Ný bók:
Leikio vio
gébé Rvik. —Leikið við dauðann
nefnist bók, sem Almenna bóka-
félagið hefur gefið út, og er eftir
hinn kunna bandariska höfund og
ljóöskáld, James Dickey, en hann
hefur aðeins sent frá sér þessa
einu skáldsögu sem er metsölu-
bók. Hér er um að ræöa spenn-
andi frásögn af ævintýralegu
ferðalagi fjögurra vel metinna
borgarbúa, niður eftir straum-
hörðu stórfljóti i Bandarikjunum,
dauðann
Þeir lenda i ótrúlegum ævintýr-
um, m.a. i baráttu við hrotta-
fengna kynvillinga, sem leynzt'
hafa i'skóginum,sem fljótiö fellur
gegnum, og við náttúruöflin, enda
koma ekki allir lifandi úr ferð-
inni. — Saga þessi hefur verið
kvikmynduð og var sýnd hér á
landifyrir stuttu. Þýðandi bókar-
innar er Björn Jónsson, en hún er
prentuð i prentsmiðju Arna
Valdimarssonar.
o Bókmenntaverðlaun
Danmörk: Torben Broström lektor. Mogens
Bröndsted prófessor.
Finnland: Fil. dr. Kai Laitinen. Sven Willner rit-
höfundur.
ísland:NjöröurP. Njarðvik lektor. Hjörtur Páls-
son dagskrárstjóri.
Noregur: Dr. philos. Arne Hannevik. Leif Mæhle
prófessor.
• Sviþjóð: Petter Bergman rithöfundur. Per Olov
Sundman rithöfundur.
© Krafla
athugun nánar, bæði um orsakir
þessarar tæringar og hvaða ráð
kunna að vera til þess að vinna
gegn henni.
1 þriðja lagi hefur hlutfallið
milli gufu og vatns i borholunum
reynzt á annan veg, þ.e.a.s. að
hlutfall gufunnar er hærra heldur
en gert hafi verið ráð fyrir. Þetta
bendir til þess, að dómi sér-
fræðinga, að i dýpri hluta
jarðhitasvæðisins, þá sé gufa og
vatn saman i holrými bergsins,
en þetta geti valdið tregara
rennsli vegna tiltölulega mikils
rúmmáls gufunnar, og kann það
að vera skýringin á tiltölulega
Neitar
og var hann á siglingu
áleiðis á Vestfjarða-
mið i gær. Samkvæmt
fréttum frá Bretlandi i
gær er ætlun útgerðar-
fyrirtækisins að togar
inn komi ekki heim
fyrr en að veiðiferð-
inni lokinni, en henni á
að ljúka 9. desember.
Timinn innti Pétur
Sigurðsson forstjóra
Landhelgisgæzlunnar
eftir því i gær til hvaða
aðgerða Gæzlan
myndi gripa, ef togar-
inn þráaðist við
að yfirgefa islenzka
landhelgi. Kvaðst
Pétur ekkert geta um
það sagt að svo
komnu.
litlu rennsli úr þessum holum, svo
komast séríræðingar Orku-
stofnunar að orði nú um þetta
vandamál.
Það er þvi ljóst, að við ýmis
vandamál er að etja varðandi
gufuöflunina. Sum þeirra má
rekja til áhrifa gosvirkninnar
fyrir ári siðan. En hins vegar er
rétt að hafa i huga, að boranir
standa enn og mælingar á þeim
oorholum, sem lokið er við,
standa einnig yfir, og ég vil nota
nér þau orð, sem yfirmenn Orku-
stofnunar viðhöfðu i morgun i
sambandi við þetta mál, að á
þessu stigi máls er ástæða til að
varast bæði ótimabæra svartsýni
og ótimabæra bjartsýni. Það
verður unnið áfram að rann-
sóknum og mælingum á bor-
nolunum, eins og aðstæður
frekastleyfa og mun Orkustofnun
þá skila skýrslu um þau mál.
© Starfssvið
yrði hún ekki til mikils gagns.
