Fréttablaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 18
12. janúar 2006 FIMMTUDAGUR18
fréttir og fróðleikur
FRÉTTASKÝRING
SIGURÐUR ÞÓR SALVARSSON
ssal@frettabladid.is
Heimild: Hagstofa Íslands
Svona erum við
> Fjöldi byggðra íbúðarhúsa á landinu
2003 2004
2.
14
0
2.
35
5
2.
31
1
2002
Guðmundur Bjarna-
son, bæjarstjóri í
Fjarðabyggð, ætlar
að láta af störfum
í vor. Hann byrjaði
í bæjarmálunum
í Neskaupstað
árið 1973, var þar
bæjarstjóri og síðar
í Fjarðabyggð við
sameiningu þar
eystra. Honum
finnst tími til
kominn að hleypa
öðrum að.
Er eitthvað eitt sem stendur upp
úr í bæjarmálapólitíkinni? Það er
auðvitað sameining sveitarfélaganna
Neskaupstaðar, Eskifjarðar og
Reyðarfjarðar þegar Fjarðabyggð varð
til. Þetta var tímamótasameining
vegna þess að í kjölfar hennar
var ráðist í byggingu álversins í
Reyðarfirði. Það hefði aldrei verið gert
hefði ekki orðið af sameiningunni.
Að hverju ætlar þú að snúa þér um
mitt ár? Það er ekkert ákveðið ennþá.
Tíminn verður að leiða það í ljós og ég
ætla ekkert að hugsa um það fyrr en
ég hætti sem bæjarstjóri.
Kemur til greina að flytja burt?
Nei, ég er svo mikill Norðfirðingur að
ég fer aldrei héðan af staðnum.
SPURT OG SVARAÐ
BÆJARSTJÓRNARMÁL
Fer aldrei
frá Norðfirði
GUÐMUNDUR
BJARNASON
Bæjarstjóri í
Fjarðabyggð
Skrautfiskahald hefur verið töluvert í umræðunni upp á síðkastið en veiði-
menn hafa af því áhyggjur að fólk sé farið að sleppa skrautfiskum sínum út
í ár og tjarnir, en það getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir laxa- og silungs-
stofna landsins.
Hvað er hættulegt við að sleppa
skrautfiskum út í náttúruna?
Þótt öll gæludýr sem flutt eru hingað til
lands fari í gegnum sóttkví og eigi þannig
að vera laus við sjúkdóma og hina ýmsu
kvilla, er aldrei hægt að útiloka það að
með dýrunum komi sníkjudýr. Þau geta
reynst villtum dýrum á Íslandi hættu-
leg enda er íslensk nátúra ekki þeirra
náttúrulega umhverfi. Mesta hættan
af því að sleppa gæludýrum, til dæmis
skrautfiskum, út í náttúruna er sú að
sjúkdómar og sníkjudýr valdi villtum
íslenskum dýrategundum miklum skaða.
Hversu mikið er flutt inn af skrautfiskum á ári?
Nákvæm tala um innflutning á skrautfiskum til Íslands er ekki á reiðum
höndum, en það eru fluttir hingað meira en hundrað þúsund fiskar á ári
hverju, flestir hverjir smáfiskar sem fólk
hefur í búrum heima hjá sér. Síðan má
reikna með því að ólöglegur innflutning-
ur sé einhver en það er eðli málsins sam-
kvæmt ekki vitað hversu umsvifamikill sá
innflutningur er.
Er mikið um að fiskum sé sleppt í tjarnir
og ár?
Sem betur fer er lítið um að skrautfiskum
sé sleppt út í náttúruna en samkvæmt
umhverfisverndarlögum er með öllu óheim-
ilt að sleppa skrautfiskum í ár og tjarnir þar
sem íslenskir fiskistofnar eru fyrir. Þó hefur
það færst í vöxt að fiskar lifi í tjörnum við
sumarbústaði og jafnvel íbúðarhús.
FBL-GREINING: SKRAUTFISKAHALD Á ÍSLANDI
Skrautfiskar varasamir íslenskri náttúru
Hin öra fólksfjölgun sem
átt hefur sér stað hér á
landi síðustu ár má að stór-
um hluta rekja til vaxandi
fjölda erlendra ríkisborg-
ara sem sest hafa hér að til
lengri eða skemmri tíma.
Hlutfall erlendra ríkisborg-
ara af heildarmannfjölda
á Íslandi er í fyrsta sinn
komið í svipaðar tölur og á
öðrum Norðurlöndum.
Fyrsta desember síðastliðinn
var þetta hlutfall komið í 4,5
prósent, sem þýðir í raun að
fjöldi erlendra ríkisborgara
er orðinn um fjórtán þúsund
manns. Hefur þeim þá fjölgað
um nærri 3500 manns á einu ári,
sem er mesta fjölgun þessa hóps
á einu ári í sögu þjóðarinnar. Má
ljóst vera að innstreymi erlends
verkafólks til landsins vegna
stóriðjuframkvæmda og afleiddra
verkefna, á stóran þátt í því að
fjöldi þeirra sem lögheimili eiga á
Íslandi er orðinn 300 þúsund löngu
fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Hlutfallið það sama og í Noregi
Sömuleiðis hefur það tekið Íslend-
inga mun skemmri tíma að ná hlut-
falli annarra Norðurlanda í fjölda
erlendra ríkisborgara en búist
var við fyrir 10-15 árum. Miðað
við bráðabirgðatölur síðasta árs
er hlutfallið hjá okkur orðið það
sama og í Noregi, eða 4,5 prósent,
og með sama áframhaldi náum
við Dönum og Svíum innan tíðar,
en hlutfallið hjá þeim er 5 og 5,3
prósent.
