Tíminn - 10.12.1976, Qupperneq 12

Tíminn - 10.12.1976, Qupperneq 12
12 Föstudagur 10. desember 1976 KRISTINN E. Andrésson: UM ISLENZKAR BÓKMENNTIR. Ritgeröir 1. Sigfús Daöason bjó til prentunar. Mál og menning. Reykjavik 1976. 282 bls. Þaö var þarft verk aö safna bókmenntaritgerðum Kristins E. Andréssonar til útgáfu á nýjan leik. Ritgeröir hans um islenzkar bókmenntir veröa i tveim bindum og nær hiö fyrra fram til striösloka. Fyrsta greinin I bókinni er frá 1926 en hin siðasta samin 1946. Megin- hlutinn er þó frá fjórða tug aldarinnar, en þá var vegur' Kristins mestur sem ritskýr- anda og menningarfrömuðar. Árið 1935 kemur út fyrsti árgangur ritsins Rauöra penna undir stjórn Kristins, og tveimur árum siöar gengst hann fyrir stofnun bókmenntafélags- ins Máls og menningar. Var hann sem kunnugt er um langt skeið oddviti þeirra samtaka og ritstjóri Timarits þeirra. 1 sveit hans skipuðu sér margir snjöll- ustu rithöfundar þjóðarinnar á þeirri tið. Af hálfu Sigfúsar Daöasonar er vandaö til þessarar útgáfu i hvivetna. Hún vottar skylduga virðingu Máls og menningar i garð sins gengna leiðtoga og er verulegur fengur áhuga- mönnum um bókmenntir. Rit- geröasafn Kristins frá 1951, Eyjan hvita, er löngu uppselt, og auk þess er hér að finna ýmislegt sem höfundur tók ekki meö i þá bók. í merkilegri eftirmælagrein um Kristin (Timarit Máls og menningar 1973) fjallar Sigfús Daöason um sögulegt hlutverk hans i menningarlifinu. Hann lætur I ljós þá skoöun að „árin 1934-40 hafi verið mestur gæfu- timi i starfi Kristins E. Andréssonar, akme sem Grikkir kölluðu svo. Hið póli- tiska starf þessara ára verður ekki skiliö frá menningar- starfinu”, segir Sigfús: „þetta var timi samfylkingarbar- áttunnar svonefndu, bjartsýni og sigurvissa þeirrar baráttu var ómótstæöileg: henni fýlgdi ekkert nema vonir, eftirköstin ókomin. Hið sama var að segja um menningarstarfið, bók- menntastarfið, allt var fært eða yrði fært. Siðar komu aðrir timar. Það tókst ekki aö fram- Kristinn E. Andrésson. í hofi sem fyrr og siðar varð Kristni áleitið viðfangsefni: einkum má benda á hina djúpskyggnu túlkun hans á útsæ. Hér er einnig merkil. ritgerð um þjóð- félagsstöðu Guðmundar Frið! jónssonar, Styrjöld Guömundar á Sandi. Þar skortir ekkert á viðurkenningu á hinum ihalds- sama þingeyska skáldbónda. Hér má einnig nefna andheita túlkun Kristins, Gefiö lifsanda loft, um altæka mannúð séra Matthiasar. Sú ritgerð, eins og að sinu leyti erindið um ljóö Jónasar, Ég biö að heilsa, er ef til vill háspenntari en svo að falli alls kostar að nútiðar- smekk. En þessar ritsmiðar eru til marks um eldmóð Kristins og ást á bókmenntum sem gefur ritskýringum hans lif og lit. Þaö er vel að orði komizt i formála Sigfúsar Daðasonar að Jónas hafi staðið „innstur i bókmenntahofi Kristins E. Andréssonar.” Bókmenntirnar voru Kristni sannarlega helgi- dómur. Samt telur hann sig sem marxisti vera efnishyggjumann og flytur þá lifsstefnu i umsögn um Lif og dauða Siguröar Nor- dals. „Eftir minum skilningi”, öðlast rit Kristins