Tíminn - 22.12.1976, Side 17

Tíminn - 22.12.1976, Side 17
Miövikudagur 22. desember 1976 17 V Hörður aftur í herbúðir Stjórn Knattspyrnusambands ís- lands hefur nú haft samband viö Tony Knapp landsliösþjálfara — og kannaö hvort hann sé ekki til- búinn aö koma aftur og ljúka verkefni því, sem hann var byrj- aöur á sl, keppnistimabil — þ.e.a.s. aö stjórna landsliöinu I HM-keppninni gegn N-trum, Hol- lendingum og Belgíumönnum, og undirbúa landsliöiö fyrir þessa leiki. K.S.t hefur sent Tony Knapp skeyti, þar sem þeir fara fram á, að hann komi fljótlega upp úr áramótum hingað til lands til við- ræðna. Þá er stjórn K.S.l að kanna það, hvort Knapp sé ekki tilbúinn að þjálfa einnig Fram- -liðið, samhliða landsliðinu. Eins og við höfum sagt frá, þá !ét Knapp iljós áhuga s.l. sumar á að þjálfa Fram-liðið, sem hann taldi mjög vel agað og liklegt til af- reka. Astæðan fyrir þvi að stjórn K.S.Í er nú að kanna hvort Knapp sé reiðubúinn að þjálfa bæði landsliðið og Fram, er sú að með þvi þarf stjórnin ekki að borga honum eins mikil laun og sl. keppnistimabil, en þá fékk hann 2,9 milljónir i laun hjá K.S.t. Ef Knapp þjálfar einnig Fram-liðið, þá sér stjórn K.S.l. fram á tölu- verðan sparnað — þar sem launa- TONY KNAPP greiðslan til Knapp skiptist þá á milli K.S.t. og Fram. Þess má geta að Framarar hafa mikinn áhuga á að fá Tony Knapp sem þjálfara. Vals? Valsliðið mun styrkjast mikið við endurkomu hans HÖRÐUR Hiimarsson, fyrrum fyrirliði íslands- meistara Vais i knatt- spyrnu, mun að öllum likindum ganga aftur i raðir Valsmanna og leika með liðinu næsta keppnistimabil. Hörður sem lék með KA-liðinu á Akureyri i 2. deild sl. keppnistimabil, hefur verið lykilmaður hjá Valsliðinu undanfarin ár. Hörður er einn sterkasti mið- vallarspilari okkar — afar leikinn og skemmtilegur leikmaöur og mjög útsjónarsamur aö byggja upp sóknarlotur. Höröur var fastamaður i landsliöinu 1973 og 1974, en missti sæti sitt í liöinu þegar hann hóf aö leika meö KA-liðinu sl. sumar. HöRÐUR...einn leiknas leikmaðurinn i Islenzki knattspyrnu sést hér I lei á Laugardalsvellinum Það er ekki aö efa aö tiorour mun koma til meö að styrkja Valsliðið mikið, og þá má búast við þvi, aö hann nái aö vinna sér sæti f landsliðshópnum, sem fær mörg verkefni næsta sumar — 7 landsleiki. Hörður hóf að leika með Vals- Iiðinu 1971 og skoraöi hann alls 6 1. deildarmörk meö liðinu þann tima sem hann lék meö þvi. Björgvin B|örgvinsson — línumaðurinn snjalli úr Víking, sést hér skora mark gegn Dönum (Tímamynd Gunnar) Tony Knapp ófram með landsliðið? KSÍ óskar eftir því, að hann komi til Reykjavíkur til viðræðna ★ Þjálfar Knapp einnig Framliðið? Ormond áfram með Skota WILLIE Ormond, hinn kunni einvaldur skozka lands- liðsins I knattspyrnu mun stjórna skozka landsliöinu til 1980. Gengið var frá endurráöningu Ormond í gær- kvöldi. Ormond tók við skozka landsliöinu af Tommy Docherty, framkvæmdastjóri Manchester United, fyrir fjórum árum. Hann stjórnaöi skozka landsliöinu sem lék I HM-keppninni i V-Þýzkalandi 1974, og nú hefur hann sett stefnuna á Argentinu 1978. Undir stjórn Ormond hefur Skotland leikið 38 landsleiki — unniö 17, gert jafntefli I 8 og tapað 12. Skotar hafa skorað 52 mörk i þessum leikjum, en fengið á sig 38. Vi—I ———— 100. lands- leikurinn — í knattspyrnu gegn Svfum islendingar munu lcika sinn 100. landsleik f knatt- spyrnu næsta sumar, þegar þeir mæta Svfum á Laugardalsvellinum. Nú hafá verið ákveönir 7 lands- leikir næsta keppnistlmabil og veröa þar af leiknir fjórir hér heima— gegn' iN-írum i HM-keppninni, Færeyingum, Norðmönnum og Svlum. Þá fara þrfr leikir fram erlendis, gegn HoIIendingum, Belgíu- mönnum og N-írum I HM-keppninni. islendingar hafa leikiö 96 landsleiki — fyrst gegn Dönum 1946 á Melavellinum. ^■nw......... ............... 1 ...... Daly biður um sölu... Miðvallarspilarinn snjalli hjá Manchester United, Gerry Daly, hefúr nú óskað eftir þvi að vera settur á sölulista hjá United. Daly hefur ekki leikið með Unit- ed-liðinu að undanförnu — og er ástæöan sú aö Tommy Docherty telur hann hafa slakaö á, þar sem liann liti orðið of stórt á sig. Docherty setti bæöi þá Daly og Lou Macari út úr liði sinu af þessum sökum, en nú hefur Macari unniö sæti sitt að nýju hjá Man- chester United.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.