Tíminn - 08.12.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.12.1976, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 8. desember 1976 9 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Riistjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gislason.Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, sfmar 18300 — 18306. Skrifstofur f Aðal- stræti 7, simi 26500 — afgreiöslusfmi 12323 — auglýsinga- sími 19523. Verð i lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr. 1.100.00 á mánuði. Blaöaprenth.f., Er Island orðið láglaunaland? Mjög er nú orðið algengt að tala um Island sem láglaunaland, en þá er jafnan miðað við kauptaxta. Hins er ekki gætt i þessum samanburði, að hér muni yfirgreiðslur algengari og eftirvinna meiri en i þeim löndum, sem miðað er við. 1 itarlegri grein eftir Stefán Jónsson, sem birtist i Timanum siðastliðinn sunnudag, er þetta skýrt nokkuð og að lokum dregnar fram eftirgreindar niðurstöður: „1) Lengsta vinnuvikan hér i dagvinnu er 37 klst. Heildar dagvinnustundir ársins eru ca. 1.600 klst. Meðal dagvinnuvika ársins gefur ca. 30 til 31 klst. Við þennan dagvinnutima er samningskaupið hér miðað. Fyrir liggur, að dagvinnutiminn hjá okkur hér er allt að 15% skemmri en á sumum hinum Norður- löndunum. 2) Samningskaupinu til iðnlærðra manna hér fylgir i flestum tilfellum 20 til 25% yfirgreiðsla. Hjá ýmsum er þetta hærra, og hjá þeim, sem vinna við upp- mælingu, liklega allt að 100% hærra. Um yfir- greiðslur i öðrum starfsgreinum er minna vitað. 3) Varaformaður Dagsbrúnar hefir lýst yfir opin- berlega, að hið samningsbundna launakerfi hér sé sprungið vegna viðtækra yfirgreiðslna. Af þessu má ráða, að yfirgreiðslur nái i einhverri mynd til Dags- brúnarmanna. Samtimis þessu benda aðrir á, að samningskaup Dagsbrúnarmanna i dagvinnu sé á þessu ári aðeins ca. ein milljón. Ef bætt er á þessa einu milljón 20% yfirgreiðslu og aukavinnutima til að jafna dagvinnutimann hér og hjá nágrönnum okkar, þá er þessi eina milljón komin i kr. 1.416.000.00. Ekki er mér kunnugt um, hvort kaupsprengingin þýðir þetta hjá Dagsbrúnarmönnum almennt, enda aðeins bent á þetta sem rök fyrir því, að rannsaka þarf þetta mál áður en dómur er kveðinn upp. 4) Mikil aukavinna er unnin hér i sumum starfs- greinum, ekki aðeins til að ná raunverulegri 40 stunda vinnuviku, heldur mun meira, jafnvel 40 til 50 stunda meðalvinnuvika á ári. Slikur vinnutimi gefur um það bil tvöfaldar árstekjur, miðað við samnings- kaupið i dagvinnu. Fæstir munu mæla með slikum vinnutima, þótt ótrúlega hnargir vilji eiga kost á honum til að auka tekjur sinar. Hitt má átelja, að launamannasamtökin skuli ekkert gera i þvi, að jafna réttinn til yfirvinnu, þótt þeim sé ljóst, að einhver yfirvinnuréttur telst nú hér, samkvæmt reynslu, til hlunninda i tekjuöflun. Þeim mun og ljóst, að nægar tekjur af dagvinnutimanum fást ekki með órökstuddum kröfum, heldur verða þar til að koma raunhæf vinnubrögð um aukinn launajöfnuð og stærri köku til að skipta en nú virðist fyrir hendi. 