Fréttablaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 14. janúar 2006 3 Þegar bílstjóri þarf að nauðhemla, sérstaklega á hálu eða blautu yfir- borði, er algengt að hjólin læs- ist. Þá rennur bíllinn stjórnlaust áfram og bílstjórinn hefur ekkert um það að segja hvað gerist næst. Til að forða þessu má stíga mjög laust á bremsuna eða, það sem betra er, „pumpa“ bremsupedal- ann (stíga oft laust og sleppa strax aftur). Við óvæntar aðstæður er lítill tími til ákvarðanataka og því var ABS bremsukerfið hannað til að sjá um þetta fyrir bílstjórann. ABS stendur fyrir Anti-Lock Brake System eða bremsukerfi með læsivörn. Til eru nokkrar tegundir af slíkum kerfum en það sem hefur gefið hvað besta raun virkar svona í sinni einföldustu mynd: Við hvert hjól er nemi. Hann fylgist með hraða hjólsins og leit- ar sérstaklega eftir því að hjólið hægi meira á sér en eðlilegt er, til dæmis úr 60 í 0 á einni sekúndu eins og þegar hjólið læsist. Sendi skynjarinn slík boð til stjórnstöðv- arinnar dregur hún úr þrýstingi til bremsudælunnar við það hjól svo það byrjar að snúast aftur. Jafn- harðan er þrýstingi aftur hleypt á dæluna og því hægist á hjólinu aftur. Þetta ferli er svo endurtek- ið allt að fimmtán sinnum á sek- úndu þannig að hjólið hægir hratt á sér en læsist aldrei alveg. Þessi síendurtekna breyting á bremsun finnst á bremsufótstiginu sem öfl- ugur púls. Það er mjög mikilvægt að láta það ekki rugla sig og halda áfram að stíga fast á fótstigið. ABS-bremsur skyldi ekki pumpa eins og áður er lýst, þar sem það dregur úr virkni þeirra. Með þessu móti er hægt að stöðva bílinn á miklu styttri tíma en ef hjólin læsast og það sem skiptir meira máli; hafa stjórn á honum á meðan. HCD9 Talus frá Hyundai var frumsýndir á bílasýningunni í Detroit sem nú stendur yfir. Á bílasýningunni í Detroit kennir ýmissa grasa eins og endranær. Suðurkóreski bílaframleiðandinn Hyundai kynnti þar meðal annars hugmyndabíl sem bílaframleið- andinn segir að boði byltingu í eiginleikum sportbíla. Bíllinn er jepplingur en hefur flesta eigin- leika sem einkenna sportbíla. Bíllinn er fjögurra sæta og með rúmgott farangursrými eins og venjan er með sportjeppa eða jepplinga. Bíllinn er á 22 tommu felgum og því með mun meiri veg- hæð en hefðbundnir sportbílar, auk þess sem hann er einnig hugs- aður með valkvæðu fjórhjóladrifi sem hægt er að virkja með sér- stakri stillingu. Þetta gefur bíln- um ákveðið jepplingaútlit. Að öðru leyti er hann hannaður sem sígildur sportbíll og hefur 4,6 lítra V8 vél. Sportjepplingur frá Hyundai HCD9 Talus hugmyndabíllinn frá Hyundai. ABS-bremsur gera bílstjórum kleift að hafa stjórn á bílnum við nauðhemlun. Bíóbílarnir Áfram veginn Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar Einhverntíma á lífsleiðinni var ég leiddur í allan sannleikann um bíó- myndir. Það hefur örugglega verið stór biti að kyngja fyrir ungan heila að allt sem gerðist í þessum undraverða kassa væri bara plat, uppspuni og tilgerð. Nema fréttir kannski. Í dag finnst mér samt voðalega gott að vita þetta. Væri hálf neyðar- legt að trúa öllu sem ratar á skjáinn. Til dæmis lifa nokkrar goðsagnir um bíla góðu lífi í bíómyndum en hvergi annarsstaðar. Svo eitthvað sé nefnt þarf mjög sérstakar aðstæður til að það væli í dekkjum þegar bíll fer í gegnum beygju á malbiki. Malbikið þarf að vera heitt, dekkin helst líka og þau þurfa að skrika eða spóla rólega í gegnum alla beygjuna (eða drifið að vera læst). Ekki í bíómyndum samt. Þar er meira að segja hægt að væla í beygjum í eltingaleik í miðri eyðimörk. Flott það. Þegar Kaninn gerir kappakstursmyndir setur hann beinskipta bíla í forgrunn. Fæstir Bandaríkjamenn kunna á þannig græjur og því eru þær sveipaðar hálfgerðum ævintýraljóma. Þegar hetjan er við það að missa af fyrsta sætinu í hendur vonda karlsins grípur hún til áður óþekkts úrræðis í kappakstursheiminum; hann skiptir um gír og fer framúr. Ó, ef aðeins vonda karlinum hefði dottið það í hug líka... Uppáhaldsgoðsögnin mín er samt sú þar sem bílar taka upp á því að springa við óhentugustu aðstæður. Í gömlu hasarmyndunum var nóg að þeir keyrðu fram af hengiflugi, þá brást ekki að þeir stóðu í ljósum logum um leið og öll hjólin voru komin á flug. Framfarir í bílaiðnaðum virðast hafa náð til Hollywood og nú springa bílar bara ef þeir rekast utan í eitthvað, velta eða skotið er á þá. Sem betur fer fyrir okkur bíleigendur eru meiri líkur á að vinna tvisvar í lottói sama daginn heldur en að þessháttar hnjask dugi til að sprengja bíl. Það er meira að segja ótrúlega erfitt að sprengja bensíntank með því að skjóta á hann, enda er flestir brunar í bílum raktir til rafkerfis en ekki bensíns eða byssukúlna. Ekki misskilja mig samt, ég mæli ekkert sérstaklega með því að þið séuð mikið að keyra bílana ykkar fyrir björg, bara þó að það kvikni ekki í þeim við það... HVAÐ ER... ABS?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.