Fréttablaðið - 14.01.2006, Síða 70
14. janúar 2006 LAUGARDAGUR54
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
1 dálkur 9.9.2005 15:21 Page 8
LÁRÉTT
2 báru að 6 hvort 8 útdeildi 9 knæpa 11 í
röð 12 mælieining 14 glæpafélag 16 ógrynni
17 utan 18 pípa 20 klaki 21 íþróttafélag.
LÓÐRÉTT
1 viðartegund 3 einnig 4 drykkur 5 þak-
brún 7 umbætur 10 geislahjúpur 13 ái 15
svari 16 heyskaparamboð 19 guð.
LAUSN
LÁRÉTT: 2 komu, 6 ef, 8 gaf, 9 krá, 11 rs, 12
karat, 14 mafía, 16 of, 17 inn, 18 rör, 20 ís,
21 fram.
LÓÐRÉTT: 1 tekk, 3 og, 4 martíní, 5 ufs, 7
framför, 10 ára, 13 afi, 15 ansi, 16 orf, 19 ra.
1 Ragnar Sverrisson
2 31-30 fyrir Íslandi
3 Argentína
[ VEISTU SVARIÐ? ]
NÚNA BÚIÐ
Gamaldags rósir Fegra hvert heimili
og setja á það „Martha Stewart”-svipinn.
Sleðar
Þetta er
afskaplega
hressandi og
gamaldags
sport.
Kinnalitur Sér um
að rósrauð útivera sé
á postulínshúðinni.
Mjög sætt.
Silkiplöntur Æ, þetta er hálf
plebbalegt og auk þess rándýrt.
Bleik
bindi
Það er
enginn
hnakki
með hnökk-
um án þess að
eiga svona. Búið
semsagt.
Hlaupabretti Af
hverju ertu inni? Drífðu
þig út í náttúruna.
HRÓSIÐ
...fær rokkabillíbandið Langi Seli
og Skuggarnir fyrir að hafa tekið
aftur saman en hljómsveitin var
mjög vinsæl í lok níunda áratug-
arins.
„Þetta er eitt stærsta skref sem stig-
ið hefur verið í skáksögu Íslands,“
segir Kristjón Kormákur Guðjóns-
son, forseti Hróksins, um verkefnið
Skáklandið Íslands sem verður að
veruleika í dag. Þá mun Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir menntamála-
ráðherra kynna sex manna starfs-
hóp sem undirbýr tilraunaverkefnið
„Skák í skólana“ og miðar að því að
skák verði tekin upp sem námsgrein
í tíu til fimmtán skólum um allt land.
„Skákhreyfingin stendur öll sam-
einuð að baki Guðfríði Lilju Grétars-
dóttur, forseta skáksambandsins,
sem ætlar að helga sig þessu starfi
og leiða það,“ segir Kristjón Kormá-
kur en að Skáklandinu Íslandi standa
Skáksamband Íslands, Skákskóli
Íslands, Skákskóli Hróksins ásamt
menntamálaráðuneytinu.
Sjálfur mun Kristjón ásamt
Stefáni Stephensen kennara rita
nýja kennslubók fyrir nemendur
og kennara um skáklistina. „Þetta
á að vera skemmtileg bók fyrir alla
þá sem vilja læra skák, enda mark-
miðið ekki að gera Ísland að útung-
unarstöð fyrir stórmeistara, heldur
bæta menntakerfið og ala upp hugs-
andi fólk. Skák er jú umfram allt
skemmtileg hugarleikfimi.“
Þorgerður Katrín kynnir verk-
efnið í Hásölum Strandbergs, safn-
aðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju.
Auk þess mun Hafnarfjörður fá
útnefninguna „Skákbærinn Hafnar-
fjörður“ og verður miðpunktur nýrr-
ar stórsóknar í íslensku skáklífi. Þá
verður Hinrik Danielsen sem nýver-
ið hlaut íslenskan ríkisborgararétt
sérstaklega heiðraður fyrir framlag
sitt til skákíþróttarinnar og Ragn-
heiður Gröndal og Litli kór Kársnes-
skóla munu taka lagið. Hátíðin hefst
klukkan 14.30 og er öllum opin.
Skákin kemur í skólana
KRISTJÓN KORMÁKUR Segir skák umfram
allt vera skemmtilega hugarleikfimi.
Í kvöld heldur Alþjóðahúsið og
rússneska sendiráðið rússneskt
diskókvöld á Kaffi Kúltura. Fyrr
um daginn gefst áhugasömum
kostur á því að skoða nýjan sal
MÍR á Hverfisgötu 105 en hann
verður opnaður klukkan þrjú.
Tilefni dansleiksins er ærið en á
miðnætti í gær gekk nýtt ár í garð
samkvæmt júlíanska tímatalinu.
Reyndar hefur verið haldið upp
á nýja árið samkvæmt því greg-
oríanska í Rússlandi en Sergey S.
Gushchin segir að nýju ári sé nú
fagnað samkvæmt kirkjudagatali
rússnesku rétttrúnaðarkirkjunn-
ar. Sergey er þriðji sendiráðsritari
rússneska sendiráðsins og talar
íslensku reiprennandi. Hann les
íslenska fjölmiðla og greinir frá
því sem þar ber hæst en auk þes
tekur hann þátt í sendinefndum
og viðræðum sem krefjast tungu-
málakunnáttu.
