Fréttablaðið - 14.01.2006, Side 29

Fréttablaðið - 14.01.2006, Side 29
[ ] FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. �������������� ������� ������������������ ������������� �������� ������ ����������������� ��� ���� ������������������� ������� ������� ������������� �������������� �������������� ��������������� �������������� � �������� Góðan dag! Í dag er laugardagurinn 14. janúar, 14. dagur ársins 2006. Slúður er þegar enginn segir frá neinu bara í eitt eyra! KRÍLIN Dagsferðir á vegum Útivistar og Ferðafélags Íslands verða farnar á morgun. Útivist gerir tilraun til skíðaferðar og munu snjóalög ráða hvert verður farið. Lagt verð- ur af stað frá BSÍ klukkan hálf ellefu. Áhugasamir ættu að fylgjast með á www. utivist.is. Ferðafélag Íslands leggur af stað klukkan 10.15 frá Mörkinni og gengið verð- ur um nágrenni Reykjavíkur. Áætlað er að ganga í þrjá til sex tíma. Ferðirnar eru opnar öllum. Lýðheilsutöð hefur gefið út kynningarbækling um starfsemi sína. Þó að Lýð- heilsustöð hafi vaxið jafnt og þétt frá árinu 2003 þegar hún var stofnuð eru enn ekki margir sem af tilvist hennar og tilgangi vita. Gerð kynningarbæklingsins er liður í að kynna starfsemina enn betur og hefur bæklingnum verið dreift víða. Chanel er nú fyrir rétti vegna ákæru frá World Tricot, einum framleiðanda Chanel. Fyrir- tækið er ákært fyrir að hafa stolið hönnun World Tricot og fyrir samningsbrot. Stefn- an hljómar samtals upp á 3,6 milljónir punda. Forsvars- menn Chanel neita öllum ásökunum og hafa kært World Tricot fyrir meiðyrði. Dieter Zetsche, forstjóri DaimlerChrysler hugleiðir nú að selja Smart bílafram- leiðsluna. Þó að Smart hafi aukið söluna um 3,8 prósent á árinu 2005 miðað við árið á undan þá var enn tap á rekstrinum. Dieter hefur ráðið ráðgjafafyrirtæki til að sinna áhugasömum kaupendum á Smartbílum. LIGGUR Í LOFTINU [ BÍLAR FERÐIR TÍSKA HEILSA ] Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 10.57 13.37 16.17 Akureyri 11.03 13.21 15.41 Heimild: Almanak Háskólans Friðjón Sveinbjörnsson náði á einu ári að safna sér fyrir rúmlega milljón króna bíl. Hann segir að með mikilli vinnu og smá aðhaldi sé ekki mikið mál að safna sér fyrir nýjum og flottum bíl. Friðjón eignaðist bílinn, sem er Toyota Cor- olla, í júní 2004 en hann keypti hann ein- faldlega í gegnum smáauglýsingar Frétta- blaðsins. Friðjón var ekki alveg tilbúinn til þess að segja hvað hann kostaði, en reyndi þó að afsaka sig með því að segja að myndi ekki nákvæmlega hvað hann kostaði. Bílinn segist Friðjón hafa keypt eftir að hafa unnið og safnað þannig peningum á um það bil ári. ,,Ég vann sumarið 2003 á Hótel Sögu. Þar vann maður nær alla daga, allt sumarið, yfirleitt um 12 tíma á dag, til dæmis sem næturvörður. Um veturinn vann ég þar í aukavinnu með skóla.“ Friðjón segist ekki þekkja marga á sínum aldri sem hafa getað borgað í einu lagi fyrir nýlegan bíl ,,Þetta fer svolítið eftir því hversu mikið fólk þarf að eyða í sig sjálft, til dæmis hvort það býr heima hjá foreldrum eða eitt,“ segir Friðjón og bætir við að það þurfi einn- ig að leggja pínu á sig til þess að geta safnað fyrir slíkum bíl. Friðjón seg- ist hins vegar alls ekki sjá eftir neinu. F r i ð j ó n segir að lyk- illinn að því að námsmenn geti safnað sér fyrir svona bíl sé að vinna mikið á sumrin. ,,Maður eyðir náttúrlega mjög litlu þegar maður vinnur svona mikið. Þannig að það er mjög gott, eitt leiðir af öðru og svona,“ segir Friðjón og brosir. Að lokum segist Friðjón vera afar ánægður með Corolluna og segir bílinn frábæran fyrir nema eins og hann. Í fram- tíðinni stefnir Friðjón hins vegar kannski frekar að því að safna sér fyrir einhverju stærra, til dæmis íbúð. steinthor@frettabladid.is Afrakstur árs vinnu Reynsluakstur Renault Modus BLS. 2 Friðjón er ánægður með bílinn sinn, segir hann eyða litlu og vera þægilegan í akstri og í raun að öllu leyti.FRÉTTABLADID/PJETUR TOYOTA COROLLA HATCHBACK Árgerð: 2003 Vél: 1,6 lítara, 16 ventlar Hestöfl: 110 Keyrður: 47 þúsund kílómetra Jóga Betra samfélag BLS. 6 Friedrichshafen Vegir til allra átta BLS. 5

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.