Fréttablaðið - 14.01.2006, Qupperneq 53
LAUGARDAGUR 14. janúar 2006
Kæru ættingjar, vinir, stuðningsmenn, félagar í flokknum og samferðarfólk í gegnum tíðina.
Það væri mér sönn ánægja að hitta ykkur við opnun kosningaskrifstofu minnar að Sætúni 8 kl. 17 – 19 í dag, laugardaginn
14. janúar. Þar mun ég kynna stefnumál mín fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor, auk þess sem boðið verður uppá veitingar
og ýmsa skemmtun. Ég vonast til þess að sjá ykkur sem flest og eiga með ykkur góða stund.
Bestu kveðjur, Óskar.
Opnun kosningaskrifstofu
Splunkunýr söngleikur um hina
ómótstæðilegu Carmen verður
frumsýndur í Borgarleikhúsinu
í dag. Ásgerður Júníusdóttir fer
með hlutverk sígaunastúlkunnar
skapstóru.
Með önnur hlutverk fara leik-
ararnir Bergur Þór Ingólfsson,
Birna Hafstein, Guðmundur Ólafs-
son, Kristjana Skúladóttir, Marta
Nordal, Pétur Einarsson og Theo-
dór Júlíusson.
„Þau syngja bara með sínu nefi,
en á móti fæ ég að leika mjög mikið
því þetta er leikgerð óperunnar,“
segir Ásgerður, en hún er eina
óperusöngkonan sem tekur þátt í
sýningunni.
Guðrún Vilmundardóttir dram-
atúrg hefur unnið söngleikinn upp
úr hinni frægu óperu Bizets, en
það er Guðjón Pedersen leikhús-
stjóri sem leikstýrir. Söngtextar
eru eftir þau Davíð Þór Jónsson,
Frank Hall, Kristján Hreinsson,
Sigríði Hagalín Björnsdóttur, Sjón
og Þorstein Valdimarsson. Ýmist
eru þetta þýðingar eða splunkuný-
ir textar. Agnar Már Magnússon
útsetti tónlistina.
„Við erum bæði tónlistinni og
óperunni mjög trú. Það er ekkert
verið að fikta í neinu sem skiptir
sköpum og músíkin fær að standa
af mjög mikilli virðingu og hlýju,“
segir Ásgerður.
„Agnar Már útsetti tónlist-
ina fyrir sígaunaband með lúðr-
um, harmonikku og gítar. Hann
hefur búið til úr henni mjög
heillandi sígaunahljóðheim.“
Dans setur einnig mjög sterkan
svip á sýninguna og er hann unnin
í samvinnu við Íslenska dansflokk-
inn.
Sjálf hefur Ásgerður aldrei
tekið þátt í uppsetningu á Carmen,
þótt hún hafi eins og aðrar söng-
konur sungið aríur úr óperu Bizets
við ýmis tækifæri.
„Ég hef reyndar meira sóst eftir
því að vera í nútímatónlist, hef
tekið þátt í að frumflytja ný verk
og þá unnið náið með tónskáldun-
um,“ segir Ásgerður, sem engu að
síður segist alltaf hafa haft mikinn
áhuga á að syngja þetta drauma-
hlutverk allra mezzósóprana.
„Þetta hefur verið draumahlut-
verk mitt lengi, ekki síst af því ég
er dramatískur mezzo. Þetta er
frábært hlutverk fyrir þá rödd,
og svo höfðar karakterinn líka til
manns. Kona með skap.“ ■
Carmen í splunkunýjum búningi
ÁSGERÐUR JÚNÍUSDÓTTIR Í DRAUMAHLUTVERKI ALLRA MEZZÓSÓPRANA Ópera Bizets um
ástir og örlög sígaunastelpunnar Carmen er orðin að söngleik sem frumsýndur verður í
kvöld í Borgarleikhúsinu.
Einn af leikstjórum heimildar-
myndarinnar vinsælu „Metallica:
Some Kind of Monster“ ætlar að
gera heimildamynd um Tommy
Lee, fyrrverandi trommara í Möt-
ley Crue.
Lee lék nýverið í sínum eigin
raunveruleikaþætti, „Tommy
Goes to College“ á sjónvarpsstöð-
inni NBC.
„Í rokkheiminum eru fáar per-
sónur eins litríkar og Tommy Lee,
og það er ekki bara vegna húð-
flúranna,“ sagði Bruce Sinofsky
leikstjóri. „Við munum sýna bak
við tjöldin hjá þessari stjörnu og
slúðurblaðafóður sem Tommy er
orðinn. Fylgst verður með honum
eiga samskipti við fjölskyldu sína,
vini og tónlistarbransann í heild
sinni.“
Tommy Lee er sjálfur hæst-
ánægður með tíðindin og segir
það mikinn heiður að gerð sé
heimildamynd um sig. ■
Heimildamynd
um Tommy Lee
TOMMY LEE Trommarinn fyrrverandi hefur
verið áberandi í gegnum árin. Heimildar-
mynd um hann er á leiðinni.
... upplýsingum um laun,
verktakagreiðslur, hlutafé,
lán, bifreiðahlunnindi
o.fl. á árinu 2005 ...
Síðasti skiladagur:
RAFRÆN SKIL - 6. febrúar
PAPPÍRSSKIL - 26. janúar
Skilist til skattstjóra viðkomandi umdæmis
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI
ALLT UM
rafræn skil
á rsk.is/vefskil
Hafið þið
SKILAÐ TIL SKATTSINS
LAUNAGREIÐENDUR,
HLUTAFÉLÖG,
FJÁRMÁLASTOFNANIR ...
MIKILVÆGT
ER AÐ
UPPLÝSINGAR
BERIST
TÍMANLEGA
VEGNA
FORSKRÁNINGAR
Á FRAMTÖL
Sjá nánar auglýsingu í Stjórnartíðindum um skil á upplýsingum á árinu 2006
NFS ER Á VISIR.IS
Bein útsending á VefTV og
upptökur þegar þér hentar