Fréttablaðið - 14.01.2006, Síða 24

Fréttablaðið - 14.01.2006, Síða 24
 14. janúar 2006 LAUGARDAGUR24 Ferð Dominik hófst ekki með neinum glæsibrag. Þegar hann lenti uppgötvaðist að farangur leikstjórans hafði misfarist. Auðvitað var Ísland í essinu sínu og blés hressilega á Moll sem sárvantaði gönguskóna sína og úlpu enda vetur konugur loksins farinn að herja á lands- menn. Leikstjóranum seinkaði því aðeins enda fannst allt hans hafurtask fyrir rest. Hann kom því skælbrosandi í húsnæði Alli- ance Francaise, ánægður með að vera loksins orðinn almennilega skóaður. Ferðalangur á Íslandi Dominik Moll er ekki ókunnug- ur Íslandi. Hann kom hingað í frí fyrir tæpu ári ásamt kærustu sinni. „Við leigðum okkur bíl og keyrðum eftir suðurströnd lands- ins. Alveg upp til Höfn,“ útskýrir leikstjórinn og fær sopa af kaffinu sem hafði verið hellt uppá í tilefni af komu hans. „Þetta var mjög þægilegt því við gátum stoppað hvenær sem við sáum eitthvað fallegt,“ segir hann og brosir. Moll á þýskan pabba og franska mömmu og bjó fyrstu ár ævi sinn- ar í Baden - Baden sem er lítill bær við Svartaskóg. Hann hefur þó búið í Frakklandi síðustu tuttugu árin. „Ég fékk fyrst áhuga á kvik- myndagerð við sextán ára aldur en hafði ekki hugmynd um hvort þetta ætti að vera mitt lifibrauð,“ svara Moll þegar hann er spurður af hverju kvikmyndagerð. „Mig langaði alltaf til að vita hvernig þær væru gerðar og vildi sjá sem mest af þeim,“ bætir leikstjórinn við. „Eftir framhaldsskóla flutt- ist ég til Parísar og reyndi að komast yfir þær kvikmyndir sem mér hafði ekki tekist að sjá. Þýski smábærinn bauð ekki uppá ýkja mikið úrval,“ segir Moll og skellir uppúr. „Mér fannst ég þurfa bæta aðeins upp fyrir þetta tap.“ Þegar Moll hafði innritast í háskóla í höfuðborginni rakst hann á skiptinemaverkefni og sló til. Hann fór til New York enda segist Moll alltaf hafa verið mjög hrifinn af Bandaríkjunum. „Þar skráði ég mig í kvikmyndadeild City Coll- ege New York borgar og áhuginn var fljótur að kvikna,“ útskýrir hann og það var ekki aftur snúið. Þegar Moll snéri heim til Frakk- lands skráði Dominik sig strax í kvikmyndaháskólann þaðan sem hann er útskrifaður 1987. „Við tóku verkefni sem aðstoðarleik- stjóri og klippari og þá aðallega við heimildarmyndir.“ Sjálfsmorðsferðir læmingjans Lemming er þriðja mynd Moll í fullri lengd. Síðasta mynd hans, Harry er hér til að hjálpa, sló í gegn fyrir rúmum fimm árum síðan. Hann segir að þær vinsæld- ir hafi gert honum auðveldara um vik til að fjármagna þessa mynd. Hann segir hins vegar að sköp- unarferlið sé alltaf jafn snúið. „Maður er jú alltaf að reyna að bæta sig,“ segir Dominik og hlær. „Það þarf að fínpússa hin og þessi smáatriði og svo framvegis,“ bætir hann við. Myndin segir frá ungu pari, Alain og Bendedicte, sem eru flutt í nýtt hverfi vegna vinnu manns- ins. Eina nóttina finnur Alain læmingja í vatnslásnum og eftir það hefst undarleg atburðarrás. „Ég veit eiginlega ekki hvaðan þessi hugmynd er kominn,“ segir Dominik og brosir. „Það laust allt í einu mynd í kollinn á mér af manni sem finnur læmingja. Ég vissi ekki hvert framhaldið yrði en fannst þetta góð byrjun,“ útskýrir hann. Þá var