Fréttablaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 20
 12. janúar 2006 FIMMTUDAGUR20 hagur heimilanna Vinningar verða afhentir hjá SonyCenter Kringlunni. Rvk. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 149 kr/skeytið. Viltu það besta? Taktu þátt! Sendu SMS skeytið BTC FSC á númerið 1900 12. hver vinnur ÖLLUM SEM TAKA ÞÁTT VERÐUR BOÐIÐ Á SÉRSTAKA FORÚTSÖLU HJÁ SONY CENTER KRINGLUNNI Fullt af aukavinningum Aðalvinningu r 30" Sony LC D sjónvarp KLV30HR3S Sony Heim abíó DAV-DZ500 Konur hafa enn á ný uppgötvað náttúrulegan gúmmíbikar, oft kallaður álfabikar, sem settur er upp í leggöng þeirra þegar þær eru á blæðingum. Dömubindi og túrtappar leystu bikarinn, sem fyrst kom á markað 1940, af hólmi og hann gleymdist. Soffía Steingrímsdóttir, rit- stjóri vefritsins Femin, segir bikarinn söluhæstu vöru vef- verslunarinnar. „Þetta er vara sem spyrst út milli kvenna. Hún er algjör snilld og frelsi fyrir konur, því þær þurfa ekki að vera með eitthvað sem inniheld- ur bleikiefni á milli lappanna á sér.“ Soffía segir það ekki einu kosti vörunnar því auk þess að endast í tíu ár og vera umhverfis- væn spilli það ekki fyrir að hægt er að sofa nakin með bikarinn. Á vefritinu Femin er því lýst hvernig nota eigi bikarinn. Hann taki um þrjátíu millilítra af blóði og er mælt með því að hann sé tæmdur tvisvar til þrisvar á dag. Bikarinn kemur í tveimur stærðum, annar er ætlaður konum sem ekki hafa eignast börn og hinn fyrir mæð- urnar. Hann kallast Keeper á ensku og er unninn úr náttúru- legu gúmmíi. Ekki þarf að fella gúmmítréð til að vinna hann, heldur er gúmmíinu tappað af trénu, ólíkt því sem gerist þegar unn- inn er pappír. B i k a r i n n kostar 5.900 krónur. Bikar úr gúmmíi í stað dömubinda: Tekur við tíðablóði í tíu ár > Sala á léttvíni 2004 í fjölda lítra Útgjöldin Hnífsdælingar fara ekki varhluta af því að þorrinn er á næsta leiti, en lengi hefur harðfiskur og hákarl þaðan verið í hávegum hafðir hjá landanum. Blaða- maður fór í harðfisk- og hákarlsverkun þar í bæ og komst að raun um að verk- unin er hin mesta kúnst. „Annaðhvort er hákarlinn mjög góður eða hann er bara óætur, það er ekkert flóknara en það,“ segir Guðmundur Páll Óskarsson meðan hann sker hákarlinn niður í krúsir sem síðan eru seldar í Bónusverslunum um land allt. Hann keypti verkunina af föður sínum, Óskari Friðbjarn- arsyni, fyrir tæpum sjö árum en hann vann áður með honum og hefur numið allar helstu kúnstir þessarar verkunar. „Ég tek ekki hvaða hákarl sem er, það er svo misjafnt hvernig sjómenn fara með þetta, ég tek aðeins frá þeim sem umgangast hann af virðingu. Til dæmis má hákarlinn ekki kom- ast í sól, þá er hann ónýtur,“ segir Guðmundur Páll. Hann segir þó galla á þessari tilhögun að hann fái minna af hákarli en ella. „Til að anna eftirspurninni þyrfti ég svona 120 tonn á ári en fæ bara um sextíu. Ég vil þó frekar halda í gæðin en vera með einhverja græðgi,“ segir hann. Þegar komið er með hákarlinn að landi er búið að skera hann í stykki en því næst er hann látinn gerjast í þar til gerðum trékassa. „Ég smakka mig bara áfram og finn á bragðinu hvenær tími er kominn til að hengja hann upp,“ útskýrir Guðmundur Páll. Smá hrollur fer um blaðamann sem veit að hákarlinn er ekki sérlega girnilegur á því stigi verkunar- innar. „Þá hengi ég hann upp í hjall í nokkra mánuði, tek hann svo inn og hengi hann upp þar. Hann verður bara betri eftir því sem hann hangir lengur. Þessi hefur til dæmis hangið í fimm ár,“ segir hann og réttir blaðamanni öndvegis hákarlsstykki. Þó stend- ur engum til boða að gæða sér á því enn sem komið er því Jón Stefánsson, organisti í Langholts- kirkju, á að fá lostætið. Óskar, sem fylgist grannt með syni sínum, var ekkert á þeim buxunum að láta neitt uppi um þau leyndarmál sem liggja að baki góðs harðfisks sem hann var landsþekktur fyrir á árum áður. Nema þá að kjörveður fyrir fisk- inn meðan hann hangir í hjallin- um er norðaustan fimm til sex vindstig og fimm stiga frost. „Já, drengur minn, vestfirskur harð- fiskur verður ekki verkaður í kjallara í Kópavogi,“ segir hann að lokum. jse@frettabladid.is Hákarlinn er