Tíminn - 08.12.1976, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.12.1976, Blaðsíða 2
Miövikudagur 8. desember 1976 Miövikudagur 8. desember 1976 Indriði G. Þorsteinsson : Rithöfundar eiga að hunza spurninguum tALlNKIIIIK — hun er hrot ° re9,u9er& TeK urnar um úthlutun starfslauna FJ-Reykjavik. — Ég legg ein- dregiö til, aö rithöfundar svari ekki þessum liö á umsóknareyöu- blaöinu og beini þeirri áskorun til menntamálaráöuneytisins, aö það hverfi frá þessari breytingu á reglugerðinni um umsókn starfs- iauna fyrir rithöfunda, sagöi Indriði G.Þorsteinsson, rithöf- undur i samtali viö Timann i gær, en á eyðublaði fyrir umsóknir um starfslaun úr launasjóöi rithöf- unda er nú beöiö um upplýsingar um tekjur umsækjenda á siöasta ári, enda þótt nefnd sú, sem rcglugerðina samdi, hafi sam- þykkt, aö slik fyrirspurn skyldi ckki vera á umsóknar- eyðublööunum Indriði G. Þorsteinsson átti sæti i nefnd þeirri sem samdi reglu- geröina. — 1 reglugerðinni stend- ur ekkert það, sem heimilar, að leitað sé upplýsinga um tekjur umsækjenda, sagði Indriði. Það eina, sem ber að virða hvaö tekj- ur snertir, er ákvæði reglugerð- arinnar um að höfundar skuld- 7.904 atvinnuleysis' dagar í nóvember FJ-Iteykjavik— Atvinnu- leysisdagar í nóvember sl. uröu 7.904 talsins, en i sama mánuöi siöasta árs voru þeir 4.492. 30. Atvinnulausir á skrá nóvember sl. voru 466, en voru 304 sama dag I fyrra. I kaupstiiöunum voru í lok sfö- asta mánaöar 262 á atvinnu- leysisskrá, en voru 192 i fyrra, i kauptúnum meö 1000 ibúa voru nú 22 á skrá en voru 4 i fyrra, og i öörum kauptúnum voru 181 á skrá, en voru 108 i fyrra. Atvinnu- leysisdagar i kaupstööunum urðu i siöasta mánuöi 4.737, en voru 2.986 i nóvember 1975, I kauptúnum meö 1000 ibúa uröu atvinnuleysisdag- arnir 226, en voru 53 i fyrra, og I öörum kauptúnum uröu atvinnuleysisdagar siöast- liöins nóvember 2.941, en voru 1.453 I fyrra. Flestir atvinnuleysisdagar voru i siðasta mánuöi i Keykjavik, 1202, á Húsavik 936, á Bildudal 914, á Seyðis- firöi 860, á Eyrarbakka 443 og á Siglufiröi uröu atvinnu- leysisdagar I mánuðinum 349 binda sig til að gegna ekki fast- launuðu starfi meðan þeir njóta starfslauna. Þessi kvöð nær þó ekki til 2ja mánaða starfslauna. I reglugerðinni segir, að i ums- óknum skuli getið um verk sem höfundur hefur látið frá sér fara eða vinnur að, en að öðru leyti skal sjóðsstjórn ákveða innan ramma reglugerðarinnar og aug- lýsa hvaða upplýsingar eiga að fylgja umsóknum. Það er i sjálfu sér ekkert við þá vinnutilhögun aö athuga, að almennra upplýsinga sé óskað, en upplýsingaöflunin má þó hvergi stangast á við anda og efni reglugerðarinnar. Menntamálaráðuneytið hefur látið prenta sérstök umsóknar- eyðublöð fyrir þetta, og þá bregð- ur svo við að þar er tekið upp að æskja upplýsinga um tekjur við- komandi. Þetta er rangt, og þvi hef ég nú uppi þessar áskoranir minar til rithöfunda og ráðuneyt- is. Þetta fé er fyrst og fremst pen- ingar