Tíminn - 08.12.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 08.12.1976, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 8. deseinber 1976 13 ,,Öli frá Skuld” eftb- Stefán Jónsson Gisii Halldórsson leikari les (20). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Frcttaauki. Tilkynningar. 19.35 Hraunhiti og háhiti Sveinbjörn Björnsson eðlis- iræðingur flytur þriðja er- indi flokksins um rannsókn- ir i verkfræði- og raunvis- indadeild háskólans. 20.00 Kvöldvaka a. Einsöngur: Jón Sigur- björnsson syngur Ólafur Vignir Albertsson leikur á pianó.b. Bóndinn á Brúnum Sverrir Kristjánsson sagn- fræðingur flytur fimmta hluta frásögu sinnar. c. Tvö kvæöi uni útlagann i Drangey Jóhannes Hannes- son á Egg i Hegranesi les „Grettir sækir eldinn” eftir Gisla Ólafsson og „Illuga- drápu eftir Stephan G. Stephansson. d. Eina viku á eynni Skye Gunnar Ólafs- sön Neskaupstað segir f rá dvöl sinni á Suðureyjum. e. Um islenska þjóðhætti Arni Björnsson cand mag. flytur þáttinn. f. Kórsöngur Stúlknakór Hliðaskóla syngur. Söngstjóri: Guðrún Þorsteinsdóttir. Pfanóleikari: Þóra Steingrimsdóttir. 21.30 Útvarpssagan: „Nýjar raddir, nýir staðir” eftir Truman Capote Atli Magnússon les þýöingu sina (14). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Minnisbók Þorvalds Thoroddsens” Sveinn Skorri Höskuldsson les (19). 22.40 Djassþátturiumsjá Jóns Múla Arnasonar. 23.25 Fréttjr. sjonvarp Miðvikudagur 8. desember 18.00 Hviti höfrungurinn Nýr, franskur teiknimyndaflokk- ur i 13 þáttum, um krakka i sumarleyfi og vin þeirra, hvita höfrunginn. 1. þáttur. Þýðandi og þulur Ragna Ragnars. 18.15 Skipbrotsmennirnir Astralskur myndaflokkur. 9. þáttur. Segl við sjón- deildarhring Þýðandi Jó- hanna Jóhannsdóttir. 18.40 Tassúla Heimildarmynd um litla griska stúlku, sem heitir Tassúla. Hún flyst rrjeð foreldrum sinum til Sviþjóðar. Brátt lærir hún að skilja skólasystur sina, þótt þær tali ekki sömu tungu. Þýðandi Jón O. Ed- wald. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) 11 lé 20.00 Fréttir og vcður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 N'ýjasta tækni og visindi Tölvustýrð löggæsla Steypumót úr viðartrefjum, Kafaraveikin. Uppskurður i plastpoka o.fl. Umsjónar- maður Sigurður H. Richter. 21.05 Myndsmiðar Picassos Bresk heimildarmynd um höggmyndalist Pablos Picassos. Þýöandi og þulur Aðalsteinn Ingólfsson. 21.35 Undir Pólstjörnunni Finnskur framhaldsmynda- flokkur byggður á sögu eftir Vainö Linna. 3. þáttur. Efni annars þáttar.. Hið ný- stofnaða verkalýðsfélag berst fyrir bættum kjörum félagsmanna, en árangur- inn er litill i fyrstu. Akseli Koskela gengur að eiga Elinu unnustu sina, og þau hefja búskap i hjáleigunni. Ahrifa heimsstyrjaldarinn- ar tekur að gæta viða um heim, og ókyrrð færist finnsku þjóðina. Þýðandi Kristin Mantylá. 22.25 Dagskráríok Hinrik konuna konur hans Eftir Paul Rival geröi hann til að heiðra Katrínu, móðursystur sína. Hinrik f annst það skylda sín að taka sér á herðar skyldur hinstrúa eiginmanns. Katrín var nú orðin þrjátíuog átta ára, hún eyddi öllum dögum til bæna. Nú voru f jögur ár siðan Katrin varð síðast þunguð, hún hafði oft orðið barnshafandi, en hún átti þó aðeins eina dóttur, Maríu litlu, sem var sex ára og guðdóttir Wolseys. María var veiklulegt barn, húð hennar var gráföl og hárið rautt, en skap hennar var þá þegar orðið þrákelkið. Hinrik dreymdi