Tíminn - 16.01.1977, Page 18
18
Sunnudagur 16. janúar 1977
menn og málefni
Börnin og málið, sem
fyrir þeim er haft
Frönsk
stemming
Svo er sagt, aö börnin læri mál-
iö af þvi, sem fyrir þeim er haft.
„Þar eru blessuö börnin frönsk
með borðalagöa húfu”, sagöi
Jónas Hallgrimsson, en jí jar ekki
að ööru en þessi frönsku börn tali
islenzku, kannski þó ofurlitiö
dönskuskotna, þvi aö þarna voru
lika „yfirvöldin illa dönsk á ann-
arri hverri þúfu”. Aftur á móti
þótti þá fint, að dætur helztu
embættismanna lærðu frönsku,
svo að þær væru ekki eins og álfar
út úr hól, þegar yfirmenn eftir-
litsskipanna, sem fylgdu franska
veiðiflotanum á Islandsmiö,
héldu veizlur og dansleiki á blið-
um og lognværum sumarkvöld-
um, og yrðu ekki orðlausar and-
spænis hinni stimamjúku kur-
teisi, er einkennisbúnir þegnar
Loðviks Filippusar voru tamdir
við i V inarvölsunum, eða dæmdar
til að þegja þunnu hljóði, þegar
leitað var út að borðstokkunum
við æðaslátt hinnar réttu
stemmningar.
Austur á fjörðum bjargaöist
fólk þó við Fáskrúðsfjarðar-
frönsku sem kunnugt er, ef orða
þurfti við, enda minna skeytt um
hámenningu utan rósagarðs
embættisdýrðarinnar á nitjándu
öld. Og nóg þótti sóra Hákoni
Espólin, þessum stóra og burða-
mikla manni, um það, hversu
margt báta fór fram hjá kirkju-
staðnum, þegar hann var á hött-
unum á hlaði úti á messudögum,
ef franskar duggur lágu við land
inni á firðinum.
Það var nú þá.
Nú er öldin
önnur
Nú fæðist ekki ýkjamargt
barna með frönsku yfirbragði á
tslandi. Fáskrúðsfjarðarfransk-
an er týnd og tröllum gefin, og
frönskunám ekki lengur sérstakt
keppikefli ungra embættis-
mannadætra. Enda ekki lengur
von i frönskum offfseraböllum á
skipsfjöl á Engeyjarsundi. Bless-
uð sólin kveður nú annan heim en
var, þegar hún gengur undir
handan jökuls.
Torfundnar eru lika þúfur, sem
setnar eru af illa dönskum yfir-
völdum. Þar hefur sem sé sú
sveifla orðið að þau eru nú helzt
illa amerisk — sum hver.
Og anzi mörg illa islenzk i mál-
íari.
Kanseliístíll og
hröngulsstíll
Þá erum viö komin aftur að
hinu gamla orðtaki um málið,
sem börnin læra eins og það er
fyrir þeim haft. Svo undarlega
hefur sem sé brugöið við i seinni
tið, að engu er likara en það hafi
misst gildi sitt.
Við skulum fyrst um sinn halda
okkur við stétt lærdómsmanna og
stjórnsýslumanna. Frá þessu
fólki rennur endalaus straumur
af skýrslum, ræðum og greinar-
gerðum með þvi málfari, að al-
þýöa manna rekur upp stór augu
og veit tæpast, hvaöan á sig
stendur veðrið. Magnús Stephen-
sen varð nafntogaöur af kanselli-
stilnum, sem hann tileinkaöi sér,
— torræðum, lotulöngum og leið-
inlegum. Vafalaust hefur málfar
hans orðið honum fjötur um fót,
og margt réttmætt og gagnlegt,
sem hann vildi innræta þjóð sinni,
farið fyrir ofan garð og neðan hjá
almenningi sökum þeirrar torf-
ristu, sem hann iðkaði, er hann
tók sér penna i hönd. Sá hrönguls-
still, sem nú riður húsum meðal
sérfræðinga og embættismanna i
mörgum stofnunum, er keimlikt
fyrirbæri, og stefnir óðfluga að
þvi, að mynda slika gjá milli
þeirra og venjulegs fólks, að
um lögreglunnar óstinnt upp”,
var fyrirsögn i öðru. „Oliuspill-
ingin við Nantucket: Reynt að
kveikja i oliuflákanum”, stóð yfir
grein i hinu þriðja. I greininni
sjálfri var siöan margstagazt á
þessari „oliuspillingu”.
Fyrir hátiðarnar var þráfald-
lega talað um það i blöðunum, og
raunar fleiri fjölrpiðlum, að
kveikja ætti i brennu eða kveikt
hefði verið i brennu, og nær þvi
daglega ákæra menn um og á-
saka fyrir eitthvað og þess á milli
gizka þeirupp á eða skeyta á ann-
an hátt saman orðum úr tvennum
orðatiltækjum. Undir mynd i einu
blaðanna stóð fyrir fáum dögum:
„Spænskir kjósendur fengu ný-
lega smjörþefinn af lýðræðisleg-
um vinnubrögðum I þjóðarat-
kvæðagreiöslu”.Þrátt fyrir þetta
orðafar mun sá, sem setninguna
samdi, ekki vera sérlegur fylgis-
maður fasista á Spáni. Smjörþef-
ur var bara orð, sem hann notaði,
án þess að skilja, hvað það tákn-
ar.
