Fréttablaðið - 14.01.2006, Side 8
8 14. janúar 2006 LAUGARDAGUR
SKIPT_um stíl
INNFLYTJENDUR Hvergi á landinu
eru erlendir ríkisborgarar hærra
hlutfall af íbúafjölda en á Aust-
fjörðum. Þar eru heil 17 prósent
íbúa með erlent ríkisfang meðan
hlutfallið á landsvísu er 4,5 pró-
sent og hefur aldrei verið hærra
eins og fram kom í Fréttablaðinu
í gær.
Þessar tölur eiga vel að merkja
aðeins við um innflytjendur sem
enn halda sínu erlenda ríkisfangi.
Í raun eru innflytjendur mun
fleiri því fjölmargir hafa fengið
íslenskan ríkisborgararétt gegn-
um árin og hætta því að teljast
erlendir ríkisborgarar. Hjá Hag-
stofu Íslands liggja ekki fyrir
tölur um heildarfjölda innflytj-
enda en giskað er á að talan geti
verið nálægt tuttugu þúsundum
þegar allt er reiknað.
Austfirðir skera sig úr að öðru
leyti eins og meðfylgjandi tafla
Hagstofunnar ber með sér en þar
má sjá að karlmenn með erlent
ríkisfang eru hvorki fleiri né færri
en tuttugu og fimm af hundraði
allra karla á svæðinu. Fjórði hver
karlmaður á Austfjörðum er því
erlendur ríkisborgari. Vestfirðir
skera sig líka úr að nokkru leyti
en þar er hlutfall erlendra ríkis-
borgara nokkru hærra en lands-
meðaltalið en kynjahlutfallið er
öfugt miðað við Austfirði, það eru
fleiri erlendar konur fyrir vestan
en karlar. - ssal
Austfirðir skera sig úr í fjölda innflytjenda:
Fjórði hver karl er útlendur
HLUTFALL ERLENDRA RÍKISBORG-
ARA EFTIR KYNI OG LANDSVÆÐUM
Alls Karlar Konur
Höfuðborgarsvæði
utan Reykjavíkur 2,7 2,7 2,7
Reykjavík 4,7 4,6 4,8
Suðurnes 5,0 5,2 4,9
Vesturland 4,6 4,9 4,2
Vestfirðir 6,2 5,8 6,6
Norðurland vestra 2,7 2,1 3,3
Norðurland eystra 2,3 2,0 2,5
Austurland 16,9 24,6 6,4
Suðurland 4,5 4,1 4,9
ALLS 4,5 5,0 4,1
DANMÖRK Danski Jafnaðarmanna-
flokkurinn, ásamt flokki rót-
tækra, vill að danska herliðið í
Írak verði kallað heim í sumar.
Formaður flokksins, Helle Thorn-
ing-Schmidt, segir að Danir, eins
og aðrar þjóðir sem hafi sent herl-
ið til Íraks, verði að endurskoða
áframhaldandi hersetu í landinu.
Anders Fogh Rasmussen, for-
sætisráðherra Dana, lét hafa
eftir sér í dagblaðinu Berlingske
Tidende að þessi stefnubreyt-
ing jafnaðarmanna sé tilkomin
vegna þrýstings frá vinstri armi
flokksins og ekki síst frá for-
manninum fyrrverandi, Mogens
Lykketoft. - ks
Danskir jafnaðarmenn:
Vilja herinn
heim frá Írak
VEISTU SVARIÐ
1Hver er formaður Kaupmannafé-lags Akureyrar?
2Hvernig fór æfingleikur Íslands og Noregs í handknattleik?
3Í hvaða landi var farið fram á 17 þúsund ára fangelsi yfir herfor-
ingja?
SVÖR Á BLS. 54
SÁDI-ARABÍA, AP Það voru allt að
600.000 pílagrímar sem í fyrradag
reyndu að komast að múslima-
helgistaðnum al-Jamarat í Mina
utan við Mekka þegar ósköpin
dundu yfir í fyrradag, á síðasta
degi Hajj-pílagrímahátíðarinnar.
Í mannþrönginni sem mjakaðist
í gegnum innganginn að svæðinu
voru fjórir menn á fermetra. Við
þessar aðstæður þurfti ekki meira
til en að nokkrum í þrönginni yrði
fótaskortur á farangri í gangveg-
inum til að hrinda af stað hóp-
troðningi sem endaði með því að
363 manns, þar af að minnsta kosti
85 konur, tróðust undir.
Talsmaður sádi-arabíska inn-
anríkisráðuneytisins, Mansour
al-Turki, sagði á blaðamannafundi
í gær að lögregla á staðnum hefði
gripið til aðgerða til að dreifa
mannfjöldanum um leið og troðn-
ingurinn hófst. Lögreglan reyndi
sitt besta til að sjá til þess að píla-
grímarnir bæru ekki farangur
á sér um svæðið, einmitt vegna
hættunnar á að fólk dytti um hann,
en erfitt væri við það að eiga þegar
fjöldinn væri svona mikill. - aa
LEITA ÁSTVINA Fjölskylda frá Malasíu skoðar í gær mynd af móðurinni Ruspita Lubis, sem
var meðal þeirra sem tróðust undir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
363 manns létu lífið í troðningnum í Sádi-Arabíu:
600.000 voru í
mannþrönginni