Tíminn - 16.01.1977, Qupperneq 16

Tíminn - 16.01.1977, Qupperneq 16
181 isöítíii -'dl Tugcfeuniiu'í Sí 16 pmniW Sunnudagur 16. janúar 1977 Guömundur Danlelsson: SKRAFAÐ VIÐ SKEMMTI- LEGT FÓLK. 224 bls. Setberg 1976. Samræðulist er ævaforn iþrótt, semhefur veriö stunduð i ýmsum myndum frá alda öðli. Hún hefur mikið verið notuð sem útlistunaraðferð, — kennsla — en einnig hafa ófáir iðkað hana sem iþrótt og skemmtan. Liklega eru blaðaviötöl, eins og þau gerast á vorum dögum, yngsta form samræöulistar á prenti (ef við eigum að leyfa okkur að taTa um list i þvi sam- bandi), og jafnframt sú grein hennar, sem einna minnstrar virðingar nýtur, einkum vegna þess hversu mikil framleiðslan er. Hitt er þó jafnvist, að viðtöl, sem birtast i blöðum og Umarit- um, geta veriö bókmenntir, og þurfa alls ekki að standa ann- arri ritmennsku að baki — ef vel er á haldiö. En þau eru miklu meira vandaverk en flestir hyggja. Maöurinn, sem skrifar viðtalið, þarf aö ná oröfæri, og umfram allt hugblæ, viðmæl- anda sins, en hann má ekki láta viömælandann taka svo af sér ráðin, að hans eigin still glatist. Þá yrðu viötölin óskapnaður, með jafnmörgum stilafbrigðum og mennirnir, sem talaö er við, eru margir. Oftast er þetta ákaflega vandþrædd leið, og miklu meiri vandi en að skrifa blaðagrein frá eigin brjósti, þar sem rithöfundurinn getur óhindrað notað sinn eigin frá- sagnarhátt og það oröfæri, sem honum sjálfum er tamast. Þvi eru þessar hugleiðingar á blað settar, að á boröinu fyrir framan mig liggur bók með viðtölum sem Guömundur Daníelsson rithöfundur hefur skrifað. Guðmundur hefur verið ritstjóri blaösins Suöurland, og þeir sem lesa það blað aö stað- aldri, vita að hann hefur oft skrifað góö viötöl. Þar með er ekki sagt, að viötölin I þessari bók hafi komiö i Suðurlandi. Þess er hvergi getið, hvorteða hvarviðtölin hafi birzt áöur, (og er það reyndar galli á bókinni). En hvort sem um er að ræöa frumgerö eða endurbirtingu viðtalanna, sem Guðmundur Danielsson sendir nú frá sér i bók, þá er ekki hins að dyljast, að þau bera óþarflega mikinn keim af fljótunninni blaða- ' mennsku. A bls. 221 kemur orðiö drengur, með greini, fyrir þrisvar sinnum I fjórum linum. Ábls. 119 segir svo: ,,.þá er ruðst á útidyrnar og hún hrein- rétt, sem Guðmundur Daniels- son segir svo vel I formála bók- ar sinnar: „Sum okkar standa enn með grænum farfa, önnur eru nú þegar visin og þurr, f allin af grein sinni og horfin I svörð- inn við rætur Yggdrasils.” Bráðum verður ekki hægt að ná tali af neinni konu sem hefur gert leöurskó, og ekki karl- bókmenntir Vandamól samræðunnar lega brotin upp”. Eru það nú ekki fullmikil kvenréttindi að kalla útidyr „hún”? Eða er hrá enska farin aö þjá hinn góðkunna rithöfund? Á bls. 119 er talað um ,,Jón Pálsson frá tungu I Reyöar- firöi”, og jafnframt er þess getið, að nefndur Jón hafi verið að nema dýralæknisfræði i Kaupmannahöfn árið 1917. Hér geturekki verið um neinn annan Jón dýralækni að ræða, en Jón Pálsson frá Tungu I Fáskrúðs- firði,— og er að sönnu drjiigur spölur þaðan til Reyðarfjarðar. Að vlsu byggði Jón dýralæknir sér hús á Reyðarfirði og kallaði Tungu, en hins vegar veit ég ekki betur en hann hafi jafnan kennt sig við Tungu I Fáskrúðs- firði, eins og þeir ættmenn fleiri. Það sem hér hefur verið sagt, bók Guðmundar Danielssonar til hnjóðs er einkum bundið við hiö ytra. Þvl ber ekki að neita, að texti hennar er víða dálltiö groddalegur. Um hitt þarf enginn að efast, að bókin flytur okkur gagnlegt lesefni. Við verðum að kappkosta að skila sögunni til komandi kynslóða eins réttri og sannri og okkur er unnt. Eitt bezta ráðið til þess er aö tala við fólk, sem kann frá mörgu að segja. Við eigum aö skrá eins mikið af frásögnum og við komumst yfir. Því að þaö er manni, sem hefur skorið torf, svo tvö dæmi séu nefnd: — og „lifandi frásagnir”, frásagnir, skráðar eftir lifandi fólki eru allt aðrar og betri