Tíminn - 22.12.1976, Side 3
Miðvikudagur 22. desember 1976
3
__________Wimwm_____
Ef útflutningsbótum
yrði hætt myndu
tekjur meðalbónda
lækka um 340 bús.
Skot-
færö
um aBSt
land
F.I. Reykjavík. — Þaö er al-
veg skotfærð um landið
miðað við árstimann og
hringvegurinn lokast ekki
nema á Vestfjörðum um
Þorskafjarðarheiði, sagði
Sverrir Kristjánsson hjá
Vcgaeftirliti rikisins, er við
spuröum hann frétta af færð-
inni svona síðast i desember.
Fært er til ísafjarðar fyrir
stærri bila og ágætis færð er
um Norðurland allt austur á
Vopnafjörð með ströndum.
Þessar venjulegu heiðar,
Axarfjarðarheiði og Lág-
heiði eru ófærar. Einnig er
ófært um Möðrudalsöræfi og
Jökuldalsheiði og Breiðdals-
heiði er ekki talin fær.
Frá Akureyri er ágætlega
fært um Dalsmynni til
Vopnafjarðar át fyrir Sléttu
og engin hindrun er um Odd-
skarð og Fjarðarheiði til
Reykjavikur.
MÖ-Reykjavik — Þegar ég var
sjöára, fann ég kort af Evrópu og
sá þá iitla eyju iengst norður i
hafi, fjarri öllum öðrum löndum.
Þá ákvað ég að fara þangað, en
þessi eyja var Island. Og nú er ég
komin og hef verið hér á annað ár
og likar ljómandi vel við land og
þjóð. Þetta segir ung brezk
stúlka, sem i haust réðist til
Lárusar bónda I Grimstungu og
sinnir verkum bæði úti og inni,
eftir þvi, sem til fellur, enda eru
þau Lárus nú tvö ein i Grims-
tungu og þvi nóg að gera.
Eg kalla hana Mariu, segir
Lárus, og þetta er einn sá bezti
vetrarmaður, sem ég hef haft.
Hún er áhugasöm um að gera
hlutina eins og ég vil, að þeir séu
og er fljót að ná réttu tökunum á
skepnuhirðingunni, þótt hún hafi
aldrei áöur komiö nærri slikum
hlutum.
Maria hefur lokið BA prófi frá
háskólanum i Ulster áírlandi, en
þar hefur hún átt heima um skeið.
Hún ætlar sér að halda áfram að
læra siðar, en er ekki ákveöin
hvenær, eða hvaö hún muni
leggja stund á.
Hún kom til Islands til þess aö
læra Islenzku, en áður hafði hún
lært forníslenzku við háskólann I
Ulster. Nú les hún mikið og m.a.
er hún búin að lesa Vatnsdælu.og
einnig hefur hún lesið Grett-
is-sögu. Hún sagöi, að það væri
mun skemmtilegra að lesa þessar
sögur, og hún kæmist i betra sam-
band við þær, með þvi að dvelja á
sjálfum söguslóðunum. T.d. eru
Þórhallsstaðir þar sem Grettir
glimdi við Glám, skammt fyrir
framan Grimstungu.
Maria sagði, að sér llkaði mjög
vel að dvelja úti I sveit á tslandi. í
fyrra vetur var hún I Reykjavik
og jafnframt þvi að læra fslenzku,
kenndi hún ensku þar. t sumar
dvaldi hún siöan norður I Eyja-
firði.
Ekki hefur hún ákveðið enn,
Framhald á bls. 19.
MÓ-Reykjavík — Ef engar út-
flutningsbætur hefðu verið
greiddar i ár, en útflutningur bú-
vara óbreyttur og sama verö
hefði fengizt fyrir afurðirnar, þá
hefðu bændur orðið aö taka á sig
að meðaltali um 340 þús. kr.
kjaraskerðingu miðað við það,
sem þeim er ætlað að fá fyrir af-
urðirnar samkvæmt verðlags-
grundvellinum. Það þarf þvi að
finna aðra leiö en afnám útflutn-
ingsbóta, ef tryggja á bændum
sambærilegar tekjur og öörum
stéttum, ségir i frétt frá upplýs-
ingaþjónustu landbúnaðarms.
Þá segir einnig, að ýmsar leiðir
hafi veriðreyndar I þeim löndum,
sem hafa framleitt of mikið fyrir
innanlandsmarkað og orðið að
flytja landbúnaðarafurðir út fyrir
lægra verð en kostnaðarverð. En
flestar þjóðir hafa orðið að greiða
það, sem á vantar úr sameigin-
legum sjóðum, til þess að bændur
fengju fullt verð fyrir sina fram-
leiðslu.
Samkvæmt skýrslu þjóðhags-
Bændur.........
Verkamenn......
Iðnaðarmenn ....
Sjómenn........
