Tíminn - 16.01.1977, Qupperneq 13
Sunnudagur 16. janúar 1977
13
Björn Jónsson, læknir í Swan River:
Fótumtroðinn
réttu r
Friöa Björnsdóttir, rit-
stjóri Lögbergs-Heims-
kringlu, sendi Timanum
þessa grein Björns Jónsson-
ar læknis i Swan River. 1
bréfi sinu segir Friða m.a.:
Hann sendi þessa grein
sem Bréf til blaösins, til Tri-
bune hér i Winnipeg, Free
Press og svo til Lögbergs.
Tribune birti greinina 13.
des., Free Press 29. des. og
hún verður i Lögbergi 13.
jan. 1 bréfi til okkar segir
Björn: Þessi hlið málsins
hefur ávallt verið vanrækt,
og ég er búinn að biða of
lengi eftir málsvara fyrir
okkur. Enginn kveður sér
hljóðs, og við erum almennt
kallaðir „Vargar”, eins og
músin, sem öskraði.
Blöðin tvö notuðu ekki
fyrirsögn Björns. Free Press
kallaði hana More facts on
cod-war þ.e. Fleiri stað-
reyndir um þorskastrið, en
Tribune Iceland — Cod wars
clarification, þ.e. islenzk
skýring á þorskastriðinu.
Sjálfur kallaði Björn grein-
ina Trampled Rights, þ.e.
fótumtroðinn réttur. Það
hefur þeim liklega þótt of
hart til þess að geta þolað
það.
Þegar fjallaö hefur verið
nú undanfarið um „þorska-
striðin” svonefndu i f jölmiðl-
um, hefur aðalstaðreyndum
ágreiningsins verið sleppt
eða þær afbakaðar. Reynt
hefur verið að kynna Is-
lendinga sem árásaraðila,
algerlega skeytingarlausa
um alþjóðalög, og mikið blek
hefur runnið til þess að sýna
fram á gifurlegar afleiðingar
islenzkra aðgerða fyrir Bret-
land, þennan fátæka, um-
burðarlynda nágranna.
1 ljósi nokkurra blákaldra
staðreynda, langar mig til
þess að koma málunum á
réttan kjöl. Saga og annálar
bera staðreyndunum vitni,
en einnig má rekja gögn min
til alþjóöafiskveiöinefndar-
innar og i skýrslur Samein-
uðu þjóðanna, Islands og
Bretlands sjálfs.
Hinn afbakaði fréttaflutn-
ingur náði hámarki I siðustu
viku nóvembermánaðar
1976.
Þá var megináherzla lögð
á það i blöðum, sjónvarpi og
öðrum fjölmiðlum, að 16
brezkir togarar yrðu nú að
hverfa af tslandsmiðum og
dæmdust þar með til að-
gerðarleysis um óákveðinn
tima, eða allt þar til
samningaviðræðum viö
Efnahagsbandalagiö lyki.
En vonazt væri til, að
samningar tækjust um veið-
ar erlendra þjóða innan 200
milna markanna, og færi
leyfilegt magn i framtiðinni
eftir vaxtarhraða fiskistofn-
anna.
Fréttir hermdu jafnframt,
að bein afleiðing stöðvunar
þessara 16 togara væri at-
vinnuleysi sjö þúsund manna
og kvenna um sama ófyrir-
sjáanlega tima.
Tveim veigamiklum stað-
reyndum, varðandi efnahag
þessara tveggja þjóða, er
hér sleppt.
I fyrsta lagi er fiskiðnaður
aðeins litill hundraðshluti af
atvinnuvegum brezku
þjóðarinnar, en islenzka
þjóðin byggir afkomu slna
nær eingöngu af sjávarút-
vegi, eða um 80%.
I öðru lagi þá hefur eyðing
fiskstofnanna við ísland
neytt íslendinga til þess að
hefja friðunaraðgerðir sfnar,
en i þeirri eyöingu hafa Bret-
ar gengið hvaö harðast fram.
Sjávarútvegsráðuneytið
islenzka ákvað i nóvember
1975, að fiskkvóti Islendinga
sjálfra skyldi skorinn niður
um helming, enda höfðu
rannsóknir leitt i ljós veru-
lega hrakandi ástand fisk-
stofna. íslendingar máttu þá
veiða sama magn og Bretar
höfðu leyft sér að taka bæði
fyrir og meðan á siðasta
þorskastriði stóð.
Hörkulegasta staðreyndin,
sem litil áherzla hefur verið
lögð á, er sú, að veiðar Breta
á tslandsmiðum, jafnt i
þorskastriðum sem á öðrum
tima, hafa verið innan lög-
gilts, friðaðs svæöis og fóru
þeir 'jafnvel inn fyrir þriggja
milna mörkin.
Nánast allur fiskur, sem
tekinn var þannig i þessu
þorskastriði og öðrum, var
óþroskaður, en um slikt gátu
íslenzkir og brezkir fiski-
fræðingar borið vitni, og
brezka þinginu og brezka
sjávarútvegsráðuneytinu
var alls ekki ókunnugt um
þær niðurstöður.
Brezkir fjölmiðlar fölsuðu
aftur á móti staðreyndir, og
mátti af þeim ráða, að togar-
ar kæmu til hafnar hlaðnir
stórum og góöum fiski.
