Tíminn - 08.12.1976, Qupperneq 4

Tíminn - 08.12.1976, Qupperneq 4
4 Miðvikudagur 8. desember 1976 MEÐ MORGUN KAFFINU Ný kvikmynd um hjónin: Clark Gable Carole Lomba Segja má, að ástarsagan um hina skammvinnu hjónabandshamingju þeirra Clarks og Carole sé orðin að hálfgerðri þjóö- sögu i Hollywood. Hjóna- band þeirra hafði sorgleg- an endi, þvi að Carole fórst i flugslysi i Nevada-fjöllun- um rétt eftir 1940. Hún var á ferðalagi til að skemmta hermönnum i herbúðum, en Clark var að leika i kvikmynd og fór þvi ekki með. Nú, meira en 25 árum siðar, hefur fólk enn áhuga á sögu þeirra, enda er eins og einhver endurvakning i sambandi við Clark Gable eigi sér stað, cn hann lézt fyrir nokkrum árum — og jafnvel stendur til, að semja framhald af kvik- myndinni „Gone With the Wind,” þar sem hann lék Rhett Butler, en það var hans frægasta hlutverk. 1 myndinni um þau hjón, Carole og Clark, leikur James Brolin hlutverk Clarks, en Jill Clayburgh leikur Carole. Myndin fær aðeins tvær stjörnur i tima- ritinu Photoplay, og sagt er, að frá listrænu sjónar- miði sé hún ekkert sérstök, en þó þykir sem svo aö leik- urunum hafi tekizt vel, að fara með hlutverk fyrirmynda sinna, og eink- um fær Jill Clayburgh hrós fyrirsinn leik. Clark Gable var þvilikt átrúnaðargoð margra — einkum þó kvenna á öllum aldri — að erfitt mun reynast að ná fram þeim óútskýranlegu persónutöfrum hans, sem þeir muna er sáu hann i kvikmyndum. Við sjáum hér mynd af Clark Gable i hlutverki glæsimennisins Rhett Butlers, einnig er mynd af James Brolin (i peysu) i hlutverki sfnu i ævisögu Clark og svo mynd af James og Jill sem hjónin Carole og Clark. timans

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.