fyrir rithöfunda til að kaupa sér tima til skrifta, sagði Indriði. I nefndinni sem reglugerðina samdi, sátu auk Indriða, Knútur Hallsson i menntamálaráðuneyt- inu, sem var formaður nefndar- innar, Bergur Guðnason. Einar Bragi og Svava Jakobsdóttir. I stjórn sjóðsins sitja: Guðrún P. Helgadóttir, skólastjóri, Bjarni Vilhjálmsson, þjóðskjalavörður og Vésteinn Ólason lektor. Nefndartillögur um dreifingu sjónvarpi. Framkvæmdir veana varps verði hafnar þegar Fimm áro óætlun verði lögð til grundvH|or framkvæmdum hjá sjónvarpinu litasjón- í stað HV Reykjavík. — Nefnd sú, sem skipuð var af menntamálaráðherra, með bréfi dagsettu 13. júlí siðastliðinn, til þess að at- huga og gera áætlanir um dreifingu sjónvarps um landið, hefur nú skiláð skýrslu sinni og tillögum. Niðurstöður og tillögur nefndarinnar eru sem hér segir: 1. lokið verði við að koma sjónvarpi til allra notenda á landi á næstu fjórum árum (1977-1980) og hafin verði bygging endur- varpsstöðva fyrur miðin árið 1979. 2. Akveðin verði fimm ára framkvæmdaáætlun 1977-1981 sem auk þess að ná til ofan- greindra atriða, nái til annarra nauðsynlegra framkvæmda á sviði sjónvarps á timabilinu. 3. Innflutningur litasjónvarps verði gefinn frjáls. Afnotagjöld af litasjónvarpstækjum verði hærri en af svarthvitum tækjum. 4. Tollatekjur renni óskiptar til STORKOSTLEGT jólabingó FR í Sigtúni föstudaginn 9. desember kl. 8,30 Framsóknarfólags Reykjavíkur Verðmæti vinninga um ein milljón kr. Vinningar m.a.: Flugferð til Kaupmannahafnar, Heimilistæki, Húsgögn, Jólamatur, Bækur og ótal margt fleira Ótal aukavinningar - Aðgöngumiði gildir sem happdrættismiði Forsala aðgöngumiða að Rauðarórstíg 18 framkvæmda, samkvæmt fram- kvæmdaáætlun. 5. I afnotagjöldum verði gert ráð fyrir fjármagni til endurnýj- unar dreifi- og útsendingarkerfis- ins, meira -en nú er gert. 6. Fjárvöntun verði mætt með lántökum, sem endurgreiðist fyr- ir 1989. A fimm árum fram- kvæmdaáætlunar er fjárvöntun áætluð krónur 494 milljónir. Tekj- ur til ársins 1989 eru hins vegar á- ætlaðar krónur 875.3 milljónir fram yfir framkvæmdaþörf á sama timabili. 7. Allar tölur og áætlanir eru miðaðar við verðlag i nóvember 1976. Aætlanir verði endurskoðað- ar i lok ársins 1977. Litasjónvarp t skýrslu nefndarinnar segir um litsjónvarp að niðurstaða sé sú að leyfa beri innflutning á lita- sjónvörpum og ráðast eigi i nauö- synlegustu framkvæmdir til að senda megi sjónvarpsefni út i lit. Þessa niðurstöðu byggir nefnd- in einkum á þvi að þar sem end- ingartimi sjónvarpstækja sé ekki talinn mikið yfir 8-10 ár, sé nú að þvi komið að endurnýja þarf sjón- varpstæki á islenskum heimilum i mjög rikum mæli á næstu árum. Telur nefndin óeðlilegt að ekki verði heimilt að gera það með þeim tækjum sem fullkomnust eru á markaðnum, til dæmis lita- tækjum, sé þess óskað. Ennfrem- ur byggir nefndin á þvi að tolla- tekjur af litasjónvarpstækjum myndu stórauka fjármagn til framkvæmda og séu forsenda þess að