Tíminn - 08.12.1976, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.12.1976, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 8. desember 1976 5 Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar hafin gébé Rvik. —Þessa dagana er hin árlega jólasöfnun Mæðrastyrks- nefndar að hefjast. Þessi söfnun hefur verið árviss atburður fyrir jólin frá árinu 1928, og hefur nefndin liðsinnt fjölmörgum á þessum tíma, bágstöddum mæðr- um, börnum, sjúkum og öldruð- um. Fyrsta úthlutunin 1928 var um 10-12 kr. á hvert heimili, en sú upphæð hefur margfaldazt, svo og hefur þeim fjölgað sem nefnd- in styrkir. Hann er orðinn stór hópurinn, sem sett hefur traust sitt á Mæðrastyrksnefnd fyrir jól- in. Söfnunarlistar hafa þegar verið sendir til fyrirtækja og stofnana, en einnig er tekið á móti gjöfum i skrifstofu nefndarinnar að Njáls- götu 3 alla virka daga frá kl. 12-6. Nefndin leggur áherzlu á, að hjálparbeiðnir berist sem fyrst, og ekki verður úthlutað eftir gömlum beiðnum. Þá er einnig lög áherzla á, að nefndin fái framlög einstaklinga, fyrirtækja og stofnana, sem fyrst, en ekki er hægt að sinna úthlutun eftir 19. desember. Að þessu sinni er ekki hægt að taka á móti fatagjöfum, og er ástæðan húsnæðisskortur nefndarinnar. Forráðamenn æskulýðsmála á Akureyri lýsa van« þóknun sinni á ýkjuskrifum dagblaðsins Vísis um skemmtanahald unglinga í æskulýðsheimilinu Dynheimum KS-Akureyri. — Æskulýðsheim- ilið Dynheimar á Akureyri hef- ur verið mjög til umræðu manna á meðal i bænum undan- farnar vikur. Astæðan til þess eru skrif i dagblaöinu Visi i byrjun október, þar sem i um- ræddri grein er rætt um starf- semi Dynheima og mikinn drykkjuskap unglinga á dans- leik þar. 1 framhaldi af þessum skrif- um fór formaður æskulýðsráðs Akureyrar þess á leit við æsku- lýðsfulltrúa og framkvæmda- stjóra Dynheima, um að þeir könnuðu þessi mál og skiluðu skýrslu þess efnis. Nú er könnun þessari lokið og i greinargerð frá nefndarmönn- um eru fyrrgreind skrif Visis mjög gagnrýnd og þau talin mjög ýkt. 1 skýrslunni segir, að þótt alltaf séu einhver vanda- mál i sambandi viö ölvun ung- linga i Dynheimum eins og svo viða annars staðar, sé samt ljóst, að þeim unglingum fari si- fellt fækkandi, sem forráða- menn æskulýðsheimilisins þurfi að hafa afskipti af vegna ölvun- ar. 1 lok skýrslunnar segir, að i fyrrgreindri frásögn i Visi um dansleik þennan i Dynheimum, sé mjög hallað á starfsemi þar og margt fært til verri vegar jafnframt þvi að verið sé að búa til visvitandi nýtt „Tónabæjar- vandamál”, sem alls ekki sé til staðar i Dynheimum. Höfunda Helgafells þarf ekki aö kynna. Þeir eru ávallt í fararbroddi HALLDOR LAXNESS //Ungur eg var" heitir nýtt skáldverk eftir Hall- dór LaxnesS/ unaðslega fallegt verk, fyndið og hreinskilið. Bók sem allir kjósa sér að eignast strax. JON HELGASON Jón Helgason prófessor, fyrrverandi forstöðu- maður safns Árna Magnússonar, er eitt af fremstu Ijóðskáldum okkar fyrr og síðar. Komnar eru út nýjar I jóðaþýðingar Jóns, KVER, með útlendum kvæðum. Sannkölluð meistaraverk. DAVIÐ STEFÁNSSON Davíð Stefánsson frá Fagraskógi gaf á undan- förnum áratugum út 10 Ijóðabækur. Nú er komin út hjá Helgafelli skinandi falleg útgáfa á öllum 10 Ijóðabókum skáldsins ástsæla. KRISTJAN ALBERTSSON Nýr stórróman, „Ferða- lok" er komin út eftir Kristján Albertsson, raunar ástarsaga lífs- reynds húmanista, bók- menntamanns og mann- vinar. Spennandi lista- verk. í Unuhúsi kaupiö þér bestu bækurnar til jólagjafa. Tvö hundruð klassískar bækur, dýrar og ódýrar. UNUHÚS HELGAFELL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.