Tíminn - 08.12.1976, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 8. desember 1976
7
Hjálmar Þorsteinsson opnaði sýningu á málverkum I versl. Bjargi viO Skólabraut á Akranesi sl. föstud.
A sýningunni eru 8 oliumálverk og 15 vatnslitamyndir, og eru þær aliar til sölu. Þetta er fjörOa sýning
Hjálmars. AOur hefur hann sýnt tvivegis á Akranesi, og einu sinni á Akureyri. Þessi sýning er sú fyrsta,
sem haldin er i nýjum og vistlegum húsakynnum, i Bjargi. Er ætlun örlygs Stefánssonar forstjóra aö
bjóOa Akurnesingum upp á málverkasýningar á þessum staö i framtiöinni. Sýning Hjálmars er opin
þennan mánuö.
Sjöunda þing Málm- og skipsmiðasambands Islands
Vinnuvernd forgangsmál
verkalýðshreyfingarinnar
A sjöunda þing Málm- og skipa-
smiðasambands Islands, sem
haldið var aö Hótel Loftleiðum
dagana 19.-21. nóv. sl., mættu til
leiks 77 fulltrúar frá átján sam-
bandsfélögum.
Helztu málaflokkar, sem
ræddir voru á þinginu og ályktan-
ir voru gerðar um, voru atvinnu-
og kjaramál, vinnuverndarmál,
frumvarp að breyttri vinnulög-
gjöf, fræöslumál, stefnuyfirlýsing
A.S.Í., reglugerð Lifeyrissjóðs
málm- og skipasmiða og fjár-
hagsáætlun M.S.Í. fyrir næstu tvö
ár.
1 ályktun þingsins um atvinnu-
og kjaramál, er eindregið mót-
mælt löggjöf um afnám verðlags-
uppbótar á vinnulaun, sem jafn-
framt ógilti kjarasamningana frá
febrúar 1974.
1 heilbrigðismálum gerir þingið
þær kröfur til rikisvaldsins, að
þær stofnanir, sem fjalla um
öryggis- og heilbrigöismál verka-
fólks á vinnustöðum verði sam-
einaðar i eina stofnun og um leið
farifram gagnger endurskoðun á
vinnustaðaeftirliti.
Þingið mótmælir harðlega, að
frumvarp til laga um stéttarfélög
og vinnudeilur, sem rikisstjórnin
hyggst leggja fyrir Alþingi, verði
gert að lögum og litur á hugsan-
lega lögfestingu frumvarpsins
sem ögrun við verkalýðshreyf-
inguna.
Einnig mótmælir þingið harð-
lega þeim vinnubrögðum, sem
menntamálaráðherra hefur við-
haft með þvi að skipa nefnd á
nefnd ofan til þess að fjalla um
verkmenntun, i sumum tilfellum
ánsamráðsog vitundar þeirra,er
i atvinnulifinu starfa.
Forseti Málm- og skipasmiða-
sambands Islands er Snorri Jóns-
son.
Bændafundurinn
á Hvolsvelli
1 273. tölublaði Timans er sagt
frá bændafundi á Hvolsvelli
undir fyrirsögninni „Bændur á
Suðurlandi halda kjaramála-
fund”. Frásögnin af fundinum
er slæm og ónákvæm og um-
mæli manna eru að meira eða
minna leyti rangfærð og brengl-
uð. Ummæli min eru svo rangt
eftir mér höfð, að ég kemst ekki
hjá þvi að leiðrétta það.
Ég vil einnig visa til frásagn-
ar i 281. tölublaði Morgunblaðs-
ins um fréttir af þessum sama
fundi undir fyrirsögninni
„Sunnlenzkir bændur ræða
versnandi stöðu kjaramála
sinna”, en þar er sagt mun bet-
ur frá þvi, sem gerðist á fundin-
um.
Eftirfarandi, sem haft er eftir
mér i Timanum, vil ég leiö-
rétta:
1. Að ég hafi sagt, að kaupliðir
verðlagsgrundvallarins séu 20-
30% lægri en á að vera. Ég
sagði, að siðustu árin hafi bænd-
ur vantað 20-30% upp á að fá
kaupliðina i verðlagsgrundvell-
inum, þegar upp var gert. Aðal-
orsökina fyrir þessu taldi ég
vera hina öru dýrtiðarþróun sið-
ustu ár , sem var bændum mjög
óhagstæð.
