Fréttablaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 LAUGARDAGUR 14. janúar 2006 — 13. tölublað — 6. árgangur Stærsta útsalan er hafin! Engin vændiskona í Hollywood Kínverska leikkonan Ziyi Zhang sló í gegn í Crouch- ing Tiger, Hidden Dragon en leikur nú í Memoirs of a Geisha sem bráðum verður frumsýnd. VIÐTAL 36 Veldu það besta FBL 1x9 forsíðukubbur Græna byltingin Eru ungir Íslendingar að hætta að borða kjöt? Er siðferðislega rangt að borða dýr? HELGAREFNI 46 FRIÐJÓN SVEINBJÖRNSSON Safnaði fyrir bíl á einu ári bílar ferðir heilsa Í MIÐJU BLAÐSINS Hefur trú á Arnóri Alfreð Gíslason, fyrrum þjálfari Arnórs Atlasonar hjá Magdeburg, hefur trú á því að Arnór geti vel leyst stöðu vinstri skyttu hjá landsliðinu á EM í Sviss. ÍÞRÓTTIR 48 VEÐRIÐ Í DAG SERGEY S. GUSHCHIN Spilar rússneskt reggí og rapp Rússar fagna nýju ári á Kaffi Kúltúra FÓLK 54 DOMINIK MOLL Sagður vera hinn franski David Lynch Lemming var frumsýnd á frönsku kvikmyndahátíðinni VIÐTAL 24 SKEMMTANIR Kvenfélag Húsavík- ur heldur sitt árlega þorrablót á Hótel Húsavík í kvöld en hefð er fyrir því að blótið sé haldið áður en þorri gengur í garð. „Húsvík- ingar eru mjög blótglaðir og ekki óalgengt að menn fari á þrjú til fimm þorrablót á hverju ári og þess vegna dugar þorrinn okkur ekki,“ segir Friðrika Baldvins- dóttir, formaður kvenfélagsins. Hún segir blótið stærstu skemmtun ársins á Húsavík og vinsældir þess séu slíkar að hús- næðið dugi ekki lengur. „Tæplega 400 miðar seldust upp á sjö mínút- um og færri kom st að en vildu,“ segir Friðrika. - kk Kvenfélagskonur á Húsavík: Þjófstarta þorravertíðinni ÁFRAM ÉL á vestan- og sunnan- verðu landinu en bjart austan til. Frost 0-8 stig, kaldast inn til landsins. VEÐUR 4 Frumkvöðull úr ritstjórastól Jónas Kristjánsson sagði starfi sínu sem ritstjóri DV lausu í gær eftir mikla orrahríð. Á löngum og umdeildum ferli hefur hann innleitt ýmsar nýjung- ar í íslenska blaðamennsku. MAÐUR VIKUNNAR 12 LÖGREGLA Ökumaður strætisvagns lést eftir harkalegan árekstur á Sæbrautinni í gær. Tækjabíl þurfti til að ná manninum út úr vagnin- um. Ökumenn tveggja vörubíla og fólksbíls sluppu án meiðsla. Starfsfólk og stjórn Strætó er harmi slegin vegna hins hörmu- lega umferðaslyss: „Tildrög slyssins eru óljós, en vagnstjór- inn var einn í bílnum þar sem hann hafði lokið áætlunarakstri og var að ferja strætisvagn- inn að athafnasvæði Strætó bs. við Kirkjusand. Hugur allra hjá Strætó er hjá fjölskyldu félaga okkar og við vottum aðstandendum hans sorgar- og samúðarkveðjur,“ segir í yfir- lýsingu frá framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Slysið varð með þeim hætti að strætisvagninn keyrði utan í gámaflutningabíl á leiðinni norður Sæbrautina. Vagninn lenti síðan aftan á flutn- ingabíl. Hann rakst einnig utan í fólksbíl, að sögn lögreglu. Slysið varð um tuttugu mínút- ur yfir níu og var Sæbrautin lokuð í um tvo og hálfan tíma. Maðurinn sem lést var um sex- tugt. Hann var kvæntur og átti uppkomin börn. Hann hefur ekið strætó í tæp sex ár. - gag Banaslys varð í hörðum árekstri fjögurra bíla á Sæbraut: Strætisvagnabílstjóri lést FRÁ SLYSSTAÐ Maðurinn sem lést hafði ekið strætisvagni í sex ár. Hann var kvæntur og átti uppkomin