Fréttablaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 55
FIMMTUDAGUR 12. janúar 2006
ónsalir
Tónsalir Bæjarlind 2 (Löður-húsinu) sími 534 3700 www.tonsalir.is
ónsalir
Skemmtileg námskeið
Gítarnámskeið
10 vikna byrjendanámskeið í gítarleik fyrir börn og
unglinga. Námskeiðið er ætlað börnum á aldrinum 7-
15 ára. Kennt er í litlum hópum, 3-4 saman, þar sem
nemendum er raðað saman eftir aldri og getu.
Trommunámskeið
10 vikna námskeið í undirstöðuatriðum trommuleiks
fyrir börn og unglinga. Nemendur eru tveir saman
í tíma með kennara, þar sem raðað er nemendum
saman eftir aldri og getu.
Bassanámskeið
10 vikna námskeið í undirstöðuatriðum bassaleiks fyrir
börn og unglinga. Kennt er í litlum hópum þar sem
nemendum er raðað saman í tíma eftir aldri og getu.
Partýgítarleikur
7 vikna skemmtilegt byrjendanámskeið í gítarleik ætlað fullorðnum.
Námskeiðið er ætlað fólki sem langar til að læra
einföldustu gítargripin og vera fært um að spila í
útilegunni eða partíinu, sér og öðrum til gamans. Kennt
er í 5 manna hópum þar sem gleðin verður í hávegum
höfð.
Leikskólagítarleikur
7 vikna skemmtileg byrjandagítarnámskeið, sérsniðið
fyrir leikskólakennara, leiðbeinendur og aðra þá sem
vilja læra að leika undir barnasöng.
Upplýsingar og skráning á heimasíðu okkar www.tonsalir.is
���������
�� ������������������
�������� ���
Í kvöld hefst hin árlega
franska kvikmyndahátíð
í Háskólabíói með frum-
sýningu kvikmyndarinnar
Lemming að viðstöddum
leikstjóranum Dominik
Moll, en myndin var til-
nefnd til Gullpálmans í
Cannes á síðasta ári.
Franska kvikmyndahátíðin í
Háskólabíói hefur verið árleg-
ur viðburður síðan 2001 og nýtur
sífellt meiri vinsælda. Frönsk
kvikmyndagerð hefur lengi verið
meðal þeirrar bestu sem gerist í
Evrópu og hafa franskar myndir
yfirleitt mælst vel fyrir hjá íslensk-
um kvikmyndahúsagestum en best
gekk þegar heimildarmyndin Far-
fuglarnir trekkti áhugasama að
fyrir tveimur árum. Það eru Alli-
ance Francaise, franska sendiráðið
og Samfilm/Háskólabíó sem standa
að þessari hátíð.
Að þessu sinni verða tíu kvik-
myndir sýndar en hátíðinni lýkur
30. janúar þó hugsanlegt sé að sýn-
ingum á vinsælum myndum verði
haldið áfram. Tvær kvikmyndir
vekja hvað mesta athygli en það er
áðurnefnd Lemming og svo Caché
sem gagnrýnendur hafa hlaðið lofi
að undanförnu.
Lemming segir frá Bénédicte
og Alain Getty sem eru ham-
ingjusamlega gift og hafa komið
sér vel fyrir í úthverfi Toulouse.
Alain vinnur sem forritari hjá
þekktu hugbúnaðarfyrirtæki en
Bénédicte hefur enn ekki gengið
að finna sér vinnu. Eitt kvöldið
ákveða þau að bjóða yfirmanni
Alains í mat en afleiðingar þess
eiga eftir að verða með skelfilegra
móti. Leikstjórinn Dominik Moll
mun koma hingað til lands í tilefni
af frumsýningu myndarinnar, en
hann er einn af efnilegustu leik-
stjórum Frakka um þessar mund-
ir. Aðalhlutverkin í myndinni
eru í höndum Laurant Lucas og
Charlotte Gainsbourg, en hún er
einmitt dóttir tónlistarmannsins
fræga Serge Gainsbourg sem
samdi meðal annars franska lagið
Je t‘aime... moi non plus.
Tveir af vinsælustu leikur-
um Frakka leika aðalhlutverkin í
kvikmyndinni Caché. Það eru þau
Daniel Auteuil og Juliette Binoche.
Myndin var einnig tilnefnd til Gull-
pálmans í Cannes og hlaut verðlaun
fyrir bestu leikstjórn og var þar að
auki valin besta myndin af gagnrýn-
endum. Þá rakaði hún til sín verð-
launum á Evrópsku kvikmynda-
verðlaunahátíðinni. Caché segir
frá George og Anne sem eru hjón
og lifa þægilegu lífi meðal mennt-
aðrar millistéttar Parísar. Örugg
tilvera þeirra fer smám saman úr
skorðum þegar þeim fara að ber-
ast nafnlausar sendingar; spólur
með þeim sjálfum, teknar upp fyrir
utan heimili þeirra, ásamt ógnvæn-
legum teikningum. Smám saman
verða upptökurnar persónulegri og
ljóst er að sendandinn hefur þekkt
George í langan tíma. - fgg
LEMMING Leikstjóri myndarinnar, Dominik
Moll, mun sækja hátíðina heim og vera
viðstaddur frumsýningu í kvöld.
Frönsk kvikmyndahátíð
sett í Háskólabíó í kvöld
A I K I D O
Barnatímar
hefjast einnig 12. janúar.
Æft er tvisvar í viku,
á mánudögum og fimmtu-
dögum milli kl. 17:00-18:00.
Aldur 6-11 ára. Verð 9.500 kr.
Upplýsingar um barnastarf veitir
Jóhann í síma: 820-4070w w w . a i k i d o . i s
Námskeið allt árið
í sal Aikikai Reykjavík í Faxafeni 8.
Skoðið heimasíðuna www.aikido.is
Verið velkomin í frían prufutíma
(það eina sem þú þarft að gera er að mæta)
Byrjendapakki:
Vorönn hefst 12. janúar kl. 18:00.
Gráðupróf í apríl.
Æfingar eru allt að sex á viku.
Verð 15.000 kr. fyrir fullorðna og
12.000 kr. fyrir unglinga (12-15 ára).
(para- og systkinaafsláttur).
Ókeypis aikido galli
fylgir með byrjendanámskeiði!
Hringið í eftirfarandi símanúmer
til að fá nánari upplýsingar:
822-1824 & 897-4675
eða kíkið á heimasíðuna:
Nú er tækifæri
Nokkur pláss laus á skrifstofubraut I
Skrifstofubraut I er tveggja anna braut þar sem höfuðáhersla er
lögð á viðskipta- og samskiptagreinar.
Inntökuskilyrði: Grunnskólapróf. Kennt er frá kl. 12:30 – 17:00
Upplýsingar veitir fagstjóri viðskipta- og fjármálagreina í síma
5944000/8244114. Netfang. ik@mk.is
CACHÉ Þessi franska mynd hefur fengið mikið lof gagnrýnenda og hlaut meðal annars
leikstjóraverðlaunin á Cannes.
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI