Tíminn - 10.12.1976, Side 10

Tíminn - 10.12.1976, Side 10
10 Föstudagur 10. desember 1976 Stjórnarfrumvarp um tollskrd o.fl. Verulegar breytingar vegna aðildarinnar að EFTA LAGT hefur verið fram á Al- þingi frumvarp til laga um toll- skrá o.fl. 1 athugasemdum meö frumvarpinu segir m.a., að þetta frumvarp kveði á um samningsbundnar tollalækkanir vegna aðildar Islands að EFTA og friverzlunarsamnings Is- — gengið mjög til tollalækkanir á lands við EBE. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir verulegum breytingum öðrum, einkum og sér i lagi hvað snertir tolla á fjárfestingarvörum og móts við óskir iðnaðarins um vörum .tií iðnaðarins 1972 25,1% 1973' 26,3% 1974 25,0% 1975 20,6% 1976 18,3% 1977 15,81 fjárlagafrv.) tollalækkanir á ýmsum rekstr- arvörum iðnaðarins. Þá segir i athugasemdunum: Auk gjaldalækkana, sem i frumvarpi þessu felast, er gert Mjólkurbúðamdlið d Alþingi Sl kjalc Ibor gin i var o< F sei nt s leg in ráð fyrir ný ju heimildarákvæði í fjárlögum næsta árs, sem teng- ist þessu frumvarpi, þess efnis að fella megi niður að fullu sölu- skattafvélum og tækjumtilsvo- kallaðs samkeppnisiðnaðar. Þá er ógetið verulegra efnisbreyt- inga annarra, einkum umfangs- mikilla breytinga, sem leiöa af breytingum á hinni alþjóðlegu tollnafnaskrá Tollasamvinnu- ráðsins, breytinga á 3. gr. frum- varpsins, sem fjallar um ýmsar undanþágur og lækkunarheim- ildirauk ýmissa efnisbreytinga, sem leiða af ábendingum og óskum, sem komið hefur verið á framfæri við ráðuneytið frá þvi ÉG harma, hve seint augu fólks hafa opnazt fyrir þvi, hve vel Mjólkussamsalan hefur þjónað neytendum á liðnum árum, sagði Eðvarð Sigurðsson i umræðum á Alþingi i gær, þegar rætt var um frumvarp til laga, sem Svava Jakobsdóttir og fl. flytja þess efn- is, að Mjólkursamsölunni sé skylt að reka áfram a.m.k. 10 búðir i Reykjavik og öðrum þéttbýlis- stöðum þar sem þörfin er mest næstu 5 ár, eða til 1. febrúar 1982. Þetta á þó þvi aðeins að gera, ef nægilega margar afgreiöslustúlk- ur, sem nú starfa hjá Mjólkur- samsölunni, óska þess að halda á- fram störfum. 1 framsöguræðu flutnings- mannsfyrir tillögunni kom fram, að enn væru 120 stúlkur, sem starfa i mjólkurbúöum, óráönar i önnur störf. Liðlega þriðjungur þeirra er rosknar konur og þarf ekki að tiunda, hve erfitt er fyrir fullorðnar konur að fá vinnu viö sitt hæfi. Þá kom fram hjá flutn- ingsmanni, að lokun mjólkurbúð- anna myndi valda alvarlegri eyðu i mörgum hverfum og erfitt yrði fyrir fólk aö fá mjólk. Páll Pétursson (F) minnti i upphafi ræðu sinnar á mikla bar- áttu liðinna ára gegn Mjólkur- samsölunni og þar hefðu lagzt á eitt Morgunblaðið, Húsmæðrafé- lag Reykjavikur og að hann minnti einnig neytendasamtökin. Og þegar þessi barátta hefði stað- ið nægilega lengi, hefði loks farið svo, að einkaleyfi Mjólkussam- sölunnar hefði verið af henni tekiö og kaupmenn fengið að selja mjólkina. Þá upplýsti Páll, að alls hefði Mjólkursamsalan rekið 66 búðir. 13 þeirra voru i leiguhúsnæði, sem búið er að segja upp, og búið er að gera samning við kaup- mannasamtökin að þeir yfirtaki rekstur á 33 búðum. Þá er búið aö ráðstafa 4 búðum til annarra aðila en kaupmannasamtakanna. Það eru þvi 16 búðir, sem óráö- stafað er, en af þeim eru 9 annars staðar en i Reykjavik. Þá upp- lýsti hann, að þær 7 búðir i Reykjavik, sem ekki væri búið að ráöastafa, væru búðirnar á Lang- holtsvegi 174, Blönduhlið 2, Brekkulæk 1, Freyjugötu 11, Hristateigi 4, Laugársvegi 1 og Mávahlið 25. Páll sagðist vissulega gera sér grein fyrir vandamálum þeirra kvenna, sem atvinnu sina misstu, en þeirra mál yrði að leysa án þess að skylda Mjólkursamsöluna til þess að hafa áfram opnar búö- ir. Það yröi aðeins til þess aö mjólkin hækkaði i verði, ef hafa