Ær og kýr eru orð, sem mörg-
um verður hált á, þegar þau skulu
beygð, og hefur það til dæmis
komið átakanlega fram i fyrir-
sögn I Timanum ekki alls fyrir
löngu.
Dæmi um ofnotkun nafnorða á
kauðskan hátt er fyrirsögn i öðru
blaði: „Carillo er fylgjandi veru
herstöðva á Spáni og veru lands-
ins i EBE”. Og i öðru slðdegis-
blaðanna: „Hvað ræður gangi
hraða mála i dómstólakerfinu?”
Blaðamenn afsaka sig oft með
þvi, að það sé „gangur hraða”,
sem veldur villum þeirra og an-
kannalegu málfari. Þar er þó þvi
til að svara, að það er ekkert f jót-
legra að skrifa rangt mál og
klaufalegt en rétt og lipurt, ef
menn vita hið rétta, kunna nokk-
um veginn að haga oröum sinum,
svo að vel fari, og skilja sina
gagnsæju tungu að þvi marki, að
þeir haldi ekki, að brenna sé
sama og bálköstur og kind merki
endilega lambær, svo að nefnd
séu dæmi um þaö, sem menn
glæpast oft á.
Börnin urðu „spæld”, var ný-
lega sagt i barnatima sjónvarps-
ins. Það er slæmt verk að
„spæla” tungutak ungu kynslóö-'
arinnar. Menn ættu ekki að leggja
það i vana sinn. Þeir, sem hafa
atvinnu af þvi að skrifa og tala i
þágu fjölmiðla, ættu að taka sjálf-
um sér tak, svo að þeir geri sig
ekki seka um þess konar spell-
Skipulagssýning Reykjavikurborgar á Kjarvaisstöðum.
bráðum verða þeir að fara að
ráða sér túlka, ef þeir vilja ekki
einangrast i filabeinsturnum sin-
um.
Við vitum, hvaðan Magnús
Stephensen hafði kanselllstilinn.
Hitt er ráögáta, hvaðan hrönguls-
stlllinn nýi er kominn inn I landið.
Miðaldamenn héldu, að mýs
kviknuðu af sjálfu sér i tunnu, ef
látið væri I hana nóg af rusli. Ef
til vill á hröngulsstillinn sér þess
konar upphaf.
En hann er ekki heppilegur, ef
til þess er ætlazt, að almenningur
fylgist eitthvað með málum, sem
þeim höndum er farið um, þvi að
þeirhljóta að vera býsna margir,
sem gefast upp við lesturinn. Svo
mjög er hægt að vefja og flækja
alla hluti i frásögn, aö fáir leggi á
sig aö þræða ganga völundar-
hússins.
Að fela í sér
útstreymi
Hér á borði liggja gögn úr
tveim áttum, fréttatilkynning frá
fjármálaráðuneytinu og pési
vegna skipulagssýningar að
Kjarvalsstöðum. Ekki skal full-
yrt, hvortþessi gögn eru betri eða
verri en margt annað, sem út er
látið ganga og á aö vera almenn-
ingi til skilningsauka. En hvort
tveggja ber þaö með sér, að enn
er rist torf af kappi, og ekki svo
mjög til þess hugsað, hvemig þaö
nýtist þeim, sem það er ætlað.
Fréttatilkynningin hefst á þess-
um orðum:
„Bráðabirgöatölur liggja nú
fyrir um greiösluafkomu A-hluta
rikissjóös á árinu 1976.”
Látum það liggja á milli hluta,
að flest „liggur fyrir” nú á dög-
um. En hvað er „greiösluafkoma
A-hluta rikissjóðs”? Tæpast geta
aðrir gert sér það I hugarlund en
alþingismenn og aðrir þeir, sem
um fjárlög fjalla. óútskýrt á
þetta atriði litið erindi I blöð og
útvarp. Þeir, sem þetta semja,
eru lokaðir inni i einhverjum
hring, sem þeir sjá ekki út fyrir.
Og áfram er haldið:
„Jöfnuður lánahreyfinga utan
Seðlabanka sýndi 1,2 milljarða
innstreyni fjár”.
Ekki er þetta tungumál, sem
talað er á fiskiskipum eða sveita-
bæjum eða i verksmiðjum.
„Greiðsluáætlanirgjalda gerðu
ráð fyrir 68,0 milljarða króna út-
streymi og eru þvi greidd gjöld
um 400 milljónir króna umfram
þær áætlanir... A árinu 1975 var
mismunur greiddra gjalda og
innheimtra tekna, ásamt jöfnuði
lánahreyfinga utan Seðlabanka
neikvæður um 6,4 milljarða króna
I samanburði við jákvæða hreyf-
ingu nú um 1,1 milljarð króna...
Greiðsluhreyfingar við Seðla-
banka sýna skuldaaukningu að
fjárhæð 800 milljónir króna...
