Tíminn - 08.12.1976, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.12.1976, Blaðsíða 8
8 Miðvikudagur 8. desember 1976 Stofnlánasjóður vegna stórra vörubifreiða — ekki má draga að stofna sjóðinn, segir Stefán Valgeirsson, alþingismaður, og frumvarp þess efnis er væntanlegt á þessu þingi Vöruflutningar komu til um- ræðu á alþingi i gær, þegar Stefán Valgeirsson (F) bar fram fyrir- spurn um hvað rikisstjórnin hefði gert til þess að framfylgja þings- álvktunartillögu, er samþykkt var 18. marz sl. um að komið verði á fót stofnlánasjóði vegna stórra atvinnubifreiða og stór- virkra vinnuvéla. t svari samgönguráðherra við fyrirspurniiini kom fram, að ný- verið hefði verið leitað eftir til- nefningu i nefnd, sem semja skuli frumvarp til laga um stofnlána- sjóð i samræmi við þessa þings- ályktunartillögu, og stefnt er að þvi, að frumvarpið verði iagt fyr- ir það alþingi, sem nú situr. Þá kom einnig fram hjá sam- gönguráðherra, að vegna mikils áhuga Landvara, sem er félag vörubifreiðastjóra á flutninga- leiðum, hefði samgöngumála- nefnd efri deildar alþingis verið beðin að standa að flutningi frum- varps um stofnlánasjóð vörubif- reiða. Nefndin hefði lagt frum- varpiö fram 12. maí, sl., en óþarft væri að rekja sögu þess frekar að þessu sinni. ÞegarStefán Valgeirsson mælti fyrir fyrirspurn sinni, sagði hann m.a.: ,,A undanförnum áratugum hafa vöruflutningar á landi eflzt mjög vegna bættra samgangna, stórvirkari tækja og siaukinnar flutningaþarfar. Vöruflutningar á landi eru nU orðnir þjónustugrein, sem vex hröðum skrefum. NU eru reknir skipulagsbundnir vöru- llutningará milli Reykjavikur og flestra staða á landinu, og hafa flutningsaðilarnir reist vöruaf- greiðslur hér i Reykjavik og á ýmsum stöðum Uti um land. Flutningastarfsemin er nU i all- föstum skoröum, og þótt ekki sé um sérléyfi að ræða á flutninga- leiðunum þá hai'a sömu aðilarnir og fyrirtækin um árabil annazt sömu flutningaleiðirnar svo þekking og reynsla flutningsaðil- anna liefur varðveitzt i atvinnu- greininni. Þeir aðilar, sem annast skipu- lagsbundna vöruflutninga, hafa myndað með sér landssamtök, er neínast Landvari, landsfélag vörubifreiðaeigenda á flutninga- leiðum. Innan félagsinseru flestir þeiraðilar, sem annast vöruflutn- inga á milli Reykjavikur og heimabvggða sinna og innan þeirra. Þá eru og i félaginu aðil- ar, sem annast reglubundna mjólkurflutninga i sveitum, þótt þeim fari töluvert fækkandi vegna breytinga á flutningsfyrir- komulaginu, þ.e. tankvæðingu”. Mikil fjárfesting „Atvinnutæki aðila i Landvara eru vöruflutningabifreiðar, yfir- leitt þriggja öxla, og er undirvagn biíreiðanna fluttur inn frá hinum ýmsu viðskiptalöndum, en siðan er byggt yfir bifreiðarnar hér- lendis. Heildarverð hverrar bif- reiðar tilbUinnar til notkunar er nU um kr. 15.0 milljónir. Hafa bif- reiðarnar á siðustu þremur árum nær íjórfaldazt i verði samfara almennum lánsfjárskorti, og er þvi svo komið nU, að aðilum i Stefán Valgeirsson Landvara er ofviða að endurnýja bil'reiðar sinar, nema til komi veruleg lánafyrirgreiðsla. Þörf á stofnlánum til kaupa á flutnings- bifreiðum hefur raunar alltaf verið brýn, þvi engin lánastofnun hefur veitt lán beinlinis til kaupa á biíreiðunum, og með veði i þeim heldur hafa kaupendur þurft að taka vixillán til skamms tima og gegn veði i fasteignum sinum, og slik lán liggja ekki á lausu. Vöruflutningar á landi eru svo snar þáttur i samgöngum lands- manna og veigamjkil