Fréttablaðið - 14.01.2006, Síða 48

Fréttablaðið - 14.01.2006, Síða 48
 14. janúar 2006 LAUGARDAGUR32 Hún lítur út eins og hver önnur íslensk stelpa sem hefur gaman af bíóferðum, skemmtunum og slúðri með vin- konum. Hanna Sigríður Ragnars- dóttir hefur þó upplifað mun meira en mörg stúlkan á hennar aldri enda hélt hún upp á 21 árs afmæli sitt á Mekong-fljóti í Kambódíu. „Mig hefur alltaf langað til að prófa eitthvað nýtt en samt verið hrædd við að fara eitthvað út í heim og ekki beint týpan til að taka stóra skrefið og stökkva burt,“ segir Hanna þegar hún rifjar upp hvernig það æxlaðist að hún fór að vinna við hjálparstarf í Taílandi og Kambódíu á síðasta ári. Hún hafði útskrifast úr Snyrtiskóla Kópavogs haustið 2004 og ákvað þá að gera eitthvað allt annað. Hanna fann á netinu skóla í litlu þorpi norður af Lundúnum þar sem kennt er hvernig standa eigi að hjálparstarfi. Þar dvaldi hún í þrjá mánuði áður en hún og nokkr- ir skólafélagar hennar héldu til Kambódíu og Taílands til að læra af reynslunni enda getur engin bókleg kennsla komið í staðinn fyrir kynni af raunverulegu lífi. Gist á vændishúsi „Fyrsta kvöldið í Kambódíu var örugglega með þeim erfiðari í lífi mínu,“ rifjar Hanna Sigríður upp. „Við keyrðum frá Taílandi til Kambódíu og áttum að taka rútu til höfuðborgarinnar á landamær- unum en misstum af henni. Þarna stóðum við á landamærum Kam- bódíu með fullt af berrössuðum krökkum og betlurum og vissum ekkert hvað við áttum að gera,“ lýsir Hanna en það vildi svo vel til að hópurinn rakst á dreng sem var viljugur til að hjálpa þeim og útvegaði þeim pláss á gistiheimili einu heldur hrörlegu. Þangað kom- ust þau á mótorhjólum, sem er aðalferðamátiinn í Kambódíu, og sátu tvö aftan á hverju hjóli. „Við komust reyndar að því síðar um nóttina að ekki var allt með felldu með þetta gistihús þegar fóru að heyrast ýmis óhljóð úr næstu herbergjum og menn fóru að koma með konur inn. Þá rann upp fyrir okkur að þetta væri vændishús,“ segir Hanna kímin því sagan er fyndin þó annað hafi hún hugsað á sínum tíma. „Þetta var mikið menningarsjokk svona fyrstu nóttina að sofa í rifnum sængurverum með kakkalakka skríðandi upp úr holunni sem átti að heita klósett.“ Brosmildir munaðarleysingjar Það kom Hönnu hvað mest á óvart við komu sína til Kambódíu hvað allir voru brosmildir þrátt fyrir það harðræði sem fólkið hefur þurft að upplifa og sorglega sögu landsins. Hanna starfaði í rúman mánuð við enskukennslu á mun- aðarleysingjahæli í Kambódíu. Á heimilinu voru krakkar frá fimm til átján ára aldurs. „Krakkarnir voru rosalega opnir. Um leið og við komum hlupu þau í kringum okkur og knúsuðu eins og þau hefðu allt- af þekkt okkkur,“ rifjar Hanna upp. „Þau voru svo þakklát en í raun höfðu þau miklu meiri áhrif á líf okkar en við höfðum nokkurn tíma á þeirra,“ segir Hanna sem fannst frábært að sjá vilja þess- ara barna til að læra. „Það er frá- bært skólakerfi á Íslandi en maður nennir varla að læra, svo eru þarna krakkar sem vilja fá að vita allt milli himins og jarðar,“ segir Hanna upprifin af kynnum sínum af þessum námsfúsu börnum sem mörg áttu foreldra á lífi en svo illa farna af jarðsprengjum að þeir gátu ekki séð um þau. Hún minnist þess hve erfitt var að yfirgefa krakkana og landið. „Það var rosalega erfitt að segja bless við krakkana og mjög til- finningaríkt því ekki var ljóst að við myndum nokkurn tíma sjá þau aftur. Bjargað úr kynlífsþrælkun Eftir mánaðardvöl í Kambódíu hélt Hanna ásamt nokkrum félögum til Norður-Taílands. Þar reka banda- rísk hjón heimili fyrir stúlkur sem bjargað hefur verið úr kynlífs- þrælkun. Þessi hjón ákváðu þegar