Moll ekki síður hrifinn af goðsögunni um sjálfsmorðsferðir nagdýrsins en sagan segir að þegar dýrið hefur náð ákveðnum fjölda fremji það fjöldasjálfsmorð. „Þetta er auðvit- að ekki rétt en það hefur ekki enn tekist að útskýra hegðun læm- ingjans til fullnustu,“ segir Moll. „Mest spennandi var hins vegar að læmingjar búa ekki í Frakk- landi og Frakkar vita lítið sem ekkert um þetta dýr,“ segir leik- stjórinn og er augljóslega kom- inn á flug. „Aðalsögupersónan er náungi sem telur hamingjuna felast í því að hafa stjórn á öllu en óþekkt nagdýr kemur honum í opna skjöldu,“ segir Moll. Þá vildi hann einnig tefla saman ungu pari sem hefði framtíðina fyrir sér og eldri hjónum sem lífið hefði leikið grátt. Tónlist spilar stóra rullu í myndinni því hún er notuð til að koma áhorfandanum úr jafnvægi. Hún er þó ekki fyrirferðarmikil hvað tíma varðar. „Hún kemur kannski ekki fyrir nema í tuttug mínútur í heildina en ég nota hana til að byggja upp ákveðna spennu eða mynda eitthvað andrúmsloft,“ segir Dominik en oft eru kvik- myndahúsagestir orðnir smeykir án þess að einhver ástæða sé til þess. Vill ekki vinna í draumasmiðjunni Lemming var opnunarmyndin á Cannes og segir Moll að hátíðin sé mjög mikilvæg fyrir kvikmynd- ina. „Hún er mjög mikilvæg uppá dreifingu mynda og auðveldar manni leið inná alþjóðlegan mark- að,“ segir hann. „Fyrst og fremst er þetta þó mikil viðurkenning.“ Gagnrýnendur hafa margir hverjir líkt Lemming við verk bandaríska leikstjórans David Lynch. Moll tekur þó ekki undir þá líkingu nema að litlu leyti en viðurkennir að Lynch hafi haft áhrif á sig. „Hann nýtti sér mörk veruleikans og óraunveruleikans til hans ýtrasta og var frumkvöð- ull í að leika sér með það sem gerðist og það sem sögupersónur héldu að gerðist,“ útskýrir Moll og segist sjálfur hafa mjög gaman af því að leika sér með þessi mörk. „Kvikmyndaformið hentar mjög vel til þess,“ segir Moll. Framundan hjá Moll er verk- efni sem byggt verður á tveimur smásögum eftir bandaríska rit- höfundinn TS Boyle. Moll segist þó ekki vera á leiðinni í dæmi- gerða Hollywood framleiðslu enda segist hann ekki kæra sig um að vera undir hælnum á einhverjum kvikmyndaverum. „Ég vill frekar gera kvikmyndir í óháða kvik- myndageiranum en dæmigerða Hollywood mynd,“ segir hann en kaldhæðni örlaganna haga því þannig til að næsta mynd hans verður að vera tekin upp í Banda- ríkjunum. Moll hefur ferðast um allan heim til að kynna myndina sína en hann segist reyna halda ferðalögum sínum í lágmarki. „Það er auðvitað gaman að koma til framandi staða en maður fer líka fljótt að endurtaka sig.“ freyrgigja@frettabladid.is Franski leikstjórinn Dominik Moll er hér á landi í tilefni af því að kvikmynd hans Lemming var frumsýnd á frönsku kvikmyndahátíðinni sem hófst á fimmtudaginn. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi við hann um kvikmyndagerð, David Lynch og læmingja. DOMINIK MOLL Heillaðist af goðsögunni um sjálfsmorðsferðir læmingja en þeir leika stórt hlutverk í nýjustu kvikmynd hans. FRÉTTABLAÐIÐ / HARI Læmingjaleikstjórinn ������������������������������������������������������������������� 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.