— Að lokum sagði Björn. Ég
vona að allir þingfulltrúar leggist
á eitt um að gera þessa stefnu-
yfirlýsingu svo úr garði, að hún
sameini verkalýðshreyfinguna i
baráttu komandi tima og efli
hana til nýrrar sóknar að þeim
markmiðum, sem hún hefur átt
sér frá upphafi vega.
Að lokinni ræðu forseta ASI hóf-
ust umræður um stefnuyfirlýs-
inguna, og komu þar fram marg-
ar ábendingar um það, sem betur
mætti fara, og einnig lágu
frammi á þinginu álit fjölmargra
félaga viðs vegar um land um
stefnuy firlýsinguna.
0 1. desember
þar er segir frá ólöglegu
verkföllunum 1942.
Milli atriða verður söngur
og hljóðfærasláttur. Söng-
hópur alþýðumenningar
mun flytja nokkur lög og
Spilverk þjóðanna mun
einnig láta til sin taka.
Að lokum má geta þess, að
efnt hefur verið til dansleiks
i Sigtúni I kvöld i tilefni dags-
ins og mun Celsius sjá um
fjörið.
Auk Halldórs og Heiðbrár
eiga sæti i 1. des. nefnd
stúdenta þau örlygur
Hnefill Jónsson, Kristin
Jónsdóttir, Friðrik Þór
Friðriksson, Pétur Tyrfings-
son og Þorlákur Karlsson.
0 Á víðavangi
öreigastétt, virðist bilið sifellt
breikka miili hinna lægstlaun-
uðu og hinna, sem hærri tekjur
hafa. Stéttaskiptingin kemur
einnig fram I ýmsu öðru en
launamismun, t.d. forréttind-
um sumra starfshópa, sem
vinna að sérhæfðum verkefn-
um í þjóðfélaginu. Slikt ber að
forðast.
—a.þ.
O Fjöldi
framt yrði að gera ráöstafanir til
að laga stöðuna þannig að þetta
endurtæki sig ekki.
Það verður að búa svo að land-
búnaðinum, að menn eigi
möguleika á að stunda hann, þvi
að ef samdráttur verður i land-
búnaði, er hætt við að mörgum
finnist spónn úr aski sinum
tekinn. Minna má á allan þann
gjaldeyri. sem iðnaðarvörur úr
landbúnaðarafuröum skapa, svo
og hve margir hafa vinnu við þá
framleiðslu og ýmsa þjónustu við
landbúnaðinn.
O Tölvur
gert kleift að 'koma fram leiö-
réttingu á röngum, úreltum eða
villandi upplýsingum um þá
sjálfa?
Svar: Til þessa atriðis verður
tekin afstaða, jiegar mótaðar
verða reglur um notkun tölvu-
bankans. En ég tel sjálfsagt að
svo veröi.
10. Sp. : Hvernig verður tryggt,
að óviðkomandi aðilar , starfs-
menn Skýrsluvéla rfkisins,
tæknimenn bandariska fyrir-
tækisins IBM eöa aörir þeir, sem
aðgang hafa að upplýsingaminni
tölvunnar, komist ekki að
innihaldi tölvubanka rannsóknar-
lögreglunnar?
Svar: Þetta verður tryggt bæði
með gæzlu búnaðarins I húsa-
kynnum Skýrsluvéla og
rannsóknarlögreglu, svo og meö
sérstökum tæknilegum aðferöum
við breytingu á merkjum i sima-
linum, sérstöku lyklakerfi til að
geta kallað upp minni tölvunnar
og öðrum tæknilegum búnaði,
sem of langt mál er að rekja, en
hliðsjón verður höfð af erlendum
reglum um varðveizlu slikra
tölvubanka.
11. Sp.: Verða sérstakar ráð-
stafan ir gerðar tii að hafa eftirlit
með þvi, að upplýsingar
tölvunnar verði ekki misnotaðar?
Svar: Viðhafðar verða sömu
varúðarráösta fa nir gegn
misnotkun þessara upplýsinga og
viðhafðar eru um önnur gögn lög-
reglunnar og Skýrsluvéla.
