Tíminn - 08.12.1976, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.12.1976, Blaðsíða 1
Lengsti gæzluvarðhaldsúrskurður í mólsrannsókn — Sjó Bak ^fÆHGIR? Áætlunarstaöir: Bildudalur-Blönduós-Búðardalui Flateyri-Gjögur-Hólmavík Hvammstangi-Rif-Reykhólar Sigluf jörður-Stykkishólmur Súgandaf jörður Sjúkra- og leiguflug um allt land Simar: 2-60-60 og 2 60-66 simur fc3 278. tölublað — Miðvikudagur8. desember — 60. árgangur BÁRÐA BRYNJUR l ^ i Jjl LANDVELAR HF Sióumúla 21 — Sími B-44-43. Halldór E. Sigurðsson, róðherra: Brú yfir Ölfusórósa komi strax á eftir Borgarf jarðarbrúnni gébé Rvik. — Það er mín skoðun, að næsta stóra verketni í brúargerð, þegar Borgarf jarðar- brúin er tilbúin, verði brúargerð yfir ölfusár- ós, sagði Halldór E. Sig- urðsson samgönguráð- herra. Það er mikið til af vinnuvélum, mótum og slíku, sem notað hef- ur verið við brúargerð- ina í Borgarfirði, en þetta myndi skemmast, ef það verður ekki notað aftur fljótlega. Þaö er þv! min skoðun, að farið verði beint austur með tækin, skála og annað, þegar brúargerðinni lýkur i Borgar- firði, en það veröur annað hvort seint á árinu 1978 eða i síöasta lagi 1979, sagði Hall- dór. Þá sagði ráðherra einnig, að þekking þeirra manna, sem ynnu að brúargerðinni, væri mjög mikils virði, og að sam- anlagt myndi þetta allt spara stórfé, ef þegar yrði lagt út i brúargerö yfir öflusárós, þeg- ar hinni lýkur i Borgarfiröi. Timinn innti Snæbjörn Jóns- son vegamálastjóra eftir þvi hvort brúargerð yfir öflusárós væri á vegaáætlun og svaraði hann: ,,V'ið eigum enga vega- áætlun nema út árið i ár, svo að ég get ekkert um þetta sagt.” Ennfremur sagði Snæ- björn, að nú lægi iagabreyting fyrir þinginu um breytt vega- lög, þannig að vegaáætlun yrði gerö 4 ár fram i timann og að sú áætlun væri nú f undirbún- ingi. Útflutnings- bæturnar: Greiddar fyrir 20. desember M.Ó.-Arnesi — Hall- dór E. Sigurðsson landbúnaðarráöherra lýsti þvi yfir á bænda- fundi i Arnesi i gær- kvöldi, að búið væri aö ákveða að útflutnings- bætur á landbúnaðar- afurðir yrðu að fullu greiddar fyrir 20. desember nk Þá lýsti Jón H. Bergs forstjóri Slátur- félags Suðurlands þvi yfir, að i gær, hefðu 60 milljónir króna verið greiddar inn á reikn- inga bænda á Suður- landi vegna slátrunar s.l. haust. Hann kvað þessa upphæð hafa fengizt sem lán út á væntanlegar útflutn- ingsbætur. Af þessum sökum væri ekki eftir að greiða nema 2% af afuröarverðinu, sem bændur ættu eftir að fá fyrir áramót Sjónvarp til allra landsmanna Gsal-Reykjavlk. — Milliþinga- nefnd um dreifingu sjónvarps, sem ég skipaði 13. júli sl. hefur skilað áliti, sem hún nefnir „Sjón- varp til allra landsmanná”. Kjarnapunktur i tillögum nefnd- arinnar er sá, að „lokið veröi við aö koma sjónvarpi til allra not- enda á landi á næstu fjórum árum (1977-1980) og hafin bygging endurvarpsstööva fyrir fiskimið- in árið 1979”. Þannig fórust Vilhjálmi Hjálm- arssyni menntamálaráðherra orö i samtali viö Timann I gær, en þá var álit milliþinganefndar um dreifingu sjónvarps lagt fram. Menntamálaráöherra sagöi, aö jafnframt hefði nefndin mótaö til- lögur um ákveöna tekjuöflun, og kvaö hann áöurnefnd atriöi vera þungamiöju nefndarálitsins. — Þessum aöalatriöum i áliti nefndarinnar er ég algjörlega sammála, sagöi ráðherra og bætti viö, aö nefndarálitiö i heild yröi nú skoöaö nánar og siöan teknar ákvarðanir um framvindu máls- ins. Sjá nánar bls. 2-3. AAikill misbrestur á því að verzlanir skili verðútreikningum — Verðlagsdómur hefur þurft að senda saksóknara mól vegna vanrækslu af þessu tagi HV-Reykjavik. — Þaö hefur veriö allnokkur misbrestur á þvi, að eig- endur og rekendur verzl- ana skili verðútreikning- um, svo sem skylt er, áður en þeir mega hefja sölu á vöru. Staðreyndin er einnig sú, að nokkrir aðilar eru sérlega slæmir i þessu tilliti, trassa, hvaö eftir annað að skila skýrslum og láta sér ekki segjast, þótt þeir þurfi að greiða dómssátt eða sekt- ir, sem nema frá tiu þús- und krónum og upp i fjörutiu þúsund, eöa jafnvel hærra. Það hefur komið fyrir, að viö höfum þurft, eftir itrekaða vanrækslu á þessu sviði, aö visa mál- um þessara aöila áfram til saksóknara til með- feröar, sagði Gunnar Ey- dal, meödómandi i verö- lagsdómi, i viðtali viö Timann i gær. — Þetta eru fyrst og fremst brot á formregl- um, sagði Gunnar enn- fremur, en einnig getur i sumum tilvikum veriö um samspil viö bein verð- lagsbrot aö ræöa, þaö er að viökomandi aðilar skili ekki verðútreikningum, vegna þess aö þeir hafi I hyggju aö selja vöruna hærra veröi en heimilt er. Stundum er þetta þó af einhverjum misskilningi, og sumir eru hreinlega ab spara sér vinnu. Þess má geta, aö á þessu ári hefur veriö mjög litiö um kærur vegna beinna verðlags- brota. Verðlagsdómur er að þvileytitil sérkennilegur, sagöi Gunnar ennfremur, að hann skipa tveir menn, en venjulega eru dóm- stólar skipaðir oddatölu. Reynt er aö láta mál ekki biða afgreiðslu lengi, og i mörgum tilvikum, þegar um tafir er aö ræöa, er það einfaldlega vegna þess aö menn sinna ekki kvaöningu. Við höfum i slikum til- vikum heimild til aö beita fastari aðgerðum, meö þvi hreinlega aö sækja menn, og þótt til þess hafi ekki komið enn, gæti þó fariðsvo aö við gripum til þessa ráös. Ég vil taka þaö fram, aö þaö er ekki almennt, aö menn sinni ekki boöun hjá okkur, en þó eru nokkrir einstaklingar innan um, sem eru erfið- ir. * Minnkandi líkur á Kötlugosi — Sjó Bak

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.