Sannleikurinn var þó sá, að
fiskurinn var varla á stærð
við meðalsild.
Hér i kanadiskum fjöl-
miðlum komu þessar stað-
reyndir alls ekki fram, enda
þótt þær séu gifurlega mikil-
vægar og raunveruleg
ástæða útfærslu fiskveiðilög-
sögunnar.
Kanadiskir fjölmiðlar hafa
ekki heldur gert athuga-
semdir við það, sem kallað
hefur verið i þessari baráttu
„hefðbundinn og aldagamall
réttur Breta til veiða á Is-
landsmiðum.”
Staöreyndin er að þeim
var aldrei leyð veiði innan
tólf milna markanna fyrr en
snemma á þessari öld. Og
hvaö varðar sjálfa „hefö-
ina”, sem rakin verður allt
til 1420, þá var hún alltaf
byggð á valdniðslu og ójöfn-
uði, sem birtist i eyðilegg-
ingu veiðarfæra og frum-
stæðra róðrarbáta Is-
lendinga á þessum tima og
litilli virðingu fyrir manns-
lifum allt til loka síðustu ald-
ar.
Maður, sem gegndi emb-
ætti fógeta siðast á 19. öld
og siðar varö forsætisráð-
herra i islenzku heima-
stjórninni 1904, var næstum
drukknaður i einni af aðför-
um Breta. Brezkurskipstjóri
hafði kastað á bátskel fóget-
ans stóru akkeri, fyllt hana
þannig og hvolft henni og
létu tveir menn lifið. Geröist
atburöurinn aðeins spölkorn
frá ströndu i augsýn vitna,
og fór málið bæði fyrir
brezka og islenzka dómstóla.
Fyrsta tilraun Islendinga
til verndar fiskstofnum sin-
um, sem fór sihrakandi
vegna brezkrar ofveiöi, var
formleg beiöni þeirra til
Þjóöabandalagsins 1938, en
þar sá brezki fulltrúinn um,
aö málinu yrði skotið á frest
þar til siðar.
Siðari heimsstyrjöldin
bjargaöi fiskstofnunum.
Bretar héldu þó uppteknum
hætti eftir striðið I nafni
„hefðbundins réttar”, og
aðrar þjóðir sameinuðust nú
I „ráni landgrunnsins” og
eyðilögðu einu lifsbjörg Is-
lendinga.
Staöreyndirnar eru I raun
og veru harkalegri en ég hef
nefnt hér, en þær má finna
alls staðar i annálum, skjöl-
um og bréfum stjórnmála-
manna á milli allt frá fimm-
tándu öld.
Framhald á bændafundunum
Mó—Reykjavik — Nú eru
fyrirhugaðir nokkrir bænda-
fundir um kjaramál i framhaldi
af fundunum, sem voru haldnir
fyrir jól. 1 dag heldur Búnaðar-
samband Kjalarnesþings fund i
Fólkvangi og i næstu viku mun
búnaðarsamband Borgfirðinga
boða til fundar. Einnig er fyrir-
hugaður fundur á Snæfellsnesi
ogBændafélag Fljótsdalshéraðs
heíur i hyggju að halda fund
innan tiðar.
I fyrrakvöld hittust nokkrir af
fundarboðendum bændafund-
anna á Suðurlandi til þess að
ræða árangur af fundunum og
hvert skyldi verða framhald
þeirra. Ákveðiö var að skipa
nokkra umræðuhópa, og á einn
þeirra að athuga hvaða kröfur
skuli leggja áherzlu á við rfkis-
valdið. Annar kannar ástandið i
sölu mjólkurinnar, en hinn
þriöji mun skoða málefni Slát-
urfélags Suðurlands.
Magnús Finnbogason á Lága-
felli, sem var einn af fundarboð-
endum fyrsta bændafundarins
að Hvoli, sagði I samtali við
Timann i gærkvöld, að sam-
staða hefði verið um þaö á fund-
inum að nota samtakamáttinn
og samstarfsviljann til þess að
styðja við bakið á Stéttarsam-
bandi bænda og sölusamtök-
unum i baráttunni fyrir bættum
kjörum bændanna.
Viö erum umboösmenn fyrir:
Þorskanet frá:
MORISHITA FISHING NET LTD.
"Islandshringinn” og aörar plastvörur frá
A/S PANCO
Vira frá:
FIRTH CLEVELAND ROPES LTD.
Saltfiskþúrrkunarsamstæöur frá
A/S RAUFOSS og PYROFABRIKKEN
Slægingarvélar frá:
A/S ATLAS
Loönuflokkunarvélar frá
KRONBORG
Fiskþvottavélar frá:
SKEIDES MEK. FABRIKKER A/S
Pökkunarvélar fyrir saltfisk frá
A/S MASKINTEKNIKK
F/V Kassaþvottavélar frá:
FREDRIKSONS
Bindivélar frá
SIGNODE
Umboössala fyrir:
HAMPIÐJUNA H.F
Innflytjendur á salti, striga og
öllum helstu útgeröarvörum.
SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA
@ Sjávarafurðadeild
SAMBANDSHÚSINU RVÍK, SÍMI 28200