Fréttablaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 24
12. janúar 2006 FIMMTUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI:
Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI:
550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA:
Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá
blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
... einfaldlega betri!
DEKKJALAGERINN ER Á NÍU STÖÐUM UM LAND ALLT – EITT SÍMANÚMER 755 33 55
Blaðamennska DV
Miklar umræður hafa orðið á net-
inu um blaðamennsku DV í kjölfar
forsíðufréttarinnar á þriðjudaginn og
sjálfsvígsins á Ísafirði sama dag. Eru þeir
sem fordæma vinnubrögð blaðsins og
ritstjórana, Jónas Kristjánsson og Mikael
Torfason, í miklum meirihluta þeirra
sem láta í sér heyra. „Hve lengi ætla
eigendur DV að láta blaðið veitast að
varnarlausu fólki á sinn kostnað?“ spyr
Björn Bjarnason. Össur Skarphéðinsson
skrifar: „Um hvað skyldi Mikael Torfason,
ritstjóri DV, vera að hugsa í kvöld?
Skrifar Jónas Kristjánsson leiðara á
morgun um hvernig er að leika Guð
og vega menn á skálum sannleik-
ans? Senda 365-miðlar blóm og
kransa þegar [hinn látni] verður
borinn til grafar á Ísafirði í
næstu viku? Eða verður allt
óbreytt á vígstöðvunum?“
Manndráp
Þriðji þingmaðurinn, Hjálmar Árnason,
skrifar: „Í dag [gekk DV] endanlega
fyrir björg. Ég tek undir með þeim
sem fullyrða að blaðið hafi drepið
mann - í bókstaflegri merkingu
þess orðs. Myndbirting á forsíðu af
GRUNUÐUM manni með viðeigandi
fullyrðingum reyndist að þessu sinni
vera dauðadómur án réttarmeðferðar
eða laga. DV fór yfir strikið og ekki
einasta greip til mannorðsmorðs heldur
morðs í eiginlegri merkingu. Og
það er stórt orð en ekki verður
séð annað en full innistæða sé
þar að baki. Þyngra er en tárum
taki að lýsa samúð með ástvinum
hins myrta. Þeirra skaði verður
aldrei bættur.“
Eigendur
Egill Helgason beinir sjónum
að eigendum DV, Segir hann að þeir
þurfi alvarlega að hugsa sinn gang.
„Það eru ekki bara hinar ósæmilegu
nafnbirtingar sem eru komnar út fyrir
allan þjófabálk – oft er verið að slá upp
fréttum af fólki sem er beinlínis veikt,
fyrir utan þá sem engin sekt hefur verið
sönnuð á – heldur er líka einhver hall-
ærislegur meinfýsistónn í blaðinu, hefði
máski einhvern tíma verið kenndur við
níhilisma. Það er hlakkað yfir óförum
annarra, eins og lífið sé andstyggilegur
sirkus – til hvers þurfti til dæmis að
segja að viðfangsefni forsíðunnar í dag
væri „einhentur“? Útgáfa DV í núverandi
mynd mun ekki ganga til lengdar, enda
gengur blaðið til dæmis mun lengra en
hliðstæð blöð á Norðurlöndunum. Nú
er tími til að nema staðar, breyta stefn-
unni eða leggja niður blaðið“.
gm@frettabladid.is
Jónsbók Einars Kárasonar markar
vatnaskil í íslenzkum bókmennt-
um. Bókin býður lesandanum inn
í völundarhús íslenzks viðskipta-
lífs, leiðir hann þar sal úr sal og
leyfir honum að heyra sumt af því,
sem þar var sagt og gert á lokuð-
um fundum. Aðrar þjóðir eiga slík-
ar bækur, en ekki við Íslendingar
– ekki fyrr en nú.
Í skjóli þessarar þurrðar hafa
þögn og myrkur umlukið ýmis
atvik viðskiptalífsins fyrr og nú
og byrgt þjóðinni sýn og ruglað
hana í ríminu. Menn hafa látið sér
duga að hvískra um ýmislegt af
því, sem Einar Kárason dregur nú
fram í dagsljósið, svo að allir megi
sjá og skilja og skemmta sér. Gald-
ur höfundarins er að hafa gefið sér
tíma til að hlusta á mikinn fjölda
manna og raða frásögnum þeirra
saman, svo að úr verður heilleg
mynd og listileg. Hann gengur að
sönnu vel undirbúinn til verksins,
með Djöflaeyjuna og fleiri góðar
bækur í farangrinum.
