Tíminn - 10.12.1976, Qupperneq 5
Föstudagur 10. desember 1976
Auglýsingastofan hf. 15 ára
Gefur út auglýsingarit
á íslenzku og ensku
F.I. Reykjavík. — Auglýsinga-
stofan hf. hefur nú gefið út tvö rit i
tilefni af 15 ára starfsafmæli sinu.
Nefnast þau Auglýsingar i 15 ár
og „Advertising in Iceland”.
I fyrrnefnda ritinu er gerð grein
fyrir starfsemi Auglýsingastof-
unnar, starfskröftum hennar og
markmiði, en hinu sfðarnefnda er
einkum ætlað það hlutverk, að
gefa erlendum auglýsendum og
auglýsendastofum upplýsingar
um markaöinn á íslandi og skil-
yrði fyrir árangursriku aug-
lýsingastarfi.
Þess er getið i 15 ára afmælis-
ritinu, aö i ár hafi Auglýsinga-
stofan hf. „stigið nokkur skref,
sem auka þjónustumöguleikana
og vikka starfssviðið”.
Stofnað var hliðarfyrirtæki til
að annast gerð sjónvarpsauglýs-
inga, Sýn hf. Auglýsingastofan hf,
gerðist aðili að norrænu sam-
bandi auglýsingastofa, Scan Vik-
ing, og einnig alþjóðlegu sam-
bandi auglýsingastofa, Affiliated
Advertising Agencies Internati-
onal.
Aðild að þessum samtökum
gerir fyrirtækinu kleift að njóta
samstarfs, fyrirgreiðslu og upp-
lýsinga um auglýsingastarfsemi
og markaðsmál.i helztu viðskipa-
löndum okkar.
A 10 ára afmæli Auglýsinga-
stofunnar hf. gaf hún út rit um
merki fyrirtækja og skrift. En i 15
ára afmælisritinu er, auk þess
efnis, sem hér hefur verið greint
frá, yfirlit yfir hluta blaða- og
timaritaauglýsinga frá siöustu
tveimur til þremur árum, og
nokkur dæmi eru um sjónvarps-
auglýsingar.
Núverandi stjórn Auglýsinga-
stofunnar hf. skipa Gisli B.
Björnsson, Halldór Guðmundsson
og Guðjón Eggertsson. Fastir
starfsmenn stofunnar eru nú 14,
og meiri hlutinn hefur starfaö þar
i mörg ár.
Jólamerki
Lionsklúbbs
V-Húnvetninga
1 ár hefur Lionsklúbburinn
BJARMI i Vestur-Húnavatns-
sýslu útgáfu jólamerkja, sem
verður framvegis árlegur við-
burður i starfsemi klúbbsins.
I Vestur-Húnavatnssýslu eru 10
kirkjur og er fyrsta áætlunin
bundin þvi að gefa árlega út
merki i 10 ár með mynd einhverr-
ar þeirra, jafnvel stundum á
merkum byggingarafmælum, en
siðan 11. árið verður mynd af
þeim öllum i örkunum, ein á
hverju merki. Þá er næsta áætl-
un, að taka t.d. fyrir merkustu
sögustaði og kynna þannig sýsl-
una og sérkenni hennar meðal
safnara og Lionsmanna.
A þessu fyrsta merki er mynd
af kirkjunni á Breiðabólsstað, en
þar er hvort tveggja i senn gömul
kirkja, frá 1894, er sú bygging,
sem þar stendur nú, en auk þess
einn af merkari sögustöðum sýsl-
unnar. Nægir þar að nefna laga-
ritun Hafliða Mássonar og upphaf
prentlistar.
Merkin eru eins og áöur sagði
10 i örk. Þau eru i þrem litum,
blá, hvit og rauð. Kirkjuna teikn-
aði Helgi Ólafsson, en rammann
hannaði Sigurður Þorsteinsson.
Prentmót gerði Myndamót h/f en
prentun annaðist Páll Bjarnason.
Kosta merkin 25,00 kr. stykkið
eða kr. 250,00 örkin.
Þá eru auk þess gefin úr skala-
þrykk i ótökkuðum örkum. Er
þar eitt merki aðeins i rauðum,
annað aðeins ihvitum og þriðja i
báðum litum. Þessi skalaþrykk
eru seld i arkarsettum á 500,00
krónurörkin, eða 1,500,00 kr. sett-
ið.
Upplag hinna venjulegu jóla-
merkja er aðeins 500 arkir, og er
ekki ætlunin að auka það, til að
merkin haldi verðgildi sinu fyrir
þá er safna þeim. Skalaþrykkin
eru svo gefin út i 100 númeruðum
arkasettum. Verður það upplag
lieldur ekki aukið.
A þennan hátt hyggst Lions-
klúbburinn Bjarmi ekki aðeins
vinna að menningarlegri kynn-
ingu sýslu sinnar, heldur og safna
fé til starfs sins. Næsta verkefni
klúbbsins er kaup á hjartagæzlu-
tæki fyrir sjúkrahúsið á
Hvammstanga. Til þess þarf
mikið fé og léttir þessi útgáfa
vonandi þann róður.
Einstaklingar eða klúbbar og
félög geta pantað merkið frá:
Lionsklúbburinn Bjarmi, fjár-
öflunarnefnd, Hvammstanga.
Verða pantanir afgreiddar jafn-
óðum og þær berast og upplag
endist.
ALFRÆÐI MENNINGARSJÓÐS
ÝTARLEGT , FRÆÐANDI OG MYND-
SKREYTT BRAUTRYÐJENDAVERK
ÞESSAR BÆKUR ERU KOMNAR:
SFV á Reykjanesi:
Harmar upplausnina í Samtökunum
Bókmenntir
Stjörnuf ræöi— rúmf ræði
íslenzkt skáldatal I
islandssaga I
Hagfræði
Stjórn kjördæmisráðs Samtaka
frjálslyndra og vinstri manna i
Reykjaneskjördæmi kom saman
til fundar i Kópavogi hinn 27.
nóvember 1976 og samþykkti ein-
róma eftirfarandi ályktun:
Stjórnin harmar þá samþykkt,
sem kjördæmisþing Samtakanna
á Vestfjörðum gerði hinn 19.
september s.l. og að nokkrir fé-
lagar og forystumenn skuli hafá
haslað sér völl á öðrum pólitisk-
um vettvangi. Stjórnin telur, að
islenzkum vinstri mönnum sé
nauðsyn á þvi, að Samtökin starfi
áfram og hvetur félaga og stuðn-
ingsmenn um land allt til að efla
starfið i hvivetna, þannig að
skipulag og landsmálastarf Sam-
taka frjálslyndra og vinstri
manna komist sem fyrst i eðlilegt
horf.
Hraðskákmót
í Kópavogi
Hausthraöskákmót Taflfélags
Kópavogs var haldið sunnudag-
inn 5. desember. Sigurvegari
varð Guðni Sigurbjarnarson með
11 vinninga af 13 mögulegum. 1
öðru sæti varð Július Friðjónsson
með 10 vinninga.
NÚ ERU TVÖ NÝ BINDI KOMIN ÚT
ÍÞRÓTTIR I-II
EFTIR INGIMAR JÓNSSON IÞRÓTTA-
KENNARA
GLÆSILEG HANDBÓK
GJÖF UNGA FÓLKSINS
VÆNTALEGT: islenzkt skáldatal — síðara
bindi
lb