enn um að eignast son, hann ráðfærði sig við skriftaföður sinn, og minnti hann á vers i Biblíunni, þar, sem sagt er að maður megi ekki kvænast konu bróður sins. Þessar hugrenningar voru enn ekki meira en efa- semdir, ef til vill fær leið, sem aðeins var hægt að hvísla, frammi fyrir róðukrossi í bænahúsi samvizkusemi hug mynd eða von, sem var að verða til. Hinrik lék sér að þeirri skemmtilegu getraun, hvernig hann mundi haga lífi sínu ef Katrín dæi. Það gat ekki verið neitt syndsam- legt við slíkt. ,, Katrín hafði vissulega allt útlit þess, sem er sjúkur. Hún gat vel dáið, hún mundi vafalaust fara beint til himna. Það er ekki ósennilegt að Guð veiti mér slika náð, eða þá að Katrín óskaði sjálf eftir hjónaskiln- aði. Hún er svo gefin fyrir bænir og trúarhrifningu. Margar konur höfðu valið þessa leið, þar á meðal hinar tignustu prinsessur. Þetta gerði amma min, Margrét, svo dæmi sé nefnt, hún sendi mann sinn frá sér. Ef til vill mundi ég samþykkja slika frávísun. Þegar á allt er litið, verður hjónabandið úrkynjað, þegar það er hætt að bera ávöxt, það verður þá að einskonar frillulifnaði. Ég hika þó við að stinga upp á þessu við eins heilaga konu og Katrin er. Ég verð að kalla til guðf ræðinga mina og leita aðgreinum í ritum kirkjufeðranna, Wolsey sem er alltaf svo ráðagóður og lærður mun vissulega finna leið, mér til hjálpar." Þegar Hinrik var með þessar bollaleggingar, við skriftaföður sinn þá gaf hann honum óljós svör, hann þorði að vísu ekki að andmci'a skriftabarni, sem hafði vald til að senda hann heim i klaustrið, við lítinn orðstir, eða þá að dæma til fangelsisvistar. Karl V, og Francis I, áttu enn i ófriði. Karl var búinn að ná yfirráðum i næsturti allri álf unni, hann ætlaði sér að ná Frakklandi líka, en Francis varðist. Hinrik hefði lika átt að berjast gegn Karli, honum gæti tekizt að sam- eina allan vesturhluta Evrópu. Francis barðist til að varðveita tilverurétt þjóða, sem er það er gefur heim- inum gildi. Englendingar hafa mætur á stríði, en þeir hötuðu Frakka. Hinrik var ofsalega afbrýðissamur út i Francis, honum sveið enn minningin um glímuósigurinn. Ekki fannst Hinrik Karl aðlaðandi, honum fannst hann leiðinlegur og þumbaralegur, smámunalegur rithöf und- ur, og lélegur hestamaður. Ekki minnkaði ógeð Hinriks á Karli við það að hann hafði grun um að í þessari mold- vörpu leyndist sá neisti, sem skapar mikilmenni. Karl var likur Katrinu, hann hafði sömu þunglyndislegu aug- un, þau voru bæði lág vexti og hálsstutt, andlit Karls var eins leiðinlegt og Katrínar. Ásjóna Karls vakti óvel- komnar minningar hjá Hinrik. Hinrik kynntist Karli í raun og veru aldrei, Karl var honum stöðugt f jarlægur og ókunnur, og það svo mjög að hann vakti aldrei forvitni hans. Hinrik var sama þó Karl væri hamingjusamur, hann gat ekki öfundazt yfir vel- gengni, sem var of vaxin skilningi hans, öf und grundvall- ast að nokkru leyti á skilningi, Hinrik skildi Francis, hann var bróðir, sem varpaði skugga á Hinrik, með glæsileik sinum. Hinrik þoldi því ekki sigra Frakkakon- ungs. Að lokum kom að því að Karli tókst að fá Hinrik til að lofa hernaðaraðstoð, það tókst vegna þess að Karllofaði Wolsey páfadómi. Hinrik var nú kominn yfir þritugt, hann var orðinn þrey-tur á Wolsey og vildi feginn sjá af honum, ekki gerði Hinrik sér miklar vonir um aðWolsey mundi gera Englandi mikið gagn þó hann kæmist