2. Að ég hafi sagt, að mörg
kaupfélög væru búin að greiða
100% af sauðfjárinnleggi frá þvi
i haust. Ég sagði, að margir
sláturleyfishafar, þar á meðal
kaupfélög, væru búnir að greiða
bændum 80% af haustinnlegg-
inu, og sum félögin hefðu verið
búin að lána þeim út i viðskipta-
reikninga úttekt, sem nam eins
hárri fjárhæð og allt sauðfjár-
innleggið, þegar það var lagt
inn i haust.
3. Að ég hafi sagt, að aðra
sögu væri að segja af Sláturfé-
lagi Suðurlands, sem léti
verzlunarhallir i Reykjavik
sitja fyrir greiðslum. Ég sagði,
að það væri mál bænda, að of
mikið fé væri bundið hjá Slátur-
félagi Suðurlands i smásölu-
verzlunum i Reykjavik, og með-
al annars þess vegna ætti það
erfitt með að greiða afurðir
bænda á réttum tima.
4. Að bændur þurfi ekki að
borga söluskatt af vörum, sem
þeir keyptu hjá Sláturfélagi
Suðurlands. Ég sagði, að ég
vissi dæmi þess annars staðar
en á Suðurlandi, að bændur
þyrftu ekki að greiða söluskatt
af þvi búfé. sem þeir fengju
slátrað til heimilisnota hjá sir-
um aiiurðasölufélögum.
Með þakklæti fyrir birting-
una.
Hvolsvelli 6. desember 1976.
Ólafur ölafsson.
Keflavík-Suðurnes
Tek að mér sendiferðaflutninga. Rúmgóð-
ur bill. Upplýsingar hjá Ökuleiðum i sima
2211, heimasimi 3415.
JÓN AUÐUNS
Uf og
LfFSVIÐHORF
:U»KVÍ
Séra Jón Auðuns, frjálshyggju-
maður í trúmálum, orðsnjall í
ræðu sem riti, rekur hér æviþráð
sinn.Hann segir frá uppvaxtar- og
námsárum, afstöðu til guðfræði-
kenninga, kynnum af skáldumog
menntamönnum og öðru stór-
brotnu fólki og hversdagsmann-
eskjum, sem mótuðu lífsviðhorf
hans og skoðanir.
Fjórtán þættir um fiskimenn
og farmenn, skráðir af börnum
þeirra. Þeir voru kjarnakarlar,
þessirskipstjórar,allir þióðkunnir
menn, virtir og dáðir fyrir kraft og
dugnað, farsælir í störfum og
urðu flestir þjóðsagnapersónur
þegar í lifanda lífi. - Ósvikin og
saltmenguð sjómannabók.
I'ÖKOUIIUK
fUJDiMUMISSON
HÚSFREYJAN
A SANDI
Fagur óður um móðurást og
makalausa umhyggju, gagnmerk
saga stórbrotinnar og andlega
sterkrar og mikilhæfrar alþýðu-
konu, saga mikilla andstæðna og
harðrar en heillandi lífsbaráttu,
þar sem togaðist á skáldskapur og
veruleiki, því Guðrún Oddsdóttir
vateiginkona skáldbóndans Guð-
mundar á Sandi.
ÍSK.I IIIISSOS
MOL.DÍNNI '
GL.ITRAR
GUL.LID
HrtlKMiliU' cg Ofiin*k*tt ia*i.> m (ú>.
"* luimm 09 (KwynanniR.
Opinskáar og tæpitungulausar
sögur úrfórumævintýramannsins
og frásagnarsnillingsins Sigurðar
Haralz, mannsins sem skrifaði
Emigranta og Lassaróna. Fjöldi
landskunnra manna kemur við
sögu, m.a. Brandur í Ríkinu,
Sigurður í Tóbakinu, Þorgrímurí
Laugarnesi og þúsundþjalasmið-
urinn Ingvar fsdal.
FARMADUR
I FHIOI OG STRÍOI
Jóhannes fer hér höndum um
sjóferðaminningar Ólafs Tómas-
sonar stýrimanns frá þeirri kvöld-
stund að hann fer barn að aldri í
sína fyrstu sjóferð á Mótor Hans
og til þeirrar morgunstundar að
þýzkur kafbátur sökkti Dettifossi
undir honum í lok síðari heims-
styrjaldar. - Hérerlistilegfrásögn
og skráð af snilld.
Einn allra mesti fjallagarpur og
ævintýramaður heims segir frá
mannraunum og hættum. Bók
hans er skrifuð af geislandi fjöri
og leiftrandi lífsgleði og um alla
frásögnina leikur hugljúfur og
heillandi ævintýrablær, tær og
ferskur eins og fjallaloftið. - Þetta
er kjörbók allra, sem unna fjall-
göngum og ferðalögum.