Og hvílík mynd! Þarna er
m.a. að finna nákvæmar lýsing-
ar á því, hvernig nafngreindir
stjórnarmenn Stöðvar 2, nátengd-
ir Sjálfstæðisflokknum, reyndu
að reka stöðina sem flokksstöð
án þess að skeyta um hag hlut-
hafanna. Flokkurinn reyndi að
troða óhæfum flokkserindreka
inn á stöðina sem sjónvarpsstjóra
og kría út afslætti af auglýsing-
um umfram aðra viðskiptavini.
Þeir litu á það sem köllun sína að
mjólka einkastöðina fyrir Flokk-
inn. Sérstaða Jóns Ólafssonar fólst
m.a. í því, að hann neitaði að verða
við slíkum tilmælum, því að hann
skildi, að viðskipti og stjórnmál
eru vond blanda. (Samt hafði hann
verið gjaldkeri í landsmálafélag-
inu Verði og komið til álita sem
varaformaður félagsins, en það
tókst ekki.) Stjórnarmönnunum,
sem hugsuðu frekar um Flokkinn
en stöðina, var á endanum skákað
til hliðar eins og nauðsyn bar til.
Þannig varð Jón Ólafsson að fjöl-
miðlarisa: flokkserindrekarnir
gátu sjálfum sér um kennt.
Jónsbók vekur áleitnar
grunsemdir um það, að e.t.v. hafi
öðrum fyrirtækjum Sjálfstæðis-
flokksins ekki heldur verið ætlað
að skila arði, ekki frekar en Stöð
2 (eða Sambandi íslenzkra sam-
vinnufélaga), og því þurfi eng-
inn að furða sig á örlögum Kol-
krabbans, sem er nú ekki nema
svipur hjá sjón. Hann fór sömu
leið og Sambandið og Sovétríkin
– sumpart af sömu ástæðum.
Einar Kárason segir einnig
í bókinni frá fundi, þar sem Jón
Ólafsson og Kjartan Gunnarsson,
gullkistuvörður Sjálfstæðis-
flokksins, voru leiddir saman
við fjórða mann til að leita sátta
(!) milli Stöðvar 2 og Sjálfstæðis-
flokksins. Ein sáttatillagan fólst í
því, að stöðin skyldi kaupa langa
þáttaröð um samtímasögu af
einum flokkserindrekanum. Ekki
fannst Jóni það vera árennileg
uppástunga, enda var efnisval
handa stöðinni ekki í hans verka-
hring; röðin var þá seld ríkissjón-
varpinu, engin fyrirstaða þar.
Kaupverðið hefur ekki enn verið
gefið upp þrátt fyrir ítrekaðar
áskoranir, þótt um opinbert fé sé
að tefla.
Og þannig raðar Einar Kára-
son sögunum af virðingarmönn-
um Sjálfstæðisflokksins að verki
eins og kögglum á band, svo að úr
verður fín lesning og fræðandi
handa þeim, sem hafa ekki hing-
að til hirt um kynna sér þennan
þátt viðskipta- og stjórnmálasögu
landsins síðustu ár. Þessum þætti
þjóðarsögunnar hafa ekki áður
verið gerð svo góð skil á bók, þótt
grein og grein hafi birzt í blöð-
unum um ýmsa anga sögunnar.
Jónsbók bregður skírari og betri
birtu á skuggahliðar Sjálfstæð-
isflokksins en margir árgangar
Morgunblaðsins.
Ég hnaut um tvær villur í
bókinni, en þær eru sakleysið
sjálft: þar eru höfð eftir Nixon
Bandaríkjaforseta ummæli, sem
Johnson fyrirrennari hans lét
falla um J. Edgar Hoover alrík-
islögreglustjóra, og Brennið þið
vitar eftir Pál Ísólfsson eru eign-
aðir Sigvalda Kaldalóns. Sagan
er að mestu leyti sögð í tímaröð,
svo að tíminn ræður rás atburð-
anna í frásögninni, en það kemur
ekki að sök hér, finnst mér, því
að framvindan er eigi að síður
bæði dramatísk og hröð eins og
hún kemur af skepnunni. Jónsbók
veitir á heildina litið réttvísandi
og upplýsandi innsýn í viðskipta-
líf landsmanna síðan árin eftir
1970, þegar frásögn bókarinnar
hefst, og hún sviptir hulunni af
eindrægum tilburðum yfirgangs-
samra stjórnmálamanna – sjálf-
stæðismanna! – og erindreka
þeirra til að sölsa undir sig auð
og völd, stundum með hótunum.
Vonandi líta fleiri bækur af þessu
tagi dagsins ljós á næstu árum.
Skáld og rithöfundar hafa mikil-
vægu þjóðþrifahlutverki að gegna
í uppeldi og upplýsingu lands og
lýðs ekki síður en t.a.m. sagn-
fræðingar og aðrir fræðimenn.
