Fréttablaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 12. janúar 2006
Gjöfin þín með Visible Difference 75 ml kremi er;
2 in 1 Cleanser 50 ml
Good morning Serum 4,7 ml
Falleg snyrtibudda
Fleiri glæsileg tilboð frá Elisabeth Arden í verslunum
Hagkaupa. Komið og fáið ráðgjöf, við rakamælum húðina í
Kringlunni og Smáralindinni.
Kynning í Snyrtivörudeildum Hagkaupa
Kringlunni, Smáralind, Skeifu, og Spöng
Fimmtudag, föstudag og laugardag
Útsölustaðir: apótek og snyrtivöruverslanir.
Fáðu þínar eigin neglur sterkari
með Trind Naglastyrkinu.
Nú kaupauki 4,5 ml nail balsam fylgir
PXR-5 úrin eftir Michael Young
fást nú á Íslandi.
Margir kannast við iðnhönnuðinn
Michael Young sem hefur með
ýmsum hætti tengst Íslandi og
Íslendingum. Hann var búsett-
ur hér á landi um hríð og kenndi
meðal annars við Listaháskólann,
og fyrir nokkrum árum hannaði
hann skemmtistað í miðbæ Reykja-
víkur.
Michael Young hefur sýnt og
selt hönnun sína út um allan heim
og er talinn einn af framsæknustu
ungu iðnhönnuðum í heiminum
í dag. Ýmis húsgögn og muni
eftir Michael Young má finna í
versluninni Epal og það nýjasta
þar eru PXR-5 úrin sem hann
hannaði árið 2004.
Þessi úr eru í stærri kantinum
og henta því vel fyrir karlmenn.
Margar konur eru þó fyrir stór úr
og PXR-5 er því tilvalið fyrir þær.
Formið er stílhreint og ólin er
úr einföldum þykkum nælonborða
svo verðið er viðráðanlegt en úrið
kostar 6.800 krónur og er til í öllum
regnbogans litum. ■
Þykkar nælonólar
PXR-5 úrin þykja afar stílhrein.
Úr háborg tískunnar
BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS
Þá er það hinn árlegi fagnaður
þeirra sem eru með kaupæði,
vetrarútsölurnar. Þær hófust hér
í París í gær samkvæmt ákvörð-
un sýslumanns, en óheimilt er að
hafa útsölur á öðrum tímum en
yfirvöld ákveða. Oftast standa
þær yfir í fjórar til sex vikur
eftir því sem að kaupmönnum
tekst að semja um við yfirvöld.
Sumir vilja hafa útsölur sem
lengst en hinir sem hafa gert
það gott á yfirstandandi árstíð
vilja heldur að þær standi stutt
svo hægt sé að einbeita sér að
nýju tískunni sem frá því fyrir
jól er farin að koma í búðir.
Það er þó líklegt að talsvert sé af
varningi sem fæst með góðum
afslætti að þessu sinni þar sem
vetur kom hér ansi seint þó að
nú þegar hafi snjóað nokkrum
sinnum í París. Þetta hefur
mikil áhrif á innkaup og í raun
hægt að bíða eftir því að uppá-
haldskápan eða dúnúlpan sem
vantar verði seld á hálfvirði,
svo milt var haustið. Fínu tísku-
húsin eiga alltaf svolítið erfitt
með sig í kringum útsölurnar.
Opinberlega vilja þau helst ekki
hafa neinar útsölur því það er
ákveðin gengisfelling að selja
dýra hönnun á útsöluverði. Fín
handtaska sem hefur kostað sjö
hundruð evrur er nú allt í einu
látin gossa á þrjú hundruð og
fimmtíu eða dragt á tvö þús-
und evrur verður skyndilega
ekki nema þúsund evra virði.
Á sama tíma vilja tískuhúsin
gjarnan fá sinn hluta af útsölu-
ágóðanum svo að sölutölur í
janúar verði góðar. Þess vegna
er vor- og sumartískan víða
komin í útstillingarglugga fínu
tískuhúsanna þó svo að útsölur
séu það sem viðskiptavinir hafi
mestan áhuga á í upphafi nýs
árs. Þannig fellur ekki á ímynd
tískuhússins, en oft þarf að fara
innst inn í búðirnar til að finna
það sem er á útsölu, svo mikið er
verið að pukrast með gengisfell-
inguna á lúxusvörunni. Reynd-
ar segir starfsfólk að það sé
allt annar viðskiptahópur sem
kemur á útsölur.
Það er hins vegar staðreynd að
útsölur eru það sem er næstmik-
ilvægast í rekstri jafnt venju-
legra verslana sem og tískuhúsa.
Tveir fyrstu mánuðirnir í sumar-
og vetrartískunni eru mikil-
vægasti tíminn hjá flestum sem
stunda verslun, þegar góðir við-
skiptavinir koma og kaupa það
sem þeim þykir áhugaverðast
í hverri „collection“, þar á eftir
koma útsölurnar. Útsölurnar eru
jafnvel mikilvægari hjá tísku-
húsunum en jólaverslunin. Svo
eru það einkaútsölurnar. Sumir
hafa þegar lokið þeim en aðrir
bjóða góðum viðskiptavinum að
koma rétt fyrir opinberar útsöl-
ur því einkasölurnar eru ekki
löglegar ef orðið útsala er notað.
Tíska í gengisfellingu
ÚTSALA
50% AFSLÁTTUR
AF ÖLLUM VÖRUM
KRINGLUNNI • S. 517 5790 NÝTT KORTATÍMABIL