Tíminn - 10.12.1976, Page 15

Tíminn - 10.12.1976, Page 15
Föstudagur 10. desember 1976 15 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15(forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.50 Morgunstund barn- anna kl. 8.00: Sigrún Sigurðardóttir les spánskt ævintýri „Prinsessan sem fdr á heimsenda” i þýðingu Magneu J. Matthiasdóttur. Siðari hluti. Tilkynningar . kl. 9.30 Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriöa. Spjallað við bændurkl. 10.05 Óskalög sjúklinga kl. 10.30: Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Lögg- an sem hló” eftir Maj Sjö- vall og Per Wahlöö 15.00 Miðdegistónleikar Kohon-kvartettinn leikur Strengjakvartett i g-moll op. 19 eftir Daniel Gregory Mason, byggðan á negra- lögum. Stanley Black og Hátiðarhljómsveit Lundúna leika „Rhapsodie in Blue” eftir George Gershwin: Stanley Black stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn 17.30 (Jtvarpssaga barnanna: „Óli frá Skuld” eftir Stefán Jónsson Gisli Halldórsson leikari les sögulok (21). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. ' 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar ki. 19.35 19.20 Landsleikur i handknatt- leik Þýzka alþýðulýöveldiö — Island. Jón Asgeirsson lýsir siðari leiknum i Aust- ur-Berlin. 19.55 Þingsjá Umsjón: Kári Jónasson. 20.25 Fiðlukonsert i D-dúr eft- ir TsjaikovskiLeonid Kogan og hljómsveit Tónlistarhá- skólans i Paris leika: André Vandernoot stjórnar. 21.00 Myndlistarþáttur i um- sjá Þóru Kristjánsdóttur. 21.30 (Jtvarpssagan: „Nýjar raddir, nýir staðir” eftir Truman Capote Atli Magnússon lýkur lestri þýðingar sinnar (15). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Ljtíðaþátt- ur Ums jónarm aðu r : Njörður P. Njarðvik. 22.40 Afangar Tónlistarþáttur i umsjá Asmundar Jónsson- ar og Guöna Rúnars Agnarssonar. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Prúðu leikararnir Breskur skemmtiþáttur, þar sem leikbrúöuflokkur Jim Hensons sér um fjörið. Gestur i þessum þætti er Ruth Buzzi. Þýðandi Þránd- ur Thoroddsen. 21.05 Kastljós Þáttur um inn- lend málefni. Umsjónar- maður Guðjón Einarsson. 22.05 öll sund lokuð (He Ran AU The Way) Bandarisk biómynd frá árinu 1951. Aðalhlutverk John Garfield og Shelley Winters. Nick rænir miklu fé, sem ætlað er til greiðslu launa. A flóttan- um veröur hann lögreglu- manni að bana, en kemst undan og felur sig i al- menningssundlaug. Þar hittir hann unga stúlku og fermeð henni heim. Myndin er ekki við hæfi barna. Þýð- andi Ingi Karl Jóhannesson. 23.20 Dagskrárlok Hinrik konung konur hans Eftir Paul Rival eignazt með Bessie Blount, hann gerði vel við Bessie f járhagslega, og var undrandi að hann skyldi hafa elsk- að hana, nú hafði hann samúð með eiginmanni hennar, hinum dugmikla Taillebois, sem átti barn með Bessie sinni á hverju ári. Hinrik hálf leiddist, hann dansaði, lék tennis, glímdi, iðkaði burtreiðar með Georg Boleyn, Norris og f leiri vin- um AAaríu, Hann ræddi alvarleg mál við Wolsey og lagði kænlegar snörur fyrir hann. Svo kom Anna aftur, hann sá hana sjaldan á daginn, þá var hún að skemmta sér með hinum ungu vinum sínumr En Hinrik hlustaði stöð- ugt eftir rödd önnu, hann þekkti ávallt hinn snögga hlát- ur hennar, sem hafði svo djúp áhrif á hann. Hinrik heyrði