börn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÍRAN, AP Íransstjórn hótaði því í gær að hindra aðgang eftirlits- manna og binda enda á annað samstarf við Alþjóðakjarnorku- málastofnunina ef deilunni um kjarnorkuáætlun Írana verður vísað til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Forseti landsins lýsti því yfir að það myndi ekki láta þvingunaraðgerðir SÞ hafa nein áhrif á sig. Íransstjórn tók þessa hörðu afstöðu er ráðamenn Evrópu og Bandaríkjanna unnu að því að afla fylgis við þá ráðstöfun að láta málið koma til kasta öryggisráðs- ins. Undir þá viðleitni tók Kína- stjórn hins vegar ekki; hún varaði við því að það gæti aðeins orðið til þess að gera illt verra. - aa Deilt um kjarnorkuáætlun: Íranar hóta að slíta samstarfi SVARA FULLUM HÁLSI Ali Asghar Soltanieh, nýr sendiherra Írans hjá Alþjóðakjarnorku- málastofnuninni, talar í Vín í gær. INNFLYTJENDUR Toshiki Toma, presti innflytjenda á Íslandi, barst í gær bréf heim til sín þar sem hann er beðinn um að hætta að berjast fyrir réttindum nýbúa á Íslandi og er þar meðal annars sagt að nýbúar á Íslandi séu „hvimleitt fyrirbæri“ sem ekki eigi heima í íslensku samfélagi. Toshiki Toma, sem hefur verið kröftug rödd í réttindabar- áttu innflytjenda hér á landi, var brugðið þegar hann las bréfið og taldi það særandi og ekki til þess fallið að bæta samskipti Íslend- inga við útlendinga sem byggju hér á landi. Í bréfinu stóð meðal annars að það færi japönskum manni afar illa að berjast fyrir réttind- um fólks af erlendum uppruna og hann ætti að halda sig til hlés þar sem orð hans og rödd myndi ekki gera neitt gagn fyrir útlendinga, sem hvort eð er væru ekki vel- komnir hér á landi. Toma hefur einu sinni fengið líflátshótunarbréf heim til sín en það gerðist árið 2001. Eftir það segist hann ákveðinn í því að þegja ekki yfir því þegar störf hans eru trufluð með sjónarmið- um þröngsýnna manna sem ala á ranghugmyndum um útlendinga hér á landi. „Ég er mjög reiður yfir þessu bréfi og tek það nærri mér. Ég ætla mér ekki að þegja yfir því þegar gert er lítið úr nýbúum hér á Íslandi. Þetta snýst í sjálfu sér ekki um Íslendinga eða innflytj- endur, heldur mannréttindi og réttlætiskennd. Umburðarlyndi þarf alltaf að vera í hávegum haft hjá fólki en því miður eru ein- staklingar í samfélaginu sem láta stjórnast af öðru en kurteisi og siðlegri hugsun,“ sagði Toma. - mh Presti hótað og sagt að halda sig til hlés Toshiki Toma, japönskum presti innflytjenda, barst í gær bréf þar sem segir að útlendingar á Íslandi séu „hvimleitt fyrirbæri“ í íslensku samfélagi. Toma er beðinn í bréfinu um að halda sig til hlés. Toma segir bréfið vera hótun. TOSHIKI TOMA MEÐ BRÉFIÐ Toma segist ekki tilbúinn að láta hótunarbréf yfir sig ganga. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SEKTAÐ Í SNJÓÞYNGSLUM Það voru erfiðar starfsaðstæður fyrir stöðumælaverði í gær ne þeir þurftu að hafa mikið fyrir því að sinna störf- um sínum. Hér sést samviskusamur stöðumælavörður við Tryggvagötu vera að athuga hvort viðkomandi sé búinn að borga. Mikill snjór á götum borgarinnar gerði vegfarendum á höfuðborgarsvæðinu erfitt fyrir í allan gærdag. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.