spennu og áhrifamátt. — Aftast i bókinni, i athugasemdum, eru tekin upp nokkur orð Kristins um þessi erindi, rituð skömmu fyrir and- lát hans. Um fyrra erindiö segir: „Það skýrir tam. af hvilikum ákafa ég boöaöi Halldór Kiljan sem nýjan snilling sem þjóðin heföi eign- azt, og ekki speglar það siður útgáfustarf mitt meö þvi kappi sem þar var lagt á að gefa út úrvalsritheimsbókmenntanna á islenzku.” Arið 1932 ráðast örlög Kristins: hann „hlýðir timans kalli” eins og hann kvað sjálfur að orði á efri árum, og gerist „eldheitur kommúnisti”. Einmitt sama ár birtir hann fyrstu ritgerð sina um skáld- skap Halldórs Laxness, ritdóm uni Sölku Völku. Og nú fellur i einn streng þjóðernishyggja, mótuð undir handleiðslu Sig- urðar Nordals, hetjudýrkun Kristins og nývakinn samfélagsskilningur. Rit- dómnum lýkur með þessum orðum: „Við verðum aö óska þess að Halldór láti ekki smæð þjóðar sinnar i neinu hefta flug bókmenntanna kvæma allt það sem ætlaö var, en þaö sem var framkvæmt var mikið. Það liggur i hlutarins eðli að Kristinn E. Andrésson var um- deildur maður á þessum tima. Og enn eimir eftir af þeim deilum þegar bókmenntagagn- rýni hans ber á góma. And- stæðingar hans saka hann um kreddufestu og hlutdrægni: sagt er að honum hafi þótt litið til annarrra koma en þeirra höfunda sem stutt gætu stjórn- málabaráttu hans. Ég hygg aö menn hljóti að sjá að þetta er rangt, þegar þeir nú lesa rit- gerðir Kristins æsingalaust. Hann kunni vel að meta skáld sem að hugmyndalegri afstöðu og þjóðfélagsskoðunum voru á öndverðum meiöi við hann. Meira að segja tekst honum bezt upp þegar hann fæst við slika höfunda. Af þessu tagi eru tvær rit- gerðir um Einar Benediktsson segir Kristinn þar, „er ekkert mannlegt takmark, sem fram hefur verið sett, jafn mannúðar- fullt, jafn göfugt, jafn tignarlegt og óendanlega fagurt eins og hugsjón kommúnismans.” Hér talar sannur trúmaður. Fremst i bókinni standa tveir fyrirlestrar sem ekki hafa verið prentaöir fyrr, fluttir 1927 og 28: Brot úr ræöu um snillinga og Um innblástur. Þeir eru merkilegir sökum þess aö þeir sýna hugmyndir Kristins áður en hann gengur marxismanum á hönd. Má sjá hve rómantisk hetjudýrkun og trúarkennd eru honum rik i huga. 1 samleik þessa og kennisetninga marx- ismans sem hrifu hann til sin, sitt, að hann haldi sina eigin leið, hugreifur og djarfur svo sem gert hefur hingað til, og mæli sig eingöngu við stór- menni. Hins vegar væri þaö sómi þeirrar kynslóðar sem Halldóri er samferða og honum er skyldulaust, að efla hann til höfðingja. Viö höfum ekki efni á þvi að draga stórskáldið niður. Smáskáld veröa alltaf nóg til.” Kristinn gekk siðan svika- laust fram I þvi aö „efla Halldór til höfðingja”. I þessu safni eru, auk fyrrnefnds ritdóms, tvær greinar um Sjálfstætt fólk, snörp ádeila vegna skrifa Jón- asar Jónssonar frá Hriflu um þaö verk, og loks rækilegur rit- dómur um fyrri helming Heims- ijóss. 