þyrfti búðir opnar, sem ekki bæru sig. Þá sagöi þingmaðurinn, að hann gerði sér ljóst, að þjónusta kaupmanna yrði verri en Mjólkursamsalan hefði veitt, og hætta væri á, að mjólkin yrði fljótt dýrari, vegna þess að þeir vildu fá mikið fyrir snúð sinn, en það hefði of seint veriö slegin skjaldborg um Mjólkursamsöl- una, og þvi hefði farið, sem fór. Harmaði hann það, en bað menn að muna þetta og láta ekki fara eins með önnur samvinnufélög. Stefán Valgeirsson(F) taldi.að brotið yrði blað i islenzkri lögg jöf, ef aðili, sem ekki hefði einkaleyfi, yrði skyldaður til þess að hafa búðir opnar. Hann sagði, að ekki væri hægt að skylda Mjólkursam- söluna til þess að reka búðir, sem óhagkvæmt væri að reka, ef kaupmenn sætu að öllum beztu sölusvæðunum. Þá sagði hann, að hann myndi kalla konurnar, sem vinnu sina missa, til fundar viö landbúnað- arnefnd, þegar málið kæmi þang- að, þvi nauðsynlegt væri að leysa vanda þeirra. En hæpið væri, að það yröi gert með þvi að skylda Mjólkursamsöluna til þess aö halda búðum opnum. Ellert B. Schram (S) sagði, að búið væri að leysa vanda neyt- enda i öllum hverfum Reykjavik- urm og alls staðar ætti fólk að- gang að mjólk. Kvaöst þingmað- Framhald á bls. 23 alþingi siðustu tollskrárlög tóku gildi, en ekki hefur verið unnt að taka tillit til, m.a. vegna skorts á lagaheimildum. Þróun tollamála frá árinu 1970 Þá er i athugasemdunum greint frá þróun tollamála frá 1970 og sagt: Ef litið er til baka til ársins 1970, má sjá, að verulegar breytingar hafa orðið á is- lenzkri tollalöggjöf, fyrst og fremst vegna þess friverzlunar- samstarfs, sem Island hefur gengið til við lönd i V-Evrópu. Tolltekjur sem hlutfall af heild- arrfkissjóðstekjum og að frá- dregnum mörkuðum sköttum til sérþarfa hafa verið sem hér segir: 1969 31,9% 1970 30,0% 1971 29,6% (janúar-ágúst) (áætlun, sbr. Sé tekið tillit til hins sérstaka timabundna vörugjalds, sem lagt var á i júli 1975, verða tölur fyrir árin 1975, 1976 og 1977 22,7%, 23,2% og 22,1% (áætlun). Þessi hlutfallslega rýrnun tolltekna er annars vegar af- leiðing samningsbundinna lækkana tolla á verndarvörum, þ.e. á þeim innfluttu vörum, sem jafnframt eru framleiddar hér á landi, og hins vegar vegna tollalækkana á aðföngum til þeirra sömu iðngreina, sem þessar vörur framleiða. Tollalækkanir iðnaðarins Þá segir i athugasemdunum, að við endurskoðun tollskrár- laganna hafi verið farið yfir it- arlegan lista, sem samtök iðn- aðarins létu ráðuneytinu i té um ýmis aðföng, sem iðnfyrirtæki nota og enn eru greidd gjöld af. Frumvarp þetta gengur mjög langt til móts við óskir iðnaðar- ins að þessu leyti, og flest atriði, sem máli skipta, eru lagfærð. Um minni háttar léiðréttingar er visað til almennra athuga- semda hér að framan. Jafn- framt er þó vakin sérstök at- hygli á nýju heimildarákvæði i 3. gr. frumvarpsins, sem rýmk- ar að mun heimild ráðuneytis- ins til niöurfellingar eöa endur- greiðslu gjalda af aðföngum til framleiðslu iðnaðarvara. Mjög erfitt er að meta sér- staklega tollalækkanir, sem hér um ræðir, þar sem skilin milli vara i þessum flokki annars vegar og fjárfestingarvara hins vegar, sem tollar eru jafnframt lækkaðirá, eru mjög óglögg. Þó má gera ráð fyrir aö tollalækk- anir á rekstrarvörum sérstak- lega, þ.e. á ýmsum vörum til tækninota og verkfærum ýmiss konar, nemiá næstu 4 árum um 170 m kr. á grundvelli fjárlaga- frumvarps 1977. Lækkanir gjalda á þessum vörum koma til framkvæmda á mismunandi löngum tima, en leitazt er við, að lækkanir, sem virðast mikil- vægastar, komi til fram- kvæmda strax frá næstu ára- mótum, en aðrar i sem jöfnust- um áföngum á timanilinu 1978- 1980. Raforkumál Austurlands Stofnlína frá Kröflu tilbúin 1978 ef lánsfjármagn fæst — 99 millj. kr. vantar til að hægt sé að Ijúka rannsóknum á Fljótsdalsvirkjun. Tómas Árnason leggur áherzlu á að ákvörðun um virkjun Bessastaðaár verði tekin hið fyrsta RAFORKUMAL Austurlands komu til umræðu i sameinuðu þingi, þegar Tómas Arnason (F) bar fram fyrirspurn til iönaöar- ráöherra um þau mál. Fyrirspurn Tómasar var í fjórum liðum, sem hljóðuðu svo: 1. Hvenær verður hægt að taka ákvörðun um virkjun Bessa- staðaár og hvaða stærð virkjunar mundi veröa hagstæðust? 