forsenda bUsetu viða um landið, að nauð- synlegt er, að nU komi til lánafyr- rirgreiðsla, svo þessi þjónustu- grein stöðvist ekki". Vel tekið en ekkert ger- ist „Siðla árs 1973 gekk stjórn Landvara á fund að minnsta kosti tveggja ráðherra og bar fram ósk um það, að myndaður yrði sjóður til að leysa þetta verkefni af hendi. Buðust þeir til, að bif- reiðastjórarnir legðu i þennan sjóð 1% af brUttó-tekjum hvers félagsmanns. Háttvirtir ráðherr- ar tóku komumönnum vel, en ekkert gerðist i málum þeirra. Siðan þetta gerðist hefur stjórn Landvara gengið oft á fund hinna ýmsu ráðherra, alltaf verið vel tekiö en ekkert gerzt i málum þeirra, þar til haustið 1975, að Framkvæmdastofnun rikisins gekk i málið og Utvegaði 40millj- ónir króna til að greiða erlenda vixla, sem biíreiðastjórarnir höfðu tekið i sambandi við bif- reiðakaup, en höfðu enga mögu- leika til að greiða þá af eigin rammleik, enda voru upphæðir orðnar allt aðrar, en þegar lánin voru tekin, vegna gengisbreyt- ingar. Þessi fyrirgreiðsla var1' gerðmeð að minnsta kostivitund iiæstvirtrar rikisstjórnar, ef ekki með samþykki hennar. Siðastlið- inn vetur i'lutti samgöngumála- nefnd háttvirtrar efri deildar frumvarp að beiðni hæstvirts samgöngumálaráðherra um myndun stofnlánasjóðs vörubif- reiða á ílutningaleiðum”. F’jármálaráðherra tók i spottann Frumvarp þetta rann i gegnum háttvirta efri deild, en þegar mál- ið kom til umfjöllunar i háttvirtri samgöngumálanefnd neðri deild- ar, kom i ljós, að formaður nef ndarinnar, ásamt öðrum nefndarmanni, voru ófáanlegir til að mæla með frumvarpinu, og þegar á þá var gengið kom i ljós, að það var hæstvirtur fjármála- ráðherra, sem hafði tekið i spott- ann, og vildi hindra framgang málsins. En þrátt fyrir þetta skil- uöu 5 nefndarmenn nefndaráliti og mæltu með samþykkt frum- varpsins. Hæstvirtur forseti deildarinnar tók málið ekki á dagskrá, og dagaði frumvarpið þvi uppi. En 18. marz var samykkt þingsályktunartillaga um svipað elni, að visu náði hUn yíir stærra svið, atvinnubii'reiðar og stórvirk- ar vinnuvélar. En þar sem mál þetta þolir ekki lengri biö, og þar sem ég tel að Landvaramenn hafi a.m.k. fengið vilyrði fyrir þessari sjóðsstofnun, hef ég leyft mér að bera fram fyr- irspurn á þingskjali 78 til hæst- virts fjármálaráðherra”. 72% al verðinu i rikissjóö Þegar Stefán hafði lokið máli sinu, tók samgönguráðherra til máls, og skýrði frá hvað gerzt heföi i þessu máli, eins og rakið var hér aö framan, en þessi mál lieyra undir hann. Fjármálaráð- herra var ekki viðstaddur umræðurnar. 1 þeim, umræðum, sem urðu um málið, kom m.a. fram hjá Stefáni Valgeirssyni, að þetta mál væri mjög brýnt og mætti alls ekki dragast, og aðrir þingmenn tóku undir það. Þá kom fram hjó Stefáni, að 72% af verði vörubif- reiða rynni i rikissjóð vegna tolla og skatta af þessum bifreiðum. Þegar Stefán hafði lokið máli sinu, tók samgönguráðherra til máls, og skýrði frá hvað gerzt hefði i þessu máli, eins og rakið var hér að framan, en þessi mál heyra undir hann. Fjármálaráð- herra var ekki viðstaddur umræðurnar. 