Fréttablaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 12. janúar 2006 5 Philip Treacy hefur verið feng- inn til að hanna íþróttafatnað fyrir Umbro. Treacy þessi er einn þekktasti hönnuður fínna og frumlegra hatta sem mikil hefð er fyrir í Bretlandi. Treacy var hins vegar ekki fenginn til Umbro til þess að gera hatta fyrir þetta stóra íþróttuvörumerki frá Manchester heldur mun hann hanna skó og annan fatnað fyrir karla og konur. Treacy gerði þriggja ára samning við fyrirtækið, en að sögn stjórn- enda hjá Umbro á að byggja upp sterka línu hægt og þétt. Áður hafði Umbro einnig samið við tískuvöruhönnuðinn Kim Jones. Að undanförnu hafa fleiri og fleiri íþróttavörumerki fengið til sín þekkta hönnuði til þess að vinna að nýjum línum fyrir þessi merki. Má þar meðal annars nefna Stellu McCartney sem er hjá Adidas og Alexander McQueen hjá Puma. Þá er bara að bíða og sjá hvað önnur stór íþróttavörumerki á borð við Nike og Reebook gera. Hattahönnuður til liðs við íþrótta- vörumerki Ýmsir aðilar innan tískugeir- ans hafa brugðið á það ráð að keyra um á húsbílum og selja vörur sínar beint úr þeim. Á síðasta ári hóf tískuvöruverslunin Caravan starfsemi sína í New York. Verslunin er í húsbíl sem ekið er milli hverfa og þar er seldur fjöl- breyttur tískufatnaður fyrir konur og karla, auk þess sem hægt er að bóka bílinn í einkaverslunarveislu. Levi‘s fyrirtækið hefur einnig haft þennan hátt á við sölu á ódýrum gallabuxum fyrir námsmenn. Þetta þema Levi‘s má sjá í auglýsingum fyrirtækisins sem sést hafa hér á landi að undanförnu. Ýmsir tískugúrúar spá því að einhver framleiðandinn muni jafn- vel kaupa einn af hinum þekktu strætisvögnum Lundúna, sem nú eru til sölu, og því er vel hugsanlegt að tískuverslanir í strætisvögnum og húsbílum verði ný tískubylgja á árinu sem nú er nýhafið. Tískuverslanir í húsbílum Philip Treacy er einn þekktasti hatta- hönnuður Bretlands en hefur nú verið fenginn til liðs við íþróttvörurisann Umbro. Sumar tískuvöruverslanir og framleiðendur hafa breytt húsbílum eins og þessum í verslun á hjólum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.