Fréttablaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 45
FIMMTUDAGUR 12. janúar 2006 29
Nánari upplýsingar á www.visa.is/visalan
eða í síma 525 2000
Spurðu um
+ Staðgreiðsluverð
+ Lægri vextir
+ Lægri kostnaður
+ Til allt að 36 mánaða
+ Framlengdur ábyrgðartími
+ Flutningstrygging
+ Vildarpunktar
Dreifðu staðgreiðslunni
VISA Lán er ný og hagstæð leið til greiðsludreifingar
við kaup á vörum eða þjónustu.
– HAGSTÆÐAR AFBORGANIR
Ný
tt!
Undanfarna daga hefur verið
umfjöllum í fréttum bæði RÚV
og Morgunblaðsins um hring-
ormasmit sem hefur líklega stafað
af hráum fiskréttum. Í fréttagrein
á baksíðu Morgunblaðsins 4.
janúar sl. var hermt að slíkt smit
eigi sér stað í mörgum löndum þar
sem tíðkast að fólk borði hráan
fisk og t.d. greinist eitt þúsund
tilfelli í Japan á ári hverju.
Ég er ekki sérfræðingur um
málefnið en sem heimiliskokkur
með tuttugu ára reynslu og frá
Japan langar mig til að gera
nokkrar athugasemdir um málið,
þar sem Íslendingum geti skilist
að það sé stórhættlegt að borða
hráan fiskrétt.
1. Í Japan borðum við mikið
magn af hráum fiski á hverjum
degi. En það þýðir ekki að við
borðum hvaða fisk sem er. Við.
borðum t.d. ekki hráan fisk sem
veiddur er í á eða stöðuvatni.
Japanir aðgreina bæði af reynslu
og vísindalegri þekkingu hvað
hægt er að borða án hitunar og
hvað ekki.
2. Gæðaeftirlit hráefnis er
strangt í Japan. Mér sýnist t.d. að
æskilegt neyslutímabil hráefna
yfirleitt vera styttra í Japan en
á Íslandi. Hráefni þar sem fersk-
leiki skiptir sérstaklega máli, eins
og ostrur, er oft selt aðgreint til
beinnar neyslu eða til upphitunnar
fyrir neyslu.
3. Þúsund tilfelli hringorma-
smits þykja mörg þó tekið sé tillit til
íbúafjölda Japans sem er hundrað
og tuttugu milljónar, en kannski
stafa þau af því að fólk borðar
hráan fisk á óskynsamlegan hátt
eða samkvæmt sérstakri hefð á
svæðinu (matarmenning er mjög
mismunandi innan Japans).
Það er alls ekki hættulegt að
borða hráan fisk ef við aðeins
höfum á því þekkingu. Mér finnst
Íslendingar hafa stutta reynslu
af því að borða hráan fisk, og
því hljóta að vera ýmis atriði þar
sem skilningur á hráefni er ekki
nógur eða gæðaeftirlit fylgir ekki
nýrri matarmenningu. Ég óska
þess að Íslendingar hlusti vel á
aðvaranir sérfræðinga, bæti það
sem á skortir og njóti þess að
borða hráa fiskrétti, í stað þess að
óttast að borða þá. Matur er hvers
dags gleði og stundum krefst
hann þolinmæði okkar jafnt sem
ævintýraanda!
Höfundur er prestur og
áhugamaður um eldamennsku.
Hringormur
og matarlyst
UMRÆÐAN
NEYSLA
HRÁMETIS
TOSHIKI TOMA
Ég óska þess að Íslendingar
hlusti vel á aðvaranir
sérfræðinga, bæti það sem á
skortir og njóti þess að borða
hráa fiskrétti, í stað þess að
óttast að borða þá.
