Tíminn - 22.12.1976, Page 1
Sýslumannsembættið í Borgarnesi skal borið út — sjá bak
x „ Jængir?
Áætlunarstaðir:
Bíldudalur-Blönduós-Búðardalur
Flateyri-Gjögur-Hólmavík
Hvammstangi-Rif-Reykhólar
Sigluf jörður-Stykkishólmur
Súgandaf jörður
Sjúkra- og leiguflug
um allt land
Símar:
2-60-60 oq 2-60-66
290
. tölublað—Miðvikudagur22. desember—60. árgangur J
BARÐA
BRYNJUR
Sfðumúla 21 — Sími 8-44-43
LANDVELAR HF
„Geri mig
ánægðan
með svör
bankanna,
a.m.k. í bili"
— segir Hrafn Bragason umboðs-
dómari í ávísanakeðjumálinu
Gsal Reykjavík— Ég er
búinn aö fá þessi svör
f rá bönkunum og ætli ég
geri mig ekki ánægðan
með þau í bili að
minnsta kosti, sagði
Hrafn Bragason um-
boðsdómari í ávisana-
keðjumálinu í samtali
við Timann í gær.
Hrafn kvað annars litið að
frétta af gangi rannsóknarinn-
ar, búið væri að visu að vinna
úr upplýsingum af tékkunum i
Seðlabankanum og gata þær á
spjöhl fyrir tölvuúrvinnslu.
Hrafn sagði, að hann vildi
litið tjá sig um það, hvort
hann væri farinn að sjá fyrir
endann á rannsókninni, en
kvaöst myndi efna til fundar
með fréttamönnum milli jóla
og nýárs og greina þar frá
gangi rannsókparinnar.
4
Því miður —
rauð jól í ár
HV-Reykjavik.— Þvi miður,
litlar likur á jólasnjó i ár, en
þó má alltaf vona, enda þarf
litið að breytast til að ein-
hver föl komi á jörð. —
Þetta voru viðbrögð
Veðurstofunnar i gærkvöldi,
þegar við inntum eftir þvi
hvernig jólaveðrið yrði.
Mestar likur eru taldar til
þess að veðrið haldist eins og
það var i gær — rólegt og
sviptingalaust. 1 það
minnsta gerir nýjasta spáin,
sem nær fram á Þorláks-
messu, ekki ráð fyrir
breytingum.
Þá er að hafa það. Rauð jól
i ár. Enda hefur verið litið
um snjó það sem af er vetri.
Varla að fót hafi á fest.
Timamynd Róbert.
Átta milliónir innheimt
m* lé+tJL C!— atfL!^! sektmnor, sem er
Ql ll|d diguroimi einungis refsiupphæð
HV-Reykjavík —
Það er misskilning-
ur, að í þessari sex
miiljón króna sekt,
sem Sigurbjörn Ei-
riksson var dæmdur
til að greiða, felist
söluskattur, eða
önnur opinber gjöld
þau, er hann hefur
komizt hjá að
greiða. Þarna er
einvörðungu um að
ræða refsisekt, en
innheimtur þær,
sem staðið hafa
gegn honum, halda
áfram sinn veg,
sagði Haraldur
Henrýsson, saka-
dómari, i viðtali við
Tímann i gær.
Auk þeirrar sex milljón
króna sektar, sem um
ræðir, verður Sigurbjörn
þvi að greiða, eftir sem
áður, rúmlega átta millj-
ónir króna f vangoldin op-
inber gjöld. Þar er um að
ræða krónur 3.484.694.00 i
vangoldinn söluskatt,
sem hann var ákærður
fyrir að hafa dregiö und-
an á timabilinu 1. janúar
1970 til 1. október 1972,
svo og krónur 4.745.499.00
i tekjuskatt og útsvar,
sem hann var ákærður
fyrir að hafa komizt hjá
að greiða með þvi að van-
rækja að telja fram til
skatts fyrir skattárin 1970
og 1971.
Þá var Sigurbirni einn-
ig gefið að sök að hafa
vanrækt skil til skatt-
stjóra á lögboðnum
skýrslum, það er launa-
framtölum um starfslaun
i veitingahúsum þeim,
sem hann rak árin 1970 og
1971, þar á meðai laun
framreiðslumanna. Sam-
tals námu laun þessi
krónum 29.598.605.00.
Þessi upphæð er þó ekki
skatlur, sem hann hefur
svikið undan, eins og viða
hefur verið talið, vegna
misskilnings. Viðkom-
andi starfsfólk gaf þessi
iaun sin upp til skatts á
réttum tima, og i dómi
þeim, er felldur var yfir
Sigurbirni i sakadómi
Reykjavikur siðastliðinn
mánudag, segir að hið
opinbera hafi ekki borið
skaða af þessari vanrækslu.
Ekki tekið tillit til óska vagnstjóra SVR — sjó Víðavang bls. 3