fjármagna þá fram- kvæmdaáætlun sem felst i skýrslu nefndarinnar. Þá segir i skýrslunni að ýmis- legt fleira megi telja til, svo sem að sjónvarpsefni erlendis frá fáist nú varla öðruvisi en i lít. Framkvæmdaáætlun I framkvæmdaáætlun þeirri, sem skýrslunni fylgir er gert ráð fyrir þvi að á timabilinu 1977 til 1981 verði varið 1.836.1 milljón króna til uppbyggingar sjón- varpsins og framkvæmda á þess vegum. Siðar sé fyrirsjáanlegt að til þurfi 1.434.8 milljónir króna, þannig að samtals sé fyrirsjáan- legt að verja þurfi 3.270.9 milljón- um til framkvæmda á þessu sviði, miðað við verðlag i nóvember 1976. Stærsti kostnaðarliðurinn á þessarri áætlun er að byggja upp dreifikerfi fyrir miðin umhverfis landið, en áætlað er að það kosti 1.430 milljónir króna. Aætlað er að framkvæmdir við það hefjist 1979, þá verði varið til þeirra 50 milljónum. Arið 1980 verði varið til þess 150 milljónum, 200 milljónum 1981, en 1.030 milljón- um'siðar. Næst stærsti liðurinn er lita- sjónvarpið, en áætlað er að kostn- Gsal-Reykjavik — Skúli J. Sigurösson í rannsóknar- nefnd flugslysa sagði í samtali við Tímann í gær, að rannsókn á flugvélinni sem fórst s.l. föstudag skammt frá Geithálsi, hefði leitt í Ijós, að engin bilun hefði orðið í vélinni og þvi væri hægt að slá því föstu að vélarbilun hefði ekki valdið slysinu. Eins og fram kom i Timanum á laugardag var talið að flugmað- urinn hefði verið að undirbúa nauðlendingu er slysið varð, enda taldi sjónarvottur, að hreyfill vél- arinnar hefði ekki verið i gangi skömmu fyrir slysið. Skúli J. Sig- urðsson sagði, að ljóst væri, að annað hvort hefði verið dautt á mótornum eða mjög litið afl á honum, þegar vélin skall i jörð- ina. Hann kvað rannsóknarnefndina ekki hafa komizt að niðurstööu enn, en ákveðnar hugmyndir væru komnar fram og yrði þess ekki lengi að biða, aö nefndin skil- aði áliti sinu um slysið. Skúli sagði að mótor vélarinnar hefði verið reyndur i annarri sams konar vél, Cessnu 150, og hefði komið i ljós, að engin bilun hefði orðið i honum fyrir slysið. Ennfremur hefði rannsókn leitt i ljós að engin önnur vélarbilun hefði leitt til slyssins. Flugmennirnir tveir liggja enn á Borgarspitalanum, og er liðan þeirra góð eftir atvikum. Báðir eru mennirnir beinbrotnir, en þeir eru ekki taldir i neinni lifshættu aður við það verði um 500 milljón- ir króna. Aætluðum framkvæmd- um vegna litasjónvarps er skipt niður i sjö liði, sem hér segir: Fyrsti áfangi, vegna myndseg- ulbands, er áætlaður á árinu 1977 og kostnaðurinn talinn 17.5 milljónir. Annar áfangi útsending á lit úr sjónvarpssal, er áætlaður á sama ári, 1977, og kostnaöur talinn um 32.5 milljónir. Þriðji á- fangi upptaka i lit utan salar, er áætlaður á árinu 1978, og kostnað- ur talinn um 10 milljónir. Fjórði áfangi, bifreið og fleira, er áætl- aður á árinu 1979 og kostnaður talinn um 100 milljónir. Fimmti til sjöundi áfangi, salur og fleira, er áætlaður siðar en það og kostn- aði við þá, sem talinn er um 360 milljónir, er skipt þannig að 100 milljónir verði lagðar i þá árið 1980, 100 milljónir árið 1981 og 160 milljónir siðar. 