Tíminn - 10.12.1976, Page 6

Tíminn - 10.12.1976, Page 6
6 Föstudagur 10. desember 1976 SUF síðan Nauðsyn að jafna launin Lágmarkslaun fyrir dagvinnu mega ekki vera lægri en 100 þúsund kr. og önnur laun þurfa að hækka i samræmi við það, þannig að launabil hald- ist i krónutölu. Þetta er einn aðalboðskapurinn i kjaramálaályktun 33. þings ASÍ, sem lauk fyrir sið- ustu helgi. Af þessu má marka að þetta þing hafi talið, að nú sé timi kominn til að launajöfnunar- stefnan, sem svo oft hefur verið boðuð og fjálglega lofuð, skuli nú fara að lita dagsins ljós. Hitt er svo annað mál hvemig hinum ýmsu full- trúum, sem þingið sátu, muni ganga að fylgja þess- ari stefnu eftir, og sjá til þess að engin laun hækki meir i krónutölu, en laun þeirra lægstlaunuðu. Staðreyndin er sú, að oft á tiðum hafa láglauna- hóparnir verið látnir ryðja brautina i kjarabarátt- unni og ná einhverri ákveðinni prósentuhækkun, en siðan ná allir aðrir þjóðfélagshópar sömu prósentu- hækkun á sin laun, — sem þýðir margfalda hækkun i krónutölu. En sú von skal hér i ljós látin, að nú takist að breyta þessu, og hlutur hinna verr settu þjóðfélags- þegna verði nú ekki lengur fyrir borð borinn. En það gerist ekki nema stjórn ASl standi fast á þessum ályktunum og leyfi betur settu hópunum innan sinna vébanda ekki að fara fram á meiri launa- hækkanir i krónutölu, en þeir lægst launuðu fá hverju sinni. Enda speglast þessi vilji ASÍ þingsins enn betur i grein siðar i kjaramálaályktuninni, þar sem segir, að fullar visitölubætur skuli koma á lág- markslaunin, en önnur laun hækki um sömu krónu- upphæð. Náist þessi vilji 33. þings ASÍ fram i næstu kjara- samningum, og engir hópar innan samtakanna hlaupast undan merkjum með þvi að fara fram á meiri kauphækkun i krónutölu — en þeir lægst laun- uðu fá, þá mun þessa þings ASÍ lengi vera minnzt, sem eins merkasta þingsins i sögu samtakanna. Af öðrum málum, sem rædd voru á þingi ASl má nefna stefnuyfirlýsingu samtakanna. Við umræður um hana sagði forseti ASÍ, að hér væri ekki um hreina faglega stefnuskrá að ræða, heldur pólitiska stefnuskrá, þótt ekki væri hún flokkspólitisk, en pólitisk að þvi leyti, að fagleg og stjórnmálaleg markmið eru þar með margvislegum hætti tengd. Við umræður um stefnuskrána kom glöggt i ljós, að ýmsir fulltrúar vildu fá inn i hana ákvæði, sem beinlinis túlkuðu sjónarmið þess stjórnmálaflokks, sem viðkomandi þingfulltrúar tilheyrðu. En vegna þess, hve mismunandi stjórnmálaskoðanir félagar i ASl hafa, er slikt ekki til þess að sameina öflin i fag- legri baráttu, eins og sagt er að markmiðið með stefnuskránni sé. Ýmis fleiri mál voru til meðferðar á nýloknu Al- þýðusambandsþingi, og má þar nefna ályktun um sameiginlegan lifeyrissjóð fyrir alla landsmenn, og að allir landsmenn hefðu sama rétt á lifeyri. Þá var itarleg ályktun samþykkt um skattamál og einnig um vinnuvernd. En þótt margt sé rætt og margar samþykktir gerðar á þingum, veltur þó á mestu á hvern hátt málefnum sambandsins er stjórnað, og á hvern hátt verkalýðshreyfingunni er beitt. Hún er mjög sterk og getur haft mikil áhrif. Þvi verður að vona, að ný- kjörin stjórn ASÍ beri gæfu til að halda svo um sin vopn,að til heilla verði fyrir verkafólk og þá um leið fyrir alla landsmenn. Magnús ólafsson Kynning á ungu framsóknarfólki Óviðunandi að bændur fái 20% — 30% lægri laun en viðmiðunarstéttirnar — segir Hrafkell Karlsson bóndi á Hrauni, Ölfusi Hrafnkell Karlsson form. Félags ungra framsóknar- manna i Árnessýslu er fæddur 10. júli 1949. Hann lauk gagn- fræðaprófi 1966, en stundaöi siö- an nám á Hvanneyri og lauk þaöan búfræöingsprófi 1968. Nú býr Hrafnkell aö Hrauni i Ölfusi. Hann tekur mikinn þátt I félagsstörfum, m.a. á hann sæti i hreppsnefnd sinnar sveitar