Fréttablaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 2
2 12. janúar 2006 FIMMTUDAGUR Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18. Opið virka daga: 10-18 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 ������ ��������� ���� ������ ��������� �� ���������� ������ �� ������������������������������ ������������������������������ ���� ������ ������ ������ ����� ����������������������������� �������� ���� ��������� ������� ��� ������� ��� ������� ������ ���� ���� ����� �������� �������� ��� ���������������������� ����� ������������������������������ ��� ��� ������ ����������� ������ ������� �������������� ��� ���� ���������������������������������� �������� ��� ���������� ���� ���� ��������������������������������� ������������������������������ �� ����� ��������� ����������� ����� ������ �������������� ����� ������������������ ����� ���� �������� ��������� DÓMSMÁL Mál ákæruvaldsins gegn Jónasi Garðarssyni, formanni Sjó- mannafélags Reykjavíkur, var sent ríkissaksóknara í gær en Jónas var drukkinn á bát sínum þegar bátur- inn sökk á Viðeyjarsundi, með þeim afleiðingum að tveir létust. Í framhaldinu tekur ríkissak- sóknari ákvörðun um hvort ákært verður í málinu. - mh Sjóslysið á Viðeyjarsundi: Mál Jónasar til ríkissaksóknara PALESTÍNA, AP Mahmoud Abbas, forseti heimastjórnar Palestínu- manna, endurtók hótun sína um að aflýsa kosningum til palest- ínska þingsins sem áformaðar eru síðar í mánuðinum ef ísraelsk stjórnvöld fallast ekki á að heim- ila aröbum sem búa í Jerúsalem að kjósa. Varnarmálaráðherra Ísraels sagði á þriðjudag að Palestínu- menn í borginni fengju að taka þátt í kosningunum með utan- kjörfundaratkvæðagreiðslu. Slíkt fyrirkomulag var einnig notað í síðustu kosningum. Ísraelsstjórn á eftir að leggja blessun sína yfir ákvörðunina en búist er við að það verði gert á ríkisstjórnarfundi á sunnudag. - aa Kosningar í Palestínu: Abbas endur- nýjar hótun ABBAS BIÐST FYRIR Mahmoud Abbas Palestínuleiðtogi tekur þátt í bænastund í mosku í Gazaborg í gær, við upphaf Eid Al-Adha-hátíðar múslima. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FÍKNIEFNAMÁL Rannsókn lög- reglunnar í Vestmannaeyjum á fíkniefnamisferlinu sem upp kom fyrir nokkru er nú meðal annars farin að beinast að peningaþvætti fíkniefnasala í Vestmannaeyjum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að maðurinn, sem játað hefur að hafa átt fíkniefnin sem fundust, hafi þvætt peninga fyrir mann sem seldi honum fíkniefni til að selja í Vestmannaeyjum. Tryggvi Kr. Ólafsson, lögreglu- fulltrúi í Eyjum, segir umfang málsins nú mun meira en það hafi litið út fyrir að vera í fyrstu. „Við höfum alltaf fylgst vel með eitur- lyfjamálum hér í Vestmannaeyjum. En það kemur óneitanlega á óvart hversu stórt þetta mál virðist vera. Nú er málið ekki lengur einung- is fíkniefnamál, heldur snýr það mögulega einnig að illa fengnu fé.“ Bergur Elías Ágústsson, bæj- arstjóri í Vestmannaeyjum, skynjar mikla ánægju meðal bæjarbúa með störf lögreglunnar en segir jafn- framt að fólk sé slegið yfir umfangi málsins. „Lögreglan hefur staðið sig frábærlega í þessu máli og tekið á málinu af mikilli festu. Þetta er áfall fyrir okkur íbúa í Vestmanna- eyjum þar sem við höfum staðið í þeirri trú að ekki væri mikið um fíkniefni í bænum.