Barátta aldraðra fyrir bættum
kjörum og betri aðbúnaði er nú
að byrja að skila árangri. Barátta
samtaka aldraðra og einstaklinga
úr hópi eldri borgara hefur náð
eyrum ráðamanna þjóðarinnar.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, gerði þessi mál að
umtalsefni í nýársávarpi sínu
til þjóðarinnar. Hann sagði m.a.:
„Það er til marks um siðmenningu
hverrar þjóðar hvernig hún býr
öldruðum ævikvöldið og gerir
þeim kleift að njóta áranna,sem
eftir eru, tryggir öryggi og
aðhlynningu.“ Einnig sagði
forseti Íslands: „Aðkoma og
aðbúnaður aldraðra þarf að færast
einna fremst í forgangsröð.“
Morgunblaðið tók undir þessi orð
forseta í forustugrein 2. janúar sl.
Stjórnmálaflokkarnir hafa allir
fjallað um málefni aldraðra að
undanförnu og hafa margir þeirra
ályktað að gera þurfi átak til þess
að bæta hag þeirra og aðbúnað.
Þess gætir að vísu nokkuð,að
stjórnvöld hafi tilhneigingu
til þess að vísa þessum brýnu
málefnum til umfjöllunar nefnda.
En það er engin þörf á slíku. Það
er búið að kanna málefni aldraðra
nægilega mikið á undanförnum
árum. Samtök aldraðra hafa
unnið mikið starf á því sviði,
m.a. hagfræðingur samtakanna,
Einar Árnason. Það liggja fyrir
nægilegar upplýsingar um
breytingu á kaupmætti ellilífeyris
frá árinu 1988, sömuleiðis
upplýsingar um skattlagningu
tekna aldraðra frá sama tíma og
miklar og ítarlegar upplýsingar
liggja fyrir um hag og aðbúnað
aldraðra í grannlöndum okkar.
Einnig liggja frammi upplýsingar
um kannanir Hagstofu Íslands
á neysluútgjöldum almennings í
landinu. Stjórnvöld hafa aðgang að
öllum þessum upplýsingum. Þeim
er því ekkert að vanbúnaði að
leggja fram tillögur um breytingar
á kjörum ellilífeyrisþega. Það
sem nú liggur fyrir er að taka
pólitíska ákvörðun um að bæta
kjör aldraðra. Það þarf engar
nefndarskipanir.
Nokkrar leiðir eru færar, þegar
taka á ákvörðun um að bæta kjör
aldraðra: 1) Hækka má greiðslur
aldraðra frá almannatryggingum
þannig,að þær nái þeirri upphæð,
sem þær ættu að vera í, miðað við
að ekki hefði verið skorið á sjálfvirk
tengsl milli lágmarkslauna og
tryggingabóta. Landssamband
eldri borgara telur að hækka þurfi
mánaðargreiðslur um 17 þús. kr. til
þess að ná þessu marki. 2) Hækka
má mánaðargreiðslur svo mjög,að
þær dugi fyrir framfærslukostnaði
aldraðra. Það mundi þýða a.m.k.
60 þús kr. hækkun á mánuði hjá
einstaklingum, sem einungis hafa
bætur frá almannatryggingum.
3) Afnema má tekjutengingu
tryggingabóta aldraðra. 4) Gera má
allan ellilífeyri skattfrjálsan. 5)
Byggja má fleiri hjúkrunarheimili
fyrir aldraða og stórefla heima-
þjónustu eldri borgara.
Framangreindar tillögur
má framkvæma strax, eina eða
fleiri, ef vilji er fyrir hendi hjá
ríkisstjórn og alþingi. Það er ekki
nóg að tala fallega á hátíðarstundu.
Það þarf framkvæmdir. Það eru
nógir peningar til í þjóðfélaginu.
Tekjuafgangur fjárlaga var það
mikill, að það er þegar unnt að taka
af honum drjúga upphæð til þess
að hækka lífeyri aldraðra. Eldri
borgarar munu fylgjast grannt
með ráðamönnum á næstunni.
Höfundur er viðskiptafræð-
ingur.
Barátta aldraðra nær eyrum ráðamanna
BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON
SKRIFAR UM KJÖR ALDRAÐRA