Fyrir byltingu var við lýði júlí-
anska tímatalið í Rússlandi sem
kirkjan hélt fast í. Eftir að bol-
sévikar tóku völdin var það tíma-
tal lagt niður og það gregóríanska
tekið upp en Vesturlönd fylgja
því. Rétttrúnaðarkirkjan sat hins
vegar föst við sinn keip. Það má
því segja að fyrsta janúar hafi
hinu „veraldlega“ ári verið fagn-
að en nú sé verið að taka á móti
því „heilaga“. „Rússar fagna nú
nýju ári áður en jólahaldið hefst,“
segir Sergey en jólin gengu í garð
aðfaranótt sjöunda janúar. „Þetta
er í raun viðbótartilefni til þess að
skemmta sér,“ viðurkennir hann
og hlær.
Rússnesk diskókvöld hafa verið
haldin undanfarin ár bæði á haustin
og vorin og hafa þau notið mikilla
vinsælda. Sergey segir að spiluð
verði gömul og ný rússnesk tónlist
en þegar gengið er á hann kemur
í ljós að þriðji sendiráðsritarinn
er plötusnúður kvöldsins. „Ég hef
verið að safna lögum á mp3-diska,“
segir Sergey en hann kallar sjálf-
an sig Dj Sergey. Rússnesk dæg-
urtónlist er ekki frábrugðin því
sem Íslendingar hlusta á nema
það heyrir til undantekninga að
rússneskir tónlistarmenn syngi á
ensku heldur kjósa þeir frekar að
tjá sig á móðurmálinu. „Ég mun
spila rússneskt popp, rokk, rapp
og hipp hopp. Svo verður líka rúss-
neskt reggí á fóninum,“ segir Serg-
ey en húsið opnar klukkan ellefu.
Þessi einstaki dansleikur stendur
til klukkan fjögur um nóttina.
freyrgigja@frettabladid.is
SERGEY S. GUSHCHIN: ÞRIÐJI SENDIRÁÐSRITARI OG PLÖTUSNÚÐUR
Spilar rússneskt rapp og reggí
SERGEY S. GUSHCHIN Starfar sem þriðji sendiráðsritari rússneska sendiráðsins en bregður sér í líki plötusnúðs í kvöld.
FRÉTTABLAÐIÐ / STEFÁN
FRÉTTIR AF FÓLKI
Franska kvikmyndahátíðin var sett í Háskólabíói á fimmtudagskvöldið
og var fjöldi Frakka samankominn til
að berja augum nýjustu mynd Dominik
Moll, Lemming. Þeir voru einnig margir
Íslendingarnir sem blönduðu geði
við þessa miklu menningarþjóð og
meðal þeirra voru ljóðskáldið Sigurður
Pálsson og leikhússtjórinn fyrrverandi
Sveinn Einarsson. Kvikmyndaleikstjór-
arnir Ari Alexander og Hilmar Oddsson
létu sig heldur ekki vanta og leikarinn
Þór Tulinius sat á fremsta bekk. Þá
gaf rithöfundurinn Árni Þórarinsson
sér einnig tíma til að kíkja
í bíó auk þess sem
útvarpsmógúllinn Freyr
Eyjólfsson var mættur og
samstarfsfélagi hans af
Ríkisútvarpinu, Ævar
Kjartansson, lét sig
heldur ekki vanta.
Helga Vala Helgadóttir er samkvæmt síðustu fréttum hætt á NFS og
gengin til liðs við Kastljósið þar sem
hún mun stjórna leikhúsgagnrýni.
Helga Vala stjórnaði þættinum Sögur af
fólki og hefur verið ákveðið að hætta
með þáttinn en hann var á dagskrá
stöðvarinnar alla laugardaga klukkan
ellefu. Sögur af fólki hóf fyrst göngu
sína á Talstöðinni sálugu
en Róbert Marshall
var fyrsti stjórnandi
hans. Stjórnendur NFS
voru þó ekki lengi að
fylla upp í skarðið því
Þorfinnur Ómarsson
mun framvegis stjórna
þættinum Fréttavikan en
hann verður í ætt við
Vikulokin sem Þorfinnur
stjórnaði einmitt á Rás
1 fyrir ekki margt löngu.
Leigubíllinn frægi sem Þröstur Leó Gunnarsson keyrði í kvikmyndinni
Nóa albínóa er nú til sölu. Um er að
ræða Mercedes Bens 280 SE. Frá
þessu er greint á vefsíðunni B2. Þar er
krækja yfir á söluaðila bílsins og má
þar finna skemmtilega sögu hans sem
aðeins hefur verið í eigu þriggja aðila,
þar á meðal Björgvins Vilmundarsonar,
fyrrverandi bankastjóra Landsbankans,
en hann flutti bíl-
inn inn nýjan árið
1977. Þess má
geta að bíllinn er
með bensínvél
en vegna þess að
flestir leigubílar
eru með dísilvél
var hljóðbrellum
beitt til að láta
hann hljóma
þannig.
SÚR HVALUR
OG RENGI
HARÐFISKUR
OG HÁKARL
opið laugardaga 10-14.