Tíminn - 16.01.1977, Side 19

Tíminn - 16.01.1977, Side 19
Sunnudagur 16. janúar 1977 19 Ctgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gislason.Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, sfmar 18300 — 18306. Skrifstofur f Aöai- stræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsinga- ' simi 19523. Verð í lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr. 1.100.00 á mánuði. Blaðaprenth.f., Svigrúmið og sjúkdómurinn Að fornu riðu höfðingjar um byggðir, þar sem þeir höfðu héraðsvöld, með nokkra menn sér til fylgdar. En skorður voru við þvi reistar, hversu fjölmenn þessi sveit mátti vera. Þjóðskipulag þess tima krafðist höfðingja til forsvars héruðum og sóknar og varnar i málum manna, sem i skjóli þeirra voru og megnuðu ekki sjálfir að koma fram rétti sinum. Á hinn bóginn var spymt gegn þvi of- læti, að of nærri væri gengið búum bænda, með fjöl- menni á yfirreiðum höfðingja. Ófeigur i Skörðum hefur verið frægur af þvi i þúsund ár, að hann sýndi Guðmundi rika, hvar skápurinn átti að standa. Um þessar mundir liggur i loftinu, að fram undan séu mikil átök um kaup og kjör svo til alls vinnandi fólks i landinu. Málsvarar annars aðilans segja, að Island sé orðið láglaunaland—hinir svara þvi til, að ekki sé svigrúm, eins og nú er farið að taka til orða, til verulegrar kauphækkana. En báðir aðilar eiga sammerkt um það, að þeir drepa harla sjaldan á, hver vera kunni orsök þess, að launin em lág og svigrúmið ónógt, hvað þá, að þeir reyni að reisa þá öldu, er þessu geti breytt. Enginn i þeim herbúðum segir af verulegum krafti eða sannfæringu, að það gangi orðið harla nærri búi þjóðarinnar, að of fjöl- mennar sveitir eru bundnar við dauð störf, sem ekki skila raunverulegum arði, en of fáir beiti hönd og huga að þvi að afla frumverðmæta og gera þau sem arðmest með samverkan erfiðis og þekkingar. Aldrei hefur verið kannað i alvöru, hvort yfirbygg- ing þjóðfélagsins sé ekki orðin flókin og viðamikil um skör fram, skólakerfið komið út i öfgar og við- skiptakerfið mannfrekara, skrifstofuamstrið meira og stjórnkerfið margbrotnara en vera þarf og við fáum undir risið til langframa. 1 útvarpserindi, sem Leó M. Jónsson flutti nýlega, voru nokkrar tölur dregnar fram. A móti hverjum tiu mönnum, sem starfa við fiskveiðar og verkun og úrvinnslu sjávarafurða i frystihúsum og verksmiðj- um, eru tuttugu og sjö við viðskiptastörf og þjón- ustustörf. Á móti hverjum tiu fiskimönnum eru sjö bankamenn. Á móti hverjum sextán vinnuvikum við opinbera þjónustu koma tiu vinnuvikur við hraðfrystingu og aðra verkun sjávarafla. Á móti hverjum nitján til tuttugu vinnuvikum við verzlun- arstörf eru tiu vinnuvikur i frystihúsum og fisk- vinnslustöðvum, og á móti hverjum sjö mönnum, sem sinna lögfræðistörfum og fasteignasölu, eru tiu starfsmenn við fiskmjölsframleiðslu og lýsis- bræðslu. Þetta eru iskyggilegar tölur. Gæði landsins og hið vinnandi fólk, sem dregur þau úr skauti náttúrunn- ar og eykur verðmæti þeirra með iðju sinni, er frumafl þeirra hluta, sem gera skal. Þegar of margir, og miklu fleiri en þörfin heimtar, hætta að beita hönd og huga við að nytja gæði lands og sjávar eða fást við nytsaman iðnað, sem dregur úr inn- flutningi eða eykur útflutning, gengur mannfélagið úr skorðum. Það verður minna til skiptanna en efni gætu staðið til. Likt og atvinnuleysi er einhver fáránlegasta sóun á möguleikum fólks og þjóða til þess að hafa nóg að bita og brenna, er bruðl með starfsorku manna mikil fásinna. Að sama brunni ber, hvort heldur það er atvinnuleysi, sem iþyngir þjóðfélaginu, eða ofhleðsla starfsgreina, sem þjóð- inni eru nauðsynlegar á meðan i hóf er stillt, en verða þungur baggi, þegar komið er langt út yfir þau mörk. Þá kemur upp sú staða, að báðir geta haft rétt fyrir sér — þeir, sem segja, að ísland sé láglaunaland, oghinir, sem ekki telja ,,svigrúm” til þess að bæta úr þvi. Það er slæmt. Þó er verra, ef enginn vill beina augum að meininu né fara læknis- höndum um það. ERLENT YFIRLIT Dóttu rdótti ri n veit ekkert um afa sinn Þó var hann einn voldugasti maður heimsins DÖTTURDOTTUR Stalins, sem er oröin fimm ára gömul, hefur enn ekki veriö sagt neitt frá afa sinum og mun standa i þeirri trú, aö hann hafi veriö óbreyttur