Fréttablaðið - 14.01.2006, Síða 33

Fréttablaðið - 14.01.2006, Síða 33
][ Friedricshafen í Suður-Þýska- landi er nýr áfangastaður Iceland Express og hefst flug þangað í maí á þessu ári. Flog- ið verður þrisvar í viku. Eitt helsta tromp Friedricshafen er staðsetningin, en borgin stendur við Bodensee, stöðuvatnið þar sem landamæri Austurríkis, Sviss og Þýskalands mætast. Við vatnið er mikil og falleg fjallasýn. Á góðum degi sjást fjöll nokkurra landa og hefur þau áhrif að öll landamæri virðast þurrkast út. Á vorin er afar vinsælt að hjóla í kringum vatnið og eru það ferðaskrifstofur á staðnum sem skipuleggja slíkar ferðir. Þá er ekið með farangurinn á milli hótela á meðan fólk nýtur dagsins í rólegheitum á hjólinu. Á sjálfu vatninu er að finna þrjár eyjar, þar af er blómaeyjan Mainau vinsæll ferðamannastaður, enda þykir eyjan ævintýraleg og falleg, mikið blómaskrúð og fiðrildi öllum til yndisauka. Borgin Konstanz stendur einnig við vatnið, lítil og falleg borg með sögulegum byggingum. Borgin er fyrst og fremst þekkt fyrir að vera mikill háskólabær. Zeppelin fæddist þar og fyrsta loftfarið sem hann hannaði, Zeppelin, hóf sig á loft frá flugvellinum í Friedrichshafen. Í Konstanz er að finna krá sem ber nafnið Zeppelin en í Friedrichshafen er Zeppelin-safn þar sem meðal annars er hægt að fara í útsýnisflug í loftfari. Hinum megin við vatnið er Austurríki. Þar er á hverju sumri haldin Bregenzer- tónlistarhátíðin þar sem óperur eru sýndar í stórum uppfærslum á fljótandi sviði á vatninu og virðist hátíðin stækka með hverju árinu sem líður. Auðvelt er að ferðast um Suður- Evrópu út frá Bodensee. Tekur það aðeins þrjá tíma að aka suður til Mílanó og áhugavert er keyra um gamla hluta Sviss þar sem enn má sjá konur þvo fötin sín í bala. Bæjaraland er einnig skammt undan þar sem sveitasælan ræður ríkjum og á ökrunum getur að líta rauðar kýr með stórar bjöllur um hálsinn. Þar eru kýrnar reknar á fjöll á sumrin og hafðar með bjöllu um hálsinn til að auðvelda smalanum verkið þegar hann nær í þær að hausti. Mikil hátíð er í þorpunum þegar kýrnar koma aftur að hausti, harkið í kúnum og hljómurinn í kúabjöllunum bergmálar um dalinn. Þar sem vegir liggja til allra átta Ferðaskrifstofurnar bjóða upp á helgar- og vikuferðir til ýmissa landa sem oft má fá á góðu verði. Það getur lífgað upp á skammdegið að skella sér í stutta ferð til útlanda. Þann 18. janúar stendur Íslenski Alpaklúbburinn fyrir framhaldsnám- skeiði í ísklifri. Kennsla í bóklegum hluta fer fram að kvöldi 18. janúar. Þar verður kennd upprifjun á hnútum og uppsetning megintrygg- inga og sýnd verður stuttmynd um helstu ísklifursvæði Íslands. Verkleg kennsla verður þann 21. janúar og verður þá kennt klifur í ofanvað og sig með öryggishnút. Til að fá að taka þátt í þessu námskeiði er þess að krafist að viðkomandi hafi lokið námskeiði í Ísklifri I eða hafi einhverja reynslu af ísklifri. Ísklifur Friedrichshafen er við Bodenvatnið. Kýr með bjöllur sjást víða um sveitir í Bæjaralandi.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.