og varamaöur er hann i stjórn SUF. Nýlega tókum viö Hrafn- kel tali og spuröum hann fyrst hvers vegna hann heföi gerzt framsóknarmaöur? Ég hef alltaf haft áhuga á stjórnmálum, sá áhugi hefur heldur farið vaxandi meö árun- um. Égvaldi Framsóknarflokk- inn vegna stefnu hans i byggða- og samvinnumálum, einnig vegna þeirrar viöleitni, sem flokkurinn hefur frá upphafi sýnt til aö styöja viö bakiö á okkur bændum, þó aö segja megi meö réttu, aö flokksforust- an hafi villzt af leið i stjórnar- samstarfinu meö ihaldinu, þvi Sjálfstæðisflokkurinn hefur allt- af verið klofinn i stefnu sinni i landbúnaöarmálum. Ég erfrek- ar uggandi hvaö snertir hag okkar framsóknarmanna eftir þetta stjórnarsamstarf. Ég er ekki einn um þetta álit, þvi viða er kurr i mönnum og jafnvel hyggja sumir á uppgjöf hljóöa- laust, enég er þeirrar skoöunar, að viö, sem óánægðir erum, snúum bökum saman og breyt- um undanhaldi i sókn. — Hvert er brýnasta verkefni rikisstjórnarinnar um þessar mundir? — Brýnasta verkefni ríkis- stjórnarinnar i dag tel ég vera aö jafna lifskjör i landinu. En nota á þann bata, sem oröið hef- ur i islenzku efnahagslifi, til þess. Sú stétt, sem ég tel, að gengiö sé helzt á i þessu sambandi, er bændastéttin. Laun bænda ná sjaldnast tekjum viðmiöunar- stéttanna, en þaö mun vanta ca 20-30% aö þvi marki sé náö á siðastliönu ári, og ofan á þetta bætist svo, aö þær afurðir, sem bændur leggja inn, eru ekki að fullu greiddar fyrr en ári eftir að þær eru inn lagöar, og hefur þá veröbólgan séö fyrir þvi aö mestu. Þetta má kenna rikis- stjórninni, þvi hún hefur ekki sinnt þeirri sjálfsögöu kröfu okkar, aö afuröalán veröi hækk- uð, svoaö afuröasölufélögin geti borgaö innlegg bænda jafnóö- um. Þaö er hróplegt misrétti aö bændur skuli ekki sitja viö sama borö og aörir þjóöfélagsþegnar i þessum efnum. — Telur þú, aö betra yröi fyr- ir bændur, aö sexmannanefndin yröi lögö niður og bændur færu að semja beint viö rikisvaldiö? — Laun bænda eru reiknuö út á flókinn og óöruggan hátt, en þvi ætti aö breyta á þann hátt, að samiö veröi beint viö rikis- valdiö og sexmannanefndin lögö niður, þvi hún er aöeins leppur milli rikisvalds og bænda, sem rikisstjórnin getur alltaf skýlt sér á bak viö. Þaö er eölilegt, aö rikisstjórnin, „hinir kjörnu full- trúar”, séu i raun geröir ábyrg- ir gagnvart samningum við bændur, enda er reyndin sú, aö rikisstjórnin hefur meðhöndlaö gjöröir sexmannanefndarinnar eftir sinu höföi og vilar ekki fyr- irsér að frysta kauphækkanir til bænda eins og nærtækt dæmi sýnir, þegar hækkaöur verö- lagsgrundvöllur átti að taka gildi 1. des. sl., en stjórnin frest- aöi afgreiöslu frá sinni hendi og stendur svo aö hluta enn. — Hefur þú einhverjar sér- stakar skýringar á þessum drætti? — Ég álit, að ástæöan fyrir þessu hafi veriö sú, aö þing ASl stóö einmitt yfir, þegar verö- hækkanirnar áttu að koma, og þvl hafi stjórnin ekki þorað aö leyfa hækkun landbúnaöarvara vegna hræðslu viö aö styggja fulltrúa á þinginu. Ég spyr, er slikur hugsunarmáti traust- vekjandi? Það læöist aö manni sá grunur,aö s tór hópur i þessu þjóðfélagi, og þá aöallega innan Sjálfstæöisflokksins vinni markvisst aö þvi að rægja bændur og rakka niöur og reyna aö koma almenningi i skilning um, aö bændur séu baggi á þjóö- félaginu, þvi vissulega vill þessi mafia bændur feiga i þessu landi. Jónas Kristjánsson er vissulega handbendi þessarar Hrafnkjell Karlsson mafiu. Þessi hugdeigi spjátrungur, stóð á fundi meö okkur bændum i Aratungu i fyrravetur, og átti þar að rök- styöja þær árásir, sem hann viöhafðiiblaði sinu á landbúnað og bændastéttina, en þá brá svo viö, að hann tók flest það, sem hann hafði áður sagt og skrifaö, aftur. — En nú hefur Jónas haldið áfram árásum á landbúnaðinn eftirþennan