annað- hvort góður eða óætur FEÐGARNIR ÓSKAR FRIÐBJARNARSON OG GUÐMUNDUR PÁLL Óskar og Guðmundur Páll standa stoltir við hákarlinn sem borðin munu svigna undan ásamt öðrum kræsingum á þorranum. Líkamsræktarkeðjan Nautilus opnaði nýverið heilsurækt í íþróttamiðstöðinni á Álftanesi. Þetta er fjórða stöðin sem Nautilus opnar á Íslandi, en fyrir eru stöðvar í sundlaug Kópavogs, Salalaug í Kópavogi og Suðurbæjarlaug í Hafnafirði. Líkamsræktarkort sem keypt eru hjá Nautilus gilda einnig í sundlaugarnar á staðnum. Árskort hjá Nautilus kostar 23.990 krónur í Hafnafirði, 24.990 á Álftanesi og 25.990 krónur í Kópavogi. Sex mánaða kort kostar 19.900 krónur á öllum stöðunum. ■ „Besta húsráðið sem ég gæti gefið nokkrum manni væri eflaust það að hugsa eins og mamma sín,“ segir Finnur Þór Vilhjálmsson, laganemi við Háskóla Íslands. „Löngu eftir að maður er fluttur úr foreldrahúsum, þegar umvöndunarsvipur- inn er löngu horfinn, er eins og einvherri þoku létti inni í hausnum á manni. Maður stendur sjálfan sig að því að líta í kringum sig í svefnher- berginu og hugsa: Þessi föt eiga ekki að vera uppi á stól í hrúgu. Þau eiga að vera inni í skáp. Samanbrotin! Hvernig haga á uppvask- inu verður næstum jafn mikið skipulagsmál og færsla Hringbrautarinnar. Og maður öðlast allt í einu þessa ryk-röntgensjón. Ég veit ekki hvort um er að ræða þroska eða þráhyggju, uppljómun eða skilyrðingu.“ GÓÐ HÚSRÁÐ AÐ HUGSA EINS OG MAMMA SÍN Þegar loksins er kominn nægur snjór í fjöllin er ekki úr vegi að athuga hvað það kostar að skella sér á skíði. Á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins kostar dagskort á virkum dögum 1300 krónur fyrir fullorðna og 500 krónur fyrir börn. Dag- skort um um helgar og á almennum frídögum kostar 1500 krónur fyrir fullorðna og 500 fyrir börn. Fullorðnir geta keypt mánaðarkort á 8.000 krónur og börn fá það á 4.000 krónur. Árskort í fjöllin kostar svo 16.000 krónur fyrir fullorðna og 8.000 krónur fyrir börnin. ■ Hvað kostar... að fara á skíði? Dagskort í Bláfjöll kostar 1.500 kr. FREYÐIVÍNRÓSAVÍN RAUÐVÍN 1. 93 5. 02 0 HVÍTVÍN 81 4. 88 7 11 4. 87 9 14 7 . 05 4 Heimild: Hagstofa Íslands ■ Verslun og þjónusta Fjórða Nautilus-stöðin opnuð Olíufélögin Essó, Olís og Skeljungur hækkuðu öll verð á eldsneyti í gær. Atlantsolía hækkaði hins vegar ekki eldsneytisverð á sínum sölustöðum. Skeljungur hækkaði verð á bensíni um 1,8 krónur á lítra, dísilolía, vélaolía, gasolía og skipagasolía hækkuðu um 0,5 krónur og svartolía um eina krónu. Hjá Essó hækkaði bensínlítrinn um tvær krónur, dísil- og gasolía um 0,5 krónur og svartolía um eina krónu. Ekki fengust upp- lýsingar um verðhækkunina hjá Olís. Á heimasíðum Essó og Skeljungs er ástæða hækkunarinnar sögð vera hækkandi heimsmarkaðsverð á eldsneyti. ■ Verslun og þjónusta Tveggja króna hækkun á eldsneytisverði „Því er auðsvarað hvað eru bestu kaup sem ég hef gert. Það er matvinnsluvél sem ég keypti á síðasta ári og hefur gjörbreytt matarvenjum mínum og nú eyði ég meiri tíma í eldhúsinu en ég hef nokkurn tíma gert áður og finnst það gaman. Vélin var ódýr og nett og í henni bý ég til nánast hvað sem mig langar til. Ég hef hent tilbúnum réttum fyrir róða og malla nú hvað sem mér sjálfri dettur í hug. Það er fátt sem ekki fer þar ofan í og með vélinni bý ég til næstum allan þann mat sem hér er á borðum. Notaði hana til að útbúa hnetusteik um jólin meðal annars. Hvað varðar verstu kaupin þá vil ég fremur kalla það óskynsamleg- ustu kaupin en þau verstu. Það var bíll sem ég keypti fyrir alla mína peninga þegar ég var 17 ára en þá var ég með bíladellu á háu stigi. Þetta var flottur Golf GT sérinn- fluttur frá Þýskalandi með öllu og hann kostaði mig aleiguna á þeim tíma og ég átti þá tals- verðan sjóð eftir vinnu frá unga aldri. Svo kom fljótlega í ljós að ég hafði ekkert efni á að reka bílinn og rúmu ári eftir að ég keypti hann hvarf öll bíladellan á augna- bliki. Þá hafði ég fengið nóg og hef ekki fengið þá bakteríu aftur. NEYTANDINN: KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR ÞINGMAÐUR Bíladellan hvarf á augnabliki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.