5) Framámönnum i samtökum launamanna og atvinnurekenda er örugglega ljóst, að skattamál til- heyra kjaramálum, þótt þau einnig tilheyri hag- stjórnartækjum. Þeim mun einnig ljóst, að allir skattar greiðast af tekjum, hvort sem þeir eru beinir eða óbeinir. Slik skipting tilheyrir og kjaraatriðum. Hér er þvi um mál að ræða, sem ekki er auðið fyrir slik samtök að leiða hjá sér. Skattamál eru vanda- söm og flókin mál. í þeim er stöðugt verið að hræra án þess að umrædd samtök tjái sig um slikt. Er það máske ótti við ábyrgðina, sem veldur sliku?” Vissulega eru þessar niðurstöður Stefáns Jóns- sonar hinar athyglisverðustu. Þær gefa ljóst til kynna, að hér er þörf nýrra vinnuaðferða, bæði i sambandi við yfirborganir og eftirvinnu. En meðan svo er ekki, er það fjarri lagi, að dagvinnutaxtarnir einir gefi rétta mynd af launakjörunum. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Danir stöðva verð og kauphækkanir Hjáseta Baunsgaards vekur mikla athygli SIÐASTLIÐINN laugardag fór fram söguleg atkvæöa- greiðsla I danska þinginu, þar sem athyglin beindist hvað mest að einum fyrrverandi forsætisráðherra, Hilmar Baunsgaard. Eftir mikið þóf höfðu september-flokkarnir svonefndu komið sér saman um nýtt bráöabirgðasam- komulag um efnahagsmál, en þeir höfðu náð öðru bráða- birgðasamkomulagi i septem- ber siðastliðnum og draga þeir framangreint nafn af þvi. Aðalatriði hins nýja sam- komulags er verð- og kaup- stöðvun til 1. marz næstk., þegar núgildandi kjara- samningar ganga úr gildi. Til- gangurinn með þessu bráða- birgðasamkomulagi var að- koma i veg fyrir ólögleg verk- föll næstu þrjá mánuöina, en þau hafa leikið Dani grálega siðustu mánuöina eða eftirað septembersamkomulagið kom til framkvæmda. Minnstu munaði að eitt slikt verkfall, verkfall oliubilstjóra, yrði rikisstjórninni að falli, en verkalýðshreyfingin beitti þá áhrifum sinum innan flokks sósialdemókrata, sem fer nú einn með minnihlutastjórn, til að hindra framgang sam- komulags, sem september- flokkarnir voru þá orðnir sammála um. Hins vegar beitti verkalýðshreyfingin sér fyrir þvi, að oliubilstjórarnir aflýstu verkfallinu og hófu þá septemberflokkarnir nýja samkomulagstilraun. Arang- ur hennar var áðurgreint frumvarp um verð og kaup- stöðvun næstu þrjá mánuðina. ÞEGAR TIL lokaatkvæða- greiðslu kom, var hins vegar óvist um, að þetta frumvarp næði fram að ganga. Ásamt flokki sósialdemókrata, stóðu þrir miðflokkar að samkomu- laginu, eða Radikali flokkur- inn, Kristilegi flokkurinn og Flokkur miðdemókrata. Ihaldsflokkurinn veitti þvi einnig stuöning, en hann hafði lika stutt septembersam- komulagið. Þingstyrkur þess- ara þriggja flokka er ekki meiri en svo, að þeir máttu ekkert atkvæði missa, ef frumvarpið átti að ná fram að ganga, þar sem allir flokkarn- ir til vinstri við sósialdemó- krata,ásamtGlistrupistum og Vinstri flokknum voru andvig- ir þvi. Tveir þingmenn RadiJ kala flokksins, Hilmar Bauns- gaard og Bernhard bróðir hans, höfðu lýst sig andviga frumvarpinu og var þvi óvist um áfstöðu þeirra. Hilmar Baunsgaard færöi þau rök fyr- ir afstöðu sinni, að hann væri ósamþykkur þvi ákvæöi frum- varpsins, aö atvinnurekend- um væri bannað að láta um- samdar kauphækkanir, sem kæmu til framkvæmda á gildistima laganna, ganga