1 þeim, umræðum, sem urðu um málið, kom m.a. fram hjá Stefáni Valgeirssyni, að þetta mál væri mjög brýnt og mætti alls ekki dragast, og aðrir þingmenn tóku undir það. Þá kom fram hjá Stefáni, að 72% af verði vörubif- reiða rynni i rikissjóð vegna tolla og skatta af þessum bifreiðum. Halldór E. Sigurðsson, landbúnaðarherra, um frumvarp til laga um sauðfjárbaðanir: Sparar f járeigendum fé og fyi rirhöfn og mun herða sóknina til þess að útrýma óþrifum úr fé NÝLEGA mælti Halldór E. Sig- urðsson landbUnaðarráðherra fyrir frumvarpi til laga um sauðfjárbaðanir. Þetta frum- varp er endurflutt frá fyrra þingi, en siðan hafa verið gerðar á þvi nokkrar breytingar. Aö meginefni til er það samið af milliþinganefnd BUnaðarþings vegna margra og itrekaðra á- skorana um breytingar á lög- gjöf um baðanir. 1 framsöguræðu sinni sagði ráðherra m.a.: — Frumvarp þetta gerir m ,a. ráð fyrir þvi, að ráöherra verði heimilt að veita undanþágu frá böðun i tilteknum hólfum, þar sem óþrif hafa ekki sézt á fé um árabil. Til þess að auka öryggi á, að böðunarundanþága verði ekki til þess að stuðla að óþrif- um á sauðfé, er sett i frumvarp- ið ákvæði um vottorðsgjafir frá tilteknum opinberum og hálf- opinberum starfsmönnum og meðmæli með undanþáguheim- ild. Þeir aðilar, sem hér um ræðir, eru i fyrsta lagi sýslu- nefndir á viðkomandi svæði, yfirdýralæknir og héraðsdýra- læknir. Meðmæli þessara aðila allra þurfa að liggja fyrir til Halldór E. Sigurösson þess að hægt sé aö veita þessar undanþágur. Þetta tel ég að eigi að vera nægjanleg trygging til þess að ekki verði farið með gá- leysi i þeim efnum. Að minnsta kosti veröur þá að verða allmik- il breyting á, ef svo ætti að vera. Það ákvæði i frumvarpinu, að ekki skuli að öllu jöfnu baða fyrr en fé er komið á hUs. á að sporna við að óbaðað og baðað fé renni saman og um leið að minnka likur á dreifingu óþrifa i sauðfé frá einum bæ til annars. Akvæði i nUgildandi lögurn um sérsmölun vegna baðana er þvi fellt niður. Ráðherra sagði, að megin- breytingin frá gildandi lögum, sem i frumvarpinu fælist, væri undanþáguheimildin, sem hann hefði þegar gert að umtalsefni. Siðan sagði hann, að þessi breyting verði að teljast rétt- mæt, þvi að hUn geti sparað fjáreigendum fé og fyrirhöfn, og þess má yænta, að hUn verði rik hvatning til fjáreigenda á land- svæðum, sem ekki fá undan- þágu frá böðunarskyldu, til þess að herða sóknina og Utrýma ó- þrifum i fé sinu með öllu. Væri vel, ef svo tækist til, Siðar i ræðu sinni vék ráð- herra að þeim viðaukum, sem bætt hefði verið við frumvarpið, frá þvi i fyrra, þegar það var lagt fram á Alþingi, en þessir viðaukar hefðu verið teknir inn að fenginni reynslu og við nán- ari yfirferð. Þessir viðaukar eru þrir, og sá fyrsti er svohljóðandi: — Þegar tviböðun hefur verið á- kveðin i tilteknum landshluta, skal strax tilkynna það eftirlits- mönnum og þeir öllum hlutað- eigandi baðstjórum. Auk þess skal ákvörðun um tviböðun lesin minnst þrisvar sinnum i rikisUt- varpinu. Sagði ráðherrann, að þó að nokkur hefð hafi skapazt i sam- bandi við undirbUning tviböðun- ar, hafi skort á bein lagafyrir- mæli varðandi tilkynningar- skyldu um hana. Þá er nýtt ákvæði i lögunum um samstarf eftirlitsmanna um skipulagningu baðanna, ef eftir- litsmenn eru tveir eða fleiri i sama fjárskiptahólfi og hætta á samgangi fjár á milli eftirlits- svæða. Þá er nýtt ákvæði um, að eftirlitsmenn s culi Utnefna bað- stjóra i samráði við hrepps- nefndir og skuli sU Utnefning vera tilkynnt baðstjórum eigi siðar en 20. okt. ár hvert. Sagði ráðherra, að þess væru einhver dæmi, að ekki hefði verið bUið að skipa baðstjóra, þegar þeirra hefði verið .örf, og þvi hefði jætta ákvæði verið sett inn. Að lokinni ræðu ráðherra var frumvarpinu visað til landbUn- aðarnefndar. alþingi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.