Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.01.2006, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 14.01.2006, Qupperneq 34
[ ] Kundalini-hugleiðsla er aldagömul aðferð þar sem frumkrafturinn er virkjaður. Innri styrkurinn eykst og fólk höndlar lífið betur ,,Kundalini-hugleiðsla er aðferð til að virkja frumkraftinn í okkur svo hægt sé að hafa áhrif á lífið til góðs,“ segir Kristbjörg Kristmundsdóttir en hún heldur Kundalini-hugleiðslunámskeið í janúar og febrúar. ,,Í raun og veru snýst allt jóga um þessa orku, Kundalini-orkuna, sem er frum- krafturinn í okkur öllum, í atóm- inu og alheiminum.“ Hugleiðslan er í nokkru frá- brugðin annars konar hugleiðslu þó markmiðið sé það sama. ,,Það eru til margar aðferðir og ýmsir skólar til að hugleiða, en allir stefna þeir að því að öðlast frið, visku, sátt og andlegt frelsi. Kundalini-hugleiðslan er hins vegar frábrugðin að því leyti að hún er mjög kraftmikil. Ég hef komið víða við í jógískum skólum en þessi aðferð hefur skilað mér miklum árangri á mjög stuttum tíma.“ Hugleiða á tvisvar á dag, kvölds og morgna. ,,Til að byrja með duga fimmtán mínútur í senn. Fyrstu hugleiðslustigin eru þrjú þar sem athyglinni er beint að vissum svæðum líkamans. Í framhaldinu er kafað dýpra en allan tímann er áhersla lögð á það að viðkomandi er andleg vera í veraldlegum lík- ama og lífi.“ Kristbjörg segir alls ekki flók- ið að tileinka sér aðferðina. ,,Það þarf hins vegar einhvern til að gefa manni tækið svo hægt sé að vinna áfram. Hjá hverjum og einum opnar kennarinn þrjár aðal orkubrautirnar, ef þær eru ekki opnar fyrir, ásamt orkustöðvun- um og sér til þess að orkan flæði eðlilega um líkamann.“ Flestir þeir sem iðka hugleiðsl- una höndla lífið betur. ,,Þetta er ekki þannig að allir verði voðalega háfleygir og heilagir heldur verð- ur bara rosalega gaman hjá öllum. Innri styrkurinn er dreginn fram og það sem einu sinni voru erfið- leikar verða einungis áskoranir. Hugleiðslan hjálpar fólki meðal annars til að líta ranghugmyndir réttum augum, kringumstæður breytast og fólk sem var manni erfitt verður það ekki lengur.“ Aðferðin er aldagömul og var einungis notuð meðal gúrúa. ,,Miklir kennarar kenndu öðrum miklum kennurum æfingarnar en í dag erum við öll orðin gúrúar, hver og einn er skapari í sínu lífi og ber ábyrgð á því. Þess vegna eru fræðin kennd hér á Vestur- löndum en fara þarf í gegnum mikla þjálfun til að kenna hug- leiðsluna.“ Námskeiðin verða haldin í Gerðubergi og stendur hvert þeirra í fjögur kvöld. Fyrsti tím- inn verður þann 16. janúar. ,,Því fleiri sem rækta með sér innri manninn og efla andann, þeim mun friðsamari verður jörð- in og okkur líður betur saman. Þetta er okkar innlegg í að skapa betra samfélag,“ segir Kristbjörg að lokum. mariathora@frettabladid.is Í átt að betra samfélagi Ávaxtasafar geta verið hollir og C-vítamínríkir. Oftar en ekki inni- halda þeir samt mestmegnis sykur svo það skiptir máli að vanda valið. Landlæknisembættið mælir ekki með neinum ferðatak- mörkunum eða bólusetningu ferðamanna sem ferðast til landa þar sem fuglaflensa hefur greinst. Breytingar hafa orðið á útbreiðslu veirunnar H5N1 og hafa nokkrir dáið úr fuglainflúensu á síðustu vikum. Landlæknisembættið telur ekki nauðsyn á ferðatakmörkunum eða að ferðamenn þurfi á bólusetningu að halda ætli þeir að ferðast til landa þar sem fuglaflensa hefur greinst. Ferðamönnum er hins vegar bent á að gæta ítrustu varúðar og reyna að forðast snertingu við lifandi fugla eða úrgang úr þeim. Einnig skal gæta þess að fuglaafurðir séu nægi- lega vel eldaðar og huga að almennu hreinlæti. Sjá má nákvæmar upplýsingar um svæði og lönd þar sem inflú- ensa í hænsnfuglum og farfuglum hefur greinst á vefsíðu Alþjóða- dýraheilbrigðisstofnunarinnar, www.oie.int. Engar ferðatak- markanir SAMTÖK INDVERJA SEM ERU Á MÓTI REYKINGUM HAFA LAGT TIL AÐ EIN HELSTA BOLLÍWOODHETJA HEIMS, AMITABH BACHCHAN, VERÐI FANGELSAÐUR BIÐJIST HANN EKKI AFSÖKUNAR Á AÐ HAFA LÁTIÐ BIRTA MYND AF SÉR REYKJANDI VINDIL Í AUGLÝSINGUM FYRIR NÝJUSTU BÍÓMYND SÍNA. Veggspjöldin sem birtust af Amitabh stríða gegn lögum sem sett voru árið 2003 og banna tóbaksauglýs- ingar, að sögn samtakanna. Þau hafa beðið Bachchan um að biðjast opinber- lega afsökunar á athæfi sínu og útskýra hvað leiddi hann til að láta mynda sig með logandi vindil fyrir auglýsingu sem birst hefur um allt Indland. Verði hann við óskum þeirra ætla samtökin að láta málið niður falla, en annars hóta þau að fara fyrir dómstóla. Heilbrigðisráðherra Indlands er þessa dagana að reyna að banna reykingar í indverskum bíómyndum, en tillagan hefur mætt mikilli mót- stöðu Bollíwoodmyndaframleiðanda. Bachchan hefur leikið í yfir 150 bíómyndum, en þessi sem hann auglýsir nú hefur ekki verið frumsýnd enn. Reykingar í Bollíwood Kristbjörg Kristmundsdóttir verður með Kundalini-hugleiðslunámskeið í janúar og febrúar. FRÉTTABLAÐIÐ / VALLI Breytingar hafa orðið á útbreiðslu fuglaflensunnar og eru ferðamenn hvattir til að sýna ýtrustu varkárni ferðist þeir um svæði þar sem flensan hefur komið upp. Deilur eru nú uppi í Indlandi um hvort banna skuli reykingar í bíómyndum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.