Fréttablaðið - 14.01.2006, Síða 20

Fréttablaðið - 14.01.2006, Síða 20
 14. janúar 2006 LAUGARDAGUR20 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Sigríður Ólafsdóttir Lágholti 6, Mosfellsbæ, lést 13. janúar í Víðinesi. Jarðarförin auglýst síðar. F.h. aðstandenda, Kristján Þorgeirsson. HUMPHREY BOGART (1899- 1957) LÉST ÞENNAN DAG. „Ég fæddist þegar þú kysstir mig. Ég dó þegar þú yfirgafst mig. Ég lifði í fáeinar vikur meðan þú elskaðir mig.“ Bandaríski kvikmyndaleikarinn Humphrey Bogart var og er dáður. Hann er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt í Casablanca. MERKISATBURÐIR 1742 Edmond Halley uppgötvaði halastjörnuna sem nú er nefnd eftir honum. 1918 Læknafélag Íslands er stofnað. 1976 Ólafur Jóhann Sigurðsson hlýtur bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, fyrstur Íslendinga. 1978 Punkhljómsveitin Sex Pistols heldur sína síðustu tónleika. 1984 Páfi staðfestir helgi Þorláks biskups Þórhallssonar og viðurkennir hann sem verndardýrling íslensku þjóðarinnar. 2002 Lýst er yfir að Bretland sé loks laust við gin- og klaufaveiki. Á þessum degi árið 1954 gengu í hjónaband kynbomban og leikkonan Marilyn Monroe og hafnaboltahetjan Joe DiMaggio. Þau hittust fyrst snemmma árið 1952. Þá hafði DiMaggio nýlega lagt skóna á hilluna og vildi ólmur fá að hitta hina fögru dömu eftir að hann sá mynd af henni sitja fyrir á hafnabolta- velli. Stuttu eftir hinn fyrsta fund blómstraði ástin. Þau giftu sig í San Fransisco og varð brúðkaupið forsíðufrétt víða um veröld. Einn galli var þó á gjöf Njarðar. DiMaggio var öfundsjúkur vegna vinsælda Marilyn meðal annarra karl- manna. Helsta ósk hans var að lifa utan sviðsljóssins en frægð- arstjarna konu hans var rétt byrj- uð að rísa. Við hina frægu loftræsti- myndatöku, fyrir myndina The Seven Year Itch sem tekin var fyrir utan Trans-Lux leikhúsið í New York þar sem vindurinn feykir pilsi Monroes aftur og aftur upp þannig að sést í hvít undirfötin, sat DiMaggio fýldur hjá meðan um tvö þúsund manns fylgdust spenntir með konu hans í nærri tvo tíma. Að lokum gekk hann ævareiður út af tökustað. Síðar heyrðist mikið rifrildi frá hótel- herbergi þeirra hjóna og tveimur vikum síðar skildu Marilyn og Joe að borði og sæng. ÞETTA GERÐIST > 14. JANÚAR 1954 Marilyn Monroe giftist Joe DiMaggio MONROE OG DIMAGGIO Í dag, 14. janúar, eru liðin 30 ár síðan Ólafur Jóhann Sigurðsson rithöfundur hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, fyrstur Íslendinga. Verðlaunin hlaut hann fyrir ljóðabækur sínar Að laufferjum sem kom út 1972 og Að brunnum sem kom út tveimur árum síðar. Ólafur Jóhann fæddist í september 1918 í Hlíð á Álftanesi en fluttist ungur í Grafninginn þar sem hann ólst upp. Fimmtán ára hleypti hann heimdraganum og flutti til Reykjavíkur. Ritstörf voru Ólafi Jóhanni snemma hugleikin og er hermt að hann hafi nánast á barnsaldri ákveðið að verða rithöfundur. Hann var að mestu sjálfmenntaður en fór til Kaupmannahafnar og var þar undir verndarvæng Jóns Helgasonar prófessors. Síðar fór hann til ársdvalar til Bandaríkjanna og sótti fyrirlestra um nútímabókmenntir og skáldsagnaritun í Columbia háskóla í New York. Barnasagan Við Álftavatn sem kom út 1934 var hans fyrsta verk en tveimur árum síðar sendi hann frá sér sína fyrstu bók fyrir fullorðna, Skuggarnir af bænum. Framan af ferli sínum sinnti Ólafur Jóhann ýmsum aukaverkum, meðal annars vann hann við múrverk, blaðamennsku og hjá útgáfufélaginu Helgafelli og síðar annaðist hann prófarka- og handritalestur fyrir útgáfufyrirtæki. Ólafur Jóhann var afkastamikill rithöfundur og sendi frá sér fjölda skáldsagna, smásagna og ljóða um ævina. Þó að hann hafi hlotið Bókmenntaverðlaunin fyrir ljóð eru smásögur og skáldsögur talin höfuðverk hans. Helst er þar nefnd skáldsagan Gangvirkið en í henni segir af Páli Jónssyni blaðamanni sem flyst á mölina en líkar þar lífið illa. Um Pál fjallar Ólafur Jóhann líka í bókunum Seiður og hélog og Drekum og smáfuglum. Fjölmörg verk hans hafa verið þýdd, til