heimildir en þurrir annálar, misjafnlega ná- kvæmir. Sem dæmi um fróðleg viðtöl I þessari bók má nefna samtal höfundarins við móður sina og tengdaföður sinn, og enn fremur þegar rætt er við Harald Heklujarl og Ragnar I Smára. Mjög fróðlegt er það sem Haraldur Runólfsson, bóndi I Hólum á Rangárvöllum hefur að segja um afleiðingar Heklu- gossins 1947, þegar bráðdrep- andi eiturloft, þyngra I sér en venjulegt andrúmsloft, settist I lægðir, myndaöi þar „tjarnir”, ef logn var, og steindrap hverja skepnu, sem var svo óheppin að reika niður I dældimar, þar sem eiturloftiö var. Og vel mættu sagnfræðingar vorir, og jafnvel bókmennta- fræðingar lika, hugleiöa það sem stendur á bls. 50 I þessari bók. Þar eru færð rök aö þvi, að markverö tlðindi, „jafnvel orð- rétt samtöl”, hafi geymzt og skilaö sérfrá manni til manns (I móðurætt Guömundar Daniels- sonar) „I um það bil230ár.” Að vlsu er þar um að ræöa mæðgur, sem ná óvenjuháum aldri, hver fram af annarri, en öngvu aö Guðmundur Danielsson. siður er hér um ærið athyglis- verðan hlut að ræða. Slikur aldur er siður en svo neitt eins- dæmi i islenzkum ættum, og fyrst svo er, geta þeir sem rituðu fornsögur okkar, hafa haft við miklu meiri munnlegar heimildir að styðjast, en oft hefur verið talið. Viðtalið við Ragnar i Smára er fjölbreyttog kemur viða við, eins og vænta má. — Þau ung- menni, sem nú á dögum vaða strlða strauma peningaflóös og gjafa um hver jól, hefðu gott af að lesa frásögn Ragnars af þvi, þegar faðir hans fékk þá strák- ana til þess aö hætta viö þrettándabrennu, en skipta kestinum á milli eldiviðarlitilla fjölskyldna. Þaö er falleg saga, sem verðskuldar að geymast. En Ragnar i Smára á fleiri erindi við lesendur sina og Guðmundar en að rekja fyrir þeim hugljúfar bernskuminn- ingar. Að sjálfsögðu ber list mikið á góma, þegar talaö er við þennan mikla vin listanna, og athugasemdir Ragnars um stöðumæla, umferðaröngþveiti, réttlætismusteri og taugakerfi mannkindarinnar eru allrar athygli verðar, ekki sizt fyrir okkur, sem erum þrúguð af alls konar vandamálum svokallaðr- ar þéttbýlismenningar, raun- verulegum og imynduðum. í upphafi þessa gréinarkoms var vikið aö nokkrum vanda- málum viðtalsformsins, meðal annars þvi að láta manneskj- una, sem rætt er við, koma sem allra skýrast fram. Nú geta gamlir kunningjar þess fólks, sem Guðmundur Danielsson skrafar við i hinni nýju bók sinni, farið að igrunda hvernig þetta hefur tekizt, en þar sem sá er hér pikkar á ritvél hefur ekki skipt orðum við þessa einstakl- inga, að Ragnari i Smára einum undanskildum, verður öllum bollaleggingum um slikt sleppt hér. — VS OKKAR LANDSFRÆGA ÚTSALA HFFST mánudaginn 17. janúar. Herraföt Terelynebuxur Kuldajakkar Dömu- og herrapeysur Herraskyrtur Blússur Gallabuxur Bolir Denimkjólar Kápur o.fl. o.fl. ÓTRÚLEGA LÁGT YERÐ. laugavegi 37 12861 laugavegi 89 hafnarstr. 17 13008 13303 íslenzk húsgögn vekja athygli á sýningu erlendis Islenzk húsgögn á sýningu i Kaupmannahöfn vöktu mikla athygli og náðust nokkur við- skiptasambönd, sem lofa góðu, segir i frétt frá útflutningssam- tökum húsgagnaframleiðenda. Sýnd var ný lina i skrifstofu- húsgögnum, skrifborð, fundar- borð, vélritunarborð, skjala- skápar og skúffur, hjólavagnar og tilheyrandi stólar við hin ýmsu borð. Skrifstofuhúsgögn þessi, nefnd „TABELLA”, eru framleidd af Gamla Kompani- inu h.f. og teiknuð af Pétri B. Lútherssyni. Ennfremur voru sýndir leðurstólar og borð frá Kristjáni Siggeirssyni h.f., eftir Gunnar H. Guðmundsson. Viðurinn i „TABELLA” er mjög ljóst beyki, rauðar skiíffu- höldurog stilliskór á borðfótum, ásamt rauðu Gefjunaráklæöi á stólum. Abyrgir aðilar létu svo um mælt, að hér væri á ferðinni eitthvað nýtt, með skandi- navisku yfirbragði enalþjóðlegt þó, og mörgum kom á óvart hversu mikið húsgagnaiðnaðin- um á Islandi hefur fleygt fram, segir i fréttinni.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.