Fréttablaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 54
 12. janúar 2006 FIMMTUDAGUR38 menning@frettabladid.is ! Sýningar á draumkenndum Íslandsmyndum Jónu Þor- valdsdóttur verður opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavík- ur í dag. „Ég legg dálítið upp úr því að gera myndir sem vekja upp góðar til- finningar eða jafnvel spurningar hjá fólki,“ segir Jóna Þorvalds- dóttir ljósmyndari. Í dag verður opnuð sýning á ljósmyndum henn- ar í Skotinu, nýrri sýningaraðstöðu Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Sýninguna nefnir Jóna „Móður Jörð“, en allar myndirnar á sýning- unni eru teknar á Íslandi. „Þetta eru draumkenndar landslagsmyndir,“ segir Jóna Þor- valdsdóttir ljósmyndari um mynd- ir sínar. „Ég er meira að fanga ákveðna stemningu og augnablik, frekar en að þetta séu hefðbundnar landslagsmyndir.“ Stundum sjást persónur á mynd- unum, en jafnvel þá er persónan sjálf aukaatriði rétt eins og lands- lagið. „Þetta eru myndir sem manni ætti að líða vel að horfa á. Ég er ekki að mynda til að ögra, allavega ekki viljandi.“ Myndirnar eru allar handunnar á pappír, því ekki eru þær stafræn- ar, en eftir það skannar Jóna mynd- irnar fyrir sýninguna, því þeim er varpað á vegg. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég sýni myndirnar mínar á þann hátt vegna þess að ég hef alltaf lagt mikið upp úr því að ganga frá þeim sjálf á kartoni og í ramma.“ Skotið er ný sýningaraðstaða í anddyri Ljósmyndasafns Reykja- víkur, sem er til húsa uppi á sjöttu hæð í Grófarhúsinu, Tryggvagötu 15. Jóna nam ljósmyndun í Pól- landi og hefur tekið fjölda mynda á ferðalögum sínum víða um heim- inn. Hún hefur áður haldið sýning- ar í Hafnarborg, Gallerí Fold og Mokkakaffi. ■ Dulúð í Skotinu EIN AF LJÓSMYNDUM JÓNU „Móðir Jörð“ nefnist sýning Jónu Þorvaldsdóttur í Ljósmynda- safni Reykjavíkur. > Ekki missa af... Hryllingsmyndinni Hostel. Það er að segja ef þið eruð fyrir blóð, pyntingar og almennan viðbjóð. Annars ættuð þið að halda ykkur sem lengst frá þessari mynd sem aðalleikari myndarinnar, Jay Hernandez, hefur varað við í erlend- um fjölmiðlum. Það á víst að vera stórskemmtilegt fyrir þjóðarstoltið að sjá Eyþór Guðjónsson fara hamförum sem stuðboltinn Óli og ekki skemmir fyrir að leikstjóri myndarinnar, Eli Roth, er yfirlýstur Íslandsvinur nr. 1. Kl. 20.00 Skoski sekkjapípuleikarinn og þjóðfræðingurinn Gary West heldur tónleika í Norræna húsinu á vegum Félags þjóðfræðinga á Íslandi. Gary West er talinn einn besti sekkjapípuleikari Skotlands og hefur komið fram á virtustu tónlist- arhátíðum Evrópu og Norður-Am- eríku. Hann mun leika á sekkja- pípu sína og að auki kynna þetta sérstaka hljóðfæri og tónlistina sem hann flytur. Stóra svið SALKA VALKA Su 22/1 kl. 20 Fi 26/1 kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR! WOYZECK Su 15/1 kl. 20 Lau 21/1 kl. 20 Su 29/1 kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR! KALLI Á ÞAKINU Su 15/1 kl. 14 Lau 21/1 kl. 14 Su 22/1 kl. 14 SÍÐUSTU SÝNINGAR! CARMEN Í kvöld kl. 20 FORSÝNING UPPSELT Fö 13/1 kl. 20 FORSÝNING UPPSELT Lau 14/1 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT Fi 19/1 kl. 20 Gul kort Fö 20/1 kl. 20 Rauð kort Fö 27/1 kl. 20 Græn Kort Lau 28/1 kl. 20 Blá kort Nýja svið/Litla svið MANNTAFL Lau 14/1 kl. 20 Su 22/1 kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR! ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR SÝNINGAR HEFJAST AÐ NÝJU Í FEBRÚAR! BELGÍSKA KONGÓ Su 15/1 kl. 20 UPPS. Fö 20/1 kl. 20 UPPS. Lau 21/1 kl. 20 Lau 28/1 kl. 20 Lau 4/2 kl. 20 Su 5/2 kl. 20 GLÆPUR GEGN DISKÓINU Í kvöld kl. 20 FRUMS. UPPS. Fö 13/1 kl. 20 Lau 21/1 kl. 20 Su 22/1 kl. 20 Naglinn e. Jón Gnarr í samstarfi við 540 Gólf leikhús Fö 20/1 kl. 20 FRUMS. UPPS.Lau 21 /1 kl. 20 Su 22/1 kl. 20 UPPSELT Fö 27/1 kl. 20 Lau 28/1 kl. 20 ��������������������������������� ��������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� �������������������������� ���������������������������������������� ������������������������������� ��������������������������������������������������������������������������������������������� ������������ �������������� �� ����������� ������������ ������������������������������������� �������������� ������������� �������������������������������� Landsbankinn er stoltur bakhjarl sýningarinnar. SÝNT Í IÐNÓ KL. 20 MIÐASALA: WWW.MIDI.IS OG Í IÐNÓ S. 562 9700 UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT örfá sæti laus laus sæti föstudagur laugardagur föstudagur laugardagur sunnudagur laugardagur 13.01 14.01 20.01 21.01 22.01 28.01 Himnaríki Föstud. 20. Laugard. 21. Laugard. 28 Mind Kamp Forsýning föstud. 13. uppselt Hátíðaropnun sunnud. 15. uppselt Fimmtud. 19. sunnud. 22. föstud. 27. sunnud. 29. Ef Mánud. 16. kl. 9 og 11 Uppselt Þriðjud. 17. kl. 9 og 11 uppselt Þriðjud. 24. kl. 9 og 11 Uppselt Miðvikud. 25 kl. 9 og 11 Uppselt Í tengslum við sýningu Íslensku óperunnar á Öskubusku eftir Rossini heldur Gunn- steinn Ólafsson, tónskáld og hljóm sveitarstjóri, námskeið á vegum Vinafélags Íslensku óperunnar og Endurmenntun- ar Háskóla Íslands. Farið verður í uppbyggingu tónlistarinnar, samspil henn- ar og textans grandskoðað og gætt að hvernig form tónlist- arinnar stjórnar dramatískri framvindu verksins. Fjallað verður ítarlega um Rossini og Öskubusku og einstakir hlut- ar óperunnar teknir til nánari skoðunar, með hjálp tón- og mynddæma. Öskubuska var frumsýnd í Róm 25. janúar 1817 og hefur síðan þá verið sýnd reglulega í óperuhús- um víða um heim, en þetta er í fyrsta skipti sem hún er sett upp hér á landi. Námskeiðið verður haldið þrjú þriðjudags- kvöld á tímabilinu 7. febrúar til 21. febrúar í húsnæði Endur- menntunar. Fjórða og síðasta kvöld námskeiðsins, sunnu- daginn 26. febrúar, verður farið á sýningu í Óperunni þar sem færi gefst á stuttu spjalli við nokkra af aðstandendum upp setningarinnar. Öskubusku syngur Sess- elja Kristjánsdóttir og hlutverk prins ins Ramiros syngur Garð- ar Thor Cortes. Stjúpfaðirinn Don Magnifico er sunginn af Davíð Ólafssyni og með hlutverk stjúpdætranna fara annars vegar Hlín Pétursdóttir sem Clorinda og hins vegar Anna Margrét Óskarsdóttir sem Tisbe. Námskeið um Öskubusku HVAÐ? HVENÆR? HVAR? JANÚAR 9 10 11 12 13 14 15 Fimmtudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  19.30 Fiðluleikarinn Boris Brovtsyn flytur ásamt Sinfóníu- hljómsveit Íslands fiðlukonsert eftir Jean Sibelius á tónleikum í Háskólabíói. Hljómsveitin flytur einnig verk eftir Zoltan Kodály og Sibelius. Stjórnandi er Arvo Volmer.  20.00 Félag þjóðfræðinga á Íslandi stendur fyrir tónleikum með skoska sekkjapípuleikaranum og þjóð- fræð ingnum Gary West í Norræna húsinu.  Dead Sea Apple heldur sína árlegu tónleika á Gauknum. ■ ■ OPNANIR  Sýning á ljósmyndum Jónu Þorvaldsdóttur verður opnuð í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á 6. hæð Grófarhúss, Tryggvagötu 15. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.