Djöflaeyjan: Næsti bær við
Í DAG
JÓNSBÓK EINARS
KÁRASONAR
ÞORVALDUR
GYLFASON
Jónsbók vekur áleitnar
grunsemdir um það, að e.t.v.
hafi öðrum fyrirtækjum
Sjálfstæðisflokksins ekki
heldur verið ætlað að skila
arði, ekki frekar en Stöð 2
(eða Sambandi íslenzkra
samvinnufélaga), og því þurfi
enginn að furða sig á örlögum
Kolkrabbans, sem er nú ekki
nema svipur hjá sjón.
NFS ER Á VISIR.IS
Bein útsending á VefTV og upptökur þegar þér hentar
NFS ER Á VISIR.IS
Bein útsending á VefTV og upptökur þegar þér hentar
NFS ER Á VISIR.IS
Bein útsending á VefTV og upptökur þegar þér hentar
Forsíðufrétt DV á þriðjudaginn um lögreglurannsókn á meintu kynferðisafbroti manns um sextugt á Ísafirði gagn-vart piltum og sjálfsvíg hans daginn eftir, hefur að vonum
vakið mikil og sterk viðbrögð í þjóðfélaginu. Fólk tengir þetta
tvennt saman og sumir hafa haft uppi stór orð vegna þessa. Á
einangruðum stað eins og Ísafirði, þar sem næstum allir þekkja
alla, vekur þetta líka sterkari viðbrögð, en ef málið ætti rætur á
höfuðborgarsvæðinu. Þarna var líka um að ræða mjög þekktan
einstakling á Ísafirði sem hafði sett svip sinn á mannlífið þar.
Blaðamenn eru stöðugt að velja og hafna í miðla
sína, kanna mál og leita eftir mismunandi sjónarmið-
um til að lesendur, áhorfendur og áheyrendur geti svo
myndað sér skoðun á einstökum málum. Blaðamenn
DV segjast vera sannleiksleitandi og ekki hlífa nein-
um, en stundum þurfa menn að athuga sinn gang og
fara vandlega yfir hvað skuli birt og hvað ekki.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fréttaflutningur og uppslátt-
ur DV veldur umtali í þjóðfélaginu og háværar raddir fordæma
hann, en viðbrögðin hafa líklega aldrei verið meiri en nú, sem
hlýtur að vera forráðamönnum blaðsins umhugsunarefni.
Blaðamenn eru stöðugt að velja og hafna í miðla sína, kanna
mál og leita eftir mismunadi sjónarmiðum til þess að lesendur,
áhorfendur og áheyrendur geti svo myndað sér skoðun á ein-
stökum málum. Blaðamenn DV segjast vera sannleiksleitandi og
ekki hlífa neinum, en stundum þurfa menn að athuga sinn gang
og fara vandlega yfir hvað skuli birt og hvað ekki. Ábyrgð blaða-
manna er því mikil gagnvart samfélaginu. Það fylgir því líka
ábyrgð að birta ekki ákveðna hluti og koma þannig í veg fyrir
að þeir komist til almennra borgara úti í þjóðfélaginu. Aðgát
skal höfð í nærveru sálar, stendur einhvers staðar, og það á við í
þessu tilfelli eins og svo oft áður.
Tilkoma netsins hefur breytt ýmsu varðandi fjölmiðlun, ekki
aðeins hér á landi heldur um allan heim, þar sem netið á annað
borð fær að vera í friði fyrir stjórnvöldum. Viðbrögðin hér á net-
inu hafa heldur ekki látið á sér standa, því þar hafa ótalmargir
lagt orð í belg í tilefni af þessu máli. Þar er ýmist um að ræða
nafnlausa pistla eða að menn skrifa undir nafni. Þarna gilda
engar ritstjórnarlegar reglur eins og á fjölmiðlum og getur því
næstum hver sem er sagt hvað sem er. Tilkoma netsins hefur
orðið til þess að ekkert mál liggur í þagnargildi, heldur þvert
á móti skrifa þar margir fremur ábyrgðarlaust, eins og raunin
virðist ætla að verða með þetta mál. Það sem fámennur hópur
hvíslaðist á um hér áður fyrr er nú aðgengilegt á tölvuskjánum á
hverjum vinnustað og heimili landsins. Það er því áleitin spurn-
ing hver ber ábyrgð á ýmsum skrifum sem þarna birtast, öfugt
við það sem gerist varðandi Ísafjarðarfréttina í DV, því þar geta
menn beint spjótum sínum að ákveðnum mönnum sem verða
svo að taka afleiðingum af því sem birtist í blaðinu.
SJÓNARMIÐ
KÁRI JÓNASSON
Mikil viðbrögð vegna Ísafjarðarfréttar DV
Aðgát skal höfð
í nærveru sálar