Þegar litið er til þróunar þess-
ara mála hér á landi undanfarin
25 ár sést hvað þetta hefur breyst
mikið á stuttum tíma. Þannig var
fjöldi erlendra ríkisborgara hér á
landi liðlega 3300 manns árið 1981
eða aðeins 1,4 prósent af heildar-
mannfjölda. Og fjölgunin er afar
hæg næstu árin eins og sést að
árið 1995, eða einungis fyrir rétt-
um tíu árum, var hlutfall erlendra
ríkisborgara enn innan við tvö
prósent; fjöldinn þá tæplega fimm
þúsund manns.
Metfjölgun útlendinga 2005
Upp úr 1995 má segja að sprenging
verði í þessum málum og fjöldi
erlendra ríkisborgara vex hratt
enda uppgangstímar í þjóðfélag-
inu. Á fimm ára tímabili fram til
ársins 2000 nánast tvöfaldast fjöldi
innflytjenda og hlutfallið breytist
að sama skapi og fer í fyrsta sinn
yfir þrjá af hundraði. Næstu fjög-
ur árin þar á eftir fjölgar erlend-
um ríkisborgurum jafnt og þétt og
í lok árs 2004 er fjöldinn kominn
í tæplega ellefu þúsund manns.
Eftir það fjölgar gríðarlega eins
og áður segir og slær fjölgunin öll
met og fjölgar útlendingum næst-
um jafnmikið á einu ári og allan
áratuginn frá 1990 til 2000.
Pólska innrásin
Ekki er síður forvitnilegt að skoða
tölur Hagstofunnar um þjóðerni
erlendra ríkisborgara hér á landi
á áðurgreindu 25 ára skeiði frá
1981 og þróunina í þeim efnum.
Um 1980 eru Danir fjölmennasti
hópur útlendinga hér og segja
má að erlendir ríkisborgarar séu
nánast eingöngu af vestrænum
uppruna. Til að mynda er þá
aðeins einn Taílendingur skráður
til heimilis hér og einn Portúgali.
Og Pólverjar eru aðeins 25
talsins.
Lítil breyting verður á þessu
næstu tíu til fimmtán árin en
eftir það fara hlutföllin að rask-
ast. Þannig fjölgar þeim Pólverj-
um sem flytjast hingað til lands
gífurlega og eru þeir orðnir
langfjölmennasti hópurinn í lok
tíunda áratugarins og hafa verið
það síðan. Sömuleiðis fjölgar ört
á þessum árum í hópi Asíubúa,
sérstaklega frá Taílandi og Fil-
ippseyjum og sömuleiðis fjölgar
Litháum mjög hratt. Þá er vert
að veita athygli stöðugt vaxandi
fjölda Þjóðverja sem setjast hér
að auk mikils fjölda fólks frá ríkj-
um gömlu Júgóslavíu, en hluti
þess kemur reyndar hingað sem
flóttamenn fyrir tilstilli íslenskra
stjórnvalda.
Asíubúar aðeins tíu af hundraði
Það sem kannski vekur mesta
athygli í tölum um fjölda einstakra
þjóðahópa er sú staðreynd að meg-
inþorri erlendra ríkisborgara sem
búa hér á landi er af vestrænum
uppruna og er hlutfallið nálægt 70
af hundraði. Ólíkt því sem margur
ætlar er fjöldi Asíubúa til dæmis
ekki nema rétt rúmlega tíu af
hundraði allra erlendra ríkisborg-
ara sem eiga lögheimili á Íslandi.
ÍBÚAR Á ÍSLANDI AF ASÍSKUM UPPRUNA Fjöldi erlendra ríkisborgara á Íslandi frá Asíulöndum er aðeins um tíu af hundraði allra útlendinga.
Pólverjar eru langfjölmennastir eða um fimmtungur allra innflytjenda.
Innflytjendum fjölgar ört
FJÖLMENNUSTU HÓPAR ERLENDRA RÍKISBORGARA Á ÍSLANDI 1981-2004
1981 1990 1995 2000 2004
Danir 966 1.030 990 960 890
Bandaríkjamenn 667 717 567 597 515
Bretar 323 454 315 391 341
Norðmenn 282 319 305 318 293
Þjóðverjar 239 310 286 489 540
Svíar 98 182 198 311 306
Íbúar fyrrum Júgóslavíu 27 91 130 594 670
Víetnamar 26 48 102 133 239
Pólverjar 25 249 326 1.479 1.903
Filippseyingar 22 117 167 483 647
Portúgalar 1 47 39 112 357
Taílendingar 1 89 208 444 490
Litháar 0 0 12 184 423
Heimild: Hagstofa Íslands
Fjöldi
Hlutfall %
FJÖLDI OG HLUTFALL ERLENDRA
RÍKISBORGARA Á ÍSLANDI
1980-2004
* áætlun Heimild: Hagstofa Íslands
3.
24
0
4.
81
2
4.
80
7
8.
82
4
10
.6
36
15
.0
00
*
1980 1990 1995 2000 2004 2005
1,4%
5%*
3,1%
Guðni Rúnar Valsson var höfuðpaur barnaklámshrings
Barnakláms-
kóngur
játar en
sleppur
-Með 798 ljósmyndir af barnaklámi í tölvu sinni
-Með 61 hreyfimynd af barnaklámi í tölvu sinni
-Seldi mönnum aðgang að barnaklámi á netinu
DV2x15 11.1.2006 21:00 Page 1