Fréttablaðið - 14.01.2006, Side 60

Fréttablaðið - 14.01.2006, Side 60
 14. janúar 2006 LAUGARDAGUR44 utlit@frettabladid.is Margar konur eiga það til að verða sérlega kaupglaðar á þessum árstíma, sérstaklega þær sem hafa yndi af að gera góð kaup og finnst þær í alvörunni missa af lestinni ef þær kaupa ekkert. Það þarf þó að fara sérlega gætilega þegar keypt er á útsölum því það er svo auðvelt að láta glepjast. Það er til dæmis algengur kvilli að kaupa allt of lítil föt á janúarútsölunum. Viðkomandi er kannski í leikfimisátaki og ætlar að grennast um tvö fatanúme fyrir páska, en svo gerist eitthvað á sem veldur því að það slaknar á átakinu og þá er viðkomandi kannski búinn að eyða peningum í fatnað sem hann getur aldrei notað. Að minnsta kosti ekki meðan kílóin eru öll á sínum stað. Þær sem ætla hins vegar að kaupa föt á útsölum verða að vera meðvitaðar um eigið vaxtarlag. Þær konur sem eru beinar í vextinum (mittislausar) ættu til dæmis að kaupa sér skyrtu með púffermum, þröngar niðurmjóar gallabuxur og millibreitt belti til að hafa í mittinu. Þær gætu líka hent nokkrum pörum af flatbotna skóm með í innkaupakörfuna. Þær sem eru eins og stundaglös í laginu ættu að leggja áherslu á kjóla sem sýna mittið vel, jafnvel „vintage“ kjóla með víðu pilsi. Þær ættu líka að kaupa sér vesti á útsölu, aðsniðnar skyrtur og vel sniðnar svartar buxur. Þær sem eru a- laga í laginu ættu að leggja áherslu á efri partinn. Vera í þröngu að ofan og hnésíð pils klæða þetta vaxtarlag vel. Þær sem eru perulaga ættu að skoða tískuna frá sjöunda áratugnum vel, enda er sú tíska klæðskerasniðin á þetta vaxtar- lag. Þær sem eru hins vegar „hjarta- laga“ (stærri að ofan en neðan) ættu að leggja áherslu á fótleggina. Ef þú ert í þessum flokki skaltu kaupa þér mínipils, ullarsokkabuxur og flott stígvél á útsölunni og þunna v-háls- málspeysu því það dregur úr stærð brjóstanna. Eitt er þó lykilatriði og það er að konur geta breyst í vextinum. Ekki ganga út frá því að það sama klæði þig nú og klæddi þig vel fyrir tíu árum. martamaria@frettabladid.is Finndu þinn stíl MÓÐUR VIKUNNAR > MARTA MARÍA FER YFIR MÁLIN NATALIE PORTMAN tekur sig vel út í stelpulegum A-laga sniðum. NICOLE KIDMAN er há og grönn með I-laga vöxt og ber vel síða kjóla, þröngar buxur og efnismiklar kápur. HELENA CHRISTENSEN er með stundaglasvöxt (S-laga)og fer henni vel að klæðast aðsniðnum fötum með flegið hálsmál. Vinkona mín hringdi í mig í vik- unni og tilkynnti mér að hún hefði farið í klippingu og þar með væri „sósíalbanni“ aflétt. Hún var nefnilega hætt að geta látið sjá sig utandyra út af hroðalegu hári að hennar sögn. Ég samgladdist henni enda ómögulegt að vera innandyra heilu helgarnar, sérstaklega þar sem vinkona mín er einn af þessum frábæru kvenkostum sem gengur laus. Sjálf er ég svo mikil lúða að ég fer helst ekki í klippingu og litun nema að einhver spyrji mig út í öll gráu hárin, þá drattast ég af stað. Bið um klipp- ingu og smá strípur, en samt má eiginlega aldrei gera of mikið því þá finnst mér ég vera asna- leg. Ég er líka komin upp á lag með að klippa mig sjálf, klippi oft toppinn og bæti í stytturnar. Þessar athafnir eru reyndar