fleiri raddir, sem blönduðust rödd önnu, bæði kvenna og karla, honum leiddist þær raddir, þó hafði hann talið sér trú um að honum þætti vænt um þessa sömu ungu menn, sem hann fyrirleit nú. Svo undraðist hann sínar eigin hugsanir, hvernig datt honum í hug að Anna hefði áhuga á þessum óþroskuðu og sálarlausu mönnum? Gat nokkuð verið heimskulegra en þessir ungu piltar, þeir voru að vísu bjarteygðir og mjúkir í hreyfingum, en Anna var eins og andvarinn, það var ekki hægt að festa hendur á henni f rekar en sumarþeyn- um í skóginum. Wolsey á föður Percys, til aðstoðar og þeir hóuðu saman nokkrum vinum og á þá ráðstefnu var Percy teymdur, þar var hann mógaður og beittur valdi og vinirnir létu sitt ekki eftir liggja, allir gerðu þeir hróp að Percy, þar til hinn ógæfusami piltur gafst upp. Þessi samkunda minnti Percy á að hann hafði verið trúlofaður annarri stúlku, þegar hann var f jórtán ára og henni létu þessir menn hann kvænast, þá á stundinni, Percy tregaði Önnu, þar sem hann lá í örmum hinnar undrandi litlu brúðar. Svo var Percy sendur til f jarlægrar setuliðsstöðvar. En Anna tárfelldi ekki, hún yfirgaf hirðina og fór til Hever. Anna fyrirleit karlmenn, Percy fyrir lítii- mennsku og Wolsey fyrir að hafa dirfzt að láta liggja að því að hún væri ekki nógu góð eiginkona handa manni af Northumberland ættinni, hún, sem hafði konungablóð í æðum. Hún hataði líka Howard frænda sinn og föður sinn, fyrir að hafa ekki hjálpað henni. Allir karlmenn voru hræddir við þennan feita konung og ekki voru kon- urnar skárri, móðir hennar og systir höfðu seít sig þess- um konungi. Anna ákvað að koma f ram hefndum ein og óstudd. Hinrik horfði á eftir önnu, þegar hún fór, hann harmaði brottför hennar, en snéri sér aftur að AAaríu. Hinrik lá andvaka, eins og Percy, en hann grét ekki, nú gerði hann sér miklar vonir, sem hann gladdi sig við. Percy. Pavía. Svo kom að því að Hinrik sá að Anna var orðin breytt, hún forðaðist hann og neitaði að dansa, hún virtist vera búin að fá ógeð á tónlist, þegar Hinrik svo skipaði henni að syngja, þá varð hann f urðu lostinn, þegar hann heyrði ástriðuþungann í rödd hennar, söngur önnu hafði ætíð glatt Hinrik, en nú varð hann órólegur, þegar hann hlust- aði á hana, honum varð Ijóst að Anna var orðin ástfang- in. Hún sat þögul og niðurlút, hún var feimin en samt var eins og einhver Ijómi umlyki hana. Anna var heitbundin, ungi maðurinn var leiðinlegur, klaufalegur, þunglyndur og kjarklaus, hann var aðeins tvitugur, ætt hans var hágöfug, næstum konungleg. Hann var stórauðugur og það var sagt að hann bæri of ur- ásttil önnu, þetta var Percy Northumberland. Hann var ákjósanlegur eiginmaður fyrir stúlku, sem var eins viljasterk og Anna. „Hann mun frelsa hana frá fjöl- skyldu hennar," hugsaði Hinrik með sér, „frá þessari ráðríku f jölskyldu, Anna mun vef ja þessum manni um fingur sér, hún mun taka sér elskhuga, ef henni býður svo við að horfa, ef til vill mig. En hún er ef til vill ást- fangin af Percy, hver skilur þessar ungu meyjar? hvað veit ég svo sem um hana? eða um Percy? hún mun fara með honum til einhvers f jarlægs kastala og ég sé hana ekki f remar. Svo má vel vera að hún verði kyrr við hirð- ina, svo allir megi vera vitni að hamingju hennar. Þá mun hún syngja