Greiðsluhreyfingar ríkissjóðs
gagnvart öðrum viðskiptaaðilum
fólu i sér útstreymi úr rikissjóði.”
Já, fólu i sér útstreymi. Manni
dettur i hug miðilsfundur. Og
haglega er nafnorðunum raðað
saman eins og titt er I slikum
plöggum.
,,Guð hinna
ýmsu aðstæðna"
Þá er það pésinn, sem réttur
var að gestum á skipulagssýning-
unni á Kjarvalsstöðum. Hann er
um það, hvernig á aö „mæta
byggðaþróun”:
„Árangur af þvi starfi, sem
unnið hefur verið við endurskoð-
un aðalskipulags Reykjavikur,
liggur nú fyrir og hefur hlotið um-
fjöllun i skipulagsnefnd”. Þessi
fyrirliggjandi árangur starfs,
sem bæði hefur verið unnið og
hlotið umfjöllun, er siðan rakinn.
Beitt var nýrri aðferð við könnun
svæða, þar sem hugsanlegt er að
býggja, og er hún kölluð „nei-
kvæðis- og jákvæðisathugun”.
„Aðferö þessi mótast af því, aö
hin ýmsu einkenni og' aðstæöur á
svæðinu eru flokkaðar niður”.
Sum svæði reynast óhentug, þeg-
ar þau eru „flokkuð niöur”
„Einkenni jákvæðisathugunar-
innar eru aftur á móti þau, að
gæði hinna ýmsu aðstæðna, svo
sem hitafars, úrkomumagns og
skjólgæða, eru flokkuð og túlk-
uð”. „Akveðið varaðhafa hlutföll
i svæöanotkun álika og eru i
Reykjavik innan Elliöaáa,” en
einnig lagt til, „að tekið verM upp
mun fullkomnara kerfi viðvikj-
andi stjórnun á landnotkun” i
gömlu hverfunum.
Mikið er rætt um „aöstöðu”
eins og nú er titt: „Könnun á þörf-
um atvinnulifsins fyrir hafnarað-
stööu”, „enn er óleyst hafnarað-
staða oliuflutninga, svo og að-
staða fyrir aðra starfsemi, er
krefst sérhæfðrar hafnarað-
stöðu” og „áherzla lögð á aðstöðu
fyrir gangandi fólk”. Gert er ráð
fyrir markaðstorgi, og „i sam-
bandi við markaðinn er alls konar
aðstaða til félagslegra athafna”.
Og þó það nú lika væri. „Skipulag
og hönnun miðbæjar er ekki ein-
göngu að skapa hagkvæman og
notadrjúgan ramma fyrir nauð-
synlegar og markvissar athafnir
verzlunar, viðskipta og menning-
armiðlunar, heldur einnig að hlúa
að og verja fjölþætt samlíf I mið-
bænum, sem frjálsar, tilviljana-
kenndar athafnir eru stór þáttur
I”.
I fylgd með aðstöðunni góð-
kunnu er svo aðkoma: „Vöruað-
koma”, „aðkomumöguleikar
svæðis”.
Mælt er með „áframhaldandi
uppbyggingu”. trjágróðurs i
Reykjavik, og með breytingunum
á Lækjartorgi og Austurstræti
„var hafin gerð á nýrri tegund
útivistarrýmis fyrir gangandi
fólk”.
Við sögu kemur einnig reikni-
likan. Það er „safn stærö-
fræðilegra falla, sem tjá sam-
bandið milli landnotkunar, bif-
reiðafjölda, gatnakerfis og um-
ferðarálags á einstakar götur”.
„Reiknilikanið reiknar siðan út
umferðarstraum milli reitanna”,
og „f reiknilikaninu má rannsaka
umferðarlegar afleiðingar mis-
munandi landnotkunartillagna og
gatnakerfa”.
Hér er bezt að láta staðar
numið. Sjálfsagt er margt gott og
gagnlegtihinu nýja skipulagi. En
óneitanlega er málfar skipulags-
fræðinganna fjári þvælið. Við
skulum samt vona, að „aðstaöan
til félagslegra athafna”, „hinar
frjáisu, tilviljanakenndu athafn-
ir” I miðbænum og „umferöar-
legu afleiðingar” skipulagsins
dragi ekki dám af þvi.
Skömm í hattinn
Að loknum þessum pistli um
málfar sérfræðinga og stjórn
sýslumanna er ekki nema rétt-
mætt, að blöðin fái sinn skammt.
Bágborið málfar á siðum þeirra
kemur fyrir margra sjónir. Þvi,
sem þar ber fyrir augu er likt far-
ið og fræi sem getur^piraö og upp
af þvi sprottið illgresi á akri tung-
unnar, ef til þess er sáð.
Nokkrar fyrirsagnir úr ýmsum
blöðum nú siöustu vikur veita
bendingu um, hvers vænta má i
sjálfu lesmálinu: „Búvörudeild
SIS fær hrós I hattinn”, var prent-
að væpu fyrirsagnalegri I einu
blaðanna. „Italarnir tóku aðgerð-