1 hinum langa kafla um Halldór i bókmenntasögu sinni dregur Kristinn siðan saman á einum stað mat sitt á forystu- hlutverki Halldórs. Það er svo önnur saga að mat Kristins á Halldóri átti fyrir sér að breytast eftir að skáldið tók sinnaskiptum. Kristinn var ódeigur baráttu- maður fyrir „sina menn” og tók jafnan svari þeirra ef á þá var hallað. Á þjóðstjórnarárunum voru miklar viðsjár með mönnum og hart barizt I menningarlifinu. Þá skrifar Kristinn hvassa árásargrein, „Grasgarður forheimskun- arinnar”. Þar teflir hann fram róttækum skáldum gegn borgaralegum stjórnmála- mönnum og gæðingum þeirra. „Valdhafarnir eru hræddir”, segir i greinarlok, „en rót- grónust er hræðslan við skáldin. Þeir vita um mátt skáldanna, mátt listarinnar og bókmennt- anna til þess að glæða hugsjónir hennar, réttlætisvitund og sið- gæði, tendra hetjuskap og mann- dóm Meðan beztu skáldin fá að tala frjáls til þjóðarinnar, verður hún ekki hrakin út i kvik- syndi forheimskunar”. Vitanlega verða menn að lesa deilugreinar af þessu tagi með varúð. En þær eru ekki siðri vitnisburður um sjónarmið Kristins, óbilandi trú hans á félagslegan mátt orðlistarinnar, en beinar bókmenntatúlkanir. Hann ber jafnan merkið hátt: lágkúrulegt nart i garð and- stæðinga er ekki til i ritsmiðum hans. A vorri tið eru hugmyndir manna um skáldskap og sam- félag með öðrum hætti en þær sem fram koma i ritgerðum Kristins E. Andréssonar. Bjart- sýnin, rómantikin og sann- færingarkrafturinn hafa látið undan siga. Efahyggja og van- máttarkennd sem setur svip á mikið af islenzkum skáldskap eftir strið var eitur i beinum Kristins eins og siðari rit hans bera vitni um. En á þvi skeiði sem þessi bók tekur yfir var starf hans og málflutningur i fullu samræmi við tiðarandann. — Ritgerðir Kristins hafa ekki einungis heimildagildi um hug- myndalega afstöðu á hans tið. Hinar beztu þeirra hygg ég að muni lengi standa i fremstu röð bókmenntaskýringa á voru máli. Gunnar Stefánsson bókmenntir Heimildarrit um baróttu 30. marz 1949. Innganga tslands i Atlantshafs- bandalagiö og óeiröirnar á Austurvelli. Baldur Guölaugsson. Páll Heiöar Jónsson. Bókaútgáfan örn og örlygur. Þetta er mikiö rit, enda mikil saga, sem það flytur. Hér er nefnilega gerð grein fyrir stofn- un Atlantshafsbandalagsins og tildrögum þess. Utanrikismál tslendinga og ágreiningur um meginstefnu i þeim á 5. tug aldarinnar veröur eðlilega verulegur hluti af efni ritsins. Sjálfsagt hefði mátt segja þá sögu i styttra máli, en hérhafa menn viljaö styðja frá- sögnina þeim dæmum og tilvitn- unum, að ekki væri um að vill- ast. Og auðvitað skiptir mestu, að bókin er trúverðug. Hið eina, sem ég finn athuga- vert við notkun heimilda i allri þessari frásögn, er i sambandi við túlkun á minnisgreinum Bandarikjamanna og ályktun- um þeirra. Þannig segir t.d. á bls. 24, aö komið hafi i ljós á ár- inu 1946, að framsóknarmönn- um hafi snúizt hugur frá þvi að Bandarikin mæltust fyrst til herstööva i 99 ár. Þetta mun Bandaríkjamönnum hafa fund- izt vera vegna þess, sem þeir hafa imyndað sér og talið sig vita áöur en framsóknarmenn höföu nokkra ákvörðun tekiö. Ég var