og dansa, þegar hún kemur beint úr faðmi Percys, það getur svo sem vel verið að hún gef ist mér, og það verður enn sárara, því þá verð ég að leita að þeirri saurgun, sem hún hefur hlotið." Hinrik var þá þegar farinn að leita að þessum bletti á sakleysi önnu. Hann þráði að faðma hinn granna líkama hennar, að loka þungum augnlokum hennar með koss- um, svo hún sæi Percy ekki, og að loka vörum hennar með kossum, þá gat hún ekki andað að sér sama lofti og Percy. En Anna virtist ekkert skilja, Hinrik var orðinn óþolin- móður, hann skildi ekki sakleysi hennar og barnaskap, honum fannst framkoma hennar sviksamleg, ef til vill var ást hennar á Percy líka blandin táli. Allt, sem Anna gerði, særði Hinrik, meira að segja hinar löngu þagnir, sem hún svo rauf allt í einu með þessum snöggu hlátrum, augu hennar særðu hann líka, honum fannst blik þeirra, koma sér i bál. Skyldi Anna ekki hafa skipulagt alla sína hegðun, með það fyrir augum að fá hann til að tjá henni ástsína? fyrirleit hún hann, ef til vill fyrir einurðarleys- ið, fyrir að þora ekki að taka hana, hann, hinn volduga og yf irvegaða mann. En samt þorði hann ekki að eiga neitt á hættu. Þegar Anna var nærstödd, þá var Hinrik óf ram- færinn hann minntist ekki á þessi mál, hvorki við Elísa- betu né AAaríu, þess í stað sendi hann eftir Wolsey, og skipaði honum að f jarlægja Percy. Og ekkert var auð- veldara, því Percy, hafði verið þjónn Wolseys, f rá barn- æsku og Wolsey hafði agað hann, því var Percy hræddur við Wolsey. Wolsey sendi eftir Percy og sagði honum að hann yrði að slíta trúlofun þeirra önnu, Percy var afar ástfanginn, en hann reyndi ekki að veita viðnám. Hann kraup á kné, bullaði og grét, en hafði minna en engin áhrif á Wolsey. Þá lét Percy undan og hét hlýðni, svo reyndi hann að taka loforð sitt til baka. Þá kallaði Enn áttu þeir konungarnir Karl og Francis í ófriði. Keisaradæmið var að liðast í sundur, vegna þessa stöð- uga ófriðar gegn Frökkum. Allir á Englandi vonuðu að Karl yrði sigursæll, að þeim Hinrik og Wolsey undan- skildum, Wolsey þyrsti i hefnd, en Hinrik var á báðum áttum, hann ætlaði sér að vera með þeim er bæri sigur úr býtum, vandinn var því í því fólginn að sjá fyrir hvor yrði sterkari. Wolsey hafði stöðugt samband við f ranska sendimenn, Hinrik vissi það, en lét það afskiptalaust. Um haustið 1525, leit út fyrir að Frakkar sigruðu, þá gerðu herir Karls, árangurslausa tilraun til innrásar í Provence og urðu að hörfa yfir fjöllin Francis veitti þeim eftirför og náði AAílanó aftur. En hinn fríði sigur- vegari var léttúðugur, hann hafði mikla persónutöfra, hugmyndaflug og var hugrakkur, slíkt nægir þó ekki i hernaði, þá ríður á að vera einbeittur. I febrúar 1526, beið Francis ósigur, við Pavta, því hefði hann þó getað komizt hjá. Þar var Francis tekinn til fanga og skilinn eftir í ítölsku fangelsi til vors, þá skipaði Karl að f lytja hann til AAadríd. Þar var hans stranglega gætt, hann var látinn dvelja í þröngu turnherbergi. Englendingar fögnuðu óförum Frakka. Hinrik var nú laus við efasemdir sínar og var því ákaflega ánægður. ..Haustið er eins og nokkurs konar stuðari. Jói.... Það varnar þvi að veturinn skelii allt i einu aftan á sumarið.” DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.