Fréttablaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 66
12. janúar 2006 FIMMTUDAGUR50
HANDBOLTI Baldvin Þorsteinsson,
hornamaður úr Val og Ernir Hrafn
Arnarsson, leikmaður Aftureld-
ingar í Mosfellsbæ, hafa ekki
átt sjö dagana sæla undanfarið.
Greindust þeir með einkirninga-
sótt í seinasta mánuði eftir að
hafa báðir verið veikir í nokkurn
tíma án þess þó að vita hvað væri
nákvæmlega að. Baldvin segist
ekki gera sér nákvæmlega grein
fyrir hvenær hann smitaðist.
„Það er ávallt erfitt að setja niður
nákvæma dagsetningu þar sem
sýkingin getur leynst í líkaman-
um í fleiri vikur án þess að maður
finni fyrir henni.
Við Ernir vorum herbergisfé-
lagar í landsliðsferð sem var farin
í lok október og síðan veiktumst
við báðir í byrjun desember. Það
er því líklegt að við höfum smitast
í þessari ferð.“ Að sögn Baldvins
er þetta afar slæm tímasetning
fyrir hann eftir að hafa verið val-
inn í lokahóp íslenska landsliðs-
ins fyrir Evrópumótið í Sviss.
„Það var auðvitað draumurinn að
komast þarna út og það er rosa-
lega svekkjandi að missa af því
en svona er þetta bara. Ég ætla
mér að hvíla vel allan janúar og
mæta síðan ferskur aftur í slaginn
í byrjun næsta mánaðar. Það þýðir
ekkert að fara of geyst af stað þar
sem það getur haft í för með sér
að menn þurfi að hvíla enn lengur
en ella.“
Ernir Hrafn segist einnig hafa
fyrst fundið fyrir þessu í byrjun
desember. „Við vorum að spila á
móti Haukum í seinasta mánuði
þegar ég fór fyrst að finna fyrir
þessu. Í kjölfarið fékk ég grein-
ingu á þessu og hef verið að hvíla
nokkurn veginn síðan. Ég reyndi
að æfa í seinustu viku en það gekk
ekki sem skyldi. Ég hef því hvílt
undanfarið en fer væntanlega á
fullt á næstu vikum.“ Aðspurður
um hvort hann gruni hvernig þeir
félagar hafi náð í veikina segir
hann að það sé erfitt að tilgreina
það nákvæmlega. Það getur verið
að við höfum til dæmis drukkið
sama vatnið eða eitthvað slíkt í
ferðinni úti í Póllandi.“
Að sögn Haraldar Briem sótt-
varnarlæknis er einkirningasótt
veirusýking sem smitast aðallega
með andrúmsloftinu eða með vatni.
„Veikin getur valdið slæmri bólgu
í öllum eitlum líkamans. Einnig
geta menn átt í töluverðum kyn-
gingarörðugleikum vegna bólgu í
hálsi. Þessu fylgir oft hár hiti sem
getur staðið í þónokkurn tíma.“ Að
sögn Haraldar ættu íþróttamenn
sem smitast að hætta að æfa í
nokkurn tíma. „Sóttin getur valdið
bólgum í lifur. Það er því nauðsyn-
legt að menn séu orðnir alveg hita-
lausir og að öll bólga, bæði í hálsi
og eitlum sé horfin áður en menn
byrja í keppnisíþróttum aftur að
einhverju ráði.“ tomas@frettabladid.is
Veiktust báðir af einkirn-
ingasótt í Póllandi
Ernir Hrafn Arnarsson og Baldvin Þorsteinsson, ungmennalandsliðsmenn í
handbolta, eru báðir frá í nokkurn tíma vegna veirusýkingar
BALDVIN ÞORSTEINSSON OG ERNIR HRAFN ARNARSSON Báðir illa veikir þessa dagana og
mega lítið hreyfa sig. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FÓTBOLTI Peter Hill-Wood, stjórn-
arformaður Arsenal, hefur varað
Thierry Henry við því að vera
of gráðugur þegar kemur að því
að semja um launagreiðslur við
félagið. Henry hefur enn ekki
skrifað undir nýjan samning við
Arsenal en hefur lýst opinberlega
yfir áhuga á því að vera áfram í
herbúðum félagsins. Hins vegar
er búist við því að Henry fari
fram á kaup og kjör sem myndu
gera hann að best launaða leik-
manni deildarinnar.
„Við reynum að halda launum
leikmanna á ákveðnu stigi. Þetta
er engin kjarneðlisfræði,“ segir
Hill-Wood. „Ef það tekst ekki er
hætta á að lenda sömu vandræð-
um og Leeds lenti í fyrir nokkrum
árum. Það eru takmörk fyrir því
hvað við erum tilbúnir að borga,“
bætti hann við. - vig
Stjórnarformaður Arsenal:
Henry fær ekki
ofurlaun
KÖRFUBOLTI New Jersey Nets varð
að lúta í lægra haldi gegn meistur-
um San Antonio Spurs í stórleikn-
um sem fram fór aðfaranótt mið-
vikudags. Lokatölur urðu 96-91
en fyrir leikinn hafði New Jersey
unnið tíu leiki í röð.
Það var Tim Duncan sem gerði
útslagið, skoraði 27 stig og náði
tólf fráköstum fyrir San Antonio
en Tony Parker kom næstur með
18 stig. Hjá New Jersey var Vince
Carter að venju stigahæstur með
34 stig en Jason Kidd skoraði 15 og
tók átta fráköst.
„Þeir höfðu okkur alltaf fyrir
aftan og sýndu hvers vegna þeir
eru meistarar,“ sagði Lawrence
Frank, þjálfari New Jersey, um
leikmenn San Antonio eftir leik-
inn. „Þeirra aðall er vörnin og
við áttum í erfiðleikum með að
brjóta okkur leið í gegnum hana,“
sagði Carter eftir leikinn, ósáttur
við sitt fyrsta tap í tæpan mánuð.
Greg Popovich, þjálfari San Ant-
onio, kvaðst sáttur viðað hafa
unnið leikinn en var ekki ánægður
með spilamennsku síns liðs. - vig
NBA-deildin í fyrradag:
Meistarnir sigr-
uðu New Jersey
REYNDU AÐ VERJA ÞETTA Tim Duncan hjá
San Antonio reynir að verjast Vince Carter
hjá New Jersey í leik liðanna í fyrrinótt.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Spænsku risarnir í Real
Madrid hafa mikinn áhuga á því
að fá bakvörð Arsenal, Ashley
Cole, til liðs við sig næsta sumar.
Ástæðan er sú að Brasilíumaður-
inn Roberto Carlos hefur, að sögn,
látið í ljós þá skoðun sína að hann
langi aftur heim til Brasilíu eftir
núverandi keppnistímabil. Cole
skrifaði undir nýjan samning við
Arsenal í fyrrasumar þó að Chel-
sea hafi verið á höttunum eftir
honum allt sumarið. Þrátt fyrir
nýja samninginn við Arsenal er
ljóst að Cole ber ekki hlýjar til-
finningar til stjórnenda Arsenal
og þá sérstaklega formannsins,
Peters Hill-Wood. Af þeim sökum
gæti flutningur til Spánar verið
kjörinn fyrir Cole. - toh
Real Madrid:
Vill fá Ashley
Cole