fund, þráttfyrir aö hann tæki þar margt aftur, sem hann haföi áöur sagt. Hvernig á aö bregöast viö þessum skrif- um? — Margir bændur hafa litið svo á, aö þessi skrif Jónasar væru ekki svara verð. En þaö eru fleiri en hann, sem vilja túlka þá skoöun, sem hann ber á borð. Þess vegna veröa samtök bænda aö snúast harkalegar gegn þessum skrifum, þvi þau eru þjóðhættuleg, ef þau ná aö skjóta rótum i vitund almenn- ings. — En áður en viö hverfum frá umræðum um landbúnaöarmál. Er ekki sitthvað i þeirri land- búnaðarstefnu, sem rekin hefur veriö, sem þarfnast endurskoö- unar? — Það er rétt, aö ýmsu þarf að breyta, og auk þess, sem ég hef áður rætt um, vil ég nefna, aö nauösynlegt er aö endur- skoöa lánakerfi landbúnaöarins og taka upp skipulagöa stefnu i fjárfestingarmálum, og siðast en ekki sizt aö frumbýlingum i landbúnaöi veröi gert kleyft aö koma undir sig fótum, þvi eins og horfir i dag, er endurnýjun i bændastéttinni nánast engin, og meðalaldur þeirra hærri en hjá öörum stéttum. — Viö höfum hér einskorðaö taliö nokkuö viö landbúnaöar- mál um sinn, en hvaö vilt þú segja um kjör annarra stétta, eins og t.d. sjómanna? — Þeim verður aö búa betri kjör en nú er gert. Þaö er ein- kennilegt ef viö getum þaö ekki, þar sem meiri afli er að baki hver jum sjómanni á Islandi en i nokkru öðru landi. Bráöa- birgöalögin, sem sett voru á sjó- menná siðastliðnu hausti, vilég vita, þar sem þau hafa engin rök við aö styöjast. Ég vil einnig minna forystumenn sjómanna á að standa betur á varðbergi heldur en þeir hafa gert. Aö lok- um vil ég skora á sjómenn, þeg- ar þessu oki er af þeim létt, aö þeir sameinist og knýi fram mannsæmandi kjör sér til handa. — Hvaö getur þú sagt mér af umbótamálum i þinni sveit? — Hafnargeröin i Þorláks- höfn hefur verið eitt mesta um- bótamál i minni heimasveit, og mun það stórvirki veröa upp- byggingu og viðgangi Þorláks- hafnar mjög til framdráttar og reyndar Suðurlandi öllu. Einnig hafa Vestmannaeyjabúar feng- iö nánast vegatengingu viö fastalandiö meö tilkomu þeirrar aöstöðu, sem fengizt hefur viö höfnina og siglingum Herjólfs milli lands og eyja. Halldóri E. Sigurðssyni ráöherra ber mest að þakka fyrir aö koma þessu verki i framkvæmd. — En hvaö segir þú um hug- myndir um, aö næsta stórverk- efni i vegagerö veröi brú yfir ölfusárósa? — Mikiö hefur verið rætt og ritað um brú yfir ölfusárósa og þá I framhaldi af hafnargerö- inni i Þorlákshöfn, en ég tel slika framkvæmd ótimabæra og álit, aö leggja beri fé i aðrar framkvæmdir, sem ávöxtuöu sig betur, en hins vegar mætti bæta vegasambandið við Þor- lákshöfn með lagningu varan- legs slitlags á þá vegi, sem fyrir hendi eru. — Aö lokum Hrafnkell, er þátttaka almennings i stjórn- málum hér á landi nægilega mikil i dag? — Nei, ég vildi, að hún væri meiri. En aðalástæðan fyrir þvi hve lítil hún er, og þá sérlega ungs fólks, er þaö fulltrúalýð- ræöi, sem við notum og hefur sina annmarka. Núverandi kosningafyrirkomulag gefur litla möguleika fyrir hinn al- menna kjósanda að hafa áhrif á það, hvernig fulltrúar veljast. Ég tel, eins og málum er hátt- aö i dag, aö þaö sé hálfgerö skopmynd af lýöræöi, þar sem nokkrir koma saman og gera samþykktir i nafni hundruða eöa þúsunda. Viö getum ekki horft framhjá þvi, að þaö er til- tölulega fámennur hópur, sem myndar „skoðanir fólksins” á fundum og einnig i blaðaskrif- um o.fl. Eftir að hafa skoöaö þessar staöreyndir, tel ég, aö stjórnin sé i höndum allt of fárra, en úr þvi megi bæta með þvi aö styðja þær tillögur, sem fram hafa komið frá ungum mönnum um breytt kosningalög og kosningaskipan, þó að hræddurséég um, að þær séu of róttækar til að veröa samþykkt- araf ráðamönnum þjóðarinnar. M.Ó.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.