á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins þar sem þau tilmæli voru fyrst kynnt, og ég tel mig muna það rétt, aö þar var aðeins einn maður, sem mælti með þeim tilmælum. En þar sem fram kemur i þessari bók, að Bandarikjamenn hafi talið hann bezta vin sinn á Is- landi, er ekki óliklegt, að vonir þeirra um viðbrögð Fram- sóknarflokksins hafi valdiö þvi, að þeim fannst, að um hughvörf væri að ræða, þegar á reyndi. Ég tel það alveg úr lausu lofti gripiö. Minnst er á, að gerður hafi verið aösúgur að nokkrum for- ingjum Sjálfstæðisflokksins haustið 1946 i sambandi viö um- ræður um Keflavikursamning- inn. Sjálfstæðismenn höfðu þar fund, en andstæðingar samningsins höfðu fund i barna skólaportinu og þaðan var farið á Austurvöll. Ég var staddur á Austurvelli og ekki langt frá dyrum Sjálfstæðishússins. Lög- regluþjónar með gasgrímur stóðu í röð meðfram Lands- simahúsinu. Þá var það, sem Bjarni Benediktsson leitaði út- göngu. Ólafur Thors kom i dyrnar á hæla honum. Bjarni gekk eins og frjáls maður út i mannþröngina. Þar var hann i vargakjöftum. Hatturinn hvarf af höfði hans. Hendi var gripið i hálsmál hans að aftan og hert að, og rifið var i hár hans. Hvaö orðið hefði veit sjálfsagt enginn, ef lögreglan hefði ekki náð að kippa honum til baka. Siöan geröi lögreglan manngengt bil aðbakiséryfir i Landssimahús- ið og skaut þeim félögum þang- að. Fram af þvi varð mönnum ljóst, að ekki myndi fleira for- vitnilegt gerast þarna og safnaðurinn leystist upp. Þetta er nú rifjað upp vegna þess, að i plöggum frá sendi- herra Bandarikjanna ersagt, aö eftir þetta hafi forsætisráðherra taliö „aö lifi sinu og samherja sinna væri ógnaö.” Þessar æs- ingar og ofbeldisaðgerðir hafa e.t.v. haft meiri áhrif enifljótu bragði verður séö, og þá nei- kvæö fyrir þá, sem ætlunin var að styrkja. Hér er ekki ástæða til að fjöl- yrða um atburðina 30. marz. Ég held, að þeim sé lýst svo vel sem verða má, eða þvi sem næst. Þó finnst mér, að ekki komi fylli- lega tilskila hversu sumir voru i uppnámi strax að morgni. Orðaskipti þingmanna eru ekki öll skráð i þingtiðindum. Þegar Einar Olgeirsson var að tala um, að alþingismenn væru sviptir málfrelsi, sagði Stefán Jóhann, að hann væri alþingis- maður’Rússa, en Einar svaraði hiklaust: ,,Ég er islenzkur al- þingismaður. Sjö þúsund Reyk- vikingarkusu migá þing. En þú ert andskotans uppbótarþing- maður, sem svindlaðir þig inn á þing á örfáum atkvæðum norður i Eyjafirði.” Stefán var kosinn af rööuðum landlista, eins og þá var löglegt. Mér hefur jafnan fundizt, að umræður sumra blaðanna eftir 30. marz væru ekki til sóma. Mér fannst þá, að hvorra tveggja menn tækju þvi fagn- andi, ef þeir gætu kennt hinum um meiðsli og voðaverk, og hefðu jafnvel óskað þess, að meira hefði falliö til af sliku. Það er gott, að þessi saga er nú rakin. Af henni má ýmislegt læra, þó aö aldrei verði sagt hvað orðið hefði, ef önnur leið hefði verið Valin. Ég hygg, að hér sé saman komið flest það, sem máli skipt- ir um þessa sögu. H.KR.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.