1 framkvæmdaáætluninni er talið að verja þurfi 561.3 milljón- um króna til byggingar stöðva fyrir fleiri en átta notendur, en 450milljónum til bygginga stöðva fyrir færri en átta notendur. 1 skýrslu nefndarinnar kemur fram að nýjar endurvarpsstöðv- ar sem þjóna fleirum en átta not- endum hver, eru taldar fimmtán. Aætlað er að byggingu þeirra veröi lokið á árinu 1978. Nýjar endurvarpsstöðvar fyrir færri en átta notendur hver, telj- ast hins vegar um hundrað og fjörutiu og er ekki talið fært að ljúka við þær á skemmri tima en fjórum árum. Þá eru kaup á varasendum stór liður, eða 352 milljónir króna, svo og uppbygging dreifikerfis á ör- bylgju, sem þegar er komið til Vaðlaheiðar og Stykkishólms, en á að dreifast viðar, meðal annars. til Austfjarða og Vestmannaeyja á næstu árum, en áætlað er að á næstu fjórum árum, 1977-1980 verði varið til þess 191.4 milljón- um króna. Til endurnýjunar bráðabirgða- stöðva og annarra verkefna við bráðabirgðastöðvar verður varið 128.4 milljónum króna á næstu þrem árum. Eru þar mörg verk- efni brýn, enda sumar bráða- birgöastöövarnareins og til dæm- is á Blönduósi, orðnar svo gamlar að i þær fást ekki lengur vara-, hlutir. Er i skýrlsu nefndarinnar lögð áherzla á að ljúka vinnu viö bráðabirgðastöðvarnar á þrem árum. Loks er i skýrslunni lögð á- hersla á að framkvæmdaáætlunin sé stif og mikið álag þurfi að vera á starfsmönnum ef hún á að standast. Þó telji nefndin liklegt að þetta megi takast ef tillögur nefndarinnar fást samþykktar_ fyrir áramót, þannig að undir-- búningur allur geti hafizt þegar i janúar. Ef einhver dráttur verður muni reynast nauðsynlegt að end- urskoða áætlunina. Sagan um Hallgrím Sagan um Hallgrfm Kristins- son, (lr Djúpadal aö Arnarhóli, er komin út hjá Bókaforlagi Odds Björnssonar á Akureyri. Er það mikið rit, á fimmta hundrað blaðsfður en höfundur- inn er Páll H. Jónsson. A þessu ári eru hundraö ár frá fæöingu Hallgrlms Kristinsson- ar, fyrsta forstjóra Sambands islenzkra samvinnufélaga, og voru fyrir fjórtán árum lögð drög að þvi af aðalfundi S.I.S., aö hafin yrði heimildasöfnun og undirbúningur að ritun sögunn- ar. Þótti bezt fara á þvi að hún kæmi út einmitt á þessu ári, þegar öld er liðin frá þvi Hall- grimur fæddist i inndölum Eyjafjarðar. Eins og kunnugt er, brauzt Hallgrimur úr fátækt til mikils frama, þótt skammlifur yrði. Hann varö fyrsti framkvæmda- stjóri Kaupfélags Eyfirðinga og breytti öllum hag þess og stefnu á ótrúlega skömmum tima, og gerðist siðan forstjóri S.I.S., sem brátt varð sverð og skjöld- Kristinsson komin út ur samvinnumanna um land allt I höndum hans. Var þaö ein- kenni Hallgrims að hann var bæði snarráður og forsjáll. Lagöi hann grundvöll, sem traustur hefur reynzt og sam- vinnuhreyfingin siöan staðið á, hvort sem á móti blés i við- skiptalifinu eöa