“ - mh Fíkniefnamálið í Vestmannaeyjum vindur enn upp á sig: Spjótin beinast að illa fengnu fé FÍKNIEFNIN SEM TEKIN VORU Í EYJUM Hér sjást fíkniefnin sem lögreglan í Vestmannaeyjum gerði upptæk. Á myndinni sjást einnig hnífar sem gerðir voru upptækir. FRÉTTABLAÐIÐ/SÆÞÓRVÍDÓ EFTIRLAUN Forsætisráðherra Íslands er með næsthæstu eftir- laun forsætisráðherra Norður- landa. Hann kemur næst á eftir norska forsætisráðherranum. Danski forsætisráðherrann hefur langlægstu eftirlaunin. Finnski og sænski forsætisráðherrann hafa svipuð eftirlaun, jafnvirði um 425-450 íslenskra króna. Norski forsætisráðherrann hefur jafnvirði um 9.812.352 íslenskra króna í eftirlaun á ári eða um 817.696 krónur á mánuði þegar hann fer á eftirlaun. Ráð- herrann fer á eftirlaun 67 ára gamall hafi hann verið ráðherra í sex ár eða lengur og skerðast eft- irlaunin ef hann hefur aðrar tekj- ur fram að 69 ára aldri. Frá sjö- tugu fær forsætisráðherrann full eftirlaun óháð öðrum tekjum. Eftirlaun forsætisráðherra miðast við 80 prósent af laun- um forsætisráðherra á hverjum tíma. Íslenski forsætisráðherrann fengi 791.890 krónur í eftirlaun á mánuði ef miðað er við úrskurð Kjaradóms, sem tók gildi um ára- mót. Sé miðað við launin áður en hækkunin kom til yrðu eftirlaun- in 732.130 krónur á mánuði. Hér á landi getur ráðherrann hafið töku eftirlauna 55 ára gamall og þegið eftirlaun samhliða öðrum laun- um. Hann getur tekið út eftirlaun þó að hann sé í launuðu starfi. Danski forsætisráðherrann hefur tæpar 13,6 milljónir króna í heildartekjur á ári miðað við 1. apríl 2005. Samkvæmt nýjum lögum um eftirlaun ráðherra getur hann mest fengið 2.806.730 krónur í eftirlaun yfir árið eftir átta ár sem ráðherra þegar hann fer á eft- irlaun 60 ára gamall. Samkvæmt gömlum lögum, sem núverandi forsætisráðherra fengi að hluta til greidd eftirlaun eftir, fengi hann jafnvirði 1.875.686 danskar krón- ur á ári að 65 árum fylltum. Þetta nemur um 233.894 krónum á mán- uði. Samkvæmt gömlu lögunum væru eftirlaunin mun lægri. Sænski forsætisráðherrann fær um 434.850 íslenskar krón- ur á mánuði þegar hann hættir í haust og er þá 57 ára gamall. Eftirlaun ráðherra nema 54.940 sænskum krónum fyrir 65 ára aldur og 40.982 sænskum eftir 65 ára aldur. Við síðari upphæðina bætast 15.800 sænskar krónur úr öðrum eftirlaunasjóði þannig að heildarupphæðin verður 56.800 sænskar. Þetta gera um 449.572 íslenskar krónur á mánuði. Sé ráð- herrann í launuðu starfi dregst það frá. Sænski forsætisráðherr- ann verður að hafa verið ráðherra í samtals sex ár og vera orðinn 50 ára gamall til að geta tekið út eftirlaun. Kjör forsætisráðherranna á Norðurlöndum eru endurskoðuð reglulega. Í nokkrum landanna hafa ný lög tekið gildi og taka þá sumir ráðherranna eftirlaun eftir bæði gömlum og nýjum lögum. Tölurnar hér að ofan eru hámarks- tölur og miðuð við full réttindi. ghs@frettabladid.is Danir, Finnar og Svíar borga minna Forsætisráðherra Íslands er með næsthæstu eftirlaun forsætisráðherra Norðurlanda. Að- eins norski forsætisráðherrann er með hærri eftirlaun. Danski forsætisráðherrann hefur áberandi lægstu eftirlaunin. Finnski og sænski forsætisráðherrann hafa svipuð eftirlaun. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Norski og íslenski forsætisráðherrann eru með hæstu eftir- laun forsætisráðherra á Norðurlöndum en danski forsætisráðherrann er sá lægsti og það þrátt fyrir að eftirlaun hans hafi nýlega hækkað nokkuð. Samanburðurinn er hér í sinni einföldustu mynd en miðað er við full réttindi og full eftirlaun. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. 23 3. 89 4 81 7. 69 6 44 9. 