Fréttablaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 65
FIMMTUDAGUR 12. janúar 2006 49
50% afsláttur
af útsöluvörum
Nýtt kortatímabil
Opið til 21.00KRINGLUNNI • S. 517 3290
Ný sending vor 2006
�����������
� � � � � � � �� � �
���������������
�������������� ��������������������������� ����������
�������� �������
��������� �������
������ ��������
������������
����
���������
��������������
������ ������
������������� ���
FÓTBOLTI Liverpool hefur komist að
samkomulagi við Bröndby um kaup
á danska landsliðsmiðverðinum
Daniel Agger.
Evrópumeistararnir hafa fylgst
lengi með Dananum og hafa nú fest
kaup á miðverðinum. Kaupverðið
er talið vera um 5,8 milljónir punda.
Mun Daninn fara í læknisskoðun á
allra næstu dögum og verður reynt
að ganga frá lausum endum.
Að sögn Rafaels Benitez, stjóra
Liverpool, hefur hann haft augastað
á Agger í nokkurn tíma, „Daniel
er leikmaður sem við höfum verið
að fylgjast með lengi. Við töluðum
fyrst við Bröndby og spurðumst
fyrir um hann þegar við spiluðum
í meistarakeppni UEFA í Mónakó.
Þá var okkur sagt að hann væri alls
ekki til sölu. Okkur hefur verið sagt
að hann sé besti miðvörður Dan-
merkur í yfir 20 ár.“
Að sögn Benitez var hann
mjög hrifinn af spilamennsku
Aggers í landsleik við Englend-
inga á dögunum. Kaup Liverpool
á Aggers munu væntanlega valda
öðrum enskum félögum nokkrum
vonbrigðum, sérstaklega Totten-
ham, sem hafði vonast eftir und-
irskrift kappans. - toh
Liverpool hefur keypt efnilegasta miðvörð Dana:
Sá efnilegasti
í yfir tuttugu ár
DANIEL AGGER Gengur til liðs við Liverpool á allra næstu dögum.
HANDBOLTI Íslendingar eru settir
í 15. sæti á heildarstyrkleikalista
Handknattleikssambands Evrópu
sem birtur var í dag. Á þessum
lista er tekinn saman allur árangur
landsliða í kvenna- og karlaflokki,
þar á meðal leikir í undankeppn-
um og úrslitamótum.
Karlalandslið Íslands er í 13.
sæti á listanum en kvennalands-
liðið er sett í 25. sætið. Efsta liðið í
karlaflokki er lið Serbíu og Svart-
fjallalands. Króatía og Danmörk
eru síðan í öðru og þriðja sæti. Hjá
konunum eru Rússar í efsta sæti
en Danmörk og Ungverjaland
fylgja fast á eftir í næstu sætum
fyrir neðan. Annað árið í röð eru
Danir efstir á heildarlistanum. Í
öðru sæti eru Króatar og Rússar
skipa þriðja sæti listans. - toh
EHF gefur út styrkleikalista:
Ísland í 15. sæti
ÓLAFUR STEFÁNSSON OG FÉLAGAR Í 13.
sæti yfir sterkustu landslið í Evrópu.
TENNIS Næststigahæsti tennismað-
ur heims, Spánverjinn Rafael
Nadal, verður ekki með á opna
ástralska meistaramótinu í tennis
sem hefst í Melbourne á mánudag-
inn. Ástæðan er sú að Nadal hefur
verið frá keppni síðan í október á
síðasta ári og hefur ekki enn jafn-
að sig á þessum meiðslum sínum.
Þá hefur rússneski tenniskapp-
inn, Marat Safin, einnig útilokað
þátttöku sína í þessu móti þar sem
Safin hefur átt við hnémeiðsli að
stríða síðustu fimm mánuði. Sömu
sögu er að segja af gamla refnum
Andre Agassi, sem er fjarri góðu
gamni vegna meiðsla. - toh
Tenniskappinn Rafael Nadal:
Ekki með í
Ástralíu
RAFAEL NADAL Verður fjarri góðu gamni á
opna ástralska mótinu.