Fréttablaðið - 14.01.2006, Side 26

Fréttablaðið - 14.01.2006, Side 26
 14. janúar 2006 LAUGARDAGUR26 Meðan stöku sóldýrkendur eru líklegir til að skála í kampavíni vegna þeirra frétta að nú sé að hlýna á norður- hveli jarðar, eru þeir mun fleiri sem hafa þungar áhyggjur af þró- uninni. Þeir svartsýnustu segja aðeins tímaspursmál hvenær allt líf á jörðinni tekur stökkbreytingum með hörmulegum afleiðingum fyrir allt mannkyn. Þurfi einhverra frekari sann- ana við nægir að skoða niðurstöð- ur rannsókna undanfarinna ára á trjáhringum, gömlum kóröllum og borkjörnum úr jöklum sem taka af allan vafa um að hitastig í heimin- um hefur ekki verið hærra í þúsund ár. Fyrir milljónum manna víða um heim blasa staðreyndirnar þegar við. Inúítar í Kanada og á Grænlandi hafa undanfarin ár upplifað bráðn- un heimsskautaíss og hækkandi hitastig. Fólk í Suður-Ameríku og Suðaustur-Asíu upplifir mun oftar storma, hvirfilbylji og mannskæð flóð en áður tíðkaðist. Í Evrópu eru skógareldar algengari en nokkru sinni, hitabylgjur nánast árlegur viðburður og bráðnun jökla fer ekki fram hjá nokkrum manni. Á Íslandi hefur hitastig sjávar hækkað með þeim afleiðingum að fiskistofnar sem áður veiddust víða kringum landið finnast nú aðallega í kaldari sjó fyrir norðan ef þeir þá finnast. Gróðurhúsaáhrifin Jörðin hefur að mati vísindamanna aldrei áður hitnað jafn snögglega og síðustu 30 árin á sama tíma og nátt- úrufyrirbrigði á borð við hringrás sólarinnar og eldgos ættu í raun að lækka hitastig jarðar. Enginn vafi leikur lengur á að athafnir manns- ins hafa mikil áhrif á þær öru breyt- ingar sem átt hafa sér stað. Sívaxandi notkun á auðlindum jarðarinnar er sá þáttur sem mest áhrif hefur. Eyðing skóga losar mikið magn koldíoxíðs út í andrúms- loftið og það gerir öll brennsla á kolum, olíu og gasi einnig. Koldíoxíð er gastegund sem hindrar að orku- ríkir geislar sólarinnar sleppi út úr gufuhvolfinu svo hitastigið hækkar líkt og gerist í gróðurhúsi. Hæfi- lega mikil gróðurhúsaáhrif eru þó nauðsynleg því ef þeirra nyti ekki við í einhverjum mæli væri meðal- hitastig á jörðinni -20°C í stað +15°. Önnur efni eins og metan hafa enn fremur mikil áhrif til hins verra. Vísindamenn næstum einróma Áætlað er að haldi sama þróun áfram og verið hefur muni hitastig á jörðinni hækka um tvær til fimm gráður á þessari öld. Miðað við þróunina í dag eru þær spár vart fjarri lagi. Yfirstandandi ár er það næstheitasta sem mælst hefur á norðurhveli jarðar, en hitametið er frá árinu 1998. Sumir vísindamenn benda á að það ár var el Nino veðurfyrirbrigðið í hámarki og hækkaði meðaltalið til muna og því telja þeir 2005 heitasta ár í sögunni hvað norðurhvelið varðar. Sumir vísa því á bug að hækkandi hitastig sé mannkyninu að kenna. Benda þeir á að dæmi séu um svipaðar breytingar á hitastigi jarðarinnar í fortíðinni. Þó eru langflestir vísindamenn sammála um að þróunin sem hefur átt sér stað síðustu árin sé óeðlileg og að enga aðra skýringu sé á því að finna en inngrip mannsins. Þó eru reiknilíkön þau sem notuð eru mismunandi og ekki ber öllum saman um að hitastig hækki jafn mikið eða jafn ört. Öll gefa þau þó til kynna að hækkun er óumflýjanleg. Hvað merkir þetta allt? Sé gengið út frá að vísindamenn hafi rétt fyrir sér er ljóst að jörðin mun taka breytingum fyrr en síðar. Bráðni Grænlandsjökull og hækki yfirborð sjávar um sjö metra munu heilu löndin fara undir vatn. Vert er að hafa í huga að stór hluti Flórídaríkis og allt Bangladess eru einum metra yfir sjávarmáli. Þúsundir