byr fyllti seglin. I bókinni er allmargt mynda sem tengjast ætt, lifi og starfi Hallgrims, og má þar meöal annars sjá Hallgrim ungan I gervi Lénharðs fógeta á leik- sviði á Akureyri. A dögum Hallgrims Kristins- sonar sætti samvinnuhreyfingin i landinu mjög grimmilegum á- rásum. Siðustu ræðu sina sem nú er kunn, flutti Hallgrimur á aðalfundi Sambandsins i Reykjavik I aprilmánuði 1922. Henni lauk hann með þessum orðum. „Látum þetta góðæri til lands og sjávar verða oss samvinnu- mönnum nýjan aflvaka, ekki aðeins til þess með itrustu spar- semi, ráðdeild og dugnaði að ná þangað aftur, innan litils tima, I efnalegu sjálfstæði, sem vér stóðum fyrir tveim árum sföan heldur miklu lengra fram til raunverulegrar hagsældar. Til þess eigum vér að nota þá reynslu sem ve'r höfum fengið á slæmu árunum, þá lundfestu sem öröugleikarnir skapa, og þá bjargföstu vissu um undramátt samtakanna sem vér höfum þegar öðlazt I örlagaþrungnum viðburðum siðustu tima.’' ' •■**** ■ ~ _•-•. Norglobal Minni veiði næsta ár nema loðnugöngur komi suður með Vestfjörðum fljótlega — segir Andrés Finnbogason hjá Loðnunefnd, eftir að ákveðið er að Norgiobal kemur ekki gébé Rvik. — Loðnuveiðin verður örugglega minni i ár, vegna þess að bræðsluskipiö Norglobal kem- ur ekki hingaö á komandi vertfð. En gangi loðnan, sem nú er fyrfr vestan land, suður með Vestfjörö- um, lítur betur út með loðnuveiö- ina á komandi vertið, sagði Andrés Finnbogason hjá Loðnu- nefnd i gær. — Ef loðnan gengur suður með, þá verður hægt að veiða bæði fyrir sunnan og austan á næstu vertið, og þvi getur loðnu- flotinn dreifzt meira en undanfar- in ár og landaö á fleiri staði, án þess að þurfa að sigla langar vegalengdir til löndunar, sagði hann. Þaö eru góöar vonir um að þetta verði, sérstaklega þar sem loðnan á miöunum fyrir vestan er ekkert farin að hreyfa sig enn. Ef hún gerir það ekki á allra næstu vikum, er mjög ótrúlegt, að hún gangi norður, sagöi Andrés. Undanfarin þrjú ár hafa fyrstu loðnulandanir á vetrarvertið ver- ið um 18.-19. janúar, en loðnu- verksmiðjur sunnanlands hafa yfirleitt ekki fengið neitt hráefni fyrr en i marz, þegar loðnan fer að ganga að austan, suður meö landinu. Verksmiðjurnar austan- lands hafa ekki getað annaö þvi að taka á móti öllu þvi hráefni, sem þeim hefur borizt, og oft hefur verið löng löndunarbið fyrir bátana. Hins vegar bætti Nor- global úr þessu á siðustu tveim vertiðum, svo sem kunnugt er. Að sögn Vilhjálms Ingvarssonar hjá Isbirninum, er ekki um fleiri loðnubræösluskip aö ræða i N-Evrópu, sem hægt væri aö fá leigð, en ástæðan fyrir neitum Norðmanna um að leigja Islend- ingum Norglobal á ný, mun vera mótmæli norskra sjómanna og útgerðarmanna, sem telja sig hafa meira en full not fyrir skipið — þeir virðast þó ekki hafa vakn- að til meðvitundar um nota- gildi bræðsluskipsins, fyrr en eft- irað Islendingar höfðu sýnt fram á það. sagði Vilhjálmur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.