Tíminn - 16.01.1977, Qupperneq 6

Tíminn - 16.01.1977, Qupperneq 6
6 Sunnudagur 16. janúar 1977 Norðtunga i Þverarhlið um 1920 Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið í gamla daga Runólfur i Norðtungu 1926 mynd frá sama sumri er tekin á Norðtunguhlaði og sýnir lax- veiðimenn leggja á stað i veiði- ferð. Mennirnir eru — talið frá vinstri — Tómas Tómasson, for- stjóri ölgerðarinnar Egill Skallagrimsson h.f., Ólafur Jónsson gjaldkeri i Kveldúlfi h.f.,Guðmundur M. Björnsson i Sportvöruhúsinu og Kristinn Sveinsson húsgagnabólstrari. „Hér er fagurt ef vel veiðist”, hafa þeir kannski hugsað'? Sex árum siðar litum við aftur heim að Norðtungu. Pósturinn, Sigurður Sigurbjarnarson, stendur bispertur á bekk framan við bæjarþilið, með aðkomumann sér til hægri handar, og skemmtilega litan hund á varðbergi. Hvitur fálk- inn á bláum feldi sést á þilinu ofarlega t.v., gamalt einkennis- tákn póst- og simastöðva. Inni i húsinu, einhvern tima á árinu 1926, sem sjá má á simaskrdnni, stendur við simann Runólfur Runólfsson bóndi og simstjóri i Norðtungu. Einhver góður gestur hallar sér fram á borðið andspænis. Margt er eflaust breytt á þessum slóðum siðan myndirnar voru teknar, en þær léði i þáttinn Ragnar Ólafsson deildarstjóri. t þættinum á gamlársdag hafa textar vixlazt undir mynd- unum af Klettstiu i Borgarfirði og Melum i Hrútafirði. Verða myndirnar birtar aftur siðar. Pósturinn i Norötungu 1926 Látum hugann reika að Norð- tungu i Þverárhlið i Borgarfirði — fyrir um það bil hálfri öld. Kirkjuna og bæinn ber hátt á einni myndinni. Svipmynd er brugðið upp frá sumarhótelinu i Norðtungu sumarið 1920. Kunn- ugir munu þekkja fólkið, konurnar og börnin. önnur A hlaöinu i Norötungu 1920

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.