ekki vel séðar hjá hárgreiðslufólki en ég get svarið að ef ég minn- ist ekki á þetta (þessi tvö skipti á ári sem ég fer í klippingu) þá tekur enginn eftir þessu. Þetta er heldur ekki sérlega atvinnu- skapandi atferli hjá mér en ég reyni bara að bæta það upp á öðrum sviðum. Um daginn hitti ég fólk sem hefur búið í þó nokkurn tíma erlendis en er nýflutt heim. Þau voru alveg gáttuð á einu og spurðu: Af hverju eru næstum því allir á Íslandi með strípur? Ég gat ekki annað en boðið þau velkom- in í íslenskan raun- veruleika því þetta er Reykjavík í hnotskurn. Sósíalbanni aflétt Spáir þú mikið í tískuna? Nei ég spái nú ekki mikið í hana. Yfirleitt spái ég frekar í það hvað mér finnst fallegt. Tískan hefur samt einhver áhrif því oft er eitthvað fallegt í tískunni. Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Hann er einfaldur, þægileg- ur og bara ansi fallegur held ég. Uppáhaldshönnuðir eða fata- merki? Issey Miyake er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég er mjög hrifin af einfaldleikanum sem einkennir hönnun hans og einnig finnst mér þessi skúlptúrstemning sem er á fötunum ansi skemmtileg. Flottustu litirnir? Rauður og svartur eru algjörlega í uppáhaldi hjá mér. Hverju ertu veikust fyrir? Ef ég finn rosalega fallegan jakka eða skó þá get ég ekki sleppt því að kaupa. Hvaða flík keyptir þú þér síðast? Ég keypti mér Aftur hettupeysu. Hvað finnst þér flottast í tískunni núna? Flottast finnst mér hvað fólk er orðið sjálfstætt í fatavali. Þegar ég bjó erlendis og kom heim fannst mér alltaf allir vera eins. En í dag er fólk farið að klæða sig meira eftir sínum eigin persónulega stíl. Hvað finnst þér nauðsynlegt að eiga í vetur? Það er algjörlega nauðsynlegt að eiga fallega spöng eins og fæst einmitt í Pjúru. Falleg- ur jakki er einnig afar nauðsynlegur. Uppáhaldsverslun? Ég verð auð- vitað að nefna Pjúru en auk þess finnst mér Nonnabúð alveg frábær. Hvað eyðir þú miklum pening- um í föt á mánuði? Ég sauma mest á sjálfa mig svo það er ekki mikið sem ég eyði. Í mesta lagi tíu þúsund. Hvaða flíkur gætir þú ekki verið án? Ég gæti ekki lifað án þess að eiga alls konar ermar. Ég nota þær á hverjum einasta degi. Uppáhaldsflík? Ég fékk ofsalega fallegan kínajakka í jólagjöf og svo á ég líka afar fínan gallajakka sem ég er mjög glöð með. Nýja Aftur hettupeysan mín er líka algjört æði. Ég er alltaf í henni. Hvert myndir þú fara í verslun- arferð? Ég myndi fara til New York því þar er svo ótrúlega mikið úrval. Það er nánast hægt að láta sér detta í hug hvernig flík sem er og maður finnur hana. Ljótasta flík sem þú hefur keypt þér? Ég keypti mér viðbjóðslega ljótan gervipels í Gloss þegar ég var tólf ára sem var rosalega stór, dökk- grænn með rennilás. Oftast leyfi ég mér nú ekki að kaupa svona dýrar flíkur nema ég sé viss um gæði þeirra. En ég lærði af reynslunni. SMEKKURINN: KOLBRÚN ÝR GUNNARSDÓTTIR HÖNNUÐUR OG EINN EIGENDA PJÚRU Flottast þegar fólk er sjálfstætt í fatavali > Skreyttu þig með fallegri hárspöng sem hristir upp í heildarlúkkinu þínu og lýsir upp janúarskammdegið. Þessi er frá Roksanda Ilincic og fæst í Kronkron.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.