57 2* * 79 1. 89 0* ** 42 5. 89 2 EFTIRLAUN NORRÆNU FORSÆTISRÁÐHERRANNA* * Á mánuði. Miðað er við eftirlaun forsætis- ráðherranna í dag og reiknað út frá gengi nú í vikunni. ** Flókið er að reikna út eftirlaun sænska forsætisráðherrans og eru þau því sýnd hér í sínu einfaldasta formi. Tímabundið geta þau orðið aðeins hærri. *** Miðað er við laun forsætisráðherra eftir úrskurð Kjaradóms um áramót. Noregur Finnland Svíþjóð Ísland Danmörk TYRKLAND, AP Á sama tíma og starfs- menn Alþjóðaheilbrigðsstofnunar- innar (WHO) reyna að róa Tyrki og minna á að engin ástæða sé til óðagots vegna fuglaflensunnar, varar Landbúnaðarstofnun Sam- einuðu þjóðanna við því að veiran geti dreifst víða og að landbúnaði í nágrannaríkjunum geti stafað mikil hætta af flensunni í Tyrk- landi. „Það er engin ástæða til að örvænta,“ sagði Marc Danzon, yfirmaður Evrópusviðs stofnun- arinnar, á blaðamannafundi í gær og bætti við að heilbrigðisyfirvöld gerðu nú allt sem í þeirra valdi stendur til að hafa stjórn á málun- um og að öll lönd heimsins verði að vinna saman að lausninni á vandan- um. Enn bendir ekkert til að veiran smitist manna í millum, en þetta afbrigði veirunnar er talið líkleg- ast til stökkbreytingar sem gerði þann smithátt gerlegan og gæti þar með valdið heimsfaraldri. Fimm manns til viðbótar hafa smitast af skæða afbrigðinu H5N1 í Tyrklandi að sögn tyrkneskra yfir- valda og hundruð þúsunda fugla hafa verið aflífuð þar í landi. - smk FUGLAFLENSA Nágrannalönd Tyrklands hafa flest tekið upp strangar varúðarráð- stafanir vegna fuglaflensunnar. Hér rekur búlgörsk kona gæsirnar sínar í hús. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir enga ástæðu til að örvænta út af fuglaflensu: Heimurinn í viðbragðsstöðu DÓMSMÁL Landspítalinn er bótaskyldur vegna mistaka sem urðu í læknismeðferð fimmtugrar konu. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp úrskurð sinn í gær. Konan greindist með brjósklos í febrúar 2000 og fór þá í aðgerð. Hún fann fljótlega aftur fyrir verkjum en var ekki send aftur í aðgerð fyrr en í apríl. Hún sagð- ist hafa orðið fyrir tímabundnu atvinnutjóni, þjáningum, var- anlegum miska og varanlegri örorku. Dómurinn úrskurðaði því að spítalinn væri skaðabótaskyld- ur, en til að sækja bæturnar þarf konan að höfða mál að nýju. - óká Landspítalinn dæmdur: Bótaskyldur vegna mistaka SPURNING DAGSINS Guðmundur, var diskóið ekki glæpur í sjálfu sér? „Diskóið var skárri endaþarmur á hippabylgjunni en sítt-að-aftan var á pönkbylgjunni.“ Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikstýrir leik- ritinu Glæpur gegn diskóinu sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu í kvöld. Fangar í hungurverkfalli Tíu menn, sem sitja inni í Melbourne í Ástralíu grunaðir um aðild að hryðjuverkum, eru í hungurverkfalli til að mótmæla ákvörð- un fangelsisyfirvalda um að leyfa þeim ekki að biðjast fyrir saman. Mennirnir, sem allir eru múslimar, voru handteknir í nóvember. ÁSTRALÍA LANDHELGISBROT Færeysk yfirvöld rannsaka nú hvort þarlendur tog- ari hafi stundað ólöglegar veiðar í íslenskri landhelgi í síðustu viku. Áhöfn flugvélar gæslunnar stóð togarann að veiðum í landhelgi Íslands rétt við miðlínu Íslands og Færeyja en deilur standa um legu þeirrar línu. Ekkert varðskip var í grenndinni og því var leitað á náðir færeyskra yfirvalda að rannsaka viðkomandi togara. ■ Ólöglegar veiðar togara: Rannsakað í Færeyjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.