þau komust á eftirlaunaaldur að fara til Taílands og gera eitthvað við líf sitt. „Það sem þau gera er að fara í fjallaþorp þar sem fjölskyldur eru stórar og ekki óalgengt að ung stúlkubörn séu seld hórmöngur- um. Þau fara þá og yfirbjóða hór- mangarana og hafa bjargað mörg- um stúlkum frá slæmri reynslu,“ ústkýrir Hanna en einnig hafa hjónin farið í björgunarleiðangra í hóruhúsin sjálf og bjargað eldri stúlkum úr kynlífsþrælkun. „Það var ótrúlegt að sjá þessar stúlkur enda búnar að þurfa að fást við margt í lífi sínu. Í raun voru þær að upplifa á ný hvernig það er að vera barn og unglingur,“ segir Hanna sem man sérstaklega eftir sögu einnar stúlku sem bjargað var eftir tvö ár í hóruhúsi. Segja já til að halda lífi „Þessi stúlka var búin að vera tvö ár í kynlífsþrælkun en hún var seld þangað fjórtán ára gömul. Þessi stelpa var komin með alnæmi og búin að eignast barn sem var á heimili fyrir alnæm- issmituð börn,“ segir Hanna en saga hennar fékk töluvert á hana. „Hún vildi ekki tala mikið um smáatriði en tók skýrt fram að stúlkur segi aldrei nei. Ef þær vilji halda lífi segi þær já,“ lýsir Hanna og hryllir við sögum af því þegar hórmangararnir tóku mey- dóm stúlknanna. Með foreldra og Jesú að fyrirmynd Þegar Hanna kom heim rétt fyrir jólin fékk hún í raun annað menn- ingarsjokk að sjá það neyslubrjál- aði sem hér ræður ríkjum. „Mér fannst rosalega sorglegt að sjá að þrátt fyrir að við búum í frábæru landi þar sem maður hefur ekkert að óttast og allir hafa allt til alls, þá eru svo margir óhamingjusam- ir,“ segir Hanna sem heldur aftur út til Englands von bráðar til að vinna að forvarnarstarfi í enskum skólum. „Ég mun tala við krakka um alls konar málefni sem ekki eru kennd í Englandi, líkt og getn- aðarvarnir, fóstureyðingar og mis- munandi menningarheima,“ segir Hanna sem gæti vel hugsað sér að helga líf sitt því að hjálpa öðrum. „Mér finnst áskorunin mikil og góð og ég hef þroskast mjög mikið og get varla beðið eftir framhald- inu,“ segir snyrtidaman unga sem hefur bæði foreldra sína og Jesú að fyrirmynd. ■ MEÐ NEMENDUM Í KAMBÓDÍU Hanna Sigríður með nokkrum stúlkum af munaðarleys- ingjahælinu í Kambódíu þar sem hún kenndi ensku. Úr snyrtifræði til hjálparstarfs Á VÆNDISHÚSI FYRSTU NÓTTINA Hanna og félagar hennar urðu strandaglópar á landamærum Taílands og Kambódíu. Þau urðu að gista á gistiheimili sem reyndist síðan vera vændishús. Hanna Sigríður Ragnarsdóttir hélt upp á 21 árs afmæli sitt á Mekong-fljóti í Kambódíu. Þar starf- aði hún á munaðarleysingjahæli áður en hún hélt til Taílands til að vinna á heimili fyrir stúlkur sem bjargað hefur verið úr kynlífsþrælkun. Sól- veig Gísladóttir ræddi við hinn unga snyrtifræð- ing um reynslu hennar af brosmildum börnum og hreinskilnum fórnarlömbum. NLP Námskeið Neuro - Lingustic - Programming - Er sjálfstraustið í ólagi? - Langar þig í betri líðan? - Finnst þér að fáir skilji þig? - Er eitthvað í fari þínu sem að þú vilt vinna bug á? - Finnst þér að öðrum gangi betur í lífinu en þér? - Gengur illa að klára verkefni sem þú byrjar á? - Finnst þér erfitt að höndla gagnrýni? Með NLP aðferðum getur þú auðveldlega breytt lífi þínu og skapað þína eigin framtíð. NLP er notað af fólki um allan heim sem hefur náð frábærum árangri í lífinu NLP Námskeið verður haldið 30.janúar til 10.febrúar í Reykjavík. Leiðbeinandi: Kári Eyþórsson MPNLP. Upplýsingar í síma: 894-2992 Netfang: kari@ckari.com Nánari upplýsingar um NLP má finna á: www.ckari.com TIL HJÁLPAR Hanna Sigríður Ragnarsdóttir gæti vel hugsað sér að helga líf sitt því að hjálpa öðrum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.