12. Sp.: Telur ekki ráðherrann,
að mál af þessu tagi sýni
nauðsyn þess, að hér á landi, eins
og viða annars staðar, verði sett
löggjöf um tölvunotkun við söfnun
upplýsinga um einstaklinga og
persónulega hagi þeirra?
Svar: Viðast hvar erlendis, þar
sem tölvur hafa verið teknar I
notkun á þann hátt, sem hér um
ræðir, hefur verið sett viðamikil
löggjöf um vernd einstaklinga
gagnvart misnotkun á slikum
tölvuupplýsingum. Núhefur veriö
ákveðið, að samin skuli löggjöf
um þessiefni hér á landi, og hefur
nýlega vérið skipuö þriggja
manna nefnd til þess að vinna
aðundirbúningi löggjafar um
meðferð efnis i tölvum, er varðar
einkahagi manna, þar með um
söfnun upplýsinga til varðveizlu i
tölvum, um varðveizlu efnis i
tölvum og um vernd gegn mis-
notkun sliks efnis, svo og um
skyldur þeirra manna, er starfa
við rekstur á tölvum. 1 nefndinni
eiga sæti dr. Armann Snævarr,
hæstaréttardóm ari, sem
jafnframt er formaður
nefndarinnar, Hjalti
Zóphoniasson, fulltrúi i dóms-
málaráðuneytinu og Þorkell
Helgason, dósent. Sækja tveir
hinir siðarnefndu nú ráðstefnu ,
sem haldin er nú i Strassborg, og
fjallar um vernd einstaklinga
gegn misnotkun i sambandi við
tölvunotkun.
O Kennarar
kennara skerðast sem stytting-
unni nemur, þ.e. um 1/12 i 8
mánaða skólum og 2/12 i 7
mánaða skólum. Getur þetta
dregið úr möguleikum á þvi að fá
kennara á þessa staði.
Loks má minna á, að sú
óánægja með launakjör sem gætt
hefur meðal margra hópa rikis-
starfsmanna hefur ekki siður
áhrif i kennarastétt en annars
staðar, en erfitt er að meta hvaða
áhrif það atriði út af fyrir sig
kann að hafa á einstakar starfs-
greinar.
Aður en skilið er við fyrri lið
fyrirspurnarinnar, er réttað geta
þess að mikil fækkun varð um
skeið i brautskráningu kennara
við þá breytingu sem gerð var á
skipan kennaranáms með lögum
nr. 38/1971, um Kennaraháskóla
tslands. Þannig fækkaði braut-
skráðum kennurum úr 224 árið
1973 i 7 árið 1976, sem var fyrsta
brautskráningarár Kennarahá-
skólans. Árið 1975 útskrifuðust 22
og 1976 14. Hins vegar er fram-
undan hröð aukning, sem sést á
þvi að á 3. námsári (lokanáms-
ári) i Kennaháskólanum eru nú
53, á 2. ári 86 og á fyrsta námsári
100.
Að þvi er varðar siðari lið fyrir-
spurnarinnar, um það, hvort uppi
séu „einhverjar áætlanir hjá
ráðuneytinu i þá átt að bæta úr
þvi ástandi, er nú rikir" þá skal i
fyrsta lagi minnt á þær tölur, sem
siðast voru nefndar um væntan-
lega fjölgun brautskráðra
kennara frá Kennaraháskóla Is-
lands. Gert er ráð fyrir, eins og
áður hefur verið greint frá, að
lagt verði fram á þessu þingi
írumvarp til nýrra laga um
Kennaraháskóla íslands, sem á
að styrkja stöðu hans sem mið-
stöðvar uppeldis-og kennslufræði
i landinu. Unnið hefur verið að
könnun næsta byggingaráfanga
Kennaraháskóla tslands, en
gifurleg þrengsli há mjög
starfsemi skólans. Þá er og ráð-
gert að leggja fyrir yfirstandandi
þing frumvarp til laga um skil-
yrði, sem uppfylla þarf til þess að
verða settur eða skipaður kennari
við grunnskóla og framhalds-
skóla.