borga og bæja við strendur munu hverfa undir sjó og landslagið mun taka miklum breytingum frá því sem nú er. Veðurfar mun breytast en deilt er um hversu mikið. Óvíst er hvort og þá hvenær bráðnun jökla fer að hafa áhrif fyrir alvöru á hafstrauma um víða veröld. Talið er víst að mikil bráðnun Grænlandsjökuls geti breytt og jafnvel lokað að öllu leyti fyrir flæði heitari sjávar sem berst hingað til lands og til Evrópu með Golfstraumnum. Afleiðingar þess háttar breytinga yrðu mjög alvarlegar enda Golfstraumnum að þakka að lífvænlegt er á norðurhveli Evrópu. Eins er víst að hlýnandi loftslag mun valda meiri þurrkum og enn frekari matarskorti hjá milljónum manna. Aðstæður til ræktunar versna nánast alls staðar sökum minnkandi úrkomu á sumum stöðum og vaxandi úrkomu á öðrum sem mun ýta undir flóð og skriður en ekki gera ræktun auðveldari. Túndrur heimsins munu þiðna og frá þeim streyma jafn mikið magn metangass og mannkynið allt hefur losað á fáum árum. Dýr og plöntur eru mismunandi vel í stakk búin til að takast á við örar loftslagsbreyt- ingar. Margar trjátegundir geta ekki þróast nógu fljótt en fuglar og dýr geta í mörgum tilfellum flutt sig til. Varpstöðvar og jafnvel varptímar munu breytast og óvíst er með öllu hvaða áhrif það hefur á umhverfið til lengri tíma litið. Það er senni- lega boðberi þess sem koma skal að fyrsta dýrið sem sannað hefur verið að hefur þegar þróast í takt við breytingar á hitastigi heimsins er moskítóflugan alræmda. ■ JÖKULHETTA KILIMANJARO Í KENÍA Snjór hefur þakið topp þessa hæsta fjalls Afríku í þúsundir ára en nú sér fyrir endann á því. Heimamenn segja bráðnun íssins svo öra að hann verði með öllu horfinn innan fárra ára. Mannkynið á hálum ís NORÐURHEIMSKAUTIÐ Á myndinni sést vel hversu mjög ísinn á norðurheimskautinu hefur minnkað síðustu áratugi. Ýmsir fagna því að með áframhaldandi bráðnun opnist brátt sjóleið milli Atlantshafsins og Kyrrahafsins en hverjar afleiðingarnar verða fyrir vistkerfi heimskautsins og hafstrauma í heiminum öllum er ómögulegt að segja fyrir um. Árið 2005 var annað heitasta árið á norðurhveli jarðar og eitt af fimm heitustu árunum á jörðinni allri síðan áreiðanlegar mælingar hófust fyrir rúmri öld. Albert Örn Eyþórsson skoðar hlýnun jarðar. ❄ Meðalhitastig í vesturhluta Kanada, Alaska og austurhluta Rússlands hefur hækkað um 3-4° síðustu 50 ár. Tvöfalt meira en annars staðar í heiminum. ❄ Bráðni öll ísbreiðan á Grænlandi hækkar það yfirborð sjávar um sjö metra. Spár gera ráð fyrir umtalsverðri bráðnun á þessari öld. ❄ Plöntur í Evrópu blómstra viku fyrr en þær gerðu að meðaltali árið 1950. ❄ Þrír jöklar prýddu fjalltoppa á Spáni áður fyrr. Þeir eru horfnir. Um 80 prósent þeirra jökla sem voru í Bandaríkjunum fyrir tveimur öldum eru sömuleiðis bráðnaðir. ❄ Ekki er talið útilokað að hækkandi hitastig sé orsakavaldur að tvísýnna veðri í heiminum. Fellibyljir í heiminum hafa aldrei verið fleiri en á síðasta ári. ❄ Einn slíkur stormur kom að landi á Kanaríeyjum sl. haust. Það er í fyrsta sinn sem það gerist í manna minnum. ❄ Rigningar og flóð hafa orðið tíðari á sumum stöðum en lengri þurrkatími og vatnsskortur hrjáir aðra í heiminum. ❄ Hækkandi hiti mun auka áhrif loftmengunar og fjölga til muna þeim er glíma við astma eða aðra öndunarfærasjúkdóma. ❄ Er yfirborð sjávar hækkar mun saltvatn blandast ferskvatni víða á láglendi. Ferskvatn er þegar í dag af skornum skammti. Staðreyndir eða tilviljun?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.