2. Hefur rikisstjórnin tekið á- kvörðun um lagningu háspennu- linu frá Kröfluvirkjun til Austur- lands? 3. Hvernig ætla Rafmagnsveit- ur rikisins að tryggja Austurlandi nægjanlegt rafmagn i vetur? 4. Hvaö liður framkvæmd þingsályktunar um rannsókn á byggingu Fljótsdalsvirkjunar? 1 ræöu Tómasar um fyrirspurn- ina kom m.a. fram að hann hefur þungar áhyggjur af ástandi I raf- orkumálum á Austurlandi i vetur og á næstu árum. Einnig kom fram, að samkvæmt áliti, sem Hönnun hf. hefur látið frá sér fara um þróun i orkumálum á næstu árum, þurfi næsta meiriháttar virkjun ilandinuað taka til starfa árið 1981. Taldi þingmaðurinn, aö aöeins tveir virkjunarvalkostir séu nú á þvi undirbúningsstigi, að virkjanir þar geti tekið til starfa fyrir þann tima, þe. virkjun i Bessastaöaá eða við Hrauneyjar- fœs. Beindi Tómas þeirri ósk til iðnaöarráðherra, að rækileg at- hugun yrði gerð á þvi að bera saman hagkvæmni á Bessastaða- árvirkjun og Hrauneyjarfoss- virkjun hið fyrsta. Þá kom einnig fram hjí Tóm- asi, að ekki væri vogandi fyrir orkumarkaðinn á suðvestur-norni landsins, að búa enn um sinn viö það ástand i orkumálum, að fá alla aðalorkuna frá Þjórsársvæð- inu, Þar gætu oröið náttúruham- farir, og mun tryggara væri aö fá Tómas Gunnar hluta af orkunni annars staðar að, eins og t.d. frá Austurlandi. Enn- fremur gæti verið fjárhagslega hagkvæmt að virkja Bessastaöaá á undan Hrauneyjarfossi. 1 svari iðnaðarráðherra kom fram að æskilegast væri að ekki yrði tekin ákvörðun um virkjun Bessastaðaár, nema i samhengi við hugsanlega Fljótsdalsvirkjun, en virkjun Bessastaðaár gæti veriö sem fyrsti áfangi að þeirri virkjun. Þá kom fram hjá ráðherra, aö RARIK hefði áætlað að leggja 132 kw stofnlinu frá Kröflu til Austur- lands á næsta ári og árið 1978. Þessi framkvæmd kostar 1376 millj. kr. Fé til þessara fram- kvæmda skortir, og er ekki láns- heimild fyrir þessa framkvæmd i þvi frumvarpi tilf járlaga, sem nú liggur fyrir Alþingi. Hins vegar sagði ráðherra, að það hefði veriö rætt i sambandi við þá lánsfjár- áætlun, sem nú er veriö að gera, hvort unnt væri að útvega fé til þessara framkvæmda. Lagði ráð- herra áherzlu á þá skoðun sina, að fé yrði að fást, þvi þessi fram- kvæmd væri mjög nauðsynleg. Þá sagði ráðherra, að ekki væri unnt að leysa vandann i vetur á annan hátt en auka þá diselorku, sem til staðar væri. Þegar hefðu þrjár diselstöðvar verið fluttar austur, og gætu þær samtals framleitt 1,5 mw af raforku. Varðandi rannsóknir á Fljóts- dalsvirkjun tók ráðherra fram, að til að geta unnið að þeim rann- sóknum, sem þingsályktunartil- lagan hefði gert ráö fyrir þyrfti 135 millj. kr., á næsta ári. Hins vegarværi ekkinema36 millj. kr. fjárveiting til þessa verks á fjár- lögum, svoþarna vantaði 99 millj. kr. Margir þingmenn tóku til máls við þessar umræöur, og ræddu orkumál almennt. 1 umræðunum tók iðnaðarráðherra fram, að hann hefði oft bent á nauðsyn þess að virkja sem viðast um land, til þess að skapa öryggi i orkumál- um. Þær virkjanir, sem sérstak- lega kæmu til álita nú að ráðast i, væri virkjun Bessastaðaár, Blöndu og Hrauneyjarfoss. Þess- ar virkjanir allar væru álitlegar, og virkjanir i Bessastaðaá og Blöndu hefðu þann kost að vera utan jarðeldasvæða.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.