á páfa- stólinn, kirkjunnar menn voru frægir fyrir að gleyma því, semfyrir þá var get. En nærvera Wolseys við hirð ina var orðin konungi leið, honum fannst Wolsey líta nið- ur á sig, honum f annst hann stundum gabba sig og leika tveim skjöldum, en konungur gat þó ekkert sagt, hann þorði ekki að ráðast gegn Wolsey, eða vega beint að hon- um, Hinrik vissi að Wolsey yrði auðvellt að verjast, snilligáfur hans komu þar til greina og þó eftil vill öllu fremur sú óheilla stjarna, sem virtist vera leiðarljós Wolseys. Wolsey sjálfur vildi ná í hina þreföldu páfakórónu. Hann var búinn aðþurrausa alla nægtabrunna Englands. Hann var orðinn leiður á sigrum sínum, leiður á að auð- mýkja ensku aðalsmennina og á að láta þá kyssa sínar alþýðlegu hendur. Hann var orðinn þreyttur á klækja- brögðum og slægvitrum uppf inningum, sem hann varð að beita, i samskiptum sinum við þessa búra, sem voru að visu sjálfir út undir sig, en örlögin höfðu sett hann húsbónda yf ir. Wolsey dreymdi um að komast á brott. ,, l Róm verð ég frjáls, þarverð ég almáttugur, ég get eflt eigin hag. Ég get lifað í friði og búið í hölium, sem eru skreyttar myndastyttum. Þar eru veggirnir prýddir f reskómálverkum, sem hafa til að bera tæra f egurð, þar eru sígrænir garðar. Mér mundi falla vel að dvelja vió suðræna sól, þar í Róm, sem mun verða mér paradis, þegar aldurinn tekur að færast yf ir mig, þetta allt veró ur mér fíngerður töfraheimur og hvíld, fyrir þreytt skilningarvit mín." Hinrik og Wolsey voru sammála um að styðja Karl Þeir sendu enska flotann, til að ógna Frökkum, og Howard yngri, sem nú var orðinn höf uð ættar sinnar, sið an f aðir hans dó, veittist sú rnikla gleði að hertaka bæinn Morlaix. En þessi litilvæga sjóferð Englendinga, fullnægði Karli keisara engan veginn. Hann vildi fá her, sem var vel búinn, sem var vel borgað og hafði nóg að eta, her, sem gæti gengið á land i Calais, farið þaðan til Amiens og áfram til Parísar til að ógna Frakkakonungi. Karl sagði Wolsey, að þetta væri verðið, sem hann yrði að greiöa fyrir páfatignina. Kardinálinn var því í vanda staddur. Hervæðing er dýr, sérstaklega á Englandi. Wolsey hafði ekki næga penínga til að útbúa her manns. Hann varð þvi að horf ast i augu við þá staðreynd, að leggja sérstakan skatt á þjóð- ina, en það var ekki hægt nem^ að kalla saman þingið, báðar deildir, að öðrum kosti fengust engir peningar, enginn her og engin páfakóróna. Wolsey fyrirleit þingið, honum var vel Ijóst að þing- mennirnir kærðu sig ekki um stjórn sem stjórnaði. Allt frá því að Wolsey komst til valda, hafði hann leyft þing- mönnunum að hvilast, hann hafði látið sér nægja hinar venjulegu f jaröflunarleiðir, hann hafði ekki hætt á að kveðja saman þessa menn, sem allt hártoguðu. En nu var sá timi kominn, sem þingið varð að koma saman. Wolsey gerði sér Ijósa þá hættu, sem hann yrði nú að standa andspænis , hann vissi að þessi samkunda yrði likleg til að rýra vald hans eða svipta hann þvi, en hann huggaði sig við þá hugsun, er hann orðaði svo: ,,Þegar ég er orðinn páfi mun ég sökkva i gleymskunnar djúp, öllum þessum skapraunum." Sá orðrómur gékk um þvert og endilangt England, að hinn mikilláti Wolsey væri þrúgandi byrði á þjóðinni og margir töldu að veldi hans færi hnignandi. Allir voru a „Denni, en ganian aö sjá þig”. „Fyrirgef oss”. DE1MNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.