Opinberir starfsm
stofnunar hafa bændur mun lægri
tekjur en aðrar stéttir þjóöfélags-
ins og þvi mega þeir ekki við
slikri tekjuskerðinu, er af niður-
fellingu útflutningsbóta leiddi.
Hér verður birt yfirlit um meðal-
brúttótekjur kvæntra karla eftir
starfsstéttum f nokkur ár, en upp-
hæðirnar eru i þúsundum króna.
1965 1969 1973 1974 1975
199 233 694 969 1.223
207 291 794 1.155 1.536
239 340 937 1.381 1.819
.336 386 1.101 1.536 2.003
271 407 1.091 1.594 2.017
ávíðavangi
Gagnrýni d SVR
Ekki alls fyrir löngu bar
fulltrúi Framsóknarflokksins i
stjórn SVR, Leifur Karlsson,
fram rökstudda gagnrýni á
ýmsa þætti varðandi rekstur
fyrirtækisins. M.a. gagnrýndi
hann harölega þau vinnu-
brögð, að emnættismenn i
borgarkerfinu tækju ákvarð-
anir upp á eigin spýtur, án
samráðs við kjörna stjórn
SVR, i veigamiklum málum,
sem tvimælalaust heyra undir
starfssvið stjórnarinnar.
Þannig benti Leifur Karlsson
á, aö svo virtist sem forstjóri
SVR og gatnamálastjóri heföu
samiö um það sin á milli, að
vagnar SVR yrðu ekki með
neglda hjólbarða i vetrarfærð-
inni. Aöur hafði Leifur fariö
þess á leit við forstjóra SVR,
aö öryggisútbúnaður vagna
SVR yrði sérstaklega ræddur
á stjórnarfundi SVR, en þaö
var álit Leifs, að stórhættulegt
væri að hafa vagnana án
negldra hjólbarða.
SVR-bílstjórar
dlykta
Nú hafa
vagnstjórar
SVR tekið
undir þessa
gagnrýni
Leifs Karls-
sonar og sent
frá sér harð-
orða ályktun
til stjórnar
SVR, þar sem
þeir benda á hina geysilegu
hættu, sem skapist i umferð-
inni, þegar allt að 50 stórir
strætisvagnar séu i umferð-
inni, algerlega vanbúnir til
aksturs i hálku. Segjast vagn-
stjórarnir hafa margsinnis
bent á nauðsyn þess, að vagn-
arnir verði búnir negldum
hjólbörðum. Loks segja vagn-
stjórarnir i álykun sinni, að
vegna hættunnar, sem stafi af
vögnunum i umferöinni, eins
og nú sé ástatt, lýsi þeir ailri
ábyrgö á hendur stjórn SVR
og áskilji sér rétt til að stöðva
akstur á þeim leiðum, sein
viðkomandi vagnstjórar telja
ófærar.
Talað fyrir
daufum eyrum
Þvi miður fékk gagnrýni
Leifs Karlssonar litlar undir-
tektir i stjörn SVR. Meirihlut-
inn sló úr og I og ekkert var
aðhafzt. Nú er þess hins vegar
að vænta, þegar vagnstjörarn-
ir sjálfir hafa lýst skoðunum
sinum með jafnkröftugum
hætti, aö meirihlutinn sjái að
sér og taki tillit U1 jafnsjálf-
sagðra ábendinga og fram
koma i máli vagnstjóranna og
Leifs Karlssonar.
Góð samvinna
nauðsynleg
Annars er það alvarlegt
mál, þegar einstaka embætt-
ismenn i kerfinu taka sér
bessaleyfi til ákvarðanatöku I
máli eins og þessu. Ef illa
tekst til, beinist gagnrýnin
ekki fyrst og fremst aö við-
komandi embættismönnum
heldur stjórn fyrirtækisins.
Margt gott má segja uni
rekstur SVR undir stjórn
Eiriks Asgeirssonar forstjóra.
En ekki er óeölilegt, þegar
reyndir vagnstjórar hjá fyrir-
tækinu, koma með ábending-
ar, að á þær sé hlustað og tillit
sé tekiö til þeirra. Góð sam-
vinna stjórnenda SVR og
starfsmanna er afar nauösyn-
leg og raunar grundvöllur
þess, aö f>rirtækiö geti veitt
þá þjónustu, sem til er ætlazt,
að þaö veiti. Abendingar far-
þega cru ekki siður þýðingar-
miklar i þessu sambandi, og
er áriðandi, að stjórnendur
SVR leggi vel við hlustirnar,
þegar ábendingar heyrast frá
þeim, þó að vitaskuld sé ekki
hægt að verða viö öllum ósk-
um. —a.þ.
Vetrar-
maðurinn
í Gríms-
tungu
— með BA
próf fró
írskum
hóskóla
Hún er brezk, með próf frá Irskum
háskóla, hefur kennt á Spáni og er
nú ráðskona og vetrarmaöur hjá
Lárusi I Grimstungu.
Ráðskonan hellir i kaffibollann hjá Lárusi.