bóndi eöa verka- maöur í landi sinu. Svetlana móöir hennar vill ekki segja henni neitt meira frá afa hennar fyrr en hún hefur náö meiri þroska og öölazt víötæk- ari skilning á málum. Þetta kemur m.a. fram I blaöaviö- tölum, sem Svetlana hefur átt aö undanförnu, en um alllangt skeiö haföi hún litiö eða ekkert samband við fjölmiöla. Þaö eru nú liöin 10 ár siöan Svetlana kom til Bandarikj- anna, en þangaö kom hún frá Indlandi. Hún hafði fengiö leyfi til Indlandsfararinnar vegna fráfalls eijinmanns sins, sem var Indverji. Koma Svetlönu til Bandarikjanna vakti heimsathygli á sinum tima og ekki dró þaö úr umtal- inu, þegar hún sótti um land- vist þar. Bandarikjamenn tóku henni með kostum og kynjum, og bækur, sem hún skrifaði með aöstoð snjallra rithöfunda, voru lengi á met- söluskrá. Hún segirnú.að hún hafi grætt um milljón dollara á þessum ritstörfum, en ekki sé nu eftir af þeirri eign nema fjórðungur. A þeim árum, sem hún var gift bandariskum vfs- indamanni, William Peters, lögöu þau mikið fé I búgarð sonar hans, enda munu þau hafa ætlað sér aö dveljast þar öðru hverju. Sonurinn haföi hins vegar meiri áhuga á hljómlist en búskap, og búskapnum lauk þvi meö miklu tapi. Svetlana segir þaö fjárhagslegt tjón, sem hún varð fyrir viö þennan búskap, eigi aö skrifast meira á sinn reikning en Peters, þvi að hún hafi mjög hvatt til þess aö ráö- ist var I þetta búskaparævin- týri. ÞAU Svetlana og Petér skildu eftir stutta sambúð. Hjá þeim varö ást við fyrstu sýn. Þau giftust i aprll 1970 og slitu samvistum fyrir árslok 1971. Formlega skildu þau þó ekki fyrr en tveimur árum siöar. Skilnaöurinn geröist I bróöerni og þau halda áfram góöum kunningsskap og hittast öðru hverju. Þannighittust þau um jólin heima hjá systur hans, en Svetlana og dóttir hennar dvöldu hjá henni i nokkra daga. Þessi systir Peters er giftSam Hayakawa, sem náöi kosningu til öldungadeildar Bandarikjaþings i siöasfliön- Svetlana og Stalin. Svetlana og Olga um kosningum, enda þótt hann væri sjötugur að aldri og keppti við einn af yngri og efnilegri leiðtogum demó- krata. Hayakawa, sem er þekktur málfræðingur, hafði unnið sér þaö til frægöar, aö vera skipaður háskólarektor á þeim timum sem stúdenta- óeirðirnar voru hvaö mestar, og bældi hann þær niður með harðri hendi við skóla sinn. Sjónvarpiö flutti itarlegar fréttir af þessu og geröi Hayakawa aö dýrlingi þeirra, sem vilja halda uppi lögum og reglu. Hann er innfluttur til Bandarikjanna, likt og Svetlana. DÓTTIR Svetlönu og Peters, sqm heitir Olga, er nú fimm ára gömul. Móðir hennar seg- ist ala hana upp á fullkomlega ameriska visu, enda eigi hún að verða bandariskur borgari. Olga kann ekki eitt einasta rússneskt orö. enda tala þær Svetlana kvartar nokkuö undan þvi, aö mikill kynslóða- munur sé á þeim mæðgum. Svetlana var oröin 45 ára gömul þegar hún átti Olgu. Þó þyki henni oft gaman aö kynn- ast þvi, hvernig Olga sér ameriskar venjur og siöi I öðru ljósi eöa frá öðrum sjónarmiðum en hún hafi sjálf gert. A þennan hátt sé hún aö kynnast Bandarfkjunum á ýmsan hátt betur. Þær mæðg- ur búa saman i snotru ein- býlishúsi i frekar hljóölátu umhverfi, og segist Svetlana una bvi vel, aö ööru leyti en þvi, aö hún kunni ekki nógu vel viö giröinguna umhverfis lóöina. Henni sé illa viö allar giröingar. Þvi hafi hún undr- azt yfir Solzhenitsyn, en hann lét það vera sitt fyrsta verk eftir aö hann keypti einbýlis- hús i Vermont, að koma upp ramgeröri giröingu umhverfis þaö og setja á hana gaddavir. Annars er þetta gamall rúss- neskur vani, segir Svetlana, sem var kominn til sögu löngu 'fyrir byltinguna. Svetlana segist oft sakna eldribarna sinna,en hún á son i Moskvu, sem er 31 árs, og dóttur, sem er 26 ára, og auk þess barnabarn, sem er eldra en Olga. Þ.Þ. mæögur alltáf saman á ensku. Svetlana segir, að þetta stafi ekki af neinni andúð á Rúss- um, Rússlandi eða rússneskri menningu, heldur telji hún Olgu heppilegast, að uppeldi hennar sé hagað á þennan hátt. Af þessum ástæöum seg- ist hún ekki enn hafa sagt henni neitt frá Rússlandi eöa afa hennar, heldur muni hún gera það siöar. Þaö eigi ekki að komastinnihöfuöiö á Olgu, að hún eigi sér eitthvert annaö ættland en Bandarikin.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.