inn i verðlagið. Þá hafði einn fyrr- verandi ráðherra sósialdemó- krata, Henry Griinbaum, lýst sig andvigan frumvarpinu en af öðrum forsendum, eða þeim, að það gengi á rétt verkalýðssamtakanna. Ef þessir þrir menn greiddu allir atkvæði gegn frumvarpinu, var það dauðadæmt. Af þessum ástæðum var at- kvæðagreiðslunnar beðið með mikilli forvitni. Niðurstaðan varð sú, að Bernhard Bauns- gaard og Henry Griinbaum greiddu atkvæði með frum- varpinu, en Hilmar Bauns- gaard sat hjá. Það náði þvi fram aö ganga með 89 atkvæð- um gegn 85. Rétt er að geta Hilmar Baunsgaard þess, að einn af þingmönnum Sósialiska þjóðarflokksins sat hjá, en komið haföi til orða, að allir þingmenn flokksins sætu hjá til að forða rikisstjórninni falli, ef nauðsynlegt þætti. Ástæðan mun m.a. sú, að flokkurinn er andvigur .kosn- ingum nú, en sennilega hefði komið til kosninga, ef frum- varpið hefði fallið. Eins og áöur segir, vakti af- staða Hilmars Baunsgaard mikla athygli, þar sem þetta mun að likindum verða svana- söngur hans i þinginu. Hann lýsti yfir þvi fyrir nokkru, aö hann myndi ekki oftar gefa kost á sér til þingmennsku. Hilmar Baunsgaard tók við formennsku Radikala flokks- ins, þegar þeir Bertil Dahl- gaard og Jörgen Jörgensen drógu sig i hlé, og varð á stutt- um tima vinsælasti stjórn- málaleiðtogi Dana og átti sjónvarpið mestan þátt i þvi, þvi að hann þótti skýrari og hreinskilnari i svörum en keppinaútar hans. Þá var komizt svo að oröi um þessa áróðurshæfileika hans, að tæki hann að sér aö selja notaða bila, myndi enginn nýr bill seljast i Danmörku. Honum tókst á skömmum tima að tvö- falda þingmannatölu Radi- kala flokksins og hann þótti þvi sjálfsagöur forsætisráö- herra, þegar borgaralegu flokkarnir mynduðu stjórn 1968, en hún sat i þrjú ár. Eftir að flokkur Glistrups kom til sögunnar, hefur Radikali flokkurinn misst mikið fylgi, og er þingflokkurinn nú álika stör og þegar Baunsgaard tók við honum. Baunsgaard hefur að undanförnu verið smám- saman að draga sig i hlé og hefur teflt fram nýjum mönn- um til forustu. Auðséð var þvi, að hann taldi sig ekki lengur rétta manninn til að hefja flokkinn til vegs á ný. Hann tilkynnti svo i haust, aö hann gæff ekki aftur kost á sér til þingmennsku. Nýlega hefur hann tekið við formennsku i útgáfufélagi Politikens. Baunsgaard er 56 ára og veld- ur aldurinn þvi ekki, að hann ogKrag draga sig i hlé, en um skeið voru þeir helztu stjórn- málaleiðtogar Dana. SIÐUSTU skoðanakannanir benda til,að siðustu atburðir i Danmörku hafi dregið úr fylgi Glistrupista. Samkvæmt skoðanakönnun Galluþs i október hefði flokkur Glistrups unnið mikið á, eða fengið um 21.3% atkvæðanna. Samkvæmt skoðanakönnun Gallups i nóvember hefði flokkurinn ekki fengið nema 15.9%, en hann fékk 13.6% i þingkosningunum 9. janúar 1975. Septemberflokkarnir a 11- ir hafa heldur styrkt stööu sina, en mest hafa kommún- istar unnið á. Þeir heföu sam- kvæmt Gallups-könnun i nóvember fengið 8.1% at- kvæðanna, en Sósialiski þjóðarflokkurinn ekki nema 4.6%. Kommúnistar viröast þvi vera að ná forustunni á vinstri væng stjórnmálanna. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.