dæmis á kínversku, rússnesku og esperanto. Þá þýddi hann sjálfur erlend bókmenntaverk yfir á íslensku, til dæmis Mýs og menn eftir John Steinbeck. Ólafur Jóhann bar óendanlega virðingu fyrir íslensku máli og notaði hreint og fágað tungutak í bókum sínum. Félagslegt raunsæi einkennir flest verka hans. Ólafur Jóhann kvæntist Önnu Jónsdóttur árið 1943 og eignuðust þau synina Jón, haffræðing, og Ólaf Jóhann, rithöfund og athafnamann í New York. Á þeim þrjátíu árum sem liðin eru frá því að Ólafur Jóhann hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa fimm aðrir Íslendingar hlotið þau. Snorri Hjartarson 1981, Thor Vilhjálmsson 1988, Fríða Á. Sigurðardóttir 1992, Einar Már Guð- mundsson 1995 og Sjón á síðasta ári. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1962. ÓLAFUR JÓHANN SIGURÐSSON RITHÖFUNDUR Fluttist fimmtán ára til Reykjavíkur til að sinna ritstörfum. ÓLAFUR JÓHANN: HLAUT BÓKMENNTAVERÐLAUN NORÐURLANDARÁÐS FYRIR 30 ÁRUM Ákvað nánast á barnsaldri að verða rithöfundur ANDLÁT Jórunn Róbertsdóttir lést á sjúkrahúsi mánudaginn 26. desember. Útförin fór fram í Lyngby, Danmörku, föstudaginn 6. janúar. Víkingur Guðmundsson, Grænhóli, Akureyri, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 11. janúar. Dagmar Ingólfsdóttir, Álftamýri 58, Reykjavík, lést á hjúkrunar- heimilinu Eir þriðjudaginn 10. janúar. JARÐARFARIR 10.30 Jón Árni Jónsson frá Eyrarbakka, Brekastíg 36, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju. 11.00 Gestur Ingvi Kristinsson, Torfnesi, Hlíf 1, Ísafirði, áður Hlíðarvegi 4, Suðureyri, verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju. 11.00 Sigurbjörg Guðmunds- dóttir, Víðigrund 4, Sauðár- króki, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju. 14.00 Björn Þórðarson, áður Hafnargötu 6, Siglufirði, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju. 14.00 Helgi Runólfsson bifreiða- stjóri, Ánahlíð 12, Borgar- nesi, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju. 14.00 Hulda Ingimars frá Þórshöfn, verður jarðsett á Þórshöfn. 14.00 Ingólfur Gunnarsson, Valþjófsstað II í Fljótsdal, verður jarðsunginn frá Valþjófsstaðakirkju. 14.00 Snæbjörn Stefánsson, Stangarholti 3, verður jarð- sunginn frá Reykholtskirkju í Borgarfirði. 14.00 Svanlaug Pétursdóttir frá Sauðárkróki, verður jarðsungin frá Sauðárkróks- kirkju. AFMÆLI Bóas Hallgrímsson tónlistarmaður er 26 ára. Ingvi Hrafn Óskars- son aðjúnkt er 32 ára. Sigurður Svavarsson, útgáfustjóri Eddu, er 52 ára. Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Landverndar, er 51 árs. Jón Reykdal listmálari er 61 árs. Einar Hákonarson listmálari er 61 árs. FÆDDUST ÞENNAN DAG Handbók Ferðamálastofu fyrir árið 2006 er komin út. Þetta er viðamikið rit þar sem finna má upplýsingar um vel á annað þúsund ferðaþjón- ustuaðila um allt land. Einnig er að finna í bókinni ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir ferðamenn. Þar má meðal annars finna lista yfir upplýsingamiðstöðv- ar, ferðaskrifstofur, ferða- skipuleggjendur, ræðismenn, sendiráð, náttúruvernd- arsvæði og fleira. Einnig má finna lista yfir viðburði af ýmsu tagi um allt land. Upp- lýsingar um áætlunarferðir á láði, lofti, legi, bílaleigur, vegalendir milli staða og möguleika á gistingu hvers konar. Í handbókinni er að finna upptalningu á afþreyingu af ýmsum toga, þar á meðal má nefna flúðasiglingar, hesta- ferðir og golfvelli auk upplýs- inga um söfn og sýningarsali. Handbókin er gefin út á íslensku og ensku og gagnast vel þeim sem starfa að skipu- lagningu og upplýsingagjöf í ferðaþjónustu. Handbók Ferðamálastofu komin út HANDBÓK 2006 Í bókinni má finna hagnýtar upplýsingar fyrir ferðamenn. TRÚARLEGUR TROMMUSLÁTTUR Heilagur maður af hindúatrú spilar á damru, hefðbundið ásláttar- hljóðfæri, við tjaldbúðir nálægt Gangasagar, mynni árinnar Ganges. AP/REUTERS 1886 Hugh Lofting rithöfundur